Þjóðviljinn - 24.03.1962, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.03.1962, Qupperneq 4
Sunnudagsmessan var flutt af séra Jóni Auðuns. Lagði hann útaf guðspjalli dagsins, sögunni um freisting Jesú, og setti sig í allmikinn vanda, því hann fór að velta því fyr- ir sér, hvernig hægt væri að samrýma hina tvo eiginleika skaparans, sem stundum virð- ast ærið ósamrýmanlegir, það er algæzkan og almættið, og tók sem dæmi hin nýafstöðnu sjóslys. Að vonum vaðistlausn þeirrar gátu fyrir honum. Þó virtist hann frekar hallast að þvíj að guð vildi alltaf vel, en skorti hinsvegar úrræði til að koma hinum góðu. áformum sínum í framkvæmd, og yrði að njóta til þess aðstoðar mannanna. En ailar voru þessar bollaleggingar ærið loðnar og lausar í reipum. En að hinu leytinu kom allvíða fram í ræðu hans nokkur gagnrýni á hina íhalds samari kennimennsku, og mátti á klerki þessum skilja, að slíkar kenningar væru nú frekar í sókn innan þjóðkirkj- unnar, og virtist hann síður en svo hrifinn af slíkri þróun. Sverrir í presfa staS Sverrir Kristjánsson hgfur nú tekið við um sinn af prest- unum og útvarpsstjóra með flutning miðdegiserindanna. Eru það mikil umskipti, en til þess að móðga engan þori ég ekki að segja, að þau séu til batnaðar. Ræðir hann um lénsskipulag miðalda, og flutti sitt fvrsta erindi á sunnudag- inn. Ég æfia ekki að fara að mæla með Sverri, það gerir hann bezt sjálfur, en ég held að í þessu fyrsta erindi hafi honum tekizt næstum með ó- líkindum að bregða uod eftir- minnilegri mynd af lífi fólks í Evrópu á þeim tíma er hér ræðir u.m. Og vegna þess að menn deila nú mjög um hver sé hin raunverulega stétta- skipting í nútímaþjóðfélagi, væri ekki úr vegi að minna á stéttaskiptingu þá er Sverrir vitnaði til eftir einum frómum biskupi, þeirrar tíðar: í húsi guðs eru þrjár stéttir, þeir sem biðjaj þeir sem berj- ast og þeir sem vinna. Um kvöldið var lesin verð- ■launaritgerð númer tvö í þætt- inum: Því gleymi ég aldrei. Nefnist frásögn þessi: Nú hefur þú svikið mig, og var eftir Kristján Jórfsson lög- úlvarpsannáll fræðing. Þet'ta var mjög þokkaleg ritsmíð og greindi frá kynnum og samskiptum höfundar við Snæbjörn í Hergilsey, og er ekki ósenni- legt að það eitt út af fyrir sig hafi átt einhvern þátt í að ritsmíðin komst svo framar- lega í röð, enda verður því ekki neitað, að mynd sú er höfundur bregður upp af Snæ- birni, þegar hann hleypur frá stýrinu til þess að lúskra á stráknum, er hann taldi að hefði svikið sig, er vel gerð og eftirminnileg. Þetta kvöld var lokahríðin í spurningakeppni skólanem- end.a. Áttust þar við Sam- vinnuskólinn og Menntaskól- inn í Revkjavík og bar hinn síðarnefndi sigur úr býtum. Er keppni lauk birtist útvarps- stjóri í eigin persónu, þakkaði öllum er að þessum leikjum höfðu staðið og afhenti sigur- vegurunum eitthvert hljóm- plötuscfn. Annað slíkt féll og Samvinnuskólanum í skaut, fyrir að hafa staðið sig næst bezt. Ærnar 55 urSu aS 34 Á mánudagskvöld talaði Guðmundur Jósafatsson í Austurhlíð um daginn og veg- inn. Hann var oft orðhepp- inn og kom víða við, en sök- um þess að stundum brá fyrir dálítilli ergi í ræðu hans, naut maður ekki orðheppninnar sem skyldi. Mál sitt hóf hann með málhreinsunarspjalli, sem einkum beindist að nöfnum á hreinlætistækjum, sem