Þjóðviljinn - 11.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1962, Blaðsíða 4
Fr& Buchenwald tiI Hoheneck Gata þjóðanna í Buchenwald, hluti af minnismerkinu um Evrópu scm þar létu lífið. tugþúsundirnar frá flestum Iöndum / • Ekkert, sem ég hef séð um ævina, hefur snert mig dýpra heldur en að sjá þessa tvo staði og bera þá saman. Milli þeirra er ekki langur vegur, báðir liggja þeir innan takmarka þýzka Alþýðulýðveldis- ins, ekki all langt frá Leipzig, það eru heldur ekki mörg ár á milli þeirra, báðir staðirnir eru fangelsi á 20. öld- inni, en þó er áreiðan- lega ekki ofsagt að á milli þeirra liggi tveir heimar. • Buchenwald tilheyr- ir þeim heimi, þar sem mannleg grimmd hefur komizt á hæst stig, þar sem saklaust fólk var látið sæta hryllilegustu örlögum sökum skoð- ana sinna eða þjóðern- is. Hoheneck er staður, þar sem Þýzka Alþýðu- lýðveldið reynir að hjálpa því ólánssama fólki, sem úrskeiðis hef- ur gengið, til þess að verða nýtir þjóðfélags- borgarar og að standa á eigin fótum. Buchenwald, hve oft hefur maöur ekki hugsað með hryll- jngi um þann stað. Nú er ég á leiðinni þangað. Með mér fer kona frá kvennasamtökum Þýzka ALþýðulýðveldisins. Af ástæðum sem ég kem að seinna nefni ég ekki nafn hennar. Leiðsögukona mín segir mér að í Buchenwald sé jafnan mjög fjölmennt, þangað komi 6endinefndir víðsvegar að úr heiminum allan ársins hring, auk þess komi 4. apríl ár hveri fangar þeir er lifðu fangavist- ina af og haldi þar mót, slíkt mót er einmitt nýafstaðið. Og svo erum við í Buchen- wald. Fyrsta fólkið sem mætir okkur er sendinefnd erlendra stúdenta, og svo lílill er heim- urinn, að þar eru einmitt tveir lslendingar, þau örn Erlends- son og Ásgerður Ágústsdóttir. Stúdentar þessir hafa meðferð- is stóran blómsveig og örn Er- lendsson léggnr hann fyrir hönd þeirra á minnfsmeríð Ernst Thálmann, en hann var einn þeirra sem lét hér lífið, sem kunnugt er. Svo hefst gangan gegn um íangabúðirnar, hvarvetna gap- ir við manni talandi tákn hinna hryllilegu atburða, sem hér hafa gerzt. Við sjáum vagninn, 6em fangarnir voru bundnir við, hengdir upp á höndunum, sem ibundnar höfðu verið saman íyrir aftan bakið. Okkur er eýnt.hvar villidýr voru fóðruð á allskonar góðgæti fyrir fram- an augun á föngunum, sem sultu. Við sjáum líkbrennslu- ofnana, og að lokum safnið af afkiipptu hári kvennanna, einn- ig skó barnanna, sem hér létu lífið. Þá eru hér kylfur, sem fangarnir voru pyntaðir með og einstaka gripir úr höfuðleðri fanganna, svo sem lampaskerm- ar. Einnig segir leiðsögumaður okkar að fangaverðimir hafi stundum þurrkað upp höfuð fanganna og notað þau til skrauts á iborðum sínum. Hér létu 56 iþúsund manns lífið, þó voru þetta ekki aftökubúðir eins og í Póllandi, beldur venju legar vinnufangabúðir. Og allt í einu þoli ég ekki meira. Regnvatnið á götunum finnst mér hafa tekið á sig blóðlit, mér finnst þefurinn af sviðnuðu holdi þeirra sem hér voru brenndir í ofnum enn liggja hér í loftinu og vindur- inn, sem gnauðar hér, ber að eyrum mér kveinstafi, ekki einungis þeirra, sem hér voru 'píndir, "heldur einnig allra þeirra, sem píndir eru í fang- elsum enn þann dag í dag og samtíð okkar ber ábyrgð á. Skómir hérna finnst mér allt í einu ekki einungis vera skór barnanna sem dóu hér fyrir aldur fram, þeir eru allt í einu einnig skór þeirra barna, sem í dag ihrynja niður úr