Þjóðviljinn - 11.04.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.04.1962, Síða 3
 ur við Það var gott veður á laug- ard.aginn og ég gekk niður á Loftsbryggju. Lágsjávað var og þegar ég kom neðst á bryggj- una var á henni grænt slý. Hún fer nefniilega hálf undir sjó á flóði. Sólin glampaði í lognsævi hafnarinnar og það voru 'togarar við aillar bryggj- ur og í Þanghafinu. Þeir eru þar enn. Ríkir menn og ríkið hafa gefizt upp við að halda þessum miklu tækjurn úti og mannskapurinn hefur gefizt upp á að þræla fyrir ekkerit. Neðartega á bryggjunni stendur hálfkassabíll og það er á honum tunna, í tunnunni er olía; niður undir bryggju- sporði .vaggar sér lítiil fiski- bátur og í bátnum er dísel- vél. Báturinn er spánýr. Maðurinn, sem ætlar að fara að gera út nú þegar bur- geisarnir hafa gefizt upp heit- ir Gústaf Lárussón, er húsa- smiður og smíðaði bátinn- sjálfur, fórnaði tii þess frí- bvóídum og svefnnóttum f all- an vetur. Samsitarfsmaður hans og meðeiigandi er örlyg- ur Björnsson, sem hefur í fjölda óra unnið við bifvéla- virkjun, enda kom jámsmíði og. niðu.rsetning á v.él ásamt ti’hgyrandi í hans hlut. Ég tek Gústaf tali: „Hefurðu smíðað bát fyrr, eða unnið við skipasmíðar?" „Nei, ekki get ég sagt það. Ég ler húsasmiður og þetta er fyrsti báturinn sem ég teikna og smíða. Hann er 6,14 tonn“. „Er þetta ekki óhemju dýrt fyrir.tæki?" „Jú, nokkuð svo, og eigin- lega alls ekki kleift nema með því að vinna að því sjálfur, annars átti ég mikilli hjálp- semi að mæta hjá Útvegs- bankanum, fiskvieiðasjóði og Vélasölunni. Svo hefur örlyg- ur unnið að þessu með mér og við eigum bátinn saman. Raunar er ég afsikaplega upp með mér að hafa igert þetta. Draumur minn frá þarnæsku hefur verið að eiga fállegan og vel búinn bát. Ég er Breið- firðingur, svo að dálæti mitt á bátum er ef til vill ekki al- veg út í bláinn“. „OngruIl“ búinn undir reynsluferð um sundin, „Við förum strax suður í Hafnir og gerum út þaðan á handfæri, þær eru gamalt og gott fiskipláss. Svo er ferðinni heitið vestur á fjörðu seinna í sumar iþegar fiskur fer að ganga þar. Ég held að Faxa- flói sé erfiðastur smábátum sökum langræðis og stopuliar fiskigengdar og svo er aðstað- an í höfninni hér £ Reykja- vík ekki til að ýta undir menn“. „Og hvað kom þér nú til að Leggja út í þetta?“ „Ég hef af og tiL stundað sjó með húsasmíðinni og draumurinn gamii, að eignast sjáifiur bát, hefur eíkki yfir- gefið mig. Svo er maður frjálsari og tekjumar verða Gríma lætur flytja islenzkt lelknt á nýstárlegan hátt í Tjamarbæ væntaniega rýmri. Einhvem- veginn er það líka s.vo, þó ein- hverjum finnist það baga- legt, að manni Líður betur að afla einhvers en að eyða því, sem aðrir a£la“. Gústaf og félagi hans eru önnum kafnir við að búa út bátinn í reymsluferð um sund- in og hver er ég að vera að tefja útgerðanmenn og smiði á máiæði? Mig dauðlangar að fara með þeim, en ég á að vera kominn annað eftir klukkutíma, og þegar ég fer vaggar sér gamail draumur við bryggjuna. Kop- ariitir stafir framan á stýris- húsinu mynda nafnið „Öng- uili“ og vonandi verða margir fiskar um öngulinn þann. G. O. FIMM DAGA FERÐ ÆFR T í ÖRÆFI UM PÁSKANA Nú um páskana mun Æsku- lýðsfylkingin í Reykjavík efna til 5 claga ferðar austur í Öræfi, en undanfarna vetur hafa Öræfa- ferðir verið einhverjar vinsæl- ustu páskaferðirnar. Lagt verður af stað úr Reykja- vík kl. 9 á skírdagsmorgun og Mótmæía árás Framhald af 12. síðu. fyrir neinum tekjuauka á móti? Karl taldi að miklu sann- gjarnara væri að greitt yrði til stofnlánasjóðanna beint úr rík- issjóði, eins og þeir Ágúst Þor- valdsson fluttu breytingartillögu ur um. Á kvöldfundý neðri deildar fór fram atkvæðagréiðsla, og felld'i stjórnarliðið allar breytingartil- Iögur þeirra Ásústs Þorvaldsson- ar og Karls Guðjónssonar en samþykkti álögurnar á bændur og neytendur. Var málið svo tekið fyrir á nýjum fundi með afbrigðum til 3. umræðu. Flutti Karl að nýju tillögur um fjár- öflun til sjóðanna, sem ko.ma ættu í stað þess að bændur og neytendur yrðu skattlagðir. ekið að Kirkju'bæjarklaustri o$ gist þar um kvöldið. Á föstudag" inn langa verður svo haldið j* Öræfin. þar sem gist verður tvaaif 'nætur. Á meðan dvalizt verðuL um kyrrt í öræfunum verðutf farið þar um sveitina og skocL aðir alUi.r fegurstu átaðir þar, e'd öræfasveitin er sem kunnugt eO einhver fegursta og sér.kennileg-4 asta sveit landsins. Síðdegis &. páskadag verður haldið tii bak>4 að Kirkjubæjarklaustri og gizá þar en heim verður komið aftl ur á mánudagskvöld. Fylkingin hefur iþegar trygg? sér igistingu á bæjum eystra ogj hún mun einnig leggja til kaffif og kakó sameiginiega en men.S verða að sjá sér sjálfir fyri@ nesti. Áríðandi er að menn pantj far sem fyrst í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20 og þar verðí-H gefnar allar nánari upplýsingaí) um ferðina, sími 17513. HELSINGFORS 10/4 — í daS tilkynnti Athi Karjalainen;. ub* anríkisráðherra Finna, að til* raunir hans til stjórnarmyndurw ar hefðu ekki borði neinn árang* ur. Sjálfs- Leikritið „A morffun er mánudagur“ er eftir Halldór Þorsteinsson — Kunnir leikarar flytja Annað kvöld Jkynnir Gríma nýtt leikrit eftir Halldór Þor- steinsson, bókavörð, er hami nefnir „Á morgun er mánudag- ur“. Flutningurf leikiiitsins erf með nýstárlegum hætti, þar sem leikararnir munu lesa hlutverk sín, en leiktjöldum og búning- um er sleppt. Sýningin hefst kl 8,30 og er aðgangseyri stillt mjög í hóf — 25 kr. fyrir manninn. Ekki er fyrirhuguð önnur sýning, svo toúast má við mikilli eftirspurn eftir miðum. Vigdís Finnbogadóttir skýrði fréttamönnum frá þessu í gær og sagði að með þessu væri Gríma að efna gefin loforð, þar 'sém það væri eitt af stefnuskrár. málum klúbbsins að kynna verk eftir íslenzka höfunda með þess- um hætti. Þetta hefur aldrei verið gert fynr hérlendis, en er aftur á móti tiltölulega algengt erlendis. Á þennan hátt hafa ýmig merfk leikhúsveiik ver'ið kynnt í fyrstu og bau síðan ver- ið valin til flutnings í leikhús- um. Við vonum að íslenzkir léíkritahöfundar komi til sam- starfs við okkur báðum aðilum til gagns og ánægju. Halldór Þorsteinsson sagðist hafa mikla ánægju af þessu og lært mikið af því að heyra leik- ritið flutt á þennan hátt, Holl ráð leikstjórans og leikenda hefðu örvað sjálfsgagnrýni og leikritið hefði meðan æfingar sfoðu yfiir bréytz’t' og stytzt. Halldór vildi ekki segja frá efni leikritsins, en það er í þrem þáttum og gerist i Reykjavík á vorum dögum. Með hlutverkin fara kunnir leíkarar: Herdís Þorvaidsdóttir, Róbert