Þjóðviljinn - 24.03.1962, Side 11

Þjóðviljinn - 24.03.1962, Side 11
Kristján. „Mér finnst svo gam- an að horfa á bátana“. Ég varð að svara því neit- andi. Ég vissi, að við urðum að sitja inn; og að ég yrði kannski líka að loka gluggunum til þess að engir aðrir en við gætu heyrt segulbandið sem ég hafði náð í. Hann varð dálítið undrandi á svipinn, en hann settist i>ó í stól í stofunni. Rétt á eftir kom Eiríkur. Svo sátum við þarna, við þrír sem höfðum verið nágrannar og vjnir frá því að við vo.rum litl- ir og faðir Sveins og Eiríks hafði keypt næsta bæ við Bakka, — með húsgögnum og öllu tilheyrandi, — til þess að Sveinn og Eiríkur fengju „und- irstöðu". Sveinn og Eiríkur höfðu ekki haft mikið vit á „undirstöðunni“. Því að þegar þeir komust til vits og ára, létu þeir koma fyrir vínstúku í anddyrinu og sund- höll í garðinum. Móðir min hnussaði með hefðarsvip, og iýsti því yfir að hún myndi ekki stíga þangað fæti framar. En hún fór nú samt þangað, þegar Sveinn eða Eiríkur köll- uðu á hana. Og hér sátum við þrír og hugsuðum um hið sama: að Svein vantaði. Ég sótti flösku og glös, það var hið eina sem ég gat gert. Þá kom Karl-Jörgen. Hann heils- aði og nokkrar mínútur sátu þeír Kristján og töluðu um gamla daga, um námstímann og hve langt væri síðan þeir hefðu sézt. „Fáið ykkur siálfir í glösin“, sagði ég, þegar ég var búinn að taka upp flöskurnar. 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís 14.30 Lawgardagslögin. — (15.00 fréttir). 15.20 Skákþáttur (Guðm. Arn- laugsson). 16.00 Veðunfregnir. — Bridgeþátt- ur (Stefán Guðjohnsen). 16.30 Danfkennsla (Heiðar Á,slt- vaidsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Guðrún Þorsteins- dóttir kennari velulr sér hljómp’ötur. 17.40 Vikan framundlan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18.00 Otvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum" eftir Berha.rd Stokke; IV. (Sigurður Gunnarsson). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundabáttur harna og „ unglinga (Jón Pálmon). ^0j 18.55 'Söngvar í léttum tón.' — - 19.10 Tilkýnningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „KvöM í Vinarborg": Fil- harmoníusveit -borgarinnar , leikur undir .stjórn Rudolfs Kempe. E0.3Ö Leikrit: ,Mýs og menn“ eft- ir John Steinbeck, í býðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Leikstjóri: Lárua Pálsson. Leikendur: Þorsteinn ö. Stephensen, Lárus PáKdsnn, Steindór Hjörleifsson. Gísli Haiidórsson, Árni Tryggva- son, Kristbjörg Kjeld, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gí.sla- son, Jón Sigurbjörnsson og Valdimar Lárusson. 22.00 Fréttir og veðurregnir. — 22.10 Pas'áiusálmar, Í29). 22.20. Danslög. — 24.00 Dagskrár- lok. Kristján og Karl-Jörgen tóku sér svo sem fingurbjörg af gini í stórt glas og mikið af gosi. „Það eru engir læknar í bæn- um“, sagði kristján afsakandi. „Ég get átt á hættu að verða kallaður til sjúklings hvenær sem er“. ,,Og ég get átt á hættu að verða kallaður hvert sem er og hvenær sem er“, sagði *Karl- Jörgen. Eiríkur blandaði' sér dökk- brúnan drykk og ég vissj ekki almennilega hvað ég átti -að gera sjálfur. ,,Þú ert taugaóstyrkur", sagði Kristján með læknisrödd sinni. „Fáðu þér sterkan whiský“. Ég gerði eins og hann sagði. Svo sátum við þama allir og það var augljóst að þeir biðu eftir því að ég leysti frá skjóð- unni. Kristján og Karl-Jörgen sátu og voru ímynd óendanlegr- ar þo.linmæði lsékna og lögfræð- inga. Eiríkur sat og einblíndi niður í glasið sitt. hann sneri því í sífellu millj fingranna. ,,Þú manst eftir sporvagnsfar- miðanum“, sagði ég við Karl- Jörgen. „Þessum sem dait upp úr vasa Sveins?" ,,Já“, svaraði hann og brosti. „Við spurðumst fyrir hjá Spor- vagnaskrifstofunni. Hann hafði verið seldur á Ein.'bakka að kvöldi hjns 8. ágúst. Það var auðvelt að komast að því. En maðurinn sem veitti okkur upp- lýsingarnar var dálítið móðgað- ur, — hann sagði að þetta væri í annað skipti á nokkrum klukkutímanum, að komið væri með sama farmiðann“. „Gerðirðu nokkuð meira í sambandi við hann?