Þjóðviljinn - 15.03.1962, Page 4
Válegar fréttir hafa borizt.
Bandaríkin hafa ákveðið að
hefja á nýjan leik tllraunir
með kjarnorkuvopn aðeins
hálfum mánuði áðuf en við-
ræður um afvopnun áttu að
hefjast í Genf. Það er eins og
þeir haldi að nú sé síðasta
tækifærið að eitra andrúms-
loftið og sá úlfúð manna á
meðal.
Og að sjálfsögðu segist
Bandaríkjastjóm gera þetta til
þess að efla friðinn. Þetta
segja i>eir allir. Tilraunir með •
viðbjóðslegustu múg'morðs-
tæki mannkynssögunnar eru
alltaf nefndar tiiraunir til
þess að efia friðinn! Það er
varla til failegt orð, sem ráða-
tnönnum heimsveldanna hefur
ekki tekizt að misnota.
Boðberar ,,vestræns frelsis“
á fsiandi hafa tekið þessum
fréttum með fögnuði. Gátu
menn búizt við öðru? Hvenær
hefur þeim hrotið styggðaryrðí
9f vörum um utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna? í aug-
um þeirra er öll gagnrýni á
Vesturveldin guðiast og brýt-
ur í bága við heilög lögmál
andkommúnismans.
Vorið 1958 var heimurinn
eins og geðvejkrahæli. Öll
stórveldin kepptust við að
sprengja kjarnorkusprengjur.
Þá boðuðu Rússar þær gleði-
fréttir að fyrstir allra ætiuðu
þeir að hætta tilraunum með
kjarnorkuvopn. Friðelskandi
menn um allan heim fögnuðu.-
En þó heyrðust hjáróma
raddir. Og meðal þeirra voru
íslenzkir boðberar „vestræns
jfrelsis“. t>eir töldu enga á-
stæðu vera til að fagna. Hvers
vegna? Vegna þess að Vestur-
veldin neituðu að fylgja for-
dæmi Rússa og hætta tilraun-
um líka. En almenningsálitið
var samt sterkt, og innan
skamms hættu Vesturveldin
líka að sprengja.
En núna, þegar Bandaríkja-
stjórn hefur skýrt frá ætlun
simii að hefia aftur tilraunir
með kjarnorkuvopn, blasir ein
staðreynd v;ð okkur. Rússaxn-
ir voru fyrstir til að hætta, en
þeir voru líka fyrstir til að
byrja aftur. Það voru þeir, sem
byrjuðu á öllu brjálæðinu á
nýjan leik. Ef þeir hefðu ekki
byrjað, er ólíklegt að Vest-
urveldin hefðu þorað að byrja.
Þótt herforingja hafi dreymt
„fagra“ drauma um nýjar
sprengingar, er harla ósenni-
legt að Vesturveldin heíðu
þorað að leyfa Sovétrikjunum
að leika hinn e'na sanna and-
stæðing kjarnorkusprenginga
frammt fyrir aiþjóð.
Og núna hafa Vesturveldin
misst glæpinn. Það er verk
Sovétríkjanna. Verknaður sov-
ézku hernaðarsérfræðinganna
lét dýrasta draum bandarískra
hernaðarsérfræðinga rætast.
Við þökkum Sovétríkjunum
fyrir það, sem þau gerðu 'árið
1958. en við ásökum þau 'fyrir
þgð, sem þau gerðu árið 1961.
Og sök þeirra er vissulega
mikil.
Æskulýðsfylkjngin Reykja-
vik hefur þann heiður að hafa
verið fyrst allra inniendra
stjórnmálasamtaka til að lýsa
yfir andstöðu við kjarnorku-
sprengingar Rússa. Það gerði
hún á fund; sínum í septem-
ber 1961. Æskulýðssíðan hefur
þann heiður að fordæma skil
yrðislaust kjarnorkusprenging-
ar Bandaríkjanna. Andstætt
Natóviuum fordæmum við
kjarnorkusprengingar hvar
sem er.