Arnfinns- son, Jón SiguTbjömsson, Þóra Friðriksdóttir, Emilía Jónasdótt- ir, Anna Guðmundsdóttir, Nína Sveinsdóttir og 9 ára gömul telpa Margrét A. Auðuns. Hall- dór hóf að semja leikritið fyrir Framhald á 5. síðu. ...v--. T- - a vx.;b-cí < gagnryni „Það skyldi ekki vera, að alls konar félagslíf og félags- störf séu o.rðin of mikill þátt- ur í lífi okkar? Eyðum við tkki of miklum hluta af tíma okkar í samkomur og sam- kvæmi, erum við ekki of áfjáð í mannfagnað og’ skemmtanir? Er ekki svo komið að við getum varla verið ein lengur, kunnum ekki að vera ein, séum hætt að vera sjálfum okkur nóg? En því skulum við ekki gleyma, að hugmyndir fæðast yfirleitt ekki í fjölmenni, ekkl á samkomum eða í samkvæm- um, ekki á mannamótum, heldur í einveru... Hvað getur bjargað okkur frá því að sogast neðar og neðar í hringiðu félagslífsins?“ 'Alþýðublaðið hefur í gær þessi ummæli eftir Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð- herra, mestu veizluhetju sem uppi hefur verið með þjóð- inni síðan land byggðist. Þetta mun nefnast sjálfsgagn- rýni. Harð- ur húsbóndi Bjarni Benediktsso.n hefur mjög nákvæma gát á öllum keppinautum sínum innan flokkSfns. Mönrium er í férsku minni hvemig hann lék Gunnar Thoroddsen á síðasta landsfundi flokksins, og nú er verið að bægja Gunnari og hans liði frá öllum völdum í bæjarstjórn Reykjavíkur. Nú hefur Bjarni bmgðið fæti fyrir Jóhann Hafstein banka- stjóra á hliðstæðan hátt. Jó- hann var sem kunnugt er skipaður dómsmálaráðherra meðan Bjami gegndi embætti forsærtásráðherrp. Hafði Jó- hann hug á því að láta nokk- uð að sér kveða í embættlnu* þannig að menn minntus^ þess að hann væri til, næs| þegar ráðherrastóll kynni að losna, þó ekki væri nema un$ istundarsakir. Því vakti J®» hann loftvarnanefndina ab* ræmdu upp frá dauðum, bau9 hingað almannavarnasérfræðSo ingum frá Noregi og Daa« mörku með ærnum tilkosta* aði og lét síðan semja frunv varpið mikla um almannai« varnir á íslandi. Taldi hanfll sig þannig í senn hafa sanT»» að hæfni sína sem leiðtogíi í Sjálfstæðisflokknum o§ hollustu sína við hinn mikla vestræna málstað. Hantfi hefði talið það mikla stumj, í lífi sínu, ef frumvarpiS hefði verið samþykkfi skömmu fyrir andlátsafmæö byltingamannsins frá Nazaflk et. En Bjami var ekki á því að láta Jóhann hljóta þenL* ian sérstæða frama af skamrOK vinnum ráðherradómi sínurff ■ Af mikilli vél leyfði hann Jc > hanni að flytja frumvarpiíS og lét stjórnarblöðin hefjiK háværan áróður fyrir málinrlj en þegar Jóhanni leið hvað bezt sneri Bjarni allt í einiS við blaðinu, neitaði að látfcj samþykkja frumvarpið, e!?. flutti í staðinn frávísunarti'* lögu þess efnis að núvet-i andi dómsmálaráðherra Bjarni sjálfur *— skyldi fjall# um málið áður en það yrði samþykkt! Þannig snuprack hann Jóhann Hafstein opin_ berlega og lagði áherzlu £ óskorað húsþóndavald sitt J flokknum. Menn minnast þess naurö» ast að stjómmálaleiðtogi hatl áður leikið samlrerja sinn sv^ grátt opinberlega hér 0 landi. En Bjami BenediktS" son mun líta svo á .að hanifi eigi enga samherja, helduS aðeins undirmenn. — Austrl, . tS**.’ LXiaJk. Miðvikudagur 11. apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN (3> 'P

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.