“ „Já, ég sendi manri upp að Einibakka. Hann er alveg í hin- um enda borgarinnar. Sveinn hiýtur að hafa hirt hann af ein- skærri reglusemi sem ykkur golfleikurunum er innrætt“. „En ef það he.fði verið Sveinn sjálfur sem fór með sporvagn- inum“. Karl Jörgen yppti öxlum. „Þú verður að viðurkenna það. Marteinn, að þótt hægt sé að ákvarða stað og stund á spor- vagnsfarmiða, er ekki þar með sagt, að hægt sé að komast að því hvert sá hefur farið sem keypti miðann". '.,Jú“, sagði ég. „í Sveins til- í'elli var það ekki mjög erfitt. Hann vildi bara sýnast nafnlaus maður á leið burt frá bænum. LP0 þá datt mér í hug, að hann gerði þetta vegna þess að hann bjóst við að einhver skyggndist á eftir honum útum glugga. Og það eru bara fimm eða sex leíguhús, sem hafa glugga, sem snúa út að stæðinu á Eini- bakka“. „Og þú hefur talið víst, að Sveinn hefði heimsótt einhvern í þes§um húsum og hann hefði viljað leyna nafrii sínu?“ „Hann heimsótti mann í einu af þessum húsum“, sagði ég. „Hvers vegna hann vildi leyna nafni sínu, veit ég ekki ennþá. En ég býst við að við eigum líka eftir að komast að því“. Ég var farinn að finna dá- lítið til min. En ég sagði þeim ekki frá því að ég hefði setið í þrjá daga á bekkjum borgar- innar með töskuna á hnjánum. Ég skelltj mér beint í það. „Sveinn heimsótti mann sem heitir P. M. Horge“, sagði ég. „Hann rekur einhvers konar fyrirtæki sem gefur ráð og upp- lýsingar“. „Hvers vegna í . . .“ sagði Ei- ríkur. „Við höfum prýðilega löðfræðinga í fyrirtækinu“. Mér sýndist hann verða bæði þungbúiúnn og vandræðalegur. „Ég veit það ekki“, sagðj ég. „Ég veit það ekki ennþá. En þessi náungi, P. M. Horge, hafði tekið upp samtölin við Stein á segulband". „Það var athyglisvert“, sagði Karl-Jörgen. „Ég veit að það eru til fáeinir svona skíthælar hér : borg, en ég hafði ekki heyrt getið um þennan fyrr“. Hann hellti meira gosi í þunn- an drykkinn sinn. „Hvemig komstu annars að þessu með segulbandið?“ Ég sagði frá skrifborðinu, sem minntj á kennaraborðið mitt og lampanum með grænu hlíf- inni, sem hafði verið fyrir mér. Og svo sagði ég frá augunum í P. M. Horge sem höfðu verið límd föst við lampann, og inn- byggða hljóðnemanum og dró yfirleitt enga dul á það, hve snjall ég hafði verið. „Og segulbandsspólurnar“? sagði Karl-Jörgen. „Iivað er Sveinn nð tala um?“ Nú var mesta loft’ð úr mér. Ég var eins og blaðra sem gat hafði verið stungið á. „Ég veit það ekki“, sagði ég bljúgur. ,,Ég treysti mér ekki til að hlusta á það einn. Þess vegna bað ég ykkur að koma“. Ég fór og lokaði gluggunum og dyrunum. Ég áttj heima á efstu hæð og fjölskyldan í næstu íbúð var enn í sumar- leyfj, en samt sem áður — ég var dauðhræddur um að ein- hverjir aðrir heyrðu rödd Sveins. „Það gerir kannski ekkert til þótt við Kristján . . .“ „Það gerir ekkert til“, sagði Karl-Jörgen. „Settu tækið af stað“. Ég íór og kveiktj á tækinu. Það kviknaði á græna lampan- um. Svo opnaði ég skrifborðið með lykli og tók upp brúnu skjalatöskuna. Ég tók upp seg- ulbandsspóluna sem ég hafði Játa me$ þögninni Framhald af 1. síðu. ur ekki nú við 2. umræðu hafi verið reynt að rökstyðja það að „brýna nauðsyn" hafi borið til þess að afhenda .Seðlabankanum gengisskráningarvaldið einmitt í ágúst sl. Það mál kæmi þvi ekki við hvort ríkisstjórnin teldi sér nauðsynlegt að lækka gengið. Alþingi á að hafa genciskráningarvalð f ýtarlegri ræðu lýsti Lúðvík þei.rri afstöðu sinni, að hann væri andvígur efnisatriði frum- varpsins. Valdið yfir