og að vistarverðu þeirri er tæki þessi eru geymd og notuð í Þá eyddi hann allmiklum tíma í að ræða um stéttaskipt- ingu. í þjóðfélaginu, og virtist vera allóánægður með ýms hugtök og málvenjur í þvf samband^ en kom þó ekki með neinar tillögur til úrbóta. Einkum virtist þó sem honum væri hugtakið menntamaður nokkur fleinn í holdi, einkum þegar það kæmi fram sem andstaða við hugtakið ómennt- aður maður. Og hvað þýðir nú að vera að kippa sér upp við slíkt? Hví skyldu blessaðir menntamennirnir ekki mega láta okur, hina ómenntuðu, vita af því svona endrum og VIKAN 11. TL 17. MARZ eins, að þeir séu menntamenn, en við ekki? — Skilgreining Stephans G. Stephanssonar á hugtakinu menntun hefur ekki enn verið löggilt og verður líklega seint. Þótt við gætum boðið fram hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða, mvndi það endast okkur ærið skammt sem inngangseyr- ir í menntamannaséttina. og verður því hver að liggja þar sem hann er kominn. Að lokum ræddi svo Guð- mundur um krónurnar 999, sem þeir í Seiluhreppi lögðu inn í Söfnunarsjóð Islands snemma á þessari öld, og mega ekki taka þaðan út fyrr en bær eru orðnar að milljón. Guðmundur breytti krónun- u.m í ær, og reyndu.st þær í öndverðu vera 5F| — Nú sagði hann ærnar vera ekki nema þr.iátíu. og fjórar. en hefðu átt að vera á níunda þúsund. Þetta var semsé sagan um verðrýrnun neninganna, reikn- uð í sauðkindum. Pislarsaga þrisvar á dag Þetta kvöld flutti Sigurður Gunnarsson kennari erindi um Þrándheim, sagði frá því er hann sá og heyrðl frá sagt á einni dagstund og reyndist það vera furðu mikið, enda þótt tekið sé með í reikning- inn. að hann hafði einn starfs- bróður sinn barlendan sér að leiðsögumanni. Á þriðiudagskvöld flutti Halldór Halldórsson prófessor fyrri hluta af erindi, er fjaJl- aði ura háskólabæinn Lund í Svíbjóð. Sá hlu.ti er fluttur var að þessu sinni fiallaði einkum um samskÍDti íslendinga fyrr á öldum við stað þennan, eða eða að mestu leyti u.m vígslu- feröir biskupsefna þangað, í þann tíð, er íslenzk kristni átti sinn erkibiskup þarna. Halldór flytur mál sitt ró- lega og hefu.r einkar við- felldna rödd. Kvöldvaka miðvikudagsins var gcð það sem hún náði. Auk Eyrbycgiu Helga las Sig- urður Nordal upp þjóðsögur, er hann hafði annaðhvort skráð siálfur eða safnað, eng- ar að vísu mergjaðar, en sum- ar dálítið spennandi. En það var klipið aftan af kvöldvöku.nni og þátturinn um íslenzkt mál felldur niður til þess að rúm fengist fyrir föstumessu í dagskránni. Og föstumessan var ósköp dapur- leg eins og föstumessur eiga að vera. Og manni verður á að spyrja sjálfan sig, undir þess- ari dapurlegu messu: Er ekki nóg, að heyra píslarsöguna lesna yfir sér í morgunút- varpij meðan beðið er eftir veðurfréttum, og fá svo pass- íusálmana í vökulok, þótt ekki sé einnig verð að þylja yfir manni píslarmessu í miðri viku? - - — ■ ■—--------"■ ' T.'W Margt likt meS skyldum Á fimmtudagskvöldið kenndi óvenju margra og ólíkra grasa í hinu talaða orði, og mun það að einhveriu leyti hafa verið því að bakka, eða kenna, að sinfóníuhljómsveitin lagðist í inflúensu. Það heyrði ég fvrst af orð- ræðum þessa kvölds, að bankastjórinn Jón Maríasson var að lýsa því fyrir hlust- endum, hve peningamál þjóð- arinnar stæðu með miklum