Þjóðviljinn - 22.05.1962, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.05.1962, Síða 8
fÓDVIUINN (Bteotanðl! B»i««)nln*»rí]otklr alMVa - W*lall«t»nolckmrliin. — BltoHðmt SCnsnðt KJartanuon <*b.). ilainö* Toríl Olafsíon. BliurBur QuBmnndsaon. — ffréétarltetlórar: irar H. Jónsson, Jón Blamason. — Auglýslmastlórl: OuBaalx Marnilsscn - Ritstjám, afBreiBsla. auilýslngar, prantsmlBJa: SkólavBrBuat. 1». 17-600 (• iinur). AakrlftanrerB kr. 66.00 6 mán. — LausasöluvarO kr. 3.00. PrantualBJa WóBvilJani 'n.JL x4ístýra verSur þvingunar- löguni í togaradeilunni | dag hefur verkfall togaramann-a staðið í 73 daga Það er orðið langt verkfall og víst er um það að togarasjómönnum og fjölskyldum þeirra þykir óþarf- lega hljótt um þá staðreynd, að hrokafullir milljóna- Skuldaþrjótar og styrkþegar almennings, innsta klíka Sjálfstæðisflokksins í Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda skuli allan þann tíma hafa neitað að ganga til heiðarlegra samninga um bær sanngirnis- kröfur sem togarasjómennirnir bera fram. Og svo vi-11 til, að blöð íhaldsins birta nú engar greinar um að stjórnarmenn Sjómannafélags Reykjavíkur, toppkratinn Jón Sigurðsson og íhaldsþingmaðurinn Pét- Siguiðsson, seu að vinna nein vond verk gegn þjóðfélaginu. Það sjást hvergi útreikningar um hve mikíu þjóðarbuið tapar vegna þess að íhaldsklíkan í ueitar um leiðrettingu samninga. Og bað fer raun- ar furðu lítið fyrir því þessa sjötíu og þrjá verkfalls- daga togaramanna að Pétur Sigurðsson skrifi í Morg- unblaðið greinar til að sannfæra sjómenn um að far- sælast sé að leita „kjarabóta án verkfalla", og heldur ekki ræðir hann mikið þá kenningu. hve elskulegt. sé að vinna að bættum kjörum sjómanna „stétt með stétt“. i Cjómönnum mun það almennt Ijóst, að það eru valda- tklíkur Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjómin sem hindra samninga í togaraverkfallinu. Hrokagikkirnir og milljónaskuldaþrjótarnir sem sendu Alþingi þá úrslitakosti að ekki yrði samið um neinar kjarabæt- ur til sjómanna nema afnumin væru vökulögin í nú- verandi mynd, eru að reyna að framkvæma þá hótun. Alþýðuflokkurinn, flokkur formanns "Sjómannafélags Reykjavíkur, gæti knúið fram samninga í togaradeil- unni þegar í stað, ef hann mæti ekki meira að vera íhaldshækja í ríkisstjórn. Hernaðaraðferð Sjálfstæðis- flokksins gegn togarasjóínönnum og heimilum þeirra virðist eiga að vera sú, að láta verkfallið dragast enn á langinn, draga það frarn yfir kosningar og „leysa“ það þá með einum hinna alræmdu bráðabirgðalaga, sem eins vel gætu orðið um skemmdarverk á vökulög- unum og lögbinding kaups. F'n hvérs vegna er beðið fram yfir kosningar? Það er ekki einungis til þess að fæla ekki fná kjósendur, heldur líka vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn œtlar að hafa úrslit kosninganna á sunnudaginn sem mæli- kvarða á hve langt flokknum sé óhætt að ganga í of- stækisárásum sínum á lífskjör fólksins og réttinda- löggjöf eins og togaravökulögin. Það á að koma til föður og móður togarahásetans, það á að senda íhalds- smala inn á heimili togarasjómannsins sjálfs, og segja honum og konu hans að leiðin til bættra lífskjara sé að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Og svo á að hafa atkvæði þeir-ra, ef þau fást, sem röksemd fyrir því að íhalds- hrokagikkjunum í FÍB og í ríkisstjórn sé óhætt að skammta togarasjómönnum skít úr hnefa og eyðileggja vökulögin með bráðabirgðalögum, þvingunarlögum, eftir kosningarnar. En það er hægt að afstýra þessum Ijóta leik. það er hægt að gefa Sjálfstæðisflokknum þá ráðningu á sunnudaginn kemur, að hann þori ekki að mœta kjarakröfum og réttindabaráttu alþýðunnar í land- inu með þvingunarlögum. Sú ráðning þarf einnig að ná til Alþýðuflokksins, sem nú hefur skipt á öllum fyrri hugsjónum fyrir þá eina að mega vera undir- tylla hjá áhaldinu, ef takast mætti að forða því frá falli í borgarstjórn og ríkisstjórn. T.T'erkfall togarasjómanna, í sjötíu og þrjá daga, er orð- " ið allt of langt- Það er krafa alls almennings að gengið verði til tafarlausra samninga við togarasjó- mennina, heiðarlegra samninga um þær réttmætukröf- ur sem þeir hafa borið fram til leiðréttingar á kjör- um sínum. — s. Stjórnboröiö og mælaþiIiO í sovczkri kjarnorkurafstöð sem reist var í tilraunaskyni. Merk bék um kierncsraginsóknir gefln út í E „Samstarfsmenn mínir í stofnuninni og ég sjálfur vor- um þeirrar skoðunar, að nauð- synlegt væri að taka til við atómkjarnann. En þar \'ar sá þrándur í götu, að þetta var um mitt árið og þegar hafði verið gengið frá fjárveiting- um til starfsemi okkar, en hinar nýju rannsóknir, sem við höfðum í huga, hefðu hins vegar haft í för með sér við- toótarkostnað, sem numið hefði nokkrum hundruðum þúsunda rúblna. Ég fór þá á fund Ser- gei Ordsjonikidse, sem var for- seti yfirstjórnar atvinnumála, iagöi málið fyrir hann, cg kvaddi hann eftir aðeins tíu mínútur og hafði þá í höndum umboð frá honum, sem heimil- aði stofnu.ninni þá upphæð, sem ég hafði farið fram á“. veigaiítill né tilviijunarkennd- ur, heldur hefur hann frá upp- hafi íyliilega verið sambæri- iegur við hlut enskra. þýzkra, ítalskra og annarra evrópskra vísindamanna, sem síðar flutt- ust margir hverjir til Banda- ríkjanna og gerðust bandarískir þegnar. Þetta atvik, sem hinn mikli sovézki eðlisfræðingur Abram Joffe segir frá, gerðist ekki — eins og margir lesendur á vest- urlöndum gætu haldið — eft- ir síðari heimsstyrjöldina, held- ur árið 1930. Frá því er skýrt í bók sem nýlega kom út í Bandaríkjunum (Arnold Kram- ish: Atcmic Energy in the Sov- iet Union), en í henni fær al- menningur á vesturlöndum í fyrsta sinn staðgóða vitneskju um það sem sérfræðingar hafa alltaf vitað, um rannsóknir sovézkra vísindamanna á at- ómkjarnanum á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Nokkr- ar óljósar fregnir höfðu menn áður haft af þessu starfi, eins og t.d. í bókum Jungk og nokkurra annarra, en það er fyiist nú pð menn geta á grundvelli bókar Kramish gert sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að skerfur sovézkra vísindamanna til framþróunar kjarneðlisfræðinnar er hvorki Kramish segir þannig að rannsóknaflokkur sá sem próf- essor Igor Kúrtsjatoff stjórnaði í Leníngrad hafi „endurtekið, sannprófað og útfært frekar kjarnatilraunir þær sem gerðar voru annars staðar, einkum til- raunir Enrico Fermi í Róm, og auk þess leystu þeir af hendi ýms mikilvæg verkefni sem voru algerlega þeirra eig- in .... Satt að segja er starf Kúrtsjatoffs svo nátengt megin- þræðinum í fyrsta þætti kjarna- rannsóknanna og starfi ann- arra honum frægari, að erfitt er að skýra, hve tiltölulega ó- þekktur hann var á vesturlönd- um fram til ársins 1955“. Flestum mun kunnugt nú hversu mjög kjarneðlisrann- sóknir eru komnar undir hin- u-m svonefndu „hraðaaukningar- tækjum“, en nýjustu vélar þessarar tegundar — sú sov- ézka í Dúbna, sú evrópska í ■Genf og sú bandaríska í Berke- iey — eru risavaxin tæki. Fyrstu vélarnar af þessari gerð, sem voru vitaskuld miklu minni í sniðum en þær sem nú eru smíðaðar, en samt mjög dýrar miðað við fé það sem vísindastofnanir höfðu hand- bært fyrir þrjátíu árum eða svo, voru smíðaðar upp úr 1930 í Bandaríkjunum, ein- mitt af þeirri ástæðu að há- skólar þar vestra höfðu úr rneiru að spila en vísindastofn- anir í Evrópu. Það var þá líka vegna þess- ara tækja meðal annars að ófáir evrópskir eðlisfræðingar fluttust á þessu.m árum til Bandaríkjanna. En Sovétríkin eignuðust líka sinn fyrsta „cyclotrón“, þann fyrsta í Evrópu, árið 1937 og heyrði hann undir radíumstofnunina í Leníngrad. Smíði tveggja annarra svip- aðra véla var langt komið um sumarið 1941, þegar hersveitir Hitlers ruddust inn í Sovétrík- in. „Annar og þriðji sovézki cyclotrónninn", segir Kram- ish, „glötuðust þannig í strið- inu. En smíðisáætlanir þeirra bera þess vitni á hve hátt stig kjarnarannsóknir vom komnar í Sovétríkjunum í lck þriðja áratugsins. Teikningarnar að báðum ^vélunum sýna að sov- ézkir vísindamenn stóðu starfs- félögum sínum á vesturiöndum fullkomlega á sporði bæði í Igor Kúrtsjatoff (annar frá vins þjóðlegn kjflrnorkuráfl fræðilegum rannsóknum og tilraunatækni". . Það er • nú á allra vitorði ; grundvallartilraunin að kljú úraiikjarnann var gerð í ár íg) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagurinn 22. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.