Þjóðviljinn - 14.03.1962, Side 5
ísinn á suðurskautinu
fer stöðugt vaxandi
Yfir 90 hundraðshlutar
þeirra svæða heimsins, sem
alltaf eru ísi þakin, eru við
suðurheimskautið, segir í
grein í síðasta hefti „UN-
ESCO Courier“, sem er
mánaðarrit Menningar- og
vísindastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Það er forseti deildarinnar, er
á hendi hefur rannsóknir víð
suðurskautið, Georges Laclavere,
sem skrifar umrædda grein.
Segir hann, að ís.inn við suður-
skautið virðist vera í stöðugum
vexti, og kom það fram í sam-
bandi við rannsóknir alþjóðlega
jarðeðlisfræðiársins. Þrátt fyrir
þetta er sjálft íshafssvæðið að
skreppa saman.
I greininni er m.a. að finna
eftirtaldar upplýsingar:
Ishafssvæðið við suðurpólinn
er 1295 milljónir hektara að
flatarmáli og því af svipaðri
stærð og Evrópa og Bandaríkin,
tekin sem heild.
Loftslagið við suðurpólinn er
Gefa íit í Frakklandí fil
að losna undan ritskoðun
Nýlega var stofnsett í Frakk-
landi spænsk bókaútgáfa, „Ruedo
Ibcrico“. Ungir spænskir rithöf-
undar hafa mikinn áhuga á fyr-
írtækinu því að það skapar
tnögulcika á að komast hjá trit-
skoðuninni.
Útgáfufyrirtækið hefur stofnað
til bókmenntaverðlauna og kall-
ar þau eftir spænska skáldínu
Antonio Machado. Verðlaun
þessi skuli veitt ár hvert
í borginni Colliour nálægt
spænsku landamærunum við
Miðjarðarhaf. Á iþeim stað lézt
Machado í febrúar 1939, á flótta
undan Francofasistunum sem þá
höfðu náð yfirhöndinni á Spáni.
Verðlaunin eru veitt í tvennu
lagi, annarsvegar fyrir skáldsögu
(10.000 nýfrankar) og hinsvegar
fyrir ljóðasafn (2.500 nýfrankar).
Verk þessi verða síðan gefin út
í Frakklandi — á spænsku.
Machadoverðlaununum hefur
einu sinni verið úthlutað og
hlutu þau tveir ungir rithöfund-
ar frá Madrid. Hinn 33 ára
gamli Armando López Salinas
vann til þeirra með skáldsögunni
„Ano tras ano“ (Ár eftir ár) og
hinn 36 ára gamli González Mén-
dez hlaut þau fyrir ljóðasafnið
„Grado elemental" (Byrjunar-
stjg).
Brennuvargs leitað af
frönsku lögreglunni
PARlS — Lögreglan í Rúðubörg
hefur lengi leitað brennuvargs
Bem hvað eftir annað hcfur reynt
að kveikja í dómhöll borgarinn-
ar og hefur nú fundið hann:
Brcnnuvargurinn reyndist vcira
virðulegur dðmari við yfirréttinn
f borginni, Alain Dugué að nafni.
Hann var handtekinn í skrif-
stofu sinni í dómhöllinni, eftir
að hafa verið staðinn að verki
nóttina áður.
Sem áður segir hefur lögreglan
í borginni lengi leitað brennu-
vargsins, sem fjórum sinnum
hafði reynt að kveikja í dóm
höllinni. Taldi hún líklegast að
þar hefði verið að verki einhver
sökudólgur ' sem hefði verið
dæmdur í dómhöllinni og vildi
þannig hefna sín. Fyrst kviknaði
í álmu hallarinnar sem var í við-
gerð. Var þá talið að umrenn
ingur hefði valdið eldsvoðanum.
En skömmu síðar komu upp
þrír eldar í byggingunni og
jafnframt var kveikt í bíi réttar-
forsetans, Honoré dómara, sem
hafði embættisbústað í höllinni.
