Þjóðviljinn - 07.04.1962, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.04.1962, Qupperneq 5
Nefnd sérfræðinga frá 10 löndum, sem Sam- einuðu þjóðirnar skipuðu á sínum tíma til að rannsaka efnahagslegar og félagslegar afleiðingar afvopnunar, hefur orðið samdóma um þá niður- stoðu, að „almenn og fullkomin afvopnun mundi vera tvímælalaus blessun fyrir mannkynið í heild“. í skýrslu sem birt var 11. marz. sl. lýsir nefndin því yfir sem t.,eindreginni skoðun“ sinni, að öll vandamál, sem upp kunni að koma í sambandi við almenna afvopnun, sé hægt að leysa með viðeigandi aðgerðum, bæði í ein- stökum löndum og á alþjóðavett- vangi. Bendir 'hún á, að hægt sé að nota orku og þær vélar, sem nú eru í þjónustu vophafram- leiðslunnar, í þágu friðarins við framleiðslu verðmæta, sem mundu verða öllum þjóðum til hagsældar og bæta efnahag og félagsleg kjör manna víða um heim. ir af Dag Hammarskjöld. Nefnd- in er án efa ein hin bezt valda þeirra sérfræðinganefnda sem fjallað hafa um mál, er heyra undir Efnahags- og félagsmála- ráðið. Sem formaður nefndarinn- ar langar mig að láta í ljós sér- staka viðurkenningu á þeim anda samvinnu cg eindrægni, sem ein- kennt hefur fundi hennar. í störfum sínum hefur nefnd- in lagt áherzlu á tvö atriði. 1 fyrsta lagi hefur okkur verið ljóst, að almenningsálitið í heim- inum hefur eftir öllu að dæma hneigzt mjög að þeirri skoðun, að afvopnun kynni að leiða af sér afturkipp í efnahagslífinu sem Framhald á 10. síðu Peron rœðir um útlagastjórn Afvopnun mundi þar á ofan auka möguleika á víðtækari sam- vinnu um ýmis aðkallandi verk- efni, svo sem nýtingu kjarnork- unnar í friðsamlegum tilgangi, geimrannsóknir, rannsóknir á norður- og suðurpólssvæðunum óg aðgerðum í því skyni að bæta loftslag í stórum hlutum heims- ins. ____ Á blaðamannafundi sem hald- inn var í sambandi við birtingu skýrslunnar sagði forstjóri þeirr- ar deildar S.Þ., sem annast rann- sóknir á efnahagsmálum, Jcaob L. Mosak, sem verið 'hefur for- maður sérfræðinganefndarinnar, m.a.: — Meðlimir nefndarinnar, sem rannsakað hefur efnahagslegar og félagslegar afleiðingar afvopnun- ar, voru á sínum tíma tilnefnd- BUENOS AIRES 5/4_ Þeir fram- bjóðendur Peronista sem sigruðu við kosningarnar til þjóðþingsins i Argentínu 18. marz síðastlið- inn' hafa neitað að taka þátt í störfum þingsins þar sem níu Peronistuni sem kjörnir voru fylkisstjórar liefur verið meinað að taka við embættum. Flokkur Peronista, Réttar- hreyfingin, hélt í dag fund og gerði samþykkt þar sem krafizt er að ríkisstjórnin dragi til baka tilskipun sína um að fulltrúar ríkisvaldsins taki við fylkis- stjóraembættunum í stað hinna kjörnu Peronista. Fulltrúj allra hinna Peronist- ísku verklýðssambanda í Argen- tínu, Roberto Garria, hefur hót- að allsherjarverkfalli ef hinum réttkjörnu Peronistum verður neitað um sæti á þjóðþjnginu. Garcia er nú staddur í Madrid ásamt fjórum öðrum Peronista- fori’ngjum og ræða þeir stjórn- málaástandið í Argentínu við Juan Peron fyrrverandi forseta landsins sem nú er landflótta á Spáni. Ekki er talið ólíklegt að þeir ræði möguleika á að mynda Peronistastjórn fyrir Argentínu sem hafi aðsetur • sitt erlendis. Heimildarmenn herma að sú stjórn muni ekki dveljast á Spáni. Enn hefur ekkert ríki viður- kennt stjórn Guidos í Argen- tínu og er það talið baka hon- um og fylgismönnum hans mikl- ar áhyggjur. Líkan af nýtízkulegri flugstöð eftiir finnskættaða arkitekinn Sarinen. Byggingin verður reist á Idel- i I wiide-flugvellinum við Nelw York. | ( Biðsalir á hjól- um I framtiðinni ( ^ « «i » )» ! ÍTJ) » f.Æ t'ia *’•* Flutningur flugfarþega frá flug- stöðinni á flugveilinum til sjálfr- ar flugvélarinnar verður æ flóknara og trfiðara vandamál cftir því sem flugsamgöngur aukast, flugvélar stækka og þurfa lengri flugbrautir, og lend- ingar og flugtök verða örari. Fingrakerfið — þ.e.a.s. langir gangar út frá sjálfri flugstöðv- arbyggingunni sem liggja beint til flugvélarinnar — er ein lausn. Kerfið hefur þó þann ókost, að <1 11 (Q | A. I A ' A > « I « farþegárnir verða að ganga lang- ar vegalengdir þangað til þeir koma að hinum réttu dyrum, þar sem flugvélin bíður. Frá Bandaríkjunum er nú kom- in fram tillaga um nýja tilhög- un á þessu, og er hún fólgin í jhreyfanlegum biðsölum“. Far- þegamir fara inn í flugstöðina og halda síðan rakleitt í biðsalinn, sem dreginn er út að flugvélinni rétt fyrir flugtak. Alþjóðaflug- málastofnunin (ICAO) gefur ýtar- lega lýsingu á þessum hreyfan- legu biðsölum í síðasta hefti af tímariti sínu. Það verður hinn nýi alþjóðlegi Dulles-flugvöllur í Washington, sem gerir fyrstu tilraun með þessa biðsali, en hann verður opnaður í haust. Verða þá tekn- 'ir í notkun fyrstu hreyfanlegu biðsalirnir, en endanlega er ráð- gert að þeir verði 20 talsins. Með þessu fyrirkomulagi þurfa far- þegarnir aðeins að ganga um 50 metra, þ.e.a.s. frá miða- og vega- bréfsskoðuninni til biðsalarins. Þessir biðsalir eða vagnar verða hver um sig 16.5 metra langir, 4.9 metra breiðir og 5.3 metra háir. I báðum endum þeirra verða stýrishús, vélarnar verða samtals 172 hestöfl, og er hægt að nota þær báðar í senn, ef þörf krefur. (Frá upplýsingaþjónustu SÞ). Bárlzfr fýrlr husnæði l Nato- og Efnahagsbandalagslandinu ftalíu er húsnæðisskorturinn , brýnni cn víðast hvar annars staðar. Og til að vega það upp hafa , binir húsnæðislausu tckið upp raunhæfari baráttuaðferðir. Myndiu • er tekin í úthverfi Rómaborgar, þar sem yfirvöldin hafa bannaö þcim fátækustu að halda áfram að búa í hinum ræfiislegu kofum si;m þeir höiðu komið sér upp úr ryðguðu bárujárni og öðru álíka byggingarefn-. Nýlega Iét ítalska stjórnin reisa nýtízku íbúðastór- hýsi á einum þessara staða — en án þess að gera fátæklingununr 1 járhagslega ldeift að búa í þcim. Þá tóku áttatíu húsnæðiislausar fjölskyldur sig til og fluttu umsvifalaust í nýju íbúðirnar. Yfir- völdin siguðu lögreglunni á fólkið og einangraði það síðan frá rafmagni, vatnii og Ioks frá lífsnauðsynjunum. En allar tilraunii til að hreltja hina nýjju íbúcndur burtu hafa fa(rið út um þúfur enda hafa þeir notið tryggrar hjálpar nágrannanna. Á myndinnl! sést hvar kona ein hcfur ruðst gcgnum lögregluvörðinn og kast- ar pakka með matvælum upp til eins hinna „ólöglcgu" íbúa hússins. Dýrt ai f á samband vii verur á öðrum hnöffum WASHINGTON — Vísinda- og1 geimfcrðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur kallað vís- indamcnn á sinn fund til að ræða möguleika á að koma á radíósambandi við verur á öðr- um hnöttum. Niðurstaðan varð sú að ólíklegt væri að slíkt sam- band kæmist á þar cð löggjafar á öðrum hnöttum myndu ckkert fúsari til að láta af hendi rakna þær miklu fjárfúlgur sem til slíkra fjarskipta þarf heldur en kollcgar þcirra á jörðinni. Fyrir nokkrum árum hefði sjálfsagt þótt fáránlegt að ræða slíkt mál, en nú er öldin önnur. Margir kunnir vísindamenn mættu fyrir þingnefndinni, þeirra á hife'ðál-dtrUBéfmtefrtá bcreWr# Jodrell Bank og Harrison—S. Brown frá Tækniháskóla Kali- fo.rníu. Lovel sagði nefndinni að frá sjónarmiði stjömufræðinnar væru miklar líkur á því að vitsmuna- verur fyndust á öðrum hnöttum, þar eð a.m.k. 5 prósent hinnar miklu stjörnumergðar í geimnum hlytu að hafa plánetur þar sem líf gæti þróazt. Þetta væri fyrst og fr-emst viðfangsefni fyrir líf- fræðinga og minntist í því sam- bandi á að líffræðingar hafa ný- lega fundið lífræn efnasambönd í loftsteinum sem komið hafa til jarðar utan úr gemnum. FrekarS vitneskja myndi fást þegar hægfe yrði að gera athuganir á Marx og Venus. Dr. Lovel sagði að handahófs- tilraunir eins og þær sem gerð-’ ar voru af bandarískum vísinda- mönnum í Green Bank árið 1960. til að hlusta eftir radíóboðum ut- . an úr geimnum svöruðu ekktl kóstnaði. Ef nokkur von ætti aS vera um árangur yrði að komai. upp mörgum öflugum radíókíkj- um og hlusta að staðaldri í lang- an tíma. Hann efaðist um aS nokkur þjóð myndi fús til aO leggja í þann mikla kostnað seml það myndi hafa í för með séfii Þetta yrði kannski hægt ef úr aí- vopnun yrði, því að þá mæt*t 'é.t.v. nota i þeSsu skyni hin öfl-; trgu radíótæki- sem stórveldini hafa komið upp. Dr. Brow sagði þáð sína skoð- un að lífið væri mjög algenglti’ fyrirbæri í alheiminum. En hanní taldi líka litlar vonir til þess aði’. hægt yrði að komast í samband! við vitsmunaverur á öðrumt hnöttum. Hann sagðist telja ólík-- legt að löggjafar í öðrum sólkerf-- um myndu hafa fengizt til aðl': veita fé til þeirra öflugu sendi- tækja sem þyrftu til að sendaL radíóboð um óravíddir geimsinsfc, og eiga ekki von á svari fyrr eot, eftir milljónir ára. f Laugardagur 7. apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Jj •

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.