Þjóðviljinn - 11.07.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.07.1962, Blaðsíða 12
< verður að falla nœstu 5 órin V/ASHINGTON 10/7 — Bandarískir vísindamenn telja að helrykið frá vetnissprengjunni sem sprengd var í háloftunum yfir Kyrrahafi í gær muni fyrst byrja að falla til jarðar eftir ár, en muni síðan smám saman dreifast um jörðina á fimm árum. Visindamenn um allan heim hafa fordæmt sprenginguna og víða hafa verið haldnir mót- mælafundir. Andstæðingar kjarnavopna efndu þannig á þrið.iudag til sliks fundar í Kaupmannahöfn. Fundurinn hófst fyrir framan bandaríska sendiráðið og reyndu nokkrir fundarmanna að afhenda starfs- mönnum sendiráðsins mótmæla- samþykkt, en þeim var ekki hleypt inn í húsið. Síðan var fundinum haldið áfram á Ráð- hústorginu. valdið almenningi og vísinda- mönnum hverfur ekki þótt Badaríkjamenn telji sig geta grætt á henni. Fordæmd á friðarþingi Margir fulltrúanna á hinu mikla friðarþingi sem nú stend- ur yfir í Moskvu viku að há- loftasprengingunni í ræðum sín- um og voru sammála um að fordæma hana. Pravda segir að með spreng- ingunni hafi Bandaríkjastjórn afhjúpað fjandskap sinn við frið og afvopnun. Vetnissprengingu enn frestað I dag stóð til að sprengja vetn- issprengju rétt yfir Nevadaeyði- möi’k, en sprengingunni var ferstað um sólarhring. Þetta var í þriðja sinn sem sprengingunni var frestað og hefur óheppilegri vindátt jafnan verið borið við. Minningarathöfn NESKAUPSTAÐ 9/7 — í dag fór hér fram minningarathöfn um Hilmar Tómasson, sem tók út af v.b. Hafþóri aðfaranótt hins 28. júní sl. Mikið fjölmenni var við athöfnina. Hilmar Tóm- asson var rúmlega þrítugur að aldri og kvæntur. plÓÐVIUINN Miðvikudagur 11. júlí 1962 — 27. árgangur — 152. tölublað Mikil veiði á Digranesflaki Kolmunni kominn í „demantssíldina“ Raufarhiifn í gærkvöld — Aðalveiðisvæðið var út af Hraunliafnartanga í dag og hafa sjómenn gefið síldinni sem veiðist nafnið „demants- síld“, vegna þess hve hún er feit og falleg og því góð til söltunar. Flotinn, sem áð- ur hélt sig á miðunum á Reyðarfjarðardýpi og Héraðs- flóa streymdi á þessi mið í dag. Eftir kl. 8 í kvöld bár- ust þær fréttir, að kolmunna liefði orðið vart á þessum slóðum og þykir hann hinn mesti vágestur. Einnig var sildin farin að blandast nokk- uð. Munu skipin hafa haldið austur á bóginn aftur af þess- um sökum í kvöld. Þá fréttist að mikil síld væri vaðandi á Digranesflaki út af Vopnafirði. Einn bátur var byrjaður að kasta þar og má búast við, að flotinn haldi þangað. Veður er gott og veiðihorfur því taldar mjög góðar. Gagnrýni brezkra blaða Brezk blöð eru flest þeirrar skoðunar að það hafi verið mis- ráðið af Bandaríkjastjórn að láta gera sprenginguna. Ihaldsblaðið Daily Telcgraph segir þannig að engan veginn sé hægt að fagna henni. Það væri. því að- eins hægt ef mepn gætu gert sér voriir um að hún væri sú síðasta eða þá a.m.k. þeir færu að sjá fvrir endann á kjarnatil- raununum. Guardian lætur einn- íg í ljós ugg út af sprengingunni. Sá kvíði. -sem sprengingin hefur Miði nr. 303 - Ferð á heims- métið Dregið hefur verið i skyndi- happdrætti ÆFR. Vinningurinn, sem er einn farseðill á 8. heims- mót æskunnar í Helsinki dagana 24. júlí til 8. ágúst kom á miða nr. 303. Vinningsins má vitja i skrifstofu ÆFR, Tjarn- argötu 20, opið kh 5—7 — Skor- að er á a!la. sem enn eiga eft- ir að gera, skil fyrir seldum mið- nm að gera það sem allra fyrst. Nozisti slœr á þráðinn: sprengja ar voru um leið og atburðirn-1 ir áttu sér stað. Ekki mun þó öllum hafa íallið jafn vel þessi upprifjun sannleikans, og er þessi upphringing „óþekkta naz- istans“ gliiggur vottur þess. Kópavogsbíó! Undanfarnar vikur hef- ur kvikmyndin Sann- leikurinn um hakakross- inn verið sýnd í Kópa- vogsbíói við góða að- sókn. Fyrir skömmu gerðust þau tíðindi, að maður, sem að sjálf- sögðu lét ekki nafns síns getið, hringdi í bíó- stjórann Gísla Kristj- ánsson og hótaði honum að gprengja Kópavogs- bíó í loft upp, ef ekki væri hætt við sýning- una! Kvikmynd þessi er fræðslu- mynd er sýnir í stórum dráttum sögu nazismans í Þýzkalandi frá upphafi til endaloka. Hafa kvik- myndahússgestir lokið miklu iofsorði á myndina, enda uppi- staða hennar myndir sem tekn- Kvikmyndin hefur gengið í átta vikur. Aðsókn var mjög góð framan af en er nú að heita má lokið. Var ætlunin að taka myndina af dagskrá í dag, og má það verða þeim miinnum nokkur huggun, sem enn kveinka sér umlan þessum hæstarétti staðreyndanna. MOSKVU 10/7 — Varaforsætis- ráðherrar aðildarríkja „COM- ECON'í, efnahagssamvinnustofn- unar sósíalistísku níkjanna, eru komnir til Moskvu. Ráðherrarn- Verkfallsóeirðir í Torino á ftalíu TORINO 10/7. — Miklar ócirð- ir urðu á götum Torino í gær og í dag eftir þriggja daga verk- fall máimiðnaðarmanna í borg- inni. Öll þrjú verkalýðssambönd ftalíu stóöu að verkfallinu, en samband sósíaldemókrata féllst á að hefja sérsamninga við at- vinnurckendur og hleypti það illu blóði í verkfallsmenn sem brutu rúður í skrifstofu sam- bandsins. 50 voru handteknir. Conakry kom í stað Keflavíkur Eins og blaðið skýrði frá á sínum tíma neitaði íslenzka rík- isstjórnin sovézkum langferða- flugvélum á leiðinni Moskvu- Kúbu um leyfi til millilendinga á Keflavíkurflugvelli. 1 gær hófst hins vegar reglulegt áætlunarflug á þessari leið og er ílogið með stærstu íarþegaþotum heims, Tu- 114. Á leiðinni ienda þær í Conakry í Gíneu. Asmundur Sveinsson að stœkka „Sonatorrek" Þeir sem undanfarið hafa átt leið framhjá húsi Asmundar Sveinssonar, myndhöggvara. hafa verið að furða sig á tréverki sem listamaðurinn hefur reist á lóð sinni. Þeir sem hafa gefið þessu nánari gætur hafa tekið eftir því að á palli efst uppi á þessu tré- verki. er höggmvnd. og fyrir neðan hana hefur Ásmund- ★ ★ ★ „Sonatorrek‘‘ — myndin er úr bókinni Ásmundur Sveins- son, sem He’gafell gaf út f.vrir skömmu. ur verið að binda víra og steypa utanum þá. Fréttamaður blaðsins for- vitnaðist frekar um þessar framkvæmdir og kom þá á daginn að höggmyndin upp á pallinum er „Sonatorrek“ sem Ásmundur gerði árið 1948. 80 cm há og steinstevpt. Hann er nú að vinna að stækkun hennar og gerir það á þann hátt. að hann steypir mynd- ina- beint aí augum með hliðsjón af litlu myndinni.. M.yndin á að verða 4ra metra há o" lýkur Ásmundur senni- lega vi<5 hana í haust. Ásmundur er hér að ryðja nýja braut í gerð höggmynda, þar sem venjan er að steypa svo stórar myndir í gifs og síðan er gerð af þeim eir- steypa. Þessi nýja mynd er öll járnbent með holu rúmi og er hún fyrst steypt upp í stærstu dráttum, en síðan verðui’ unnið að íínvinnu. Það þarf ekki að lýsa dugn- aði og vinnugleði Ásmundar. Draumur hans er að sem flestar myndir hans komi fyrir almenningssjónir, stórar og úr varanlegu efrii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.