gengj.sskrán- ingunni væri betur komið i hönd- um Albingis en í höndum Seðla- bankast.iöranna. Valdið sem felst í þeim rétti að í'áða skráningu gengisins er mikið. Með slíku valdi er hægt að gera að engu eða að litlu ým- is samningsbundin réttindi eða bein verðmæti þióðfélagsþegn- anna. Með gengisbreytingu er hægt á svipstundu að ógilda t.d. efnahagsráðstafanir, sem Alþingi hefur samþykkt. Slíkt vald á Al- þingi eitt að hafa. Umræðunni lauk á síðdegis- fundi neðri deildar f gær, en at- kvæðagreiðslu var frestað. Erfðu 35 milljarða, sem voru fýndfr í rúm 58 ár ETIENNE — Bláfátækur grískur verkamaður, kona hans og tvær systúr hcnnar bíða nú eftir að taka á móti arfi er nemur um 35 milljörðum ísl. króna. Jean Criticos hefur aðallega fengizt við að líma upp auglýs- ingar, en áður fyrr náði hann nokkuð góðum árangri sem á- hugamaður í hnefaleikum. Það hefur tekið 40 ára könnun Skrifstofufólkið fer í fiskinn AKRANESI 22/3. — í gær öfluðu 18 Akranesbátar 250 tonn. Haestir voru Heimaskagi með 30 og Sig- urður með 27.5 tonn. Afli hefur verið góður undan- farið, og þegar svona mikið berst að er unnið dag og nótt við nýt- ingu aflans. Hefur vei’ið skortur á fólki til starfa við fiskvinnsl- una, bæði vegna þess hve vel hefur aflazt og sökum fjarvistar starfsfólks af völdum veikinda. Hefur margt fastlaunafólk, svo sem starfsfólk í skrifstofum og verzlunum, hlaupið í skarð- ið og farið í fiskvinnu í frítíma sínum frá daglegum störfum. banka og lögfræðinga að hafí' upp á þessum ríkulega arfi. Þann. ig er mál með vexti, að afi frí Criticos flluttist til Alaska uní síðustu aldamót. Þar gerðist hanflS hótelrekandi og síðar námueig* andi og safnaði miklum auði. Sv«s dó hann árið 1910 án þess aíf hafa gert neinar ráðstafanir varð« andi auðæfin sem hann lét eftiS sig. Hvergi fundust í fórum auðtí kýfingsins upplýsingar um þaS hvar hann geymdi fé sitt. Alla® heimildir hafði hann falið sv(® vel að enginn fann þær. Ekkjí! hans reyndi eftir mætti að kom«í ast til botns í málinu. Hún dS 1940 og virtist þá úti um það aÖ erfðaféð fyndist. Tíu árum síðar tókst þýzkunS banka að hafa upp á fjárfúlgunS gamla mannsins, og nú er lögð fræðingur Criticos-fjölskyldunnat? að ganga frá málunum í Kan- ada. Criticos, sem býr í Etienné í Frakklandi, undirbýr nú miklS veizlu fyrir vini sína og kunn* ingja. En verst þykir honum a3 hann hafði ráðið sig hjá harðJ svíruðum atvinnurekanda í vissá an tíma. Og nú verður þessi nýá ríki margmilljóner að halda fram að líma upp auglýsingaí spjöld í nokkra mánuði þar tií ráðningartíminn er á enda* vegna þess að atvinnurekandinflí krefst þess að hann standi vií§ gerða samninga. t I Bazar og kaffisala Styrktarfélags vaEgefinna í Sjálfstæðishúsinu Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda bazar og kaffi- sölu í Sjálfstæðishúsinu á morgun, sunnudaginn 25. marz. Mikið af góðum og ódýrum vörum. Bazarinn verður opinn frá kl. 1.30 til 5 síðdegis. ’ * BAZAUNEFNDIN. 1 ' ” i‘■'r? Yantarvana :;-:j aðgeiðarmenn Mara __ 1 ;! Sænsk íslenzka frystihúsið hf. Miðdalskot, .Laugardalshreppi, Árnessýslu, Þjótattdi, Villingahöltshreppi, Árnessýslu, Ilátun, Skriðdalshreppi, S.-Múlasýslu, Svínafcll, Hjaltastaðahreppi, N.-MúlasýSlu, Hjaltastaöir I, Hjaltastaðahreppi, N.-Múlasýslu, Torfastaöir I og Tórfastaðir II, Fljótshh'ðarhreppi, Rangárvallasýslu, Ilofakur, Hvammshreppi, Dalasýslu, Nýrækt, Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu, og Selárdalur, Ketildalahreppi, Barðastrandarsýslu, eru m. a. lausar til ábúðar í næstu fardögum. Upplýsingar gefa hreppstjórar í viðkomandi hreppum og Jarðeignadeild ríkisins, Ingólfsstræti 5. Laugardagur 24. marz 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (J jJ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.