Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 5
meðferð í fanaelsí Eftir að auðvaldsleppairnir í Kongó myrtu Lumumba varð Antoin Gizenga foringi frelsissinna í Kongo. Um skeið var ekki annað talið fært en að hafa samráð við liann um stjórn landsins og varð hann varaforsætisráð- herra ríkisstjórnarinnajr í Kongo. Fljótlega kom þó í ljós að samráðherrar hans gerðu allt til að bola honum í burt Létu þeir loks til skarar skríða og handtóku hann fyrir engar sakir. Hefur honum síðan verið haldið í fangelsi á Bolabemba-eyju í mynni Kongofljótsins. Vinstrisinnað málgagn í Belgíu sagði fyrir nofckrum dögum frá orðrómi sem gengur í Leopold- Belgsr heimta SS-mann frá Wien BRUXELLES. — Belgar hafa nýlega krafizt þess, að austur- rísk yfirvöld framselji Robert Verbelen, en hann var á sínum tíma yfirmaður SS-sveitanna í Belgíu. Verbelen er nú í haldi í Wien. Belgískur dómstóll hefur þeg- er dæmt Verbelen til dauða fyr- ir landráð. Hann hefur undan- farið búið í Wien undir fölsku nafni og hefur verið veittur aust- urrískur ríkisborgararéttur. Talið er að Verbelen hafi á sfríðsáfúnum orðið samsekur í aftökum eitt hundrað Belga. ville að Gizenga hafi verið myrtur af fangedsisvörðum og yfirvöldin ynnu nú að því að hugsa út einhverja skýringu sem þau gætu haft að yfirvarpi. öryggisþjónustan í Kongó sá ekki vænna en að leyfa blaða- mönnum að ræða við Gizenga og er það í 'fyrsta sinn síðan hann var fangelsaður sem hann fær að hafa eitthvert samband við umheiminn. MeðaJ fréttamanna sefn hitti Gizenga var Tass-fréttaritarinn G. Fedyashin. Varð hann þrumu- lostinn yfir því hve mjög Giz- enga hafði breytzt síðan þeir sáust í Leopoldviíle þrem mán- uðum áður. Gizenga var mjög magur og sjúkilega fölur. Ekki hafði hann fengið leyfi til að raka sig. Enda þótt yfirvöldin hefðu Jofað því að hann yrði undir iæknishendi hafði hann ekki séð lækni í heil- an mánuð. Heimilislæknir Giz- enga hefur verið handtekinn. Loftslagið á eynni er mjög ó- heilnæmt. Mál hefur verið höfðað gegn Gizenga síðan hann var fluttur thl eyjarinnar. — Þinghelgi mín hefur verið rofin, segir Gizenga. — Ef ég verð ákærður fyrir eitthvað vil ég svara fyrir mig í iþeirri stofn- un sem fólkið hefur kosið mig til starfa við. — Ég krefst aðeins eins, og það er að fá að svara fyrir mig í iþinginu, svo að Kongómenn og raunar aJJur heimurinn geti dæmt um það hvort ég sé sekur eða ekki. Gizenga lagði áherzlu á að öll loforð við hann hefðu verið svik- in, hann hafi hvorki fengið leyfí til að hitta ástvini sína né standa í Ibréfaskiptum við umheiminn. Bréf hans tiJ Sameinuðu iþjóð- anna komust ekki til skiJa. SérstakJega var hann ibitur í garð „öryggisforingjans" Mstube, en sá hafði komið (því til Jeiðar að hann fékk ekki tækifæri til að sjá konu sína né aldraða móð- ur. Móðirin, eiginkona og iböm hans höfðu farið til Júgóslavíu, en komið aftur tii Kongó eftir Framhald á 10. síðu. ÚTFLUTNINGSVÓRUR Raflagnaefni. Ljósabúnaður. Postulíns-einangrarar fyrir lág- og liáspennu. Plastik og annað einangrunar- efni. Þriggja-fasa mótorar fyrir riðstraum. Rafsuðuvélar, Rafsuðuspennar. Rofar fyrir Iág- og háspenhu. Einangr- unarrofar. Háspennuöryggi. Spennubreytar, orkugjöf 1— 60.000 kVA til 120 kV RAFMAGNSBÚSÁHÖLD Litlar kaffikönnur fyrir heimili. Stórar kaffjkönhúr fyr- ir veitingahús. Óskið eftir frekari upplýsingum hjá útflytjendunum: TRANSELEKTRO Hungariáh' Tratfihg Cómpany for Electrical Equipment & Supplies — Budapest, 62, POB 877. HUNGARY — Símskeyti: Transelectro, Budapest. Iðrast f ávíslegrar i 1111 r á s a r f i I r a u na r • í dögnn hins 17. apr. 1961 gerðu 1500 kúbansk- ir andbyltingarsinnar innrásartilraun á Kúbu, og gengu á land á strönd „Svínaflóa“. 72 stundum síðar voru aðeins 1179 þeirra á lífi og allir fangar Kúbustjórnar. Fáar hernaðaraðgerðir munu hafa misheppnazt svo gjörsamlega sem þessi. Innrásarliðið hafði verið þjálf- að í Bandaríkjunum og í Mið- Ameríku undir atjðm og með kostnaði leyniþjónustunnar. Þótt svo ólíklega hefði tekizt til að innrásarliðinu hefði tekizt að ná fótfestu á kúbönsku landi, þá var árásin dauðadæmd í upphafi því enginn íbúanna á Kúbu sner- ist til fylgis við andbyltingar- mennina, heldur stóðu þeir allir með stjórninni og voru ákveðnir í að vernda árangur byltingar- innar. Kaldhæðni ósigursins Um þessar mundip þegar ár er liðið frá innrásinni á Kúbu, er að koma út í Bandaríkjunum bók um innrásina eftir tvo bandaríska blaðamenn. Heitir hún „Annáll hrakfaranna". Höf- undamir eru Tad Szule frá New York Times cg Karl S. Meyer frá Washington Post. Þeir skrifa m.a.: „Það er okkar skoðun, að árásin hafi ekki aðeins verið framkvæmd ranglega, heldur hafi hún verið gerð á röngum forsendum". Misheppnuð aðgerð getur haft tilgang ef hún er gerð á réttum forsendum. En þetta voru ófarir frá upphafi til enda, — vanhugsað ævintýri. Kaldhæðni hrakfaranna er sú. að nú er hægt að fá fahgána 1179 gegn 62 milljónum dollara lausn- argjaldi, en það er álíka upphæð og sjálf innrásaraðgerðin kost- aði árásaraðilana. En það var ekki nóg með að innrásin færi gjörsamlega út um þúfur. Afleiðingin varð líka sú hi-oðálegásta fyrir Bandaríkin. sem þarlendir ráðamenn gátu hugsað sér. Castro lýsti yfir því að Kúba væri sósíalfskt ríki. Kúbumenn sáu að sósfalisminn var þeirra megin. o'g samúð og stuðningur sósíalísku ríkjanna var þeim mikill stuðningur gegn árásareðli og ágengni Banda- •ríkianna. Ekki verður séð að Kennedy og stjórn hans ætli sér að taka upp neina raunsærri stefnu gagnvart Kúbu en fyrirrennarar hans. Stiórn Kennedvs hefur erft hina pólitísku blindni frá fyrir- rennara sínum, Eisenhower- stjóminni, gagnvart undravérk- inu á Kúbu. Þessi blindni og þrjózka orsakast ekki sízt af því. að Bandaríkjastiórn finnur til niðurlaágingar sinnar og getu- leysis gagnvart þróuninni á Kúbu. Þrátt fvrir vaJdayfirburði sína verða Bandarfkianienn að horfa upp á að bvgst sé upp sósíah'skt þióðfélag á Kúbu fvrir samstilit átak íbúanna aðeins nokkur hundruð kíiómetra und- reykto ekki í RÚMINU! «Kaap5SS*.s5v«vLv«‘.vri:vv > Húseigendafélag Reykjavíkur. an ströndum Florida. Hin ves-. aldarlega innrásartilraun fyrir- ári arð ekki til þess að bætav hugarástand bandarískra ráða-',; manna eða auka raunsæi þeirra.,; Þeir Szulo og Meyer rita ná-. kvæmlega um hinn skuggalegaji þátt bandarísku leyniþjónustunn-' ar (CIA) í innrásartilrauninni./ Leyniþjónustan undir forystu-. Allan Dulles vildi nota sömu að- ferðina og Bandaríkjamenn not- uðu gagnvart Guatemala 1954 er. vinstristjórn Armas var hrakin. frá völdum af bandarísku her- iiði. ^ ; Samkvæmt fyrirskipun Eisen- howers byrjaði CIA að skrá'; menn í innrásarherinn í febrúar-/, mánuði 1960. Það voru hinir/j afturhaldssömustu áhangendur i Batista, fyrrv. einræðisherra, sem valdir voru foringjar fyrir liðið^j og þeir tortryggðu alla hina,; frjálslyndari andstæðinga Castr-j os og misstu allt samband við' þá. En CIA treysti á fjöldaupp-;; reisn gegn Castro á Kúbu eftirý; að innrásarliðið hefði gengið á<i land og náð fótfestu á einhverjuíJ svæði. Síðan var ætlunin að mynda leppstjórn á því. svæði, sem myndi biðja Bandaríkin um ; beina hernaðarlega fhlutun gegn Castro. En ríkisstjórnin, sem leyniþjónusta USA hafði sett á fót, var skipuð slíkum mönnum, að engum skynsömum manni ; datt í hug, að Kúbubúar myndu ; fara að hætta lífi sínu í bardasa gegn Castro og eiga von á aö fá . í staðinn hina gömlu Batista- sinna til valda á ný. Iðrandi fljótræðismaður Báðir bókarhöfundai’nir greina skýrlega frá þætti Kennedvs í málinu. Hann fylgdist mjög vel með öllum undirbúningi innr-s- arinnar. Kennedy féllst alls ekki á þá hugmynd Dulles, að bei ta-1 banc|arísku hei’liði gegn Kúbu eins’ og í Guatemala 1954. En. eftir að Kennedy hafði setið tvo mánuði í forsetastóli eaf hann- jáyrði sitt til þess að hinir bnr- dagafúsu andbyltingarsinnnr frá. Kúbu mættu hefja innrásina..- Einskis iðrast hn.nn méir úr sín- um stjórnarferli en bessa já- yrðis. Haag — Geislavirkt af- rennslisvatn verður látið renna út í Norðursjó frá kjarnorkuveri Hollendinga í Petten á Norður-Hollandi. Á þessu ári ætla Hollend- ingar að leggja ileiðslu úr gerviefni, og á hún að ná 10 kílómetra út í Norðursjó- inn Nokkurs óróa hefur gætt vegna þessarra fyrirætlana, 1 sem auka' muni geislunaráhrif i í sjónum.; Hóllenzk yfirvöld fullyrða hinsvégar, að geisla- virku úrgangsefnin þynnist svo mjög J sjónum, að af þeim stafi engin hætta. . « Fimmtudagur 3. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g[

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.