Komst hann og fjölskylda hans
við illan leik úr höllinni og
miklar skemmdir urðu áður en
eldurinn var slökktur. Tvívegis
enn var reynt að kveikja í höll-
inni, en það mistókst.
öflugur vörður var settur um
bygginguna og þannig tókst loks
að hafa upp á brennuvarginum,
Dugué dómara, sem staðinn var
að verki þegar hann bar eld í
húsið í fimmta sinn. Þetta kom
mjög á óvart, því að dómarinn
hafði mjög gott orð á sér, maður
hámenntaður og lögfróður með
afbrigðum.
kaldara en á nokkrum öðrum
'tað á hnettinum. Mesti kuldi
-h 88,3 • gráður undir frostmarki
á Celsíus, mældist á vísindastöð
So.vétríkjanna, Vostok, sem ligg-
um kringum 1280 kílómetra frá
ströndinni og 4000 metra yfir
sjávarmál.
Af kolalögum é svæðínu má
sjá, að loftslagið við suðurpól-
inn hefur verið hlýtt og rakt
á fyrri skeiðum jarðsögunnar.
Hin raunverulegu auðæfi við
suðurheimskautið eru fólgin í
hinum lifandi auðlindum hafs’ns
umhverfis það. Það er engan
veginn fjarstæð tilgáta, að þetta
geysimikla jurtahvítumagn muni
einhvem tíma í náinni fram-
,tíð gegna mikilvægu hlutverki,
þegar leysa skal matvælavanda-
mál jarðarinnar.
Konur hafa ejnnig farið til
suðurpólssvæðanna og nokkrar
þeirra hafa haft þar vetursetu.
Búast má við sívaxandi hópi
kvenna þangað suður eftir,
annað hvort í fylgd með eigin-
mönnum sínum eða til að starfa
þar að rannsóknum.
Eldsvoðar á afskekktum stöðv-
um eru ef til vill stærstu hætt-
urnar sem steðja að vísinda-
mönnunum við suðurpólinn.
Eldsvoðar koma að jafnaðj upp
þegár kaldast er í veðri eða
hvassast.
Alþjóðasáttmálinn um suður-
pólssvæðið, sem nú hefur ver-
ið undirritaður af 12 ríkjum
(Argentínu, Ástralíu, Bandaríkj-
unum, Belgíu, Bretlandi, Chile,
Frakklandi, Japan, Noregi, Nýja
Sjálandi, Sovétríkjunum o.g Suð-
ur-Afríku), hefur m.a. að mark-
m:ði að koma í veg fyrir póli-
tisk afskiptj af rannsóknunum
þar syðra. f sáttmálanum er
vísindarannsóknunum tryggt 30
ára frelsi. Ríkin, sem hafa und-
irritað sáttmólann, skuldbinda
sig til að nýta svæðið, sem tak-
markast af 60. breiddargráðu, í
friðsamlegum tilgangi, þau heita
að framkvæma þar ekk.i tilraun-
ir með kjarnavopn og nota það
ekki fyrir geislavirk úrgangs-
efni, og þau lo.fa að skiptast á
upplýsingum um rannsóknará-
ætlanir sínar og niðurstöður
þeirra.
(Frá upplýsingaskrlfstofu SÞ).
Gátur ritmáls Mayanna
ráðnar austur í Síberíu
■ t
Þrír ungir sovézkir vísinda-
menn við stærðfræðistofnunina
í Novosibirsk í Síberíu hafa með
aðstoð rafeindaheila Ieyst gátur
ritmáls Maya-indíánanna.
Frá þessu er sagt í tímariti
UNESCO, Courrier. Margir hafa
spreytt sig á að ráða þessar gátur
á undanförnum öldum. Menn hafa
haft nokkra vitneskju um talmál
Mayanna, en engum hefur tekizt
fyrr en nú að lesa myndletur
þeirra sem skráð er bæði á stein-
töflur í musterum þeirra í Mið-
Ameríku og einnig hefur varð-
veitzt á nokkrum leturströngum,
Með aðstoð rafeindaheila tókst
sovézku vísindamönnunum að
lesa úr letrinu á'tveimur ströng-
unum. Þeir byggðu á þeirri til-
gátu enn eins sovézks fræðimanns
að leturmyndirnar gætu bæði
táknað einstök hljóð, samstöfur
og jafnvel heilar setningar.
