Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 3
ASI efnir til orlofsferð- ar fil Norðurlanda Alþýðusamband íslands efnir nú til fyrstu orlofsferðar sinnar til Norðu.rlanda hinn 2. ágúst n.k. Flogið verður til Malmö í Svíþjóð, ferðast um S-Svíþjóð, Fiogið til Borgundarholms og dvalist þar á góðu hóteli í viku- tíma. Gefst gott tækifæri ti.l hvíldar og hressingar ó þessari Irægu eyju, sem hefur verið neínd sólskinseyjan í Eystra- salti. Að lokinni dvöl á Borgund- arhólmi verður haldið til Kaup- mannahafnar, borgin skoðuð og dvalist þar nokkra daga. ís- lenzkur leiðsögumaður verður með í förinni, sem er skipulögð í samvinnu við ferðaskrifstofu sænsku alþýðusamtakanna, RESO. Kostnaði er mjög stillt í hóf. Þáttáka í ferðinni kostar 8.800 krónur, sem verðu.r að telj- ast lógt þegar miðað er við aðr- ar ferðir. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til skrifstofu ASÍ í síma 19348 fyrir 12. þ.m. William Faulkner lézt í gœrmorgnu Hljómsveit HAUKS MORTHENS fer Bandaríski rithöfundurinn AVilliam Fauikner lést í morgun í Missisippi. Hann hlaut bók- mertntaverðlaun Nóbels árið 1950 og er í hópi þekktustu og dáð- ustu nútímarithöfunda. Faulkner fæddist árið 1897. Hann fékkst við ýmis störf í ,,æsku og barðist sem sjálfboða- liði í f’.ugher Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir styrj- öldina 'hóf hann ritstörf af alvöru og öðlaðist brátt mik’.a frægð. Síðustu árin hefur Faulkner verið prófessor í bók- menntum við Virginíu-háskóla, en bjó annars alltaf á búgarði sínum i Oxford, Missisippi. Faulkner ritar skáldsögur sín- ar af miskunnarlausu raunsæi og deilir hispurslaust á ranglæt- ið í þjóðfé'.aginu. Sögur hans gerast gjarnan í suðurhluta Bandaríkjanna, og fýalla um . vandamál hinna undirokuðu fá- tæklinga 05 hrottaskap yfirstétt- arinnar. Hann er talinn einn mesti snillinaur hins epíska formiai. {Frásagnariist hans er mjög sérstæð. og oft f’.ókin, og aprengir stundum öjl hefðbund- in form. Fyrsta bók Fau’.kners kom út árið 1924 og var það Ijóðabók. Af bókum hans má m.a. nefna: Light in August (1932), Sanc- tuary (1931), The Wild Palms (1939), Intruder in the Dust (1948), Requiem, for a Nun (1951) of A Fablé ’ (1954). Eum verk Faulkners hafa verjð færð í leikritsbúnins. Þá hafa komið út smásagnasögur cftir hann, m.a. Go Down Moses (1942), Knights Gambit (1950) 05 The Bear (1957). Eins og áður segir er Fau’.kn- er raunsær höfundur og sagn- rýninn, en hann leitar álltaf að vissum siðgæðislögmáium. í nóbelsv.erðlaunaræðu sinni í Stokkhólmi sagði Fau’.kner: „Án hinna göm’.u sann’.eiksatriða hj'artans — ástar. æru stolts, samúðar og fórnar — hljóta öll bókimenntaverk að glatast". Hlaut 5 mánaða vari hald éskilorðshundið Nýverið var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur dómur yf- ir ungum manni, sem ók á kcnu á Kaplaskjólsvegi 28. febrúar sl. með þeim afleiðingum, að hún Mcne’s hótec stjórnarslitum Dusseldorf 6/7. — Nýjar deilur, sem leitt geta til stjónrarslita, hafa komið upp milli stjórnar- folkkanna í Vestur-Þýzkalandi. Formaður Frjálsa demókrata- flokksins, Eri.eh