Þjóðviljinn - 20.03.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1962, Síða 3
A’freð Elíasson, framkvæmdasljóri Loftleiða, ásamt áhöfn Snorra Þarfinnssonar við komuna til Reykjavíltur á sunnudaginn var. f Snorrí Þorfínnsson til í fyrsta sinn áætlunarflugvélunum eða ef taf- ir verða á ferðum þeirra vegna veðurs. Hingað t(’.l hafa Loftleið- ir ekki átt neinni Varaflugvél á að sk:pat en með kaupunum á Snorra Þorfinnssyni er úr því bætt. Flugvélin verður einnig notuð til æfingaflugs og e.t.v. nokkurra leiguferða, en eins og fyrr greinir, á hún fyrst og fremst að vera til tryggingar því að ferðunum verði örugglega haldið uppí samkvæmt gerðum áætlunum og þannig brúað það bil, sem stundum hefur orðið að undanförnu vegna þess að félag- ið hafði engri varaflugvél á að skipa. Snorri Þorfinnsson, hin nýja Cioudmasterflugvél LofUeiða, kom í fyrsta skipti til Reykja- víjkur síðdegis á sunnudagínn eftir rúmlega 10 klukkustunda flug^ frá New Tork. Eítir skamma viðdvöl hélt flugn’élin áfram til meginlands Evrópu, fullskipuð farþegum. Hin nýja Cloudmasterflugvél Loftleiða er sömu gerðar og hin- ar fjórar, sem fyrr voru keypt- ar. Fyrir næstu mánaðamót verða ný sæti kom:n í ailar íimm Cloudmastervélar Loft- loiða, og geta þá 425 farþegar samtímis verið í öllum farþega- sölunum fimm eða 460 manns i flugvélunum öllum þegar áhöfn- in er meðtalin. Nj'ja flugvélin kostar 540 þúsund Bandaríkjadali, og er í þeirrj upphæð innifalið verð tveggja hreyfla og ný fiokkun flugvélarinnar. •Um næstu mánaðamót heíst sumaráætlun Loftleiða. Verður ferðunum þá íjölgað úr 8 og upp í 11 í v.'ku hverri fram og aftur yfir Atlanzhafiið og verða vikulegar viðkomur á íslandi þá 22. Er þá gert ráð fyrir 22 á- höfnum eða um 160 manns í flugliðinu öllu. Fleiri farbeiðnir liggja nú íyrir en nokkru sinni áður í sögu Loftleiða, og er nú orðið fullskipað í nokkrar ferðanna -i sumar. Aldrei hafa jafn margir útlendingar og nú gert ráðstaí- anir til að eiga viðdvöl á ís- landi á austur- eða vesturleiðum Loftleiða, og má því ætla, að næsta sumar muni verða hér fleiri erlendir ferðamenn en nokkurn tíma fyrr. 'Snorra Þorfinnssyni, hinni nýju Cloudmasterflugvél Loíf- leiða, verður einkum ætlað að vera til taks ef hlaupa þarf skyndilega í skörð. Öll stærri ílugíélög hafa jafnan á að skipa nægilega mörgum varaflugvélum til þess að firra töfum, ef smá- vægilegra lagfæringa er þörf á 8. marz sl. skýrði blaðið Fleetwood Cronicle frá því, að fjórir ungir námsmenn við Yorkshire hefðu gert teikningu að togara, er valda myndi byltingu i fiskveiðum. Er hér um svonefndan ,,sviftogara“ að ræða, þ.e. skip, er „siglir" á lofípúðum. Skipið er 230 fet á lengd, 95 á breidd og 20 á hæð og vegijr 400 tonn, og hraði þess verður 100 mílur á klukku- stund. Sk'pið getur svifið allt að 9 fetum fyrir ofan öldurnar og á það að þola verstu veður. Upp- finningamennirnir segja, að skipið eigi að fljóta á sjónum •eins og venjulegt skip, þegar það er að veiðum. en verði mjög stöðugt vegna þess hve botn þess er breiður. Skipið á að geta borið 100 tonn af f:ski og farið allt að 3500 mílna vegalengd i hverri siglingu. Kostnaðarverð er áætlað milljón sterlingspunda. leyti sem venjulegur togari, er sigl.'r írá Fleetwood. væri að kqmast út úr írlandshafi, og þeir rnyndu koma inörgum dög- um fyrr aftur til heiinahafnar. © Dýr skip Blaðið segir hins vegar, að það sé önnur saga, hvort „svif- togarar” yrðu jafn veiðisælir og venjulegir togarar eða hvort þeir reyndust fjárha'gslega jafn hagkvæmir í notkun. Ein millj- ón punda er m:'kil fjárhæð til þess að leggja út fyrir skip, sem enn er á tilraunastigi. Eu blaðið segir, að reynist það svo. að skipið uppfylli drauma togaraeigenda, sé ekkert efa- mál, að slíkt skip mundi, eins og uppfinningamennirnir segja, valda byltingu í fiskveiðum, jafnvel meiri byltingu en gufu- knúðu togararnir gerðu á sín- um tíma. Raunveruleiki stofnun verilaunasjóis Möguleikar á stofnun sjóðs, sem yrði fær uni aö veita íslenzkum listamönnum, vísindamönnum, xit- höfundum, fræöimönnum og öðrum sem til greina geta ein komiö vegna sérstakra afreka í þágu þjóðarinnar ríf- ieg verðlaun þegar sjóöurinn yrði þess megnugur, voru til umræðu á aðalfundi Blaðamannafélags íslands í fyrradag. Kennari við flugvélaverk- smiðjuna segir, að „sviftogari“ sé enginn dagdraumur, bygging hans sé framkvæmanleg og eng- inn vafj á að hann muni vinna eins og til er ætlazt. Næsta skrefið er að framleiða model- skip til reynslu. Uppíinningamennirnir segja, að þótt „sviftogari“ verði ef til vill dýrari i rekstri en venjulegir togarar muni þeir spara mikinn tíma vegna hins •mikla ganghraða. Venjulegír togarar eyða svo löngum tírha í siglingu á og af miðunum. Segir blaðið. að enginn vafi sé á því að „sviftogari“ hafi mikla yfirburði fram. yfir venjulega togara. „Sviftogarar“ gætu ver- ið komnir á íslandsmið um það Nokkur innbrot um helgina Um helgina voru framin nokk- ur innbrot hér í bænum. Á sunnudagsnótt var brotizt inn í Háskólabió, brotin þar stór rúða en engu stolið. Er þetta annað innbrotið þar á skömmum tíma. Sömu nótt var einnig brotizt inn í skrifstofu skólastjóra Hagaskól- ans, brotnar tvær rúður en engu stolið. Sl. fimmtudag var einnig brotizt inn á skrifstofuna og þá var stolið þar 7000 krónum í pen- ingum. Á sunnudag var svo brotizt inn í mannlaust herbergi í kjallara hússins Mánagata 10 og stolið þar 2000 krónum í peningúm úr tösku er kona, sem býr í her- berginu átti. Það var Hendrik Ottósson sem hreyfði þessu máli á fundinum og bar fram svofellda tillögu: „Aðalfundur Blaðamannaíélags Islands, haldinn hinn 17. marz 1962, ályktar: Kosin skal nefnd, sem hafi forgöngu um að leitað sé samvinnu allra félagasamtaka á íslandi til þess að vinna að því að koma upp sjóði, sem sé fær um að veita íslenzkum lista- mönnum, visindamönnum, rithöf- undum, fræðimönnum og öðrum, sem til greina geta komið vegna sérstakra afreka í þágu þjóðar- innar, rífleg verðlaun þegar sjóð- urinn er orðinn þess megnugur. Tekna má afla á niargvislegan hátt, meðal annars með því að helga einhvern dag ársins slikri fjáröflun. Skal nefndin skrifa öllum þeim aðilum, samtökum fyrirtækjum og st.ofnunum, sem veitt geta liðveizlu í þessu máli“. Nokkrar umræður urðu um málið og var samþykkt að vísa