Og nú eru þeir allir aftur
byrjaðir að sprengja. Þeir
leika sér að eldi eins og óvita
börn á tíma, þegar stríð gæti
haf'zt vegna þess að einhver
þrýsti á rangan hnapp. Þeir
hika ekki við að dæma óko.mn-
um kynslóðum þau örlög að
fæðast vanskapaðar eða stór-
um hluta mannkynsins að
deyja úr hvítblæði, ef aðeins
hernaðarmáttur þeirra sjálfra
eflist. Ef hamingja jarðarbúa
Og áætlanir herforingja stang-
ast á, situr hið síðarnefnda í
fyrirrúmi. Þetta er hinn full-
komni glæpur.
Og nú heitum við á alla þá,
sem 'taka manninn fram yfir
hernaðaráætlan.'r; alla þá, sem
vitfirring kalda stríðsins hefur
ekki enn þá vitfirrt, að taka
höndum saman og ■ mótmæla.
Þú spyrð ef til vill hvort það
komi að nokkru gagni að mót-
mæla ofurmætti heimsvelda.
En á einn hátt getum við mót-
mælt. Við getum mótmælt
því, að ísland er meðlimur í
hernaðarbandalagi, sem byggir
tilveru sína á kjarnorkuvopn-
um. Við getum mótmælt því,
að á ísland; er herstöð sem
Mynd af Nagasaki eftir kjarn-
orkuárásina 1954. Á þessum
bletti stóð miðborgin áður cn
sprengjan sprakk.
Eiga örlög heimsbyggðarinnar
að vcra eitthvað þessu lík.
*
er liður í hernaðaráœtlunum
er byggjast á notkun kjarn-
orkuvopna. Við getum mót-
mælt því, að ísland er með-
limur í sjálfsmorðsklúbbi
heimsins. Og ef við mótmæl-
um svo kröftuglega, að heim-
urinn geti litjð friðlýst og
hlutlaust ísland, höfum við
lagt framlag okkar á vogar-
skál friðarins. Þá höfum við
mótmælt á raunhæfan hátt
helstefnu heimsveldanna.
Gísli Gunnarsson.
• •
til ráðamanna Frjálsrar bjóðar
Ég færi ykkur hér sérstakar
þakkir mínar fyrir vel rök-
stutt og fallega orðað svar
ykkar við síðustu orðsendingu
minni. Þið reynið að afsanna
allt, sem óg skr'faði, með því
að reyna að hrekja þrjú at-
riði af mörgum. Mikilvægust
er þó sú röksemd ykkar að
ég sé „ungur skólaður sellu-
kommi“. Má segja, að þessi
röksemd sé í fullu samræmi
v:ð grein Bergs Sigurbjörns-
Sonar í sama blaði, þar sem
hann dáir mjög uppnefningar-
aðferð.'r í stjórnmálabarátt-
unni.
Ég tel samt nauðsynlegt að
útskýra nánar sum ummæli
ykkar. Þannig tel ég rétt að
útskýra að sellan, sem ég
skólaðist í er Ifáskólinn í
Edinborg í Skotlandi, en þar
lauk ég M. A. prófí á síðast-
'liðnu hausti.
Sömule'ðis tel ég rétt að út-
skýra, að þið farið með rangt
mál, þegar þið segið að Sós-
íalistaflokkur Nennis á Ítalíu
hafi slitið öllu sambandi við
kommúnista. Rétt er að þeir
höfðu aðeins sameiginlegan
l'sta í þin&kosningum é árun-
um 1948—1956, en þeir hafa
hirs Vegar haldið áfram að
starfa með kommúnistum víð-
ast hvar í bæjarstjórnarkosn-
inguin. Auk þess er ennþá í
gildi málefnasamningur milli
flokkanna tveggja.
Því miður verð ég lika að
upplýsa ykkur, að þið f arið
með rangt mál um fiokk
Mendés-France í Frakklandi.