blóma, og skildist mér, að hann þakkaði það fyrst og fremst hve tekizt hefði giftu- samlega að afmá áhrif kaup- hækkana þeirra, er orðið hefðu á liðnu ári. Að lokum tilkynnti hann svo, að stefnan í peningamálunum yrði ó- breytt á þessu ári. Frá peningamálunum var horfið að frændum okkar öp- unu.m, örnólfur Thorlacíus fræddi okkur um þessar á- gætu skepnur, bæði þær sem standa okkur fjær, hafa rófu og lifa í einkvæni. sem og hinar, er líkjast okkur enn meit] eru rófulausar, hafa sömu. blóðflokka og við og lifa í fjölkvæni, eins og við erum sagðir hafa náttúru til. Frá öpunum barst talið að Struense. hi.nu.m þýzka lækni er gerðist líflæknir og ráð- gjafi hins geggjaða Dana- kóngs, Kristjáns hins sjöu.nda, lagðist með drottningunni og ríkti sem einvaldur í Dana- ríki sextán mánuði og lét margt gott af sér leiða, en var eigi síöur fangaður og réttaður og umbæturnar síðan að engu gerðar. Jón Hjálmarsson skólastjóri gerði þessum þætti ágæt skil. Frá Struense var haldið norður í Miðfjörð, og hafði annar skólastjóri, Björn Daní- elsson þá fengið orðið og sagði frá því er hann, á sínum duggarabandsárum, var búðar- maður í Norðurbrau.t og heyrði eitt haustkvöld að rið- ið var heim að húsinu og bar- ið þar gífurlega. fyrst nokkr- um sinnum með dularfullum hætti, síðar á náttúrulegan hátt. En með því atburður þessi útaf fyrir sig, entist ekki í útvarnsbátt, drýgði höfund- u.r frásögnina með alllöngum formála, og ýtarlegum aðdrag- ande^ en öll var sú frásögn frekar liðleg. þó efniviðurinn væri ekki stór. FyndiS kon- /erensráð Frá hi.num dularfullu högg- um í Norðurbraut lá leiðin inn í mvrk og dapurleg ljóð, ort og lesin af Einari M. Jónssyni. Svo komu fréttir, hinar síðari. Þá Passíusálmur nr. 2t. lesinn af séra Sigurði Stefánssyni. Og baðan lá svo leiðin yfir í Veraldarsögu Svei.ns frá Mælifellsá. Var það í raun og sannleika voða- legur lestur. því Sveinn stóð þá í blóðugri styrjöld við ná- granna sinn út af heit og slægjum. Þannig endaði þetta fjöl- breytta fimmtudagskvöld, og segi menn nú að útvarpið hafi ekki eitthvað fyrir alla. Þáttinn Efst á baugi heyrði ég ekki á föstudagskvöldið. Birgir Kiaran blaðaði í Ferðarobu Magnúsar Stephen- sens og las unn nokkrar glefs- ur, ásamt laglega orðuðum skýringum og athugasemdum. Frásagnir konferensráðsins af viðskintum bess við kóngafólk og mektarmenn út í Kaupin- hafn verka á okkur eins og óborganlegt grín. sökum þess hve hær eru settar fram af mikilli alvöru. Guðión Guðiónsson lauk vi. ð Seið Satúrnustar. og hefur þetta í rauninni verið ágæt útvarossaga, þót.t reyfara- kennd hafi verið, og sjálft kalda stríðið í baksýn. Laugardagsleikritið Sex eða sjc| heyrði ég því miður ekki en það hefur eflaust verið skemmtilegt. eftir SKÚLA GUÐJONSSON frá Ljótunnarstöðum Bílaþvagan sú arna myndaðist á götum Bab-el-Oued hverfisins í Algeirsborg cftir að leigubílstjóri var myrtur í bíi sínum. iBab-el-Oucd er eitt helzta vígi OAS-manna og þar kom í fyrsta skipti til átaka milli þcirra og franska hersins. Hafði OAS skipað hermönnum ,að yfirgefa hverfið, og þegar þeir hlýddu ekki hófu hermda|rverkasamtökin skothríð á þá af sprcngjuvörpum og vclbyssum. — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 24. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.