Þjóðviljinn - 24.03.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 24.03.1962, Side 6
Iíiúðviúinn ffr*«fftndl: BAra«lnlnffarfloklnir »n>f9« — Bdsíallstaflokknrlnn. — Rltatlórari Uagnús KJartansson (áb.), Masnús Torfl Olafsson, SlgurOur GuBmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýslngastjórl: GuOgatr Magnússon. — RltstJórn, afgrelSsla. auglýsingar, DrentsmiSJa: SkólavðrSust. 19. 17-500 (5 línur). AskriftarverS kr. 55.00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00. FrantsmlSJa ÞJóBvUJans bJL Ætla þeir að níðast á sjómanna- fjölskyldunum? þegar þetta er skrifað eru mestar líkur til þess, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins ætli að vinna sér það til frægðar, að vísa enn á ný frá frumvarpi Geirs Gunnarssonar og Hannibals Valdi- marssonar um lögfestingu 200.000 króna aukatrygg- ingar allra íslenzkra sjómanna, og hindra þannig ann- að þingið í röð framgang þess réttlætismáls. Loks eft- ir langa mæðu hafa fulltrúar Alþýðufiokksins og Sjálf- stæðisflokksins í heilbrigðis- og félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis hert sig upp og skilað nefndaráliti, þar sem þeir leggja til að frumvarpi þeirra Geirs og Hannibals verði vísað frá Alþingi. Málið var tekið fyr- ir á síðdegisfundi í gær og virðist ekkert lát á stjórn- arflokkunum að fylgja fram þessari smánarlegu af- greiðslu. J|annibal Valdimarsson lagði á það sérstaka áherzlu í ræðu sinni við 2. umræðu málsins í gær, að fyrir heilbrigðis- og félagsmálanefnd hefðu legið umsagnir bæði frá verkalýðshreyfingunni og samtökum vinnu- veitenda og eru allar á eina leið. Það mun reyndar vera einsdæmi, að fyrir Alþingi liggi eindregin með- mæli frá Vinnuveitendasambandi íslands, Alþýðusam- bandi íslands, Landssambandi íslenzkra útvegsmanna og Sjómannasambandi íslands um samþykkt frumvarps sem þessa. Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkur- inn eru einhuga um framgang málsins. En þingmenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins þvælast fyrir málinu og virðast enn ætla að hindra framgang þess með vífilengjum og undanbrögðum, og verða þess vald- andi, að sama ranglætið og misréttið viðgangist enn um hríð varðandi dánarbætur og örorkubætur íslenzkra sjómanna. það voru þingmenn þessara tveggja flokka, sem hindr- uðu afgreiðslu málsins á þinginu í fyrra og þeir virðast enn ekkert hafa lært. Þeir kjósa að taka á sig ábyrgð á því misrétti, að sumar sjómannafjölskyldur sem missa fyrirvinnu sína fá aðeins 90 þúsund króna dánarbætur en aðrar njóta nú þegar 290 þúsund króna tryggingar. Og þetta getur farið eftir því hvar sjó- maðurinn á heima, hve bátur hans er stór, og jafnvel því hvort útgerðarmaður hafi staðið við gerða samn- inga um aukatrygginguna. Hannibal benti á ákveðin dæmi á Alþingi í gær af slysum nú síðustu árin, og hvemig reynt væri að bæta eitthvað úr þegar í Ijós kæmi að fjölskyldur drukknaðra sjómanna ættu ekki að fá nema lágmarkstrygginguna, 90 þúsund krónur, með því að settar væru af stað almennar fjársafnanir og jafnvel auglýst bingó í mörgum samkomuhúsum. Þetta væri virðingarvert og gert af góðum hug en hitt væri drengilegra að samþykkja hina almennu kröfu sjómanna, sem felst í framvarpi Alþýðubanda- lagsins, og tryggði 290.000 kr. greiðslur sem dánar- bætur og bætur fyrir algjöra örorku við sjómanns- störf, og það fyrir alla íslenzka sjómenn, hvar á land- inu sem er og hvernig sem bátar þeirra eru. ymræðu um málið varð ekki lokið á þeásum síðdegis- fundi Alþingis í gær. En fái meirihluti heilbrigðis- og félagsmálanefndar neðri deildar vilja sínum fram- gengt, verður málinu vísað frá Alþingi við eina at- kvæðagreiðslu á þingfundi einhvern næstu daga. Að óreyndu skal ekki fullyrt að allir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins vilji níðast svo á sjó- mannaf