Þjóðviljinn - 04.08.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 04.08.1962, Page 6
plÚÐVIUINN Ctgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar:'Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. „Forklúðrað44 mál J^andsamband íslenzkra útvegsmanna hefur sent frá sér útreikninga, sem munu vera einstakir í sinni röð. Þar er reiknað út kaup háseta á þeim skipum, sem undanfarið hafa mótmaslt úrskurði gerðardóms varðandi kjör síldveiðisjómanna. Þetta eru ákaflega athyglisverð viðbrögð. Ríkisstjórnin og máfgögn henn- ar hafa ekkj þreytzt á því að hamra á, að gerðardóm- urinn væri „hlutlaus" aðili og því mættu báðir aðilar vel við úrskurð hans una. En hvernig sem á þvi stóð var fulltrúi útgerðarmanna í dómnum fyllilega ánægð- ur með niðurstöður hans og hreyfði engum mótmæl- um. Og þegar sjómenn senda mótmæli gégn úrskurði hins „hlutlausa gerðardóms", rjúka samtök útgerðar- manna upp eins og á þau sé ráðizt og birtá útreikninga um kaup þeirra manna, sem gerast svo djarfir að mótmæla. Þessi vinnubrögð sýna glögglega, að „hlut- leysi“ gerðardómsins var einungis til í orði, eins og Þjóðviljinn benti á strax við skipun hans. Útgerðar- menn höfðiu þar töglin og hagldirnar. • • lafnvel Alþýðublaðið hnéyikslast í gær á ósvífni LÍÚ- " manna, sem eru þó sérstakir skjólstæðingar sjévar- útvegsmálaráðherra, Emils Jonssonar, í þessu máli. Leiðarahöfundur blaðsins gerist meira að segja svo dreissugur í garð LÍÚ að láta eftirfarandi á þrykk út ganga: „Útgerðarmenn hafa forklúðrað þessu máli óskaplega, eins og bezt má sjá af því, að tvenns konar kjör skuli vera á flotanum“. Já, það er sannarlega von að manninum blöskri slík „forklúðrun11. En það er kannski ekki úr vegi að rifja það aðeins upp fyrir Aliþýðublaðið, hver á sök á því „að tvennskonar kjör slkuli vera á flotanum“. • • igf I R itstjóri Alþýðublaðsins þarf ekki afthað en líta í sitt eigið málgagn frá 26. júní s.l. en þar eru eftir- farandi ummæli höfð eftir Jóni Sigurðssyni, formanni ' 'A Sjómannasambandsins: . . sagði (Jónj,fnnskot Þjóðv.) að þetta væru harkalegri aðfarir en áðurí líkum til- fellum. Sagði hann að er bráðabirgðá^g iféfðu verið sett, þá hefði verið venja.n að framíefi^ja óbreytta samninga, en með þessum lögum hefði samningsréttur sjómanna verið að engu gerður“. Vegna setningar þessara bráðabirgðalaga eru nú tvenns konar kjör á bátaiflotanum. Og maðurinn sem „forkíúðraði þessu máli“ svona herfilega er sjálfur formaður Alþýðu- flokksins, Emil Jónsson, sjávarútvégsmálaráðherra. Framlkoma útgerðarmanna gagnvart sjómönnum verð- ur ekki varin með neinum skynsamlegum rökum. En þó tók fyrst út yfir allan þjófabálk, þegar formaður AIþýðu0okksins gekk í lið með þeim , til þess að ^ryggja að árásir þeirra á sjómannastéttina næðu fram að ganga. LÍÚ skal bent á það, að ekki -yæri úr vegi að það reiknaði einnig nákvæmlega ut hlut útgerðarmanns- ins, næst þegar það sendir frá sér þtÞéikninga um hlut háseta á einstökum skipum. Og 1-itstjóra Alþýðublaðs- ins skal bent á að kynna sér framkomu formanns Al- þýðuflokksins gagnvart sjómönnum undanfarið, áður en hann skrifar næsta leiðara um kjör sjómanna. ■ — b. ísland d næg verkefni fyrir alla sina ndttúrufrœðinga Prófessor Áskell Löve í heim- sókn, hann lítur