Þjóðviljinn - 20.06.1962, Qupperneq 5
Átta ár eru liðin síðan ógnirnar dundu yíir kóraleyjarnar og kóralrifin í Bi-
kini-eyjahaíinu. Að morgni 1. marz 1954 sprengdu Bandaríkjamenn þar
stærstu vetnissprengju sem þá hafði nokkru sinni verið sprengd. Óhugnanleg
mistök áttu sér stað: Sprengjan varð miklu öflugri en ráð var fyrir gert.
Pósthússtræti 9.
Sími 1-77-00.
áss
Óskast til leigu. Þarf að vera þurrt
og helzf í nágrermi blaðsins.
Uppiýsingar í síma 17500.
ÞJÖÐVILJINN.
an
Geislunarúhrifin liafa einnig ruglað eðlishætti dýranna, þannig að dýrategundir eru dæmdar til
að deyja út. Sjóskjaldbökurnar æða upp í cyðimörkina og verða brennandi sólargeislunum að bráð.
Um alla eyjuna getur að líta bcinagrindur þeirra.
Þetta var 20 megalesta
sprengja, þ.e. jafnöflug og 20
milljón lestir af TNT-sprengi-
efni. Ein kóraleyjan hvarf
■gjörsamlega í helskýið sem
myndaðist við sprenginguna,
skýið, sem er líkt sveppi í lög-
un virtist bókstaflega gleypa
hana,
Hættulegra áhrifa sprenging-
arinnar gætti langt út yfir yf-
irlýst hættusvæði. Japanskir
fiskimenn á fiskibátnum
,yHeppnÍ drekinn" hlutu óbæt-
anlega sjúkdóma, og geislunin
náði einnig til hluta af Mars-
halleyjum í rúmlega 300 km
íjarlægð.
Ellefu mánuðum seinna við-
urkenndi kjarnorkumálanefnd
Bandaríkjanna loks, að geislun
af sprengingunni hefði verið
aniklu meiri en áður hefði
iþekkzt. Enn í dag mun ekki
'hafa verið sprengd vetnis-
sprengja, sem hefur haft eins
-eyðandi i áhrif og Bikini-
sprengjan.
Barátta líís
og dauða
En hver hafa orðið örlög
Bikini, fyrsta svæðisins sem of-
uirselt hefur verið þjáningun-
um er ieiða af vetnisspreng-
ingu? Hópur ítalskra kvik-
myndatökumanna fór nýlega til
(kóraleyjanna, til að kanna
‘hvernig náttúrunni tækist að
iglima við öfl dauðans sem
herjaö hafa á eyjunum undan-
íarin ár.
Óheft náttúrulíf heíur aldrei
verið sérlega fjölskrúðugt á
kóraíeyjunum. Dýralífið á eyj-
unum næst sprengingunni leið
undir lok vegna sprengingar.
innar sjálfrar og vegna geisl-
unaráhrifa frá henni.
En þegar ítölsku ljósmyndar-
amir stigu á land virtist dýra-
lífið vera lifnað við á ný.
Mergð sjófugla flykktist i
kringum þá! Stórar og þung-
lamalegar sjóskjaldbökur mjök-
uðust eftir ströndinni.
En bak við þetta eðlilega yf-
irborðsástand leyndist mikill
harmleikur. Eyjarnar voru bók-
staflega þaktar eggjum. Eggja-
mergðin var svo gífurleg að ó-
gjömingur var að stíga niður
fæti án þess að troða á eggj-
unum. Mest var af kríueggjum.
Fuglarnir annast um eggin,
raða þeim og hlynna að þeim
og bíða eftir ungunum, — en
hvert einasta egg var ófrjótt.
Dauði eða
vaskapningar
Þetta eru eggin, sem fuglarn-
ir hafa verið að verpa mörg
undanfarin ár. Þeir bíða eftir
ungunum sínum án árangurs.
En þrátt fyrir það koma þeir
aftur ár eftir ár, byggja sér
hreiður, verpa og bíða. Þetta
eru fuglar sem numið hafa
land á eyjunum, en orðið ófrjó-
ir vegna geislunaráhrifanna
sem þar gætir enn vegna vetn-
issprengingarinnar. Þótt heil-
brigðir fuglar verpi á eyjunum
verða eggin dauðanum að bráð,
vegna hins eitraða ryks, því
egg eru sérstaklega næm fyþir
geislunaráhrifum. Nú hefur
hinsvegar dregið það 'mikið úr
geisluninni, að búast má við að
ungar taki að fæðast á eynni.
En ógnirnar eru ekki þar með
úr sögunni. — Það verða van-
skapningar, ófreskjur, sem úr
eggjunum .koma.
ítalirnir komust einnig að
því, að skjaldbökunum eru
sömu örlög búin. Þeir fundu
dauðar og deyjandi risaskjald-
bökur inn á miðjum eyjum.
Það er háttur eðlilegra sjó-
skjaldbaka, að skreiðast upp í
fjöruna að næturlagi, gráfa
djúpa holu og verpa eggjunum
í hana en snúa síðan aftur
til sjávar fyrir dögun.
Nú hafa þessi dýr breytt um
háttarlag. Kvendýrin koma á
land og verpa eggjum sínum,
en þær snúa aldrei aftur til
sjávar. Þess í stað snúa þær
baki við hafinu og þokast hægt
' og krúnnalégá inh í eyðimörk-
ina iþar sem' hitabeltissólin
drepur þær á fáeinum dögum.
Karldýrið viðhefur sama und-
arlega hátternið. Hann fer líka
upp úr sjónum til þess að
fremja sjálfsmorð á sjóðheitum
sandinum undir brennandi
sólargeislunum á miðbiki eyj-
arinnar. Þetta eru dýr, sem
fæðzt hafa eftir sprenginguna
miklu. Geislunin hefur ekki
unnið bug á eggjunum, og móð-
irin hefur lifað fremur en fugl-
arnir vegna þess að hún dvelur
mjög stutt á landi, og geisla-
virka - rykið hefur skolazt af
Framhald á 10. síði
Miðvikudagur 20. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN —