Þjóðviljinn - 11.07.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.07.1962, Blaðsíða 3
Sovétríkin vilja algera afvopnun MOSKVU 10/7 — Krústjoff for- sætisráðhcrra gerdi friðarþing- inu í Moskvu í dag grein fyrir stefnu Sovétríkjanna í afvopn- unarmálunum. Þingið kallaði liann einn af merkari viðburðum okkar tíma. Hann lýsti fyrst hinum gíf- ur'.ega vígbúnaði sem nú ætti sér. stað í iheiminum og nefndi tölur máli sínu til stuðnings. Nú væri svo komið að sprengimátt- ur þeirra vopna sem stórve’.din ættu næmi að sögn sérfræðinga sem samsvarar 250 milljörðum lesta af TNT. Vígbúnaðarútgjöld- in næmq nú á ári hverju 120 milijörðum dollara og einungis NATO-ríkin eyddu mir.jón doll- urum til vígbúnaðar á hverjum tíu mínútum. í (þessu efni hefðu Bandaríkin forystuna. Krústjoff vitnaði í ræðu sem McNamara, landvarnaráðherra Bandaríkjanna flutti ný'.ega, en bar lagðj hann til að gerður yrði samningur um að kjarna- vopnum yrði ekki beitt gegn borgum, heidur aðeins gegn herjum á vígve'.linum. Hann kall- aði ti'.löguna vitfirringslega, þar sem í henni fælist viðurktnning á kjarnastriðinu. Við teljum að gera eigi samning um að koma í eitt skiptj fyrir öll í veg fyrir kjarnastrið, en ekki um það hvernig eigi að heyja siíkt, stríð. Bandaríkjamenn réyna að telja sér trú um að þeir muni sleppa betur við ógnir kjarna- : stríðsins en við. Þeir myndu ] komast að öðru ef til þess kæmi. Það verður að koma í veg fyr- ir styrjöld. Það verður fyrst og fremst að banna kjarnavopnin og eyðileggja aiiar birgðir þeirra, Frsunhald á 10. siðu VERÐUR JON LÖ6GILTUR ? Sförfum gerðardóms frestað Gcrðardómurinn í kjaradcilu síldveiðisjómanna átti að koma sarnan í gær, en störfum hans var frestað vegna vafaatriðis um skipun fulltrúa sjómanna í dóm- inn. Hæstiréttur fær það mál til úrskurðar og er búizt við niður- stöðu innan fárra daga. Auk þeirra fulltrúa, scm Jlæstiréttur skipaði í dóminn og blaðið skýrði frá í gær, ti.lnefndu samtök útvegsmanna Ágúst Flyg- enring úr Hafnarfirði og Sjó- mannasambandið Jón Sigurðsson, fcrmann sinn. En þar sem Sjó- mannasambandið átti einungis rétt á að tilnefna mann að ein- um þriðja hluta á móti Alþýðu- sambandinu og Farmanna- og fiskimannasambandinu, sem hafa neitað að tjncfna sina „þriðj- unga. ‘ í dóniinn Icikur vafi á því, að tilnefning Jóns sé lögmæt. Spuíningin er því, hvcrt Hæsti- réttur Jöggildir „þriðjung“ Sjó- mannasambandsins, eða „ryður dcminn" og tilnefnir nýjan mann. Sfrangt eftirlit með ætt* leiðingu nauðsynlegt Fyrir nokkrum dögunx gat að líta í einu dagblaðanna auglýs- ingu þess efnis, að barnlaus hjón í góðum efnum óski eftir að fá gefins barn. Þjóðviljinn átti tal við fulltrúa Barnavernd- ai-nefiadar í Rcykjavík og spurð- ist fyrir um þetta, hvort Iög- legt sé og hyer rétta leiðin sé fyrir fólk, sém óskar eftir að taka kjörbarn. Það kóm í Ijós, að „rétt leið“ er engin til á ÍS- landi í dag. Það er á alla vitorði, að mik- il eftirspurn er eftir kjörbörn- um og jafnan meiri en fram- boðið. Víða annarsstaðar fer slikt fram undir ströngu eftir- liti og má ne.fna Noreg til dæm- is um það. Hér á landi er hins- vegar ekkert eftirlit með þvi, hvernig fó'..k fær börnin, og enda þótt bannað sé í lögum að taka greiðslu fyrij- kjörbörn, er 'ckkerf .því til ■ fyrifstöðu, að slikfv eigi sér -stað. Eina eftir- litið," 'sem ísien'zk* lög (setja, er það ákvæði laga, að áður en sjá’.f ættleiðingin fæst, skal Dómsmálaráðuneytið afla sem gleggstra upplýsinga um hagi væntanlegs kjörforeldris og kjörbarns og leita umsagnar sóknarprests og barnaverndar- nefndar. Full ástæða virðist til að taka upp strangara eftirlit með ætt- leiðingu en gert er, og væri raunar heppiiegast að fara að dæmi Norðmanna og iáta sér- staka stofnun annast slíkt. Enda þótt íslenzk lög eigi að ö’.lu eðlilegu að tryggja það, að kjör- barn h’.jótj viðunanlegt heimili. mætti eftirlitið að skað'.ausu vera strangara. Einnig er sú hætta jafnan fyrir hendi, að börn séu hrein’.ega seld hæst- bjóðanda en síður farið að mannkostum. Það er þannig eng- in tilvi’.jun, að í áðurn.efndri aug- lýsingu stendur „hjón í góð- um efnum.“ Virkjanlegt vatnsafl ;follnýtt nœstu 50 dr • Sl. sunnudag var haldinn á Akureyri fundur alþingismanna í Norður- og Austur- landskjördæmum og fulltrúa frá bæjar- og sveitafélögum á Norður- og Austurlandi. Var umræðuefni fundarins virkjunarmál og þá einkanlega virkjun Jökulsár á Fjöllum. Ge-stir á fundinum voru Jó- hannes Nordal bankastjóri, Jakob Gíslason raforkumála- stjóri og Eiríkur Briem raf- magnsveitustjóri og fluttu tveir þeir fyrrnefndu fram- söguerindi. Innganga í E.B.E. skilyrði Dr. Jóhannes Nordal ræddi um stóriðju í sambandi við virkjanir hér á landi og kom ,það fram í ræðu hans, að til þess að standast samkeppni við helztu keppinauta okkar á því sviði, Norðmenn, yrð- um við að sækja um inn- göngu i Efnatoagsbandalagið eins og þeir, ef við t.d. hyggð- um á alúmíníumframleiðslu, eins og helzt hefur verið rætt um í sambandi við stóriðju hér. Orkan fullnýtt eftir 50 ár Jakob Gíslason raforku- málastjóri benti á, að stór- virkjun í Þjórsá við Búríell yrði um 25° | ódýrari en virkj- un Dettifoss og einnig mælti ýmislegt fleira með þvi, að hún yrði tekin á undan. Þá lagði Jakob áherzlu á, í sam- bandi við fyrirhugaða stór- iðju hér á landi, að virkjan- legt vatnsafl landsins myndi verða fullnýtt til okkar eigin þarfa eftir 50 ár miðað við að orkuiþörfin tvöfaldaðist á hverjum 10 árum, sem talin er eðlileg aukning. A loknum framsöguræðum var kosin nefnd til þess að semja* ályktun fundarins og áttu sæti í henni Steinn Stef- áns-son skólastjóri Seyðisfirði, Axel Túliníus sýslumaður Eskifirði, Ásgrímur Hart- mannsson bæjarstjóri á Ólafs- firði, Steindór Steindórsson menntaskólakennari Akureyri, Björn Haraldsson bóndi i Austur-Görðum, Hjá’.mar Vilhjálmsson bóndi og Ing- ólfur Árnason rafveitustjóri Akureyri og samdi hún á- lyktunartillögu sem sam- þykkt var einróma. Meðan nefndin var að störfum fóru fram frjálsar umræður sem einnig voru um ályktunartil- lögu nefndarinnar og fyrir- spurnir bornar fram, sem frumntælendur svöruðu. Ályktunin Ályktun fundarins er svo- hljóðandi: „Fundur fulltrúa frá sýslu- nefndum og bæjarstjórnuni af Norður- og Austurlandi, þar sem cinnig eru mættir þingmenn, haldinn á Akureyri 8. júlí 1962, lýsir yfir því, að liann treystir þvi og leggur á það ríka áherzlu, að fram- kvæmdur verði þcgar á þessu ári yfirlýstur vilji alþingis samkvæmt þingsáiyktun 22. marz 1961, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og atliugun á hagnýtingu ork- unnar til framleiðslu á út- flutningsvöru cg úrræða til fjáröflunar í því sambandi. Krefst fundurinn þess, að framkvæmd þingviljans, sem kcmur fram í þingsályktun- artillögunni verði látinn sitja i'yrir undirbúningsathöfnum annai's staðar af sama tagi enda verði ekki tekin ákvörð- un um staðsetningu stórvirkj- unar á landinu fyrr en þess- ar áætlanir eru fullgerðar. Fundurinn leggur ríka á- herzlu á eftirfarandi: — að þjóðinni er rík nauðsyn á því að beizla sem bezt fallvötn