Mende, -skýrði frá þessu í dag. Hinn stjórnar- flokkurinn er Kristilegi demó- krataflokkurinn, flokkur Aden- auers. ,... ,..,íV Mende mun ræða við Aden- auer í næstu viku, og mun þá verða ákveðin framtíð stjórnar- samstarfsins. Mende sagði á blaðamannafundi í dag, að allt samstarf flokkanna væri mjög erfitt. Frjálsir demókratar gengu til stjórnarsamstarfs við Kristilega, eftir að þeir síðarnefndu misstu hreinan meirihluta í kosningun- u.m í ágúst í fyrra. Það eru eink- um ýmsir vesturþýzkir stóriðn- rekendur sem styðja Frjálsa demókrataflokkinn, Flokkurinn hefur 67 þingsæti en kristilegir 242. Sósíaldemókratar hafa 190. Á HEIMSMÓTIÐ OC TIL SOVÉTRlKJANNA beið bana. Ók maðurinn burt af slysstað an þess að skeyta um konuna. Pilturinn var dæmdur í 5 mánaða varðhald og sviftur ökuréttindum ævilangt og enn- fremur var honum gert að greiða sakarkostnað. Dómurinn er ó- skilorðsbundinn. Slys þetta átti sér stað um kl. 9 að kvöldi þann 28. febrúar. Var konan Ástrós Þórðardóttir, öldu- götu 50. á gangi vestur götuna, er bifreið kom akandi í sömu étt og ók aftaná hana, kastaðist hún í götuna en ökumaður bif- reiðarinnar hélt för sinni áfram án þess að huga að hinni slös- uöu konu. Ástrós var flutt á slysavarðstofuna og síðan í Landsspítalann þar sem hún andaðist aðfaranótt 3. marz af afleiðingum slyssins. ökumaðu.rinn, sem er liðlega tvítugur að aldri, gaf sig fram við lögrefluna morguninn eftir slysið. Kvaðst hann ekki hafa séð konuna fyrr en um leið og hún varð fyrir bílnu.m og gaf hann þá skýringu á framkomu sinni, að sér hefði orðið svo mik- ið um. að önnur hugsun hefði ekki komizt að hiá sér en að komast sem fvrst í burtu. Þegar | hann hefði jafnað sig ákvað hann hins vegar strax að gefa sig fram. Þetta var í fyrsta sinn, sem nokkurt óhapp hafði komið Hinn 24. júlí leggur hin vinsæla hljóm- sveit Hauks Morthens, sem leikið hefur í Klúbbnum í vetur, í konsertleiðangur aust- ur á bóginn. Fyrst mun hljómsveitin taka þátt í Heimsmóti æsk- unnar í Helsinki dag- ana- 27. júlí til 5. ág- úst. Mun hún meðal annars koma fram sem dagskrárliður f.h. íslenzka hópsins á al- þjóðlegu prógrammi. Auk þess mun hljóm- sveitin taka þátt í kenpni dans- og jass- hljómsveita frá ýms- um löndum. Eins og alkunna er, hafa ís- lenzkar hljónisveitir orðið afar vinsælar á tveim síðustu heims- mótum, og er Haukur Morthens kunnur meðal eldri heimsmóts- fara. Á heimsmótinu í Moskvu 1957 vann hljómsveit Gunnars Ormslev gullverðlaun ií alþjóð- legri sainkeppni, en í þeirri ÍJ jómsvet var ásamt Ilauki m.a. Sigurbjörn Ingþórsson, sem nú leikur hjá honum. Á 'heimsmótinu í Vínarborg kom Ilaukur einnig fram í keppni, í það skipti með tríói sínu, scm skipað var Sigurbirni Ingþórssyni, Jóni Páli og Ólafi Stephensen. Voru þeir frainar- iega i keppninni og fengu fjölda tilbcða. Er ekki að efa, að j hljómsveit Hauks Morthens mun verða íslenzka hópnum góð kynning. Meðan þeir félagar dvelja á1 mótinu, munu þeir koma viða | fram í Hclsinki og halda nokkra kcnserta. Þá er og fyrirhugað,' að þeir komi fram í Oslo og Stckkhclmi á leiðinni. Væntan- lega niiin hljómsveitin einnig koma fram í norska ríkisútvarp. inu i Osló, ef tími vinnst til. Meðan á mótinu stendur, munu þeir koma alfoft fram á kynningarkvöldum og vináttu- fundum með öðrum þjóðum, og munu þeir þá leggja áherzlu á að kynna íslenzk dans- og dæg- urlög. gm Haukur Morthens og hljómsveit, talið frá vinstri: Jón Möller, Guðmundur Steingrímsson, Haukur Mcrthcns Örn Armanns- son og Sigurbjörn Ingbórsson. á listamönnum. Lét rússneska söngkcnan Kckhanova uppi þá skoðun sír.a, að vaxandi áhugi værj í Sovétríkjunum fyrir vest- rænum dans og jassliljómsveit- um. Mun þessi áhugi sovézka listafólksins m.a. hafa hvatt Ilauk og hljcmsveit hans til far- arinnar. Illjómsveit Ilauks Morthens skipa nú: auk Iiauks, sem er hljómsveitarstjóri og söngvári með hljómsveiiinni, Sigurbjöm Ingþórsscn á bassa, Jón Möller píanó, Örn Ármannsson gítar, ag Guömundur Steingrimsscn á trommu. Er þess að vænta, að.þeim fé- lögum verði hvarvetna vel tekið og óskum við þeim góðrar ferð- Að heimsmótinu loknu mun hljómsvei.tin fara hljómleikaför tii. Sovétríkjanna. Óvist er enn, { hvernig ferðaáætlunin verður | endanlega, en leiðin mun senni- lega liggja um Leningrad, 1 Mcskvu og Riga. Vcrður þetta i fyrsta skipti, ,sem íslcnzk dans- | hljómsveit leggur leið sína tii Scvétrikjanna, og er þetta frum- kvæði Hauks Morthens gatt skref t|> aukins samstarfs milli íslenzkra cg scvézkra hljómlist- armanna. Þá mun Haukur athuga á leið- inni möguleika á hljómlistarför um önnur ríki sósíalísku land- anna, t.d. Pólland eða Ungverja- land. Hugmyndina að þessari hljóm- listarför fékk Haukur við komu sovézku listamannanna í vetur. Létu þeir í ljós hlifningu sína á hljómsveitinni og áhuga á gagnkvæmum skiptum landanna ar. fyrir hann við akstur. Ef för þeirra heppnast vel, er eklti ósennilegt ,að fleiri íslenzk- ar hljómsveitir eigi eftir að fá tilhoð frá þessum löndum.. Sildin eystra er stór og jofn en aðeins 17% feit SEYÐISFIRÐI 67 — Nokkrir bátar komu hingað í morgun með síld til þess að láta fitu- mæla hana. Síldin er stór og jöfn en fitan reyndist aðeins 17%, svo að hún er ekki söltun- arhæf. Síldin virðist nýgengin í átu og verður liún væntanlega oröin söltunarhæf cftir 2—3 daga. Á mcrgun verður rcynt að salta síld fyrir Finnlandsmark- að, en þá þarf hún ekki að vcra nema 18"(l feit. Verksmiðjan hér á Seyðisfirði verður ekki tilbúin til bræðslu fyrr en um miðjan mánuð. Verð- ur síldin flutt héðan með skipi [norðu.r til. bræðslu og jíemur | skip hingað á morgun til síldar- 'töku. Síldarverksmiðjurnar á Hjalteyri . og í Jvrossanesi hafa látið útbúa skip, sem á að geta tekið síldina til flutnings beint upp úr bátunum. Arnarfellið kom hér í morgun drekkhlaðið af tunnum. Bilaði vél ski.psins rétt eftir að það var búið að slá’ af t?í‘Jþess*að leggjast upp að brygkfdtíni £ og rann það stjórnlauSt Áð'bryggju. Það var hinsvegar komið á svo hææga ferð, að skemmdir urðu ekki teljaodi á skipinu. éða bryggjunni. Búizt er við ad skipið tefjisj;, þýr, ,um ,yiku vegna vélabilunarinnar. v 1 , Laugardagur 7. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.