Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 12
„Njósnarar" Tékka hér í boði NATO 9 Tékkneskir vísindamenn sem Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, rak ur landi árið 1948 sem grunaða um njósnir, eru nú væntanlegir til landsins aftur, og í boði NATO. Dagana 12. til 25. júlí ,nú í sumar verður haldin í Reykja- vík mesta a’.bjóðlega raunvís- indaráðstefna, sem hér hefur verið haldin til bessa. Ráðstefn- an er kostuð af einni deild í Nato, sem styrkir allskonar vís- indastarfsemi, en hvatamaður ráðstefnunnar er Áskell Löve, sem nú er prófessor í Montreal Verðbætur til kom- Karl Guðjónsson. © Eins og kunnugt er hafa ísienzkir bæntlur hafizt handa um kornrækt og hefur hún gefið góða raun. Á síðasta ári nam þcssi framleiðsla um 685 tunnum. íslenzka kornið nýtur engra verðbóta, en cr- lent korn er undanþcgið tolli og að auki greitt allmikið niður. £ Karl Guðjónsson flutti þingályktunartillögu á næst síðasta þingi þar sem gert cr ráð fyrir veröbótum á korni, sem ræktað er innanlands til jafns við niðurgreislu á inn- fluttu korni. Á síðasta þingi flutti Karl sams konar tillögu og voru tveir Framsóknar- þingmenn þá meðflutnings- menn hans. Benda flutnings- meuin á það í greinarg. fyr- ir tillögunni. að erlcnda korn- iö njóti í raun og veru vcrnd- artolla, sem beinast gegn inn- lcndri framleiðslu og sé það í fyllsta máta óeðlilegt. Hér er vakin athygli á þessu, þar sem Tíminn hefur undanfarna daga verið að reyna að eigna Framsókn- armönnum þetta mál. Stuðn- ingur við það er að sjálfsögöu vel þeginn hvaðan sem hann kemur, en blaðalesendur eiga kröfu að fá rétta vitncskju um gang þess. Iln meðal annarra orða: Hefur hæstvirtur landbúnað- arráðherra engan áhuga á ís- lenzkri kornrækt? í Kanada. Er ráðstefnan helg- uð 200 ára afmæli Sveins lækn- is Pálssonar, en hann má með nokkr-um rétti kalla fyrsta ís- lenzka náttúrufræðinginn. Hefur Sveinn goldið þess, að rit hans hafa legið óprentuð fram á miðja þessa öld. Verkefni ráðstefnunnar er að fjalla um „plöntu- og dýralíf við norðanvert Atlanzhaf og sögu þess“. Það færist nú mjög í vöxt, að komið sé saman full- trúum mismunandi sjónarmiða á meðalfjölmennt þing, og þykir það gefa betri raun en hin stóru þingin, sem raunar er aðeins á færi stórþióða að halda. Á ráð- stefnunni hér verða tekin til meðferðar vandamál úr kvartier jarð- og plöntufræði. Er það einkum sú spurning hvaða gróð- ur — ef einhver — hefur lifað hér af þann fimbulvetur, er við nefnum ísöld. Þátttakendur í ráðstefnunni eru 38 og munu 28 þei.rra halda fyrirlestra. Er um helmingur þátttakenda grasafræð- ingar, þriðjungur jarð- og land- fræðingar og tæpur fimmti hluti dýrafræðingar . Af þeim er fyrirlestra halda eru margir kunnir vísindamenn í grein sinni. Má til nefna hinn fræga sænska skordýrafræðing^-. Carl H. Lindroth, en hann er sonur Hjálmars Lindroth, sem prófessor var í norrænum fræð- um og mörgum íslendingum er að góðu kunnur. Carl H. Lind- roth skrifaði doktorsritgerð sína um íslenzk skordýr, en hann hefur dvalizt hér á landi og tal- ar íslenzku. Þá er hér ameríski prófessorinn Bruce Heezen, sem kunnastur er fyrir kenningar sínar og samstarfsmanna sinna við Columbiuháskóla um sprung- ur, sem gangi eftir miðjum botni úthafanna, en sprungan eftir botni Atlanzhafsins telja þeir , gangi um ísland. Er bað eini staðurinn þar sem sprungan „gengur á land“ og Tsland því t mjög mikilvægt fyrir þær rann- , sóknir. Loks taka þátt í ráðstefnunni tveir Tékkar. Voru þeir einnig þátttakendur í tékkneska leið- ! angrinum 1948. sem var rækur ger úr landi sakaður u.m njósnir [ í fu.glab.iörgum Vestmannaeyja og á öskuhaugum Reykjavíkur. þlÓÐVIUINN Laugardagur 7. júlí 1962 — 27. árgangur — 149. tölublað. Hersveit Marokkó manna inn í Alsír ugasta vetnis- sprengjan í IIS A Washington 6/7 — í morgun sprengdu Bandríkjamcnn öflug- ustu vetníssprcngju, sem sprengd hefur verið í USA Sprengjan var sprengd 200 metrum undir yfirborði jarðar í Nevada-eyðimörkinni. Sprengjan var geysiöflug, og myndaðist við hana reékský, sem náði mörg- þúsund metra i loft upp. Erlendum blaðamönnum var bannað að fylgjast með þessari sprengingu. Engar nákvæmar upplýsingar voru gefnar um þessa stóru sprengingu eða