inn. á Þjóð- viljann að beiðni minni síðasta daginn á íslandi, dök'kbrenndur af sól og tekinn að grána á hár, maður á fimmtugsaldri, prófessor í grasafræði við há- skóla í Kanada, víðkunnur nátt- úrufræðingur og höfundur margra vísindarita og ritgerða. Og með sama glampann af gáf- um og þrjózku í au.gu.m sem enn eru ung ©g snör eins og þegar við kynntumst fyrst í Menntaskólanum í Reykjavík, fyrir mörgum, mörgum ár- um. — Hvað hefurðu verið lengi í Kanada og hvað heitir starf- ið? — Ég fór 1951 t'l Kanada og varð þá aðstoðárprófessor eða „associate professor“ eins og það er kallað, í grasafræði við Winnipegháskóla, og var þar til 1956. Þá flutti ég til Montreal, og þar erum við bæði, Doris kona mín og ég háskólakenn- arar eða „full professors“ eins og það heitir, við franska há- skólann, en auk hans eru tveir enskir háskólar í Montreal. Engin kennsluskylda fylgir þó embættum okkar, en við meg- um kenna undir doktorspróf, og gerum það. Menn sem eru að búa sig undir doktorspróf koma til okkar eitt ár eða tvö. Einn nemandi okkar núna t.d. er kcna sem á að taka við prófessorsstöðu í grasafræði við háskólann í Kraká, Póllandi, nú í vetur. matik, sem mætti kannski nefna á íslenzku kerfisfræði með tilliti til þróunarfræði. Við sem vinnum á því sviði höfum félagsskap með okkur, Inter- national Organisation of Bio- systematists, alþjóðasaimtök þró- unarkerfisfræðinga. Sá félags- skapu.r gengst fyrir alþjóða- fundum hér og þar, nýlega í Kau.pmannahöfn og Neuchatel í Sviss. Nú í byrjun október ■verður einn slíkur fundur í Mont- real, svipuð ráðstefna og hér var í sumar en meira sérhæfð. Sá fundur lendir mest á mér hvað skipulagningu snertir, því ég er sem stendur forseti þessa félagsskapar. — Hvert er þá aðalstarfið, auk kennslunnar? — Rannsóknir, og það alger- lega frjálsar rannsóknir, aðal- lega á sviði þróunarfræði og jurtalandafræði og svo auðvitað kerfisfræði í sambandi við það. í rannsóknunum höfum við lagt aðaláherzlu á þróun jurta- ríkisins á norðurhvelinu, nán- ar tiltekið í austurhluta Norð- ur-Ameríku ©g vesturhluta Evr- ópu, og í heimskautalöndunum. Okkar stúdentar hafa flestir unnið meira og minna að rann- sóknu.m á þessum sviðum. Tveir þeirra eru hér með okkur, báð- ir franskir Kanadamenn, báðir að búa sig undir doktorsritgerð, annar um bláklukku.r, hinn um fjallagróður í Austur-Kanada. Hér er líka Svíi með okkur á, leið vestur, sem er að skrifa doktorsritgerð um vingla á norðurhveli, cg mu.n verja b.ana í Lundi. Hann hefur líka verið með mér á Spáni í vor og sum- ar. Enn einn nemandi er að fara vestur á næstunni, Breti sem við höfum sameiginlega með Cambridge, en Cambridge- 'háskóli gerir annars ekki mik- ið að því að taka gi.lt nám frá öðru.m háskólu.m. Sá er að rannsaka gu.Umúrur. Tveir nemendur okkar hafa verið að rannsaka hveiti og sögu hveitis- ins. Hafa þeir hvor um sig leyst úr vissum vandamálum varðandi það 'hvaðan hveitið er komið og hvernig það myndast. Allt þetta heyrir til bíósyste- — Hvað geturðu sagt mér í fáum orðum um stóru bókina ykkar úm litþráðatölur evr- ópskra jurta? — 1 sambandi við rannsóknir okkar hjónanna á evrópskum jurtum gáfum við út 1948 hér 'heima lista yfir litþráðatölur jurta á Norðurlöndum. At- vinnudeildin var útgefandinn. Strