Þjóðviljinn - 14.03.1962, Page 11

Þjóðviljinn - 14.03.1962, Page 11
dældarhögg. Ég lyfti kylfunni, reyndi að hugsa um hægri olnbogann og sló í kúluriáw Sviss — heyrðist í sandinum. Ég hafði ekki komið við kúl- una. Ég sió aftur. Sviss *— klikk — heyrðist þá, og kúlan þaut upp úr sand- náminu. En smellurinn sem ég hafði heyrt stafaði ekki frá kúlunni. Hljóðið hafði verið hvellara og harðara, eins og þegar málmur slæst í málm. Ég rótaði í sand- inum með kyifunni. Járnið hafði siegizt í signet- hringinn hans Sveins, • hringinn sem hafði alltaf verið mér þymir í aúgum. En hringurinn lá ekki þarna einn. Hann var á hendinni á hon- um. sem stóð nú útúr sandnám- inu við átjándu holuna á golf- vellinum í Bogstad. Ég stóð þarna drykklanga stund eins Qg í leiðslu, vissi hvorki í þennan heim né ann- an. Það gufaði uppúr rakri gras- flötinni fyrir ofan sandnámið. Sólin var farin að verma og blái liturinn á himinhvelfing- unni varð skýrari. Þrastahópur flögraði framhjá og ég hugsaði sem snöggvast að þeir hefðu sjálfsagt verið að gæða sér á mórberjum. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Fyrstu andartökin var eins og áfalliú breiddi blæju yf- ir- huga minn, svo að allt varð óljóst, og eins og í draumi. En svo greiddist úr hulunni og ég vissi. að ég var glaðvak- andi. Sem snöggvast varð mér hugs- að 'til strákanna m.'nna fimmtán í 5. bekk. Strákarnir sem höfðu með réttu gizkað á að ég væri ve.ikari fyrir stúlkunum í bekkn um en þeim sjálfum. Þessir fimmtán, heiðarlegu, héralegu, feimnu og yfirlætisfullu strákar, sem höfðu ekki hugmynd um hvers konar menn þeir yrðu með tímanum og reyndu því að líkja eftir ölium manngerðum í e'nu. Gat verið að þeir hefðu gért þetta — að þetta væri allt saman grimmilegt spaug? En jafnvel strákarnir í 5. bekk myndu vita hvar draga ætti mörkin. Og þetta var of langt gengið. Það sást ekki nokkur ljfandi maður á ferli. Sandnámið var eyðilegt — tómt og aflagt. Ég stóð í sand- Ég hugsaði sem svo, að það liði á löngu þar til þe.'r kæmu að átjándu holt. Ef þe;r lékju á venjulegan hátt, tæki það næst- um hálfan þriðja tíma fyrir þá að komast þangað. Þá væri lög- reglan búin að vera lengj á staðnum. „Ég verð við sandnámið milli sautjándu og átjándu holu,“ sagði ég við þjálfarann. „Vilj'ð þér senda lögregluna þangað þegar hún kemur.“ Hann spurði einskis. Hann var einn hinna fáu, aðdáunarverðu manna sem geta tekið v:ð skila- boðum án þess að spyrja hvers vegna. Þess vegna vissi ég lika að hann væri fær um að koma ókomnum golfleikurum burt af vell'num. Svo stóð ég á brúninni a sandnáminu og beið e.ftir lög- reglunni. Hún kom í tveim bílum og til allrar hamingju án lögreglu- flautu. Ég ve;t ekki hvernig þei-r hafa ekið um bæinn, en hér uppfrá óku þe:r hratt en hljóðlaust inn á bílastæðið nokkur hundruð metra frá mér. Sjö gráklæddir menn voru komnir út eftir andartak. Þjálf- arinn benti og svo komu þeir gangandi í átt til mín. Þá sá ég að einn þeirra var Karl-Jörgen Hall. Hanh hafði þá verið lögreglufulltrúinn sem var á vakt þegar ég hringdi. Hann var jafn grannur og veiga- lítill að sjá og hann hafði ver- ið þegar við lásum saman und- ir próf fyrir mörgum árum. Móðir mín var vön að segja að inum ems og þegar ég hafði hann værj með röntgenaugu slegið i go.lfkuluna. Kylfuna hafði ég í hægri hendi. Ég leit í kringum mig. Það var eins og smáskriða hefði fallið frá brúninni á saridh náminu og þangað sem Sveirin lá. Sporin mín lágu í skáhöllum boga niður til mín. Það voru margar rákir í sandinn neðst í skriðufárinu. En það lágu líka spor upp frá staðnum þar sem ég stóð. heyrt og 13.00 „Við vinnuna". 