um áhrif hennar . Þetta var önnur sprengjan af mörgum af svipuðu tagi, sem sprengdar verða á næstunni. Sérfræðingar láta hafa það eftir sér, að sprengjan hafi að styrk- leika samsvarað 100.000 lestum af TNT-sprengiefni, og er það langöflugasta sprengja sem sprengd hefur verið í sjálfum Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá Las Vegas hefur við sprenging- una myndast gýgur, sem er 450 metrar í þvermál og 100 metra djúpur. Rabal og Oran 6/7 — Flokkur úr her Marokkó héldu í dag inn fyrir landamæri Alsír í suðvcst- urhluta landslns. Iiafa Marokkó- menn tekið varðstöð um 20 km. innan landamæra Alsír á Sahara svæöinu. Stjórn Marokkó neitar því hinsvegar að um innrás sé að ræða, heldur hafi varðstöð þessi lengstum verið undir stjórn Marokkó. Ben Bella, varaforsætisráð- herra útlagastjórnar Serkja sagði í viðtali við blaðið A1 A'hram í Kairó í dag, að ágreiningur þeirra Ben Keddha væri ekki persónuleg togstreita þeirra á milli, enda kvaðst Ben Bella ekki vera haldinn pólitískri met OLÍULEKINN ÚR HASKELL VONANDI STÖÐYAÐUR EINS OG skýrt var frá í blaðinu í gær sökk olíupramminn Haskell í Ilvalfirði. Olíufélag- ið h.f. en báturinn er á þess vegum, tók á leigu björgunar- skipið Leó og fór hann upp í Hvalfjörö. Pramminn fannst fljótlega og var kafari sendur niður. Kom í ljós, að bátur- inn hafði stungizt á stefnið í leðju og virðist því allt benda til þess, að sú skýring sé rétt á slysinu, að skilrúm hafi brcstið frcmst í bátnum og olía komizt fram í háseta- klefann. Kom ckki fram önn- ur skýring sennilcgri við sjóprófin í gær. KAFARINN fann engan leka. Er það von manna, aft ekkj sé hætta á meiri olíulcka frá skipinu; sú olía, sem upp hafi flotið sé úr hásctaklefanum, cn liann cr nú fullur af sjó. Áætlað cr, að um 15—20 tonn af olíu liafi lekið úr skipinu. SJÖ HVALIR eru nú á skurdar- planinu í Hvalíirði. Magnúsi D. Ölafssyni verkstjóra sagð- ist svo frá í gær, að olíubrák- in væri allmikil á firöinum og hefði hún valdið þeim tals- verðum óþægindum, því orðið hefði að þvo olíuna af hviil- unum. Ekki sagði hann hættu á þvi að veiðar tefðust af þessum sökum, en vinnslan verður óþægilegri. Þó cr þess að gæta, að ncrðanátt getur rekið olíubrákina út fjörðinn. ÞEGAR ER farið að bera á fugladauöa í Hvalfirði, og er hræðilegt um að litast í fjör- unni þar. Olíufélagiö ætlaði að senda bát til að soga upp svartoliubrákina í firðinum og var ætlunin að gera það í gær. Vonandi heppnast það. NOKKUR ÓVISSA virðist ríkja um það, hver eigi oliu- pramma þennan. Hann hefur verið talinn eign Olíufélags- ins, en skipaskrá Lloyds í London segir cigandann enskt félag. Er Þjóðviljinn spurðist fyrir um þetta atriði hjá Olíufélaginu svaraöi fulltrú- inn, að „félagið ætti skipið hvað allar viðbætur snerti“. F.r við spurðum hver ætti þá skinsskrokkinn sjálfann svar- aði hann „nánast þetta brezka félag.“ Hér er bersýnilega e'tthvert grautarhald á hlut- i'piim og ættí Olíufélagið aö kippa þessu í lag. orðagirnd. Ben Bella hefur kvatt saman þing Þjóðfrelsishreyfingar Serkja til að ræða ágreining for- ystumanna, en hann er aðallega vegna brottvikningar forseta her- ráðs þjóðfrelsis-herins. Þingið mun koma saman innan skamms. Nokkur átök urðu í Oran í dag, en þar féllu 96 menn í götu- bardögum sem OAS stofnaði til t gær en 163 særðust. 75 hinna föllnu voru Serkir en 21 Evr- ópumaður. Mohamed Khieder, fyrrverandi 'ráðherra í stjórn Ben Khedda, gagnrýndi Ben Khedda harðlega í dag á blaðamannafundi i Rabat. Kvað hann forsætisráðherrann og fylgismenn hans brjóta í bága við ákvarðanir byltingarráðs (þings) Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Stjórn Ben Khedda hafi ekki stuðning meirihluta þjóðarinnar. 58 af 68 fulltrúum byltingaráðs- ins styðji hann ekki og sama sé að segia um meirhluta hers Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Békamarkaður um halgina að Þórsgötu 1 Bókamarkaður verður í dag og á morgun (laugardag og sunnu- dag). að Þórsgötu 1. Bókamark- aðurinn Kjölur stendur fyrir bókamarkaðinum og verða þar margvíslegar bækur til sölu við vægu verði. Bókamarkaöurinn verður opinn báða dagana kl. 13.00—22.00. Sjá J augl. á öðrum stað í blaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.