hungri i nýlendum, hálfnýlendum og vanþróuðum löndum víðsvegar um heim. Leiðsögukona mín lítur á mig rannsakandi augnaráði. „Við skulum koma héðan,” seg- ir hún. „Þetta er mjög algengt, ég hef farið hingað með fjöl- mörgum kvennasendinefndum og flestum verður illt, á eftir förum við svo venjulega með þær í kirkju, það hefur ótrú- lega róandi áhrif, tónlistin um, hverfið, þótt þær skilji ekki sjálfa athöfnina.” Fyrir utan fangabúðirnar liggja fjöldagrafirnar, þar sem hvíla 12—14 þús. manns. Þar ihefur verið byggður stór klukkuturn og inni í honum er minnismerki, þar sem lagðir eru blómsveigar. Fyrir framan turninn er minnismerki um^ fangana, sem héðan frelsuðust í apríl 1944, þeir rétta hendur til himins og sverja: „Aldrei framar”. Frá tuminum liggur breiður gangstígur, sem hefur verið nefndur „Vegur þjóð- anna”, út að fjöldagröfunum. Við grafirnar standa margir stöplar og er hver þeirra með stórri skál ofan á og á þar hver þjóð sinn stöpul, Pólland, Frakkland, Holland, Tékkó- slóvakía o.s.frv. les ég á stöpl- unurn. Leiðsögukona mín tjáir mér að á hverju hausti, í september, komi aðstandendur hinna látnu og dvelji ihér hjá gröfum ástvina sinna í hljóðri andagt í 2—3 vikur, þá brenni eldur á hverjum stöpli. Síðan setjumst við inn í mat- söluhús og hvílum okkur. „Hvernig er það með fanga- búðirnar í Belsen, ætli þær séu einnig safn í líkingu við þetta?” spyr ég leiðsögukonu mína. „Já, ég hugsa, að útlendingar geti fengið að sjá þær, svo var a.m.k. fyrir 4 árum, þegar ég átti heima þar skammt frá. Hinsvegar er mjög illa séð, að Þjóðverjar fari að skoða þær, og fyrir tveimur árum komst það upp, að 5 manna sendi- nefnd var á leið hingað til að skoða Buchenwald, hún var öll tekin föst og varpað í fang- elsi.” „Nú, svo þú ert frá Vestur- Þýzkalándi.” „Já, ég flutti hingað fyrir 4 árum. En mest öll fjölskylda mín og allt tengdafólk mitt er fyrir vestan, manninn minn missti ég í stríðinu.” „Hvaða tryggingu hefur mað- ur fyrir því að fangabúðir í líkingu við þessar geti ekki orðið til í Vestur-Þýzkalandi enn þann dag í dag?” Fylgdarkona mín lítur fast á mig. „Enga. Globke er hægri hönd Adenauers, hann bar á- byrgð á öllu þessu sem hér hef- ur gerzt, auðvitaú ’ ásamh:’fÍéjrþ um. Enn fremur er lögreglan í Vestur-Þýzkalandi skipuð mjög mörgum sömu mönnunum og var á 'Hitlerstímunum. Þó hugsa ég ekki, að svona .slæmar fangabúðir finnist í Vestur- Þýzkalandi í dag en eitthvað í þessa átt þó. Ég hef persónu- lega vitneskju um að fólk er látið vinna þar í fangelsum þangað til það hnígur niður af þreytu, og einnig veit ég til að því er misþyrmt, hinsvegar veit ég ekki til skipulagðra pyntinga eins og hér hafa átt sér stað, þó getur það meir en; verið. Þetta máttu hafa eftir mér opiniberlega í heimalandi þínu, en iþá máttu heldur ekki ibirta nafn mitt, maður veit aldrei á hvaða saklausu fólki slíkar upplýsingar geta bitnað. og sem sagt, ég á fjölskyldu fyrir vestan.” „Þú hefur auðvitað samband við fjölskyldu þína.” „Ekki lengur, síðasta bréfið skrifaði mágkona mín mér á s.I. jólum, hún sagði mér m.a. að frímerkið á bréfinu væri fá- gætt og kvaðst setja það á bréf- ið af því að hún vissi að ég safnaði frímerkjum. Nú veit hún vel að ég hef aldrei haft áhuga á frímerkjum, en þetta er gamalt bragð, sem oft var notað á Hitlerstímunum. Ég leysti varlega upp frímerkið, undir því