Þjóðviljinn - 05.07.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.07.1962, Blaðsíða 5
BERLIN — Lokið er réttarhöldum yfir sex fyrr- verandi SS-mönnum úr liði nazista. Menn þess- ir, sem undanfarið Iiafa verið í háum stcðum í Yestur-Þýzkal andi, voru dæmdir fyrir hina hroða- Iegustu glæpi. Þeir hafa ékki minna en 11. mannslíf á samvizkunni. Höfuðpaurinn meðal hinna áu- kærðu er Alfred Filbert, fyrrv. yfirforingi í SS-liði nazista, scra nndanfarið hefur verið banlta- stjóri í Vcstur-Berlín. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi og sviftur öllum borgaralegum rétt- indum. Gerhard Schneider, sem einnig var yfirforingi í stormsveitarliði Hitlers, var dæmdur í tíu ára íangelsi og sviftur borgarréttind- um í fimm ár. Áður en hann var handtekinn .gegndi hann em- bætti ráðuneytisstjóra í Hanno- ver. Wilhelm Griffenberger frá Töging hlaut þriggja ára fang- elsisdóm oS sviftingu borgara- réttinda í jafnl. tíma. Fjögurra ára fangelsi hlaut Bodo Struck en hann hefur gegnt embætti lögreglustjóra í glæpalögreglunni í Hannover undanfarið. Áður var hann i aftökusveitum naz- ista í hinum hernumdu hlutum Sovétrikjanna. Konrad Fiebig, fyrrv. undirfor- ingi í SS-liðinu, var sýknaður. Hann hefur undanfarið gegnt embætti í einu af ráðuneytum Bonn-stjómarinnar. Saksóknar- inn krafðist fimm ára fangelsis- j dóms fyrir Fiebig. Heinrich Tunnat var undirfor- ingi í SS-liðinu. Hann var nú orðinn næstæðsti maður verzlun- arráðsins í O’.denb. Iiann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi, en saksóknarinn hafði krafizt tíu ára fangelsisdóms. Grafnir lifandi Sakborningamir v.oru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í morð- um á 11.000 gyðingum, þar a meðal fjölda kvenna og bama, í hernumdum héruðum Sovét- ríkjanna á tímabilinu júlí—okf. 1041. Dómsforseti sagði m.a. þegar dómur var kveðinn upp: „Þessi hræðilegu réttarhöld eru á enda. Aldrei fyrr hefur þurft að rekja svona óhugnanlega atburði 1 réttarsal í Berlín. Þetta er 1 fyrsta sinn sem menn eru ákærð- ir fyrir 11.000 morð í einu. Þeir atburðir, sem raktir hafa verió hér, eru hroðalegi'i en nokkur hefði getað ímyndað sér. Við höfum séð fjöldagrafir' opnast fyrir okkur þar sem likin liggja í hrúgum, saklausir menn, konur og börn. Fjöldi þessa fólks var grafinn lifandi. Við höfum heyrt því lýst þegar morðingjarnir skutu mæður með börn á armi til bana. Það er hámark þeirrar grimmdar sem einn maður get- ur sýnt öðrum. Og við verðum að játa þá staðreynd, að meðal fjöldamorð- ingjanna eru jafnvel menn, sem hafa stundað nám við scmu há- skóla og lokið sömu pr-ófum og við dómararnir". Um sök hvers einstaks sagði dómarinn: „Vitnaléiðslur haía fært okkur sanninn um það, að Filbert yfirforingi var ekki að- stcs leíti NEW YORK — Æ fleiri bandarískir hagfræð- ingar og fésýslumenn hallast nú að þeirri skoð- un að búast megi við nýrri efnahagskreppu í Bandaríkjunmn áður en varir, enda bendir flest til þess að framleiðslan sé aftur að dragast saman. Ewan Clague, forstöðumaður hagskýrslugerðar verkamála, varð fyrstur háttsettra embættis. manna Bandaríkjastjórnar til að viðurkenna að efnahagskreppa kynni að vera á næsta leiti. Hann taldi að við henni mætti búast á næsta ári og sagði að margir hagfræðingar hefðu gert ráð fyrir henni. „Vafi hefur leikið á því einu nákvæmlega hvenær hún myndi byrja”. Haldi verð- fallið áfram í kauphöllinni, bætti hann við, „myndi ég óttast kreppu snemma á árinu 1963 fremur en síðar”. Verðfallið heldur áfram Nú bendir hins vegar flest tii til þess að verðfallið á kauphöll- inni haldi áfram, og a.m.k. gera menn ekki ráð fyrir, að verðbréf muni bráðlega hækka aftur í verði. Síðan verðhrunið mikla varð mánudaginn 29. maí, hefur verð iðnaðarhlutabréfa farið að heita má sílækkandi, þrátt fyrir nokkra kippi upp á við, og í síð- ustu viku var iðnaðarbréfavísi- tala Dow-Jones komin niður í 539,2 stig, eða um 40 stigum neð- ar en hún fór 29. maí. Samdráttur á flestum sviðum Af 30 hagskýrslum sem taldar eru gefa sérstaklega góða vís- bendingu um hvert stefnir í efnahagsmálunum benda nú 20 til þess að stefnan sé niður á við. Verð á hráefnum iðnaðarins hef- ur fallið stöðugt undanfarna fimm mánuði, og m.a.s. stáliðju- verin, sem í april reyndu að knýja fram verðhækkun á stáli, hafa neyðzt til að ibjóða við- skiptamönnum sínum betri kjör, þar sem eftirspurnin fer minnk- andi. Vinnuvikan í verksmiðjum hefur yfirleitt verið stytt. Einna verst þykir þó að fjár- festing fyrirtækja í nýjum fram- leiðslutækjum hefur aukizt miklu hægar en stjórn Kennedys hafði gert sér vonir um. Hlutur fjárfestingarinnar af heildarþjóð- arframleiðslunni er enn minni en hann var fyrir fimm árum og mun í ár aðeins nema 6,6 af hundraði, en það er mun lægra hlutfall en tíðkast í flestum öðr- um auðvaldsríkjum. Aðeins 85% afkastagetunar nýtt Þetta sýnir að bandarískir fé- sýslumenn eru ekki mjög bjart- sýnir á framtíðina. Vikublaðið Timc segir að ekki sé eðlilegt að þeir séu bjartsýnir, þar sem iðnaður Bandaríkjanna hafi und- anfarin tvö ór aðeins nýtt 85% af afkastagetu sinni. Mörg hinna smærri iðnfyrirtækja hafa einn- ig neyðzt til að hætta við fyrir- hugaðar stækkanir og endurbæt- ur á verksmiðjum sínum, vegna þess að hæpið er að afla fjáf til þeirra með útgáfu nýrra hluta- bréfa, ei'ns ‘og nú horfir á verð- bréíamarkaðnum. Þegar á þessu ári Hagfræðingar og fésýslumenn sem til skamms tíma gerðu ráð fyrir að vel myndi ára a.m.k. fram til loka 1963 eru því nú þeirrar skoðunar að afturkippur- inn muni segja til sín snemma á næsta ári, eða jafnvel þegar á þessu ári. Gullflóttinn heldur áfram Hinn stöðugi gullflótti' veldur einnig áhyggjum í Bandaríkjun- um. Það sem af er þessu ári hef- ur gullíorði Bandaríkjanna minnkað um 455 milljónir doll- ara og er hann nú aðeins 16.4 milljarðar og hefur ekki verið minni í 23 ár. Af þessum 16,4 milljörðum verða 11,7 milljarðar að standa uriðir seðlavelturini óg þá eru aðeins eftir 4,7 milljarðar dollara til að mæta öllum kröf- um sem útlendir aðilar eiga á Bandaríkin, eða um 14 milljörð- um lægrj upphæð en Bandarik- in þyrftu að greíða ef albr kröfu- hafar heímtuðu gi'eiðslu á -sama tíma. Við því er að vísu ekki að búast, en haldi gullflóttinn áfram með sama hraða og undanfarið, myndu ekki líða nema fjögur- fimm ár þar til hinn óbundni gullforði væri til þurrðar geng- inn, en það myndi hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar fyrir allan auðvaldsheiminn, sem hefur dollarann að undirstöðugjald- miðli. Hiifuðsakbcrningarcir Alfred Fil- bert (franiar) og Gerrard Schncider. eins að hlýða fyrirskipunum Hitlers. Hann átti sjálfur hlut að öllum morðfyrirskipununum. Hann hafði sett sér það takmark að drepa hvern einasta gyðing á yfirráðasvæði sínu. Hann hafði .með eigin hendi tekið þátt í fjöldaaftökum sér til ánægju”. Dómsforseti sagði, að hinir sakborningarnir gætu ekki af- sakað sig með því að þeir hafi nauðsynlega orðið að hlýða fyrir- mælum yfirm. sinna um-xað fremja morð. Lög landsins heim- ila ekki þeim, sem tekið hafa þátt í ógnaraðgerðum nazisla, að skjóta sér undan alíri ábyrgð. Þessir ítienn urðu aldrei fyrir alvarlegum hótunum. Þéir hefðu | vel getað látið glæpaverkin vera. Enginn ógnaði þeim með lífláti, ef þeir neituðu að myrða. Þá minntist dómsforseti á framkomu ýmlssa vitna, einkum vitna úr aftökusveitum sexmenn- inganna. Einn þeirra, Neubert, sem var foringi í aftökusveit, heiisáði með nazistakveðju £ réttarsalnum. Neubert er nú lög- regluforingi í Vestur-Þýzkalandi. „Þessi maðu.r ætti hvergi annars- staðar að vera nú en á bekíc ákærðra", sagði dómarinn. Einn líinna ákærðu Griffen- berger var látinn laus þegar eftir dómsuppkvaðninguna. Á- stæðan, sem gefin var upp, er sú að liann hafi verið í stríðs- íangelsi hjá Rússum. Glært — POLYTEX— til blöndunar í •— POLYTEX-málningu, gefur meifi gljáa og auðveidar hreingerningu. — POLYTEX— piastmálning er mjög auðveld í nieðförum og ýrist lítið úr rúllu. — Viðloðun er frábær á nýja sem gamla málningu. fsiöfrTl Fimmtudagur 5. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.