Þjóðviljinn - 11.04.1962, Síða 12

Þjóðviljinn - 11.04.1962, Síða 12
atökl Sjdlfstœöisflokksins • Gauji bróðir hafði það með illu • Magnús og Björgvin liggja í valnum • Þorvaldur Garðar og Guðmundur H. ætla að ganga aftur Heiítarleg klíkubar- átta er nú háð innan íor- ustuliðs Sjálfstæðisflokks ins um skipun borgar- Itjórnarlistans í Reykja- ^ík. Prófkosningin sem Sauk á sunnudaginn var y?ótt af dæmafárri hörku, ún hún er þó aðeins und- Crbúningur undir loka- átökin. Reynslan hefur margsýnt að pokksforingjarnir hafa úrslit '^rófkosningar að engu þegar fteim sýnist svo, en engu að síð- Jfcr standa þeir betur að vígi í Urslitaorustunni um sætin á frramboðslistanum sem fara vel lát úr prófkosningunni. Var því Jbeitt harðvítuguri smala- pnennsku, fláttskap og rógburði |J kosningaótökunum. ‘ GUNNARSKLlKAN VARÐ UNDIR Þær fréttir sem hafa borizt af Srslitum prófkosningarinnar biera með sér að klíka Gunnars “'horoddsen hefur orðið undir. "Virðist Gunnar hafa séð fyrir að ‘■«vo myndi fara, því að hann gaf ‘Arkki kost á sér. Samkvæmt prófkosningunni (frolféllu Gunnarsmennirnir Einar <c?horoddsen og Sigurður Magn- .Jfeson kaupmaður. Gróa Péturs- fíóttir mun einnig hafa fallið og Björgvin Frederiksen er rétt fyrir neðan strikið. BARÐIST FYRIR GAUJA BROÐUR Pétur Sigurðsson gekk bers- erksgang í kosningabaráttunni fyrir Guðjón bróður sinn. Óð hann um bæinn og bað menn fyrir hvern mun að kjósa Gauja bróður. Jafnframt hélt Pétur og hans lið uppi magnaðri rógsher- ferð gegn Magnúsi Jóhannessyni. Fékk Pétur því áorkað að Gauji bróðir varð ofarlega í prófkosn- ingunni en Magnús er sam- kvæmt henni kolfallinn. Svo mikill var ofsinn að Pét- ur kom upp kosningaskrifstofu til að heyja baráttuna fyrir Gauja bróður. RÓGURINN DUGÐI EKKI Næst Pétri og Gauja bróður í fyrirganginum gekk klíka kaup- manna úr Gunnarsliði sem fylkti sér um Sigurð Magnússon kaup- mann, eiganda Melabúðarinnar og Austurvers. Þótti þeim kump- ánum sigurvænlegast að níða Þorbjörn í Borg niður fyrir ailar hellur. Vcru kaupmennirnir þó slyppifengari en lið Gauja bróður því Þbrbjörn hlaut mun fleiri atkvæði en Sigurður, sem er úr leik samkvæmt úrslitum prófkosningarinnar. Meðal þeirra sem eru fallnir úr borgarstjórn samkvæmt próf- kosningunni eru þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Guð- mundur H. Guðmundsson. Þeir telja sif* þó vissa um að komast þlÖÐVILIINN Miðvikudagur 11. apríl 1962 27. árgangur — 83. tölublað OAS ÆTLAÐI AÐ 99 í örugg sæti. Guðmundur lýsti yfir áður en prófkosningin hófst, að ekki kæmi til mála að hann viki hvernig sem hún færi. Þor- valdur Garðar hefur sterka að- stöðu sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki vitnar hann til þess að hann hafi ekki haft í frammi neina smöl- un í prófkosningunni, enda þótt rekinn væri gegn honum harður og illskeyttur áróður. VERÐUR PALL A TVEIM LISTUM? Eitt kynlegasta fyrirbærið í prófkosningunni er að á listan- um sem