var skrifað: „Skrif- aðu okkur ekki, það getur verið hættulegt fyrir okkur”. Síðan hef ég ekki skrifað og heldur ekki fengið bréf að vestan.” hafa flutzt og skyldfólks fyrir vestan. Það er mikill munun að búa hér eða þar hvað þetta snertir, hér kynntist ég í fyrsta skipti á æfinni réttarfarslegu öryggi, og það tók mig raunar nokkurn tíma að trúa því að svo væri. Hér eru bréf manna ekki opnuð og hér þai'f maður ekki að óttast að lögreglan komi einn góðan veðurdag og setji mann í fangelsi fyrir ein- hver ógætileg orð, sem maður hefur látið falla einhversstað- ar. Sem dæmi vil ég nefna, að hér hafa ekki fengizt ávextir i vetur, deild kvennasamtakanná í Weimar hefur sent stjórnar- völdunum harðorð mótmælí gegn þessu ófremdarástandi, við höfum fengið vinsamlegt svar og ekkert hefur hent okkur. í Vestur-Þýzkalandi mun að vísu ekki hörgull á ávöxtum, en þar er ýmsu öðru ábótavant. Ég er hrædd um að þeim sam- tökum; sem ætluðu sér langra lífdaga væri ekki hollt að. sendá >l'irvöldunum mótmæli.” „Fyrir mér er það eitt afi sjálfsögðustu mannréttindum aði geta sent stjórnarvöldunurrí mótmæli, ef á þarf að halda.’’ Leiðsögukona mín lítur alvar- lega á mig. „Fyrir mér eru allir þessir hlutir dýrmæt rétt- indi, sem ég hef í fyrsta sinn í lífinu kynnzt s.l. 4 ár.” En nú kemur bíllinn. og við kveðjum Buchenwald og förum áleiðis til Weimar, heimkynna Goethes og Schillers. María Þorsteinsdóttir Síldin rösklega 4.500 tunnur hér og líkiegt að söltunin verði enn irrlri yfirstandandi só'.arhríng. Veður er með afbrigðum gott og víða ver- ið að salta, en þó eru hér stöðvar, sem enga síld hafa fengið ennþá. Síldin veiðist austur af Koibeinsey og fer skipum þar fjölgandi. Fréttir hafa stöðugt borizt í dag um skip, sem verið hafa að fá síld. Síldin heíur sem kunn- ugt er verið nefnd ,,silf- ur hafsins", en síldin, sem veiðist við Kolbeinsey, er manna á meðal kölluð gullsíldin til að undirstrika gæði hennar, enda má heita, að hver einasta branda, sem á land berst, sé söltuð. „Eru þá einkabréf fólks opn- uð í Vestur-Þýzkalandi?” „Já, það hefur löngum brunn- ið við að það væri gert, raunar ekki öll bréf, en t.d. bréf, sem fara á milli þeirra, sem hingað f Veiðihorfur eru mjög góðar og vonandi verður saltað meira hér á Siglu- firði næsta sólarhring held- ur en verið hefur undan- farið- Norska þlngið fordæmir kjamorkusprengingar Fyrir skömmu gerði norska þingið samþykkt þar sem það lýsti yfir andstöðu sinni við áframhaldandi kjarnorkutilraun- ir. í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Kjarnorkutilraunir þær er hafnar voru ó nýjan leik eftir stöðvunina 1958 og aukin hætta á enn nýjum tilraunum hafa vakið ólgu og vonbrigði meðal mikils hluta norsku þjóðarinnar. Norska þingið hefur þegar varað við slíkum vopnatilraunum og mun halda áfram að gera það, þar sem þær brjóta alvarlega í bága við sjónarmið mannkynsins sém fordæmir tilraunir með kjarnavopn." Ennfremur segir: „Sá árangur sem nýlega hef- ur náðst með samningavið'ræð- um um alþjóðlega afvopnun undir eftirliti og bann við til- raunum með kjarnavopn hefur vakið von um að unnt væri að komast að gagnkvæmu sam- komulagi 3 þessum efnum. Á þessu stigi geta áframhaldandi kjarnavopnatilraunir orðið þrándur í götu slíks alþjóða- samkomulags." — ÞJÖÐVILJINN — Miövikudagur 11. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.