Myndletrið var “þýtt” á tákn-
mál okkar tíma, gatakort rat,
eindaheilans og hann leysti einfl
erfiðustu gátu málvísindanna ú
40 klukkustundum. Umræddip
textar reyndust vera spádómsJ
tímatöl Maya-prestanna og vaff
þar að finna lýsingar á athöfnunsj
guðanna alla daga ársins.
Vísindamennirnir þrír, Évreinö
off, Kossaroff og Ústinoff, erfj
nú að vinna að þriggja binda rifrl
verki um rannsóknir sínar. f
fyrsta bindinu verða textarnir $
handritunum tveimur, á málfj
Mayanna og í þýðingum á rússú
nesku og spænsku, í öðru tæm?
andi skrá um táknin og í þvil
þriðja gatakortin og niðurstöðuúj
hinna stærðfræðilegu útreiknings,-
Það má búast við fleiri tíðinóú
u.m í málvísindum frá stærS
fræðistofnuninni í NovosibirsBíj
því að Courrier skýrir frá því aH
hafnar séu þar rannsóknir á hin^,
um svokölluðu Rongo-Rongo«j
textum frá Páskaeynni.
tekin af
fóstrum í móðurlífl
NEW YORK — Bandarískur
vísindamaður hefur skýrt frá
því að hann hafi fundið aðfcrð
til að taka rafhjartarit (elektró-
kordíógrömm) af börnum með-
an þau eru enn í móðurlífi.
Vísindamaðurinn, prófessor
Saul Larks við Marquette-há-
skólann í Millwaukee, segist
hafa á síðustu tveimur árum
tekið rafhjartarit af um fjög-
ur þúsund ófæddum börnum og
hafi hann komizt að því að
með þeim hætti megi m.a. öðl-
ast vitneskju um þróun arf-
gengra hjartabilana.
Rafskautin eru fest við kvið
móðurinnar og er hægt að fá
fullkomin rafhjartarit fósturs-
ins án nokkurra truflana frá
rafstraumnum í hjartavöðvum
móðurinnar.
Prófessor Larks segir að með
þessari aðferð megi flokka hin-
ar ýmsu hjartabilanir eftir því,
á hvaða fósturstigi þær koma
til sögunnar. Þeirra verður vart
þegar í tíu vikna gömlum
fóstrum. Þá geta slík rafhjarta-
rit komið að miklu gagni við
fæðinguna. Snemma er hægt að
komast að því hvort um fleir-
bura er að ræða og einnig hvort
barnið muni fæðast andvana.
Gallaðar
innkaupatöskur
verða seldar með hagstæðu verði í dag og næstu daga.
T A S K A N , Ingólfsstræti 6.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu á góðum stað í miðbænum.
Upplýsingar í síma 22973.
Bifreiðaeigendur
athugið
Höfum opnað nýtt hjólbarðaverkstæði undir nafninu
„Millan“ á horni Þverholts og Stakkholts.
Opið frá kl. 8 f.h. til 23 e.h. alla daga vikunnar. Einnig
er tekið á móti gúmmískófatnaði til viðgerðar.
Millan,
/
Þverholt / Stakkholt.
fyrir Seltjarnarneshrepp
til sveitarstjórnakosninga 27. maí n.k. verður lögð fram
á skrifstofu Seltjarnarneshrepps 27. þ.m.
Kærufrestur er til laugardagsins 5. maí og skulu skrif-
legar kærur hafa borist skrifstofu hreppsins fyrir kl.
12 á hádegi þann dag.
Seltjarnamesi, 13. marz 1962,
SVEITARSTJÓRI SELTJARNARNESHREPPS.
Miðvikudagur 14. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (51