Þjóðviljinn - 05.07.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1962, Blaðsíða 10
'■SSÉ&Bía) % ' V: 1 (■ • í ’&y Aðalfundur Verkalýð-sfélagsins „Esja“ Kjósarsýslu, verður haldinn að Hlégarði, sunnudaginn 8. júlí 1962 kl. 15.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Bæjarverkfræðingur óskasf til starfa á vegum Kópavogskaupstaðar. Upplýsingar um fyrri störf og launakröfur sendist fyrir 15. júlí 1962. BÆjARSTJÓRINN I KÓPAVOGI 4. júlí 1962. Miehelin hjélbarðar 450x17 500x17 Garðar Gíslason h.f. bifreiðaverzlun Fiinleika og ÞJÓÐDANSASÝNING sænsku meistaraflokkanna verður í kvöld í Háskólabíó kl 11.15. Látið ekki þetta einstæða tækfæri fram hjá ykkur fara. MÓTTÖKUNEFNDIN. Bæ j argj aldkerastarf í Kópavogskaupstað er laust til umsóknar. Upp;ýsingar um fyrri störf og launakröfur sendist fyrir 15. .iúlí 1962. BÆJARSTJÓRINN I KÓPAVOGI 4. júlí 1962. Viljum ráða VÉLSETJARA og handsetjara nu þegar. r-r a Golt kaup — Góð vinnuskilyrði ÞJÓÐVILJINN. Tilraunalandsliðið tapaði Her Serkja heldur Framhald af 12. síðu. vörðurinn Bendsen og útherj- inn Nielsen voru og góðir. ann- ars er lið þetta vel leikandi og samstillt. t Ekki sigTirstranglegt landslið. Þó að úrvalið hafi svoHtið sótt sig undir iok leiksins verður ekki sagt um liðið ejnsog það lék að þessu sinni, að Það sé sigurstranglegt í leiknum við Noreg á mánudag. Það náði mestan hluta leiks.ns ekki sam- an og náði því engum tökum á samleik. Ekki var auðveit að átta sig á eftir hvaða skipulagi var leikið, og hefð: þó verið á- stæða til að velta því fyrir sér eins og liðið var saman sett. Framverðirnir G-arðar, sem lengst af virtist mjög seinn inn- anum hina fót.fráu Dani, og Ormar, virtust eiginlega ekki fyllilega finna stöður sínar, og það kqm alltof oft fyrir að þe:r voru hvor hjá öðrum, og höfðu því sem sagt ekki tök á að láta verulega að ser kveða a miðju vallarins. Ríkarður gerði margt vel, og sennilega hefur hann átt að leika sömu ,.rullu“ og i Akranesleiknum: að skipuleggja, en það var eins og framlínan væri ekki með, væri dreifð og næði ekki saman til að nota það sem hugsað mun hafa ver- ið að Ríkarður byggði upo. Hafi þetta verið „taktikin“ þá verð- ur ekki annað séð en að hún haf.i mistekizt. Bezti maður framlinunnar var Kári í krafti hraða síns og dugnaðar. Þórólfur gerð; margt vel, þó hans væri vel og stund- um hörkulega gætt, og sama er um Ríkarð að segja. Steingrím- naut sín ekki, var of mikið einn. Aftasta vörnin var allgóð. Hörður er þó full seinn og þungur, og það tók Árna nokk- urn tíma að átta sig. Bjarni er „taktiskur“ í leik sínum og í þessum I.eik lagði hann sig fram um að leggja knöttinn til næsta manns og fékk oít í gang sam- le'k. Heimir átti slakan íyrri hálfleik, sem ef til vill hefur haft sín slæmu áhrif á liðið, en sótti sig i síðari hálfleik og varði þá vel. Sem sagt eftir leik þennan er liðið í rauninni jafn óráðin gáta og fyr.'r leikinn, og það olli von- brigðum, þó því tækist að rétta svolítið sinn hlut undir lok leiksins. Gera má ráð fyrir breytingum á liðinu og mun það verða til- kynnt í dag, ef svo verður. Dómari var Hannes Sigurðs- son og dæmdi vel. Frímann. heimleiðis Framhald af 13. síðu og kallað: hana „rýtingstungu í bak framvarðasveitar byltingar- innar.“ Ben Bella kvaðst hins vegar fyllilega samþvkkur Eví- ansamningunum og vonast til að bæði Frakkar o.g Serkir vlrtu þá. Fiignuður í þrjá sólarhringa í Alge'rsbor.g fögnuðu Serkir enn í dag fengnu frelsi og hafa fagnaðarlætin staðið í þrjá sól- arhringa og v.'rðist Htið lát á: þeim. Borgin er öll skreytt hin- um græn-hvíta fána Serkja, og hann blaktir þar einnig yfir stjórnarbyggingunum. Öðru máli gegnir í Oran, þar hefur hann ekki enn verið dreg- inn að húni á opinberum bygg- ingum, þó víða sé flaggað með honum annars staðar í borginni. Friður er heldur ekk: enn kom- inn á í Oran: Tveir Serkir voru vegnir í nótt í hverfi Evrópu- manna í miðbiki borgarinnar. Hverra börn... Framhald af 4. síðu. ingar, hamar og sigð-merki og feitar fyrirsagnir meiri áhrif en rök. Þetta er hörmuleg staðreynd. Forheimskunarskrif Morgun- blaðsins fær enga hernámsand- stæðinga til að skipta u.m skoðun. Þau þvert á móti stæla þá í andstöðunni við öll atriði „hernámsmóralsins“. En þau forherða liðsmenn Morgunblaðs- ins og einkum þó börnin. Natódýrkun og andkommún- ismi eru orðin trúarbrögð. Of- stækismennirnir, sem nú ráða málgögnum Sjálfstæðisflokksins eru eitt stig í þróun forherð- ingarinnar, því að þeir trúa því, sem þeir skrifa. Jafnvel þegar ritstjóri Mbrgunblaðsins segir ósatt er hann sjálfum sér samjkvæmur, því að lygin er svo cft í samræmi við skoðanir hans. En annað stig forherð- ingarinnar eru börnin, sem æpa. Hvernig verða þau. þegar þau vaxa úr grasi? Hvernig verða ritstjórar Morgunblaðsins í framtíðinni? Hvernig verða þá börn Sjálfstæðisflokksins? Hvað æpa þau þá? En eitt er víst. Það þýðir ekkert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að afneita börnunum. Þetta eru börnin hans. Það var hann, sem kenndi þeim að hata. G. G. LÖGFRÆÐI- STÖRF hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, endurskoðun og fasteignasala. Keflavík esn sfjérnlaiss Klukkan fimm í dag verður fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar á Akranesi. Þá verður kosinn bæjarstjóri og val- ið í nefndir. Samvinna um þetta tvennt hefur tekizt milli íhalds ■ og krata og er álitið að bæjar- stjóri verði Björgvin Sæmundsson verkfræðingur, tiltölulcga óþekkt- ur maður í stjórnmálalífinu. Nú er svo komið að af þeim kaupstöðum sem stjórnarkreppa hefur ríkt í eftir kosningarnar, er aðeins einn eftir. Nefnilega 1 Keflavík. Þar hafa farið fram nokkrar viðræður milli flokk- anna undanfarið, þó kannski frekar milli íhalds og krata, en þeirra og framsóknar. Ekki er vitað til að nokkuð hafi dregið saman í þeim viðræðum. Þó segja megi að samstjórn íhalds og krata sé verri en engin stjórn, verður það að líkindum ekki liðið að bæjarfélagið ?é lengi stjórnlaust úr þessu og virðist þá eina leiðin að kjósa aftur. Ragnar ölaísson Sími 2-22-93 SKÓRIMPEX SKÓRIMPEX LEÐ URSKOFATNAÐUR GUMMISKOF'ATNAÐUR «rr STRIGASKOFATNAÐUR PÓLSKUR skófatnaður, ódýr sterkur, fallegur. EINKAUMBOÐ: SKÓRIMPEX Lodz íslenzk erlenda verzlunarfélagiö h.f. Tjarnargötu 18. Símar 20400 og 153-3(3. KHRKI [20) - ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.