Þjóðviljinn - 20.06.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.06.1962, Blaðsíða 4
Norski félagsfræðingurinn Johan Galt- ung veitir forstöðu nýstárlegri vís- indastofnun, friðarrannsóknastofn- un. Verkefni hans og félaga hans er að kanna ástæður sem liggja til margvís- legra átaka og árekstra og rannsaka hvernig úr þeim greiðist. Hér birtist nokkuð stytt viðtal sem Nan Henning- sen frá danska blaðinu Information átti við dr. Galtung. Við verðum að hata stríðið svo heitt að bað komi ekki Getum viö komið á íriði með vísindarannsóknum? Þá, spurningu heíur íélagsiræðing- urinn Johan Galtung lagt fyr- ir sjálfan sig og samstarfsmenn sína, en hann er forstöðumað- ur í þeirri deild íelagsstofnun- arinnar norsku, er fæst við rannsóknir á átökum og friðar- horfum. Það er sú spurning, sem .er orsökin . að vinnu tíu vísindamanna í síðustu þrjú ár. Tíu félagsfræðingar, mann- fræðingar, sálfræöingar og sagnfræðingar vinna saman tii þess að komast að orsökum á- takanna, og það sem erfiðara er, að komast að því hvernig ttnnt sé að leysa deilur, eink- anlega þær, er geta leitt til styrjaldar. — Getum við komið á friði með vísindarannsóknum, Jo- han Galtung? • — Auðvitað getum við það ekki, en fyrst er bezt að ég útskýri dálítið hvað það er, sem við erum að gera. Sjálfur kom ég í þessa vinnu þegar ég var aðeins 23 ára gamall. I dag er ég 31. Fyrst lærði ég tölvísi og síðan félagsfræði, en áður en ég kæmist svo langt var ég undir áhrifum norska heimspekiprófessorsins Arne Næss, búinn að fremja þrjú- hundruð blaðsíðna algerlega ó- íesandi rit um pólitíska siðfræði Gandhis. Þá var ég örlögunum ofu.rseldur. Það sem einkum vakti athygli mína hjá Gand- hi, var ekki svo mjög óvirk andspyrna hans heldur sú kenning hans, að andstæðing- urinn sé spegill, sem maður geti séð sjálfan sig í. Noti maður þessa vitneskju skyn- samlega getur maður litið allt „dálítið ofan frá“, og hefur baráttutæki, sem er öllu öðru yfirsterkara. Maður skilur e.t.v. að maður verður að velja þá leið sem er minnst ill. • í 40 löndum — Þér eruð þekktur fyrir að ferðast til þeirra staða þar sem átökin eru háð í stað . þess að sitja heima við skrifborðið og rannsaka þar. — Ég geri hvort tveggja. Ég hef verið í 40 löndum. — Löndum þar sem allt lo.g- ar í átökum? — Það finnast tæplQga lönd, •þar sem engiri átök eiga "sór stað, en það er ekki nauðsyn- legt að taka þátt í þeim sjálf- ur, þó að maður svipist um. — Á vísindamaður, sem fæst við að rannsaka átök, að hafa ákveðna pólitíska afstöðu? — Um það er alltaf spurt, en ég álít, að -það sé nauðsynlegt að hann hafi ákveðna afstöðu til stjórnmála en ekki aðeins stjórnmálaáhuga — að hann viti sjálfur af eigin raun hvað stjórnmálaátök eru. — Eruð þér féiagi nokkurs stjórnmálaflokks? — Nei, ekki er ég það. Ég verð að hafa svigrúm, ég get ekki verið bundinn af skoðun- um annarra, og enginn flokk- ur nvj geta tekið mig sér til inntektar, en samt sem áður veit ég hvar ég stend. Ég er vinstrisinnaður friðarsinni og það eru flestir ef ekki allir af samstarfsmönnum mínum líka. — Það er þó ekkert skilyrði? — Nei. síður en svo og raun- ar þvert á móti. Takmarkið er, að við getum fengið til okk- ar vísindamenn með annað pólitískt sjónarmið. En það er erfitt. Og sérstaklega held ég að það verði erfitt fyrir þá að varðveita það. • Áhrifin — Eru áhrif.'n frá yður svo sterk? — Ekki mín áhrif heldur starfsins. Nú megið þér ekki misskilja mig, það er íullkom- lega fært að reka hlutlæga vís- indastarfsemi enda þótt stjórn- málaafstaða manns sjálfs hljóti ávallt að vera huglæg. Við von- umst til að fá raunverulega friðarrannsóknastöð hér í Nor- egi, og fáum við hana er það augljóst mál, að árangur okk- ar getur haft áhrif á norska utanríkisstefnu. Fari svo, verða viðkomandi stjórnmálamenn að vita hvar í ílokki sérhver vís- indamaður stendur. En samt sem áður verður það niður- staða rannsóknanna, sem hef- ur síðasta orðið. — Er mikill áhugi á starfi yðar í Noregi? — Það væri ofmikið sagt. T. d. framkvæmdum við rann- sókn á tæknihjálpinni til hinna vanþróuðu landa, og norska Indlandshjálpin keypti eitt ein- tak! Nei, áhuginn er áberandi meiri frá útlendingum. í Amer- íku, þar sem eru margar slík- ar rannsóknarstöðvar, líta menn allt öðrum augum á þessi mál. Ég hef verið aðstoðarpróf- essor við Kólumbíuháskóla og í september fer ég til Chile sem einn af sérfræðingum Sam- einuðu þjóðanna og verð í eitt ár. Hefði mannfræðingur ver- ið hafður með í ráðum, þegar Norðmenn hófu hjálparstarf- semi sína í Kerala á Indlandi hefði mátt forðast margt, sem aflaga fór. En því var til svar- að, að mannfræði væi'i ekki talin til hinna nákvæmu vís- indagreina. • Friðarrannsóknir — Þér framkvæmið einnig rannsóknir heima í Norpgi? — Já, í samvinnu við Norsku Gallupstofnunina höfum við gert ýmsar skoðanarannsóknir. Við athuguðum hvað fólk áleit um sex mismunandi máleíni, sem umræður hafa vakið: heimsókn Krústjoffs, atómvopn á norskri grund, Atlanzhafs- bandalagið, hjálp til hinna van- þróuðu landa, inngöngu í Efna- hagsbandalagið og að lokum Sccialistisk Folkeparti. Það yrði of langt mál að rekja það að hverju við komumst, en eitt atriði mætti nefna, sem e.t.v. fær eirihverjum undrunar: Með tilliti til atómvopna var fólk spurt tvisvar, í janúar og eftir herferðina gegn atómvopnum í júnf. Það kom í ljós, að and- staðan hafði að vísu aukizt á þessu hálfa ári, en því miður hafði þeim, er hlynntir vöru atómvopnum, fjölgað nokkru meira. Þó hafði' maður það á tilfinningunni. að röksemda- færsla andstæðinganna hefði batnað mikið. — Getið þér skilgreint hvað átt er við með friðarrannsókn- um? — Ég skal reyna. Það er á- kveðin tegund af rannsókn á átökum, sem reynir að íræða okkur um sögu átakanna( hvernig þau koma upp og hvert er eðli þeirra, hvernig þau þró- ast og hvernig þau leysast. Þetta síðasta á einkum við um friösamlega lausn, sém ér við- urkennd af báðum aðilum. — Það síðasta hlýtur að vera það sem erfiðast er? — Já, það er aðeins draum- ur, en heimurinn er staddur i hræðilegum háska og engri til- lögu til friðsamlegrar lausnar má hafna nema eftir nákvæma rannsókn. Ég segi ekki eins og þekktur norskur íhaldsmaður, sem lýsti þessu yfir: Heldur vil ég sjá þriggja ára gamla dóttur mína tætta sundur a£ atómsprengju, en vita hana á kcmmúnistísku dagheimili. Ég á sjálfur son á svipuðum aldrij og ætti ég að velja milli þess- ara tveggja kosta veit ég vel hvorn ég myndi taka. Þarmeð er það ekki sagt, að mín skoð- r.n sc: Heldur rauður en dauð- ur. Mín skoðun er: Heldur lif- andi en dauður. Lifi maður v;1l mrr'"; t'”a]?t eitthvað til! En hvaö gera menn í hinum ýmsu löndum? Menn leggja á- herzlu á almannavarnir! Menn fallast á það, að atómvopn megi nota. Bæði í Noregi og New York reyndu menn að spyrja: Hvort viljið þér heldur, Framhald á 11. síðu. IVORY TWILL Buxurnar, sem allir karlmenn kjósa sér til hvers kyns útiveru í sumri og sól, jafnframt því sem þær eru eft- irsóttur klæðnaður við öll hreinleg störf. Framleiddar í Ijósum litum. — MODEL 3318. VatR. FRAMLEIÐSLA A) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.