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna; „Licitin að loftsteininurp" eft- ir Bernhiard Stokke; X. (Sig- urður Gunnarsson þýðir og ies). 20.00 Varnaðarorð: Friðgeir Grímsson eftirlitsmaður tal- ar um öryggi á vinnustöðum. 20.05 Tónleikar: Wal-Bcrg hljóm- (tfveitin lcikur létt ög. 20.20 Kvödvakar a) Lestur forn- rita: Eyrbyggja s.aga;, XIII. (Helgi Hjövar , »ibhöfundur)T' b) Islenzk _tónlist:_ Lög eft- ir Pál Isölfssóm c) Dr. Sig- urður Nordai ...prófessor les gamlar qg. nýjar þjóðsögur I. 21.15 Föstuguðsþ.iónusta, í út- varpssal (Prestur: Séra Ing- ólfur /«stmarsson. Organ- leikari: Jón G. Þórarinsson. Félagar í kirkjukór Bústaða- .sjóknár. syngja. — 1 lokin les séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup úr passíu'sálm- unum). 22.10 Erindi og tónleikiar: Dr: Róþert A, Ottósson söng- smálsHtjóri minnist hljóm- sveitatrstjórans Brunos Walters ðg kynnir tónverk, sem hann stjórnaði flutn- ingi á. 23.40 Dagskrárlok. Ég beygði mig niður og þreif- aði eftir slagæð sem ekki sló. Það var fráleitt sem ég gerði, en ég tók handfylli af sandi og breiddj úr henni yfir dauða höndina. Það var eins og ég þyldi ekki að horfa á hana slanda upp úr sandinum, — það var höndin á Sveini og hún var stirð og dauð. Ég lagðí frá mér kylfuna og svo gekk ég uppúr sandnám'nu. Ég gekk tif baka sömu leið. þannig að sporin lágu yfir min fyrri spor.. Mér datt allt í einu í hug kylfupo.k- inn hans Sveins. Ég fór að velta fyrir mér hvar hann væri. En ég hætti fljótt að hugsa um það, lögreglan yrði að ráða fram úr því. Svo gekk ég yfir að golfskál- anum. Vöilurinn var ekki lengur e:nkavöllur minn, Edenslundur- inn. þar sem hægt var að íhuga og finna frið í gullnu morgun- iósj undir ópalhimni. Hann var bara grænir venjulegir grasreit- ir undir bláum, heiðskírum riimni og vegurinn lá bara að golfskálanum og símaklefanum. Núrilerið var 42 06 15, Rann- Iðkbárlögreglan í Osló. Þetta númer kom öðru hverju fyrir í kvöldfréttum útvarpsins. Ég kunn’i það utanað. Svb hringdi ég til lögregl- unnar. Annar þjálfarinn sat í fata- geymslunni. Ég sagði honum að það hefði orðið slys og bað hann að stöðVa þá golfleikara sem kæmu og segja þeím að aka til borgarinnar aftur. Það voru þegar nokkrir bílar komn- ir og hann sagði að það væru komnir tíu eða tólf menn út á völlinn. „Láttu þá eigá sig,“ sagði ég. „Það er Sveinn Holm-Svensen útgerðarmaður,“ sagði ég. „Hann liggur grafinn í sand.'num þarna fyrir neðan. Hann er dáinn.“ Þeir sneru sér við og horfðu niður í sandnámið. „Sporin sem liggja niður að kylfunni þarna, eru sporin mín,“ sagði ég. „Ég á líka kylfuna. Ég ætlaði að slá upp kúlu og sló í... ég sló í.. . höndina á honum.“ „Af hverju í ósköpunum haf- íð þér ekki grafið hann upp maður?“ sagð; einn af mönn- unum. Hann hélt á lítilli svartri tösku. Læknirinn, hugsaði ég. „Athugið hvo.rt hann er dá- inn,“ sagði Karl-Jörgen Hall. Læk/?irinn gekk niður í sand- námjð. Hann fór sömu leið og ég hafði farið og gekk við hlið- ina á sporunum mínum. Svo færði hann kylfuna og aftur sa ég í höndina á Sveini uppúr sandiríúm. Læknirinn þréifaði á henni. „Hann er dáinn. Rjgor mortis er kominn fyrir mörgum klukkutímum." „Það þarf að loka golfvell'n- um öllum.“ sagði Karl-Jörgen Hall við einn lögregluþjónanna. „Hringið á fleiri menn.