Sjálfstæðisflokkurinn útbýtti er nafn Páls Sigurðsson- ar tryggingaryfirlaéknis, en á- kveðið er að Páll skipi þriðja sæti á borgarstjórnarlista Al- þýðuflokksins. Páll hefur lítt skipt sér af stjórnmálum en er félagi í Varðarfélaginu. Mun hann ekki hafa talið neina á- stæðu til að segja sig úr Sjálf- stæðisflokknum þótt hann tæki sæti á lista Alþýðuflokksins. Al- þýðuflokksframbjóðandinn Páll varð ofarlega í prófkosningunni hjá Sjálfstæðisflokknum, Mest fylgi í prófkosningunni fengu þau Geir Hallgrímsson og Auður Auðu.ns. Úlfar Þórðarson var einnig mjög ofarlega cg sömuleiðis Gísli Halldórsson. LOGANDI IIEIFT Innan Sjálfstæðisflokksins log- ar allt í illindum eftir próf- kosninguna. Klíkurnar beittu í áróðrinum og smalamennskunni hinum eitruðustu vopnum, per- sónuníði, rógi, bakmælgi og und- irferli. Er því ýmsum vand- kvæðum bundið fyrir foringjana að ganga frá borgarstjórnarlist- anum. HRIFSA VOLDIN PARÍS — ALGEIRSBORG 10/4. Parísarlögreglan til- kynnti í gærkvöld að handtekinn hefði verið einn æðsti QAS-forsprakkinn í Frakklandi. Maður sá er Daniel God- ot, 51 árs að aldri og fyrrverandi lautinant. Var hann næstur Pierre Sergent að tign, en sá er yfirmaður OAS- samtakanna í Frakklandi. Godot þessi heíur skipulagt og tekið sjálfur þátt í mörgum hryðjuverkum í París undan- farið. I-Ijá honum fundust rhikilvæg skjöl varðandi fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir OAS í Frakk- landi. Skjöl þessi eru dagsett 20. marz 1962 og eru þar lögð á ráðin um ýmsar aðgerðir sem ná áttu hámarki í fyrrihluta þessa mánaðar. Samkvæmt áætl- uninni áttu OAS-samtökin að reyna að lama starfsemi ríkis- stjómarinnar og skapa öryggis- leysi með því að taka menn af lífi og þá einkum fylgismenn de Gaulle og kommúnista. Kasta áttj handsprengjum að fólki á leið úr leikhúsum og kvikmynda- húsum. Þá áttu samtökin að reyna að lama allt landið með því að ráðast á samgöngukerfið og rafmagnskerfið og annað það sem miklu varðar. Einnig var ætlunin að koma á allsherjar- verkföllum. Þegar svo allt væri PARlS 10/4 — Frönsk blöð segja í dag að sézt hafi til einkaflug- vélar yfir skotfæraverksmiðj- unni í Saint Just Darbeche um það leyti er sprengingarnar í verksmiðjunni hófust í gær, Lögreglumaður sá flugvélina hnita hringa yfir byggingunni. komið í öngþveiti ætluðu OAS- mennirnir að hrifsa völdin. Frá Aisír berast þær fregnir að hermdarverkamenn hafi í gær drepið 20 menn og sært níu. Aliir hinna föllnu, nema einn, voru Serkir. Fjórtán morð- anna voru framin í Algeirsborg en hin í Oran. í dag hafa fimm menn fallið í Alsír en átta særzt. Syngur með karlakórnum Alþýðubandalag og Framsókn mót- mœla órós ó bœndur og neytendur Miklar umræður urðu á fundi "leðrí deildar Alþingis í gær um f tofnlánadeild landbúnaðarins, ,g höfðu þingmenn Alþýðu- Handalagsins þar samstöðu með [?ramsóknarflokknum til að mót- fyaæla áliigum ríkisstjórnarinnar fsi bændur og neytendur. Fulltrúar flokkanna í