Ég sagði, að sá flokkur hefði
leitað fyrir sér um hugsan-
legt kosningasamstarf við
kommúnista. Það stendur ó-
haggað. Og Mendés-France hef-
ur a'drei sett fram skilyrði
Bergs Sigurbjörnssonar. Auk
brezkra blaða er helzta
heimild mín í þessu máli
franskur menntamaður, sem
dvaldi um skeið við Edinborg-
arháskóla, og var fulltrúi stúd-
entasamtaka flokks Mendés-
France 4 þingi franskra ung-
kommúnista.
Eins og búast má við, eru
ékveðnir aðilar farnir að
[l’eyna að rógbera heimsmót
seskunnar í Helsinki í ár alveg
eins og þeir reyndu að róg-
fcera heimsmótið í Vin ár'ð
1959. Þá áttu allir íbúar Vín-
tír að standa sameiginlega
®<egn þessu heimsmóti o.s.frv.
Reynslan varð samt allt önn-
sir, eins og allir Vínarfarar
geta borið vitni um.
Rétt er, að andróðurinn gegn
fieimsmóti æskunnar er fyrir
hendj í Finnlandi, en hann er
injög lítill samanborið við Vín-
armótið. Þangað komu stórir
ílokkar frá Vestur-Þýzkalandi
®g viðar að til þess eins að
reyna að eyðileggja. En strax
á öðrum degi hættu þeir að
láta á sér kræla.
Andstæðingar friðsamiegrar
sambúðar æsku um allan he;m
eru nú orðnir æði gjaldþrota.
Skýrast kom þetta fram hjá
ungnm Sjálfstæðismönnum í
Morgunblaðinu í síðustu viku.
Þar reyndu þeir að gefa í
skyn að heimsmótið gæti tæp-
lega orðið í Helsinki vegna
húsnæðisskorts þar. Við getum
með sérstakri ánægju frætt les-
endur Æskulýðssíðunnar á því,
að þetta er helber þvættirg-
ur. Hótel voru lokuð fyrir
heimsmótsgestum í Vín, en þá
Vat komjð uff A f-jaldtbúðum.
) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. marz 1962
íslend'ngarnir dvöldu í tjald-
búðum í mjög fögru umhverfi.
Það voru víst flestir Vínar-
farar sammála um, að ekki
liefðu þeir viljað skipta á þess-
um dvalarstað og hótelum ein-
hvers staðar inni í borg.
En Æskulýðssíðan verður því
miður að hryggja væntanlega ■
þátttakendur með því, að svo ;
mik'ð verður um hótel fyrir j
heimsmótsgesti í Hels.'nki, að j
tjaldbúðir verða ekki nærri j
eins stór þáttur í heimsmót- j
inu þar og þær voru í Vín- j
arborg! j
Islendingar á Vínarmótinu ganga inn á leikvanginn við
setniingajrhátíðina.
íií
En hvaðau fenguð b'ð upp-
lýsingar ykkar um sameig:n-
lcga stefnu Bergs og Mendés-
France?
En hrifnastur er ég samt af
þeirri röksemd ykkar að sós-
íaldemókratar í Suður-Amer-
íku starfi aðeins með komm-
únistum vegna hins sérstæða
,,Suður-Ameríkusiðferð:s“. Hér
hafið þið gert mig rökþrota.
Þessari röksemd get ég alls
ekkj svarað.
Og að lokum v.'l ég endur-
taka þakkir mínar fyrir þetta
nýja framlag ykkr til efling-
ar vinstrj samvinnu. Það er
a’ltaf ánægjulegt að rökræða
við menn eins og ykkur.
Gísli Guunarsson.
P.s. — E'.nhver hefur ráðlagt
mér að ávarpa aðeins rit-
stjóra Frjálsrar þjóðar (Magn-
ús Bjarnfreðsson) í grein
þessari en v'ð nánarj athug-
m ákvað ég að ávarpa í fleir-
tölu, þar sem ég er ekki viss
um að Magnús stjórni að öllu
leýti penna sínum.