tillögunni til félagsstjómar og stjómar menningarsjóðs félagsins. Á fundinum var m.a. upplýst, að lífeyrissjóður Blaðamannafé- lags islands nam um síðustu áramót 864 þúsund krónur. Sjóð- urinn var stofnaður á árinu 1959 og hafa íélagar þessi ár verið um 45 talsins, og árlegar tekjur, au'k vaxtatekna, um 270 þús. kr. Fimm félagsmenn hafa fengið fasteignalón úr sjóðnum, sam- tals að fjárhæð 373 þús. kr. 1 Menningarsjóði Blaðamanna- félags islands voru um síðustu áramót 303 þús. kr. og er þá með talinn minningarsjóður Vil- hjálms Finsen að fjárhæð rúmar 30 þús. kr. á síðasta ári nutu 10 biaðamenn styrkja úr sjóðn- um, samtals 59 iþús. kr, en á síðustu 10 ámm hafa styrkveit- ingar numið alls 318. þús kr. 1 minningarsjóði Hauks heit- ins Snorrasonar ritstjóra voru um síðustu áramót 78 þús. kr. Einn styrkur var veittur úr sjóðnum á árinu, 5000 kr. til Jóns H. Magnússonar, sem stundar blaðamennskunám í Bandaríkjun- um. I Blaðamannaíélagi Islands eru nú liðlega 70 fullgildir félagar, þar af 3 heiðursfélagar. Stjórn félagsins skipa: Gunnar G. Schram (Vísi), formaður, Jón Magnússon (útvarpinu), Indriði G. Þorsteinsson (Tímanum), Atli Steinarsson (Mbl.) og Björn Jó- hannsson (AB). Stjórn Menning- arsjóðs B.I. skipa: Sigurður Bjarnason, Hendrik Ottósson og Ingólfur Kristjánsson Til á undanfömum fimm árum hafa íslendingar fengið að eigin þarfa hirða á þennan hátt varning Enn einu sinni hefur ís- fyrir 560 milljónir króna. lenzkum stjórnarvöldum ver- ið heimilað að ganga í of- framleiðsluhauga Bandarikj- anna og hirða þar matvæli. Fékk rikisstjómin að þessu sinni að láta greipar sópa um vörur sem nómu að verð- mæti 75 milljónum króna, en Ekkj eru þessar vörur þó gefnar beiningamönnum af örlæti hjartans einu saman. íslendingar eiga að greiða þær í krónum, og er and- virðið . lagt inn á sérstakan re'kning Bandaríkjastjómar i Landsbanka íslands. Fé úr þessum sjóði iánar Banda- ríkjastjóm síðan til ýmiskon- ar framkvæmda hér á landi, raforkuframkvæmda, hafnar- framkvæmda og vegagerðar. þar á. meðal í herveginn mikla til Keflavíkur. Þannig er risinn hér upp einsironar bandarískur framkvæmda- banki sem hefur vaxand; á- hrif á það hver verkefni landsmenn taka sér fyrir hendur og hver ekki. Haldi sjóður þessi áfram að vaxa jafn ört og hann hefur stækk- að ó undaníörnum árum mun hartn brátt ráða úrslitum um allar meiriháttar 'fram- kvæmdir landsmanna. En sjóðurinn mikli íer ekki allur í slika lánastarfsemi. Fjórðung aí upphæðinni „get- ur Bandaríkjastjórn notað til eigin þarfa,“ eins og segir í nýlegri fréttatilkynningu frá íslenzku ríkisstjórninni. Sú uþphæð sem Bandarikjastjórn hefur getað notað „til eigin þarfa“ á íslandi hefur þann- ig numjð 160 milljónum króna á undanförnum fimrn árum. Og hverjar eru svo „eigin þarfir“ Bandarikjastjórnar á íslandi? Um það eru ekki birtar neinar skýrslur, og trú- lega hefur enginn íslending- ur fulla vitneskju um það, nema þá helzt GuðmundUr í. Guðmundsson utanríkisráð- herra — húnn nýkjörni íor- maður fjármálastjórnar Al- þýðublaðsins. — Austri. Þriðjudagur 20. marz 1962 ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.