“ Og svo fór allt af stað. Ljósmyndarinn var sá fyrsti sem kom. Vélin hans blossaði án afláts. Hann stóð á gras- brúninni og tók myndir niður í sandnámið og hann stóð niðri í . sandnárnlnú og tók myndir þar. Svor fór næsti maður niður. Hann tók upp kylfuna mína og var með hanzka á höndunum. Fingraför, hugsaði ég. Og í fyrsta skipti flaug mér í hug, að kannski yrði ég grunaður. Fleiri bílar óku jnn á bíla- stæðið. Mér farinst allt mora í gráklæddum mönnum. Svo grófu þeir Svein upp. Aftur þlossaði my.ndavélin ljósmyndar- ans. Mér fannst þeir vera heila eilífð 'að þessu. Mig langaði mest til að snúa mér undan, ef ekki hefðu verið alljr þessir gráklæddu menn. En ég vildi Anastas Mikojan, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, er ný-' kominn heim til Moskvu úr heimsókn til lýðveldanna í Vest'-1 ur-Afríku. Mikojan þykir góður erindreki ríkis síns þar sem hann kemur fram erlendis. Hann er sagður hafa verið léttur, í skapi í Ai(a^uf<jjjHnnii og var honum tekið með kostum og kynjum. Myndin er tekin við komuna til Ghana. Nkrumah og' fleiri taka á móti Mikojan að þjóðlegum sið — með söng og dansi — og Mikojan bregður á leik ásamt hinum. * * ■ * ★ ★ * * ★ * Janios Quadros, fyrrverandi Brasilíuforsetij kom s.l. föstu- dag til Santos í Brasilíu eftir langa útivist. Var honum vel fagnað. Quadros boðaði að hann væri reiðubúinn að hefja aftur þátttöku í þjóðmálum,. Búizt er við að hann muni keppa um ríkisstjórastöðu í Sao Paulo eða reyna að ná kosningu til fulltrúadeildar þjóðþingsins. Benny Goodmann, hinn gam- alkunni bandaríski jazzleikari, fer ásamt hljómsveit sinni til Moskvu innan skamms. Good- mann ætlar að halda hljóm- leika í stórborgum Sovétríkj- anna. Heimsóknin er á grund- velli samnings Sovétríkjanna og USA um menningarsam- skipti ríkjanna. Bandarísk yf- irvöld neita hinsvegar stöðugt hinum fræga kór Rauða hers- ins .um leyfi til að heimsækja USA og syngja íyrir Banda- ríkjamenn. ★ ■: t ■ ★ '*•' Claudio Sanchez Albornos. heitir nýr forsætisráðherra spænsku útlagastjórnarinnar, sem til þessa hefur haft aðset- ur sitt í París. Þar sem bæði forsætisráðherrann og forseti útlagastjórnarinn'ar, Luiá Jim- enez de Asua, eru prófessorar við háskólann í Buenos Aires, flytur útlagastjórnin aðsetur sitt þangað. Sérstök fram- kvæmdanefnd útlagastjórnar- innar verður áfram 'staðsett í París til að annast brýn mál-. efni stjórnarinnar í=Evrópu. Brezk blöð skýra frá því að Margrét prinsessa, kona Ant- ony Snowdons lávarðar, hafi nýlega verið v'ðstödd vígslu skólaheimilis fyrir afvega- leiddar stúlkur í East End i London. Prinsessan lét við það sér tækifæri nokkrar kynna fyrir fyrrverandi vændiskonur. Fylgdarlið Már- ^ grétar segir að hún hafi rætt við þær „með samúð og skilningi", og hafi samtalið verið langt og ánægjulegt. I Sonja Hcnie, fyrrv. skauta- snillingur og kvikmyndaleifc; kona. hefur ákveðið að gefa norska ríkinu málverkasaln si.tt.. Þetta er hið veglegasta ‘ safn. málverka. og tpetið„4 nær 200 . milljónir ísl. k.róna, En frúin lætur ekki þar við sitja. Ásamt eiginmanni sín-V um, norska útgerðarmannin-i. um Niels Onstad, ætlar hun að láta byggja safnhús yfir málverkin fyrir um 100 millj- ónir ísl. króna. Verður það í grennd við Osló. Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURÐUR JÓHANNESSON, skipstjóri frá Flatey, er lézt að heimili sínu, Víðimel 37,' 6. þ.m., verðúr jarð- sunginn fimmtudaginn 15. marz kl. , 10,30 frá Fossvogs- kapellu. Blóm og kransar vinsamlega. afbeðnir,., en þeir, sem vildu minnast hans, beðnir að láta Slysavarnafé- lagið eða Dvalarheimili aldraðra sjómanna njóta þess. Athöfninni verður útvarpað. Halldóra Jónsdóttir Björgúlfur Sigurðsson Jón Júlíus Sigurðsson. ; í Miðvikudagur 14. marz 1962"— ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.