iandbún- Oarnefnd, Ásgeir Þorvaldsson Og Karl Guðjónsson, skiluðu þó bver sínu nefndaráliti en fluttu «ameiginlega breytingatillögur, wem miðuðu að því að tryggja tánasjóðum landbúnaðarins fé, tn þess að farin væri sú skatt- ffagningarleið, sem í stjómar- fVumvarpinu felst. Lánasjóðir févana í framsögu fyrir nefndaráliti rínu gerði Karl Guðjónsson ^grein fyrir því, að ágreiningur Jhans og Framsóknarmanna væri I inkum um það hvort nægilega f*tel hefði verið búið að lána- Ujóðum landbúnaðarins áður en fcúverandi stjórnarflokkar komu gÖ valda. Karl kvaðst álíta að ekki heldur þá hefði sjóðunum verið tryggt nægilegt fjármagn. Nú hefðu lánasjóðir landbún- aðarins verið svo hart leiknir af viðreisninni, að þeir þyrftu viðreisnar við, og það væri rík- isstjórnin að reyna méð þessu frumvarpi. Kvaðst Karl sam- mála því að tryggja lánasjóðun- um fjármagn, en ósammála því, hvernig fjárins væri aflað. Ósanngjarnar álögur Karl rakti efni frumvarpsins, en lagði áherzlu á að aðalatrið- ið í ágreiníngnum sem orðið hefði um frumvarpið á þingi væri þetta: Er réttmætt og sann- gjarnt að taka 1% af söluvöru bænda til fjáröflunar í þessu skyni og gjöld sem nema rösk- um fimm milljónum króna ár- lega af neytendum landbúnað- arins? Þetta hefði ekki verið fráleitt, ef afkoma bænda hefði verið góð og neytendur byggju al- mennt við fúm lífskjör. En það sem gerði þetta að ranglátum álögum væri að þær kæmu á eftir því að gerðar hafa verið sérstakar ráðstafanir til að rýra kaupmátt bæði hjá bændum og verkamönnum. Með viðreisninni hefði ekki einungis verið þjarm- að að Jánasjóðum landbúnaðar- ins, heldur einnig að bændum og neytendum. Þess vegna væru nýju álögurnar ranglátar. Er það sanngjarnt, eftir bú- sifjarnar sem viðreisnin hefur gert bændum landsins, að leggja 1700 árleg útgjöld á hvert býli á landinu, án þess að ætla Framhald á 3. síðu. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Ragnar Lár teiknaði þessa mynd af Guðmundi Jónssyni óperusöngvara, sem er ein- söngvari með Karlakór Reykjavíkur á söngskemmt- unum hans í Austurbæjarbíói næstu daga. Svo scm skýrt var frá í fréttum blaðsins í gær verður fyrsta söng- skcmmtunin í kvöld og hefst kl. 7. Söngstjóri er Sigurður Þórðarson. SEINASTI BÆJARMÁLAFUNDUR ÆFR ER í KVÖLD Seinasti bæjairmálafundur Æskulýðsfylk- baugi Reykvíkinga nú sem endranær, en ingarinnar i Reykjavík hefst í kvöld kl. þau eru: 8.30 f Tjarnargötu 20. — Fundur þessi, sem er þriðji og sá seinasti, sem Æsku- lýðsfylkingin efnir til um bæjarmálin, mál ~ Guðmundi^r Vigfússon hefur fjallar um þau mál sem eru ofarlega á framsögu um þessi þrjú mál. Húsnæðis-, skipulags- og gatnagcrðar- Á eftir framsöguerindinu verða ,kaffi-( veitingar, en að þeim loknum svara fram- sögumenn þeim fyrirspurnum sem kunna I að berast. — Sósíalistar og aðrir stuðnings- I menn Alþýðubandalagsins eru hváttir til I að fjölmenna til þessa fundar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.