landsins til eflingar útflutnings- framleiðslunnar, — að það er hagsmuna- mál þjóðarinnar allrar, að hugsanleg stóriðjuver leiði ekki til enn meira ósam- ræmis í atvinnu- og fram- £ leiðsluaðstöðu einstakra i landshluta heldur verði ■ það til þess aö jafna að- £ stöðu þeirra. Jafnframt tel- ur fundurinn nauðsynlegt, £ að fram fari ýtarleg sér- ; fræðileg athugun á því, hver áhrif slík stórvirkjun £ og stóriðja tengd henni mundi hafa á þróun þeirra atvinnugreina, sem fyrir jj eru í landinu, — að virkjun Jökulsár £ á Fjöllum og bygging iðju- s vcra til hagnýtingar þeirr- ar orku cr í senn hin mik- ilvægasta ráðstöfun til at- vinnu- og framleiðsluaukn- Ingar í Iandinu og miðar að jafnvægi í byggð lands- ins, — að virkjun Jökulsár á Fjöllum mundi jafnframt fullnægja raforkuþörf Norður- og Austurlands og verða ómctanleg Iyftistöng fyrir hvers konar iðnað og framlciðslu, sem þarfnast raforku, — að rannsóknir hafa ó- tvírætt bent til þess, að umrædd virkjun geti veitt raforku til stóriðju á sam- kcppnisfæru verði, — að jafnframt stóriðju kcmur til álita útflutning- ur á raforku byggður á virkjun Jökulsár. Fundurinn skorar á alþingi og rikisstjórn að taka til greina i þcssu stórmáli rök þau, cr fram koma í ályktun þessari. Samhliða heitir fund- urinn á allt fólk á Norður- og Austurlandi að mynda ó- rjúfandi samstöðu í þessu máli og fylgja því fram til sigurs mcð fullri einurð og atorku. Fundurinn ákveður að fela bæjarstjóra Akurcyrar og sjslumanni Þingeyjarsýslu að vinna með undirbúningsnefnd fundarins að framkvæmd þessarar ályktunar. Kostraður af starfi undir- búningsnefndar, þar á meðal sérfræðileg aðstoð, ef mcð þarf, greiðist af sýslu- og bæjarstjórnum í hlutfalli við íbúatölu, enda komi sam- þykki þeirra til“. Erlndi próf. Frisch FJ-amhald af 1. síðu. kvæmilegur fylgifiskur liins ó- upplýsta peningaveldis. ★ Þjóðir sem vilja tryggja hag sinn til frambúðar liljóta að leggja áherzlu á viðskipt- in við þau lönd sem nú eru kölluð vanþróuð, en fyrirsjáan- legt er að þar verður aukning markaða örust. Aðild að Efna- hagsbandalaginu torveldar hics- vegar viðskipti við nýsjálfstæðu ríkin. ★ Hið óupplýsta peningaveldi Efnaliagsbandalágsins er and- snúið þróuninni til aukins fé- lagslegs öryggis og velfcrðar Norðurlanda. scgja að í Efnahagsbandalaginu birtist alþjóðahyggja. Þvert á móti er það vígi þröngsýnn- ar Evrópuhyggju. ★ Málsvarar þýzkrar út- þenslustefrau liyggjast nota Efna- liagsbandalagið hcnni til frani- dráttar. Það er reginmisskiln- ingur að Norðurlönd geti hamlað gegn slíkri óheillaþróun með því |að ráðast undir áraburð Þýzkalands í bandalaginu. Hvert sæti í Hátíðasal Há- skólans var skipað og fóík stóð út úr dyrum þegar' prófessor Fristíh ög frú Astrid gengu í salinn kiukkan hálfnáu í gær- kvöld. Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu, formaður nefndar- innar sem bauð prófessornum! hingað, kynnti gestínn o.g þakk- aði honum komuna. Prófessor Frisch þakkaði boðið um að koma til íslands. Hann,' kvaðst kominn sem fulltrúi frái þjóð til þjóðar. Með 'þjóð ættii hann við íjóra hópa, bændur, fiskimenn, verkamenn ogl' menntamenn. Þessir fjórir hóp- ar gætu ráðið for’.ögum sér- hvers lands, ef þeir væru ár-'. vökulir og fylgdust vel með því sem væri að gerast. Til 'þ.eirWL beindi hann orðum sínum uul, Efnahagsbandalagið. Erindi sitt flutti prófessotf" Friséh mjög skýrt og fjörlega. Áheyrendur tóku má’.i han3 forkunnar vel. Miðvikudagur 11 júlí 1962 — —ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.