jölskyldum og gert væri með því að vísa þessu réttlætismáli enn frá Alþingi og hindra lögfestingu 290.000 kr. dánar- og örorkubóta fyrir alla íslenzka sjómenn. Varla hefur nokkur þingmanna þessara flokka verið kosinn á þing til að vinna slík óhæfu- verk. — s. Frá fyrstu árum Alsírstríðsins. Franskir hermenn taka serkneska skæruliða til fanga í hellum í Aurés-f jöllum. • , ; VOPNAHLÉ SAMIÐ. LOKAORUSTA EFTIR Um þessi atriði var í rauninni samkomulag fyrir alllöngu. iÞað sem tafði samningana und- ir lokin var fyrirsjáanlegt fram- hald blóðsúthellinga þótt franska stjórnin og sú serk- neska lýstu yfir vopnahléi. Samningamenn Serkja gengu ihart eftir því að svo yrði búið um hnútana að bráðabirgðayfir- völd Alsír hefðu aðstöðu til að theyja óhjákvæmilega baráttu við leynisamtökin OAS, sem ihafa sagt sjálfstæðis'hreyfingu Alsír og ríkisstjórn de Gaulle stríð á hendur. Herforingjar sem telja að de Gaulle hafi svikið heit við sig, franskir fas- istar og auðmenn sem hafa rakað saman fé á undirokun Serkja hafa sett sér -það mark að gera Frakklan.d og Alsír að fasistaríki. I þjónustu sinni haía þeir nokkur hundruð leigumorð- ingja sem dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mán- Gaulle heldur eina af mergum ræðum sínum um Alsír. arárása • á evrópska landnema. Til þess eru refirnir skornir að í hart slái milli Serkja og franska hersins, sem ekki myndi horfa á það aðgerðalaus að Serkir éku landnemana svipað og OAS hefur ieikið Serki, þótt hann hafi ekki skipt sér af að- förum hermdarverkamanna leynisamtakanna. Á þennan hátt hyggst OAS gera vopnahlés- samninginn að engu og fá franska herinn f heild á sitt iband. Hermdarverkin síðustu daga eru framhald á þessari viðieitni. Fulltrúum út-laga- stjórnar Serkja hefur tekizt að halda í hemilinn á löndum sín- um svo iþeir hafa ekki leitað hefnda á landnemunum. Franski herinn er iþví ennþá óþekkt stærð í, rei'kningsdæminu sem skráð er með blóði á götur Al- -geirsborgar og Oran. C*vo getur ekki staðið öllu leng- ^ ur. Or því að vopnahlés- samningur er kominn á verður X Topnahlé gekk í gildi í Alsír * á mánudaginn, en vopnavið- skipti halda áfram af sömu heift og áður ef ekki meiri. Sjö ára og hálfs fimmta mánaðar styrjöld hefur fært ríkisstjórn de Gaulle í París heim sanninn um að hálfrar milljónar manna franskur her megnar ekki að bæla niður sjálfstæðisbaráttu Serkja, og útlagastjórn þeirra gerir sér Ijóst að skæruher sjálfstæðishreyfingarinnar hefur ekki bolmagn til að hrekja frönsku hersveitimar í sjóinn. Hvorugur aðili getur vænzt al- gers sigurs, og leiðin út úr sjálfheidunni er vopnahléssamn- ingurinn sem Louis Joxe og Belkacem Krim undirrituðu í Evian. Franska stjómin fellst á að viðurkenna sjálfsákvörðunar- rétt og fullveldi Alsírbúa, en Serkir heita að þrengja í engu kosti franskra landnema og veita frönsku fjármagni hlut- deild í hagnýtingu náttúrugæða Alsír, sérstaklega olíunnar í Sahara. uð hafa brytjað fólk niður á götum stórborganna Oran og Algeirsborgar án þess að frönsku yfirvöldin hafi aðhafzt neitt sem að gagni kemur til að stemma stigu við hermdarverk- unum. Með fagurgala og hótun- um jöfnum höndum hefur OAS afLað sér stuðnings meirihluta imilljón evrópskra landnema í strandhéruðum Alsír. Salan hershöfðingi, foringi OAS, sendi almennt herútboð.til landnem- anna 4. janúar. Einkennisbún- ingum og vopnum er rænt í stómm stíl frá franska hernum, síðast 100 tonnum í einu úr .vopnabúrinu í Oran sama dag- inn og vopnahléssamningurínn 'gekk í gildi. Enn hefur OAS ekki látið til skarar skríða. Frá áramót- um hafa Salan og kumpánar hans unnið markvisst að því tneð sprengjukasti, brennum og rnorðum að egna serkneskan al- imenning í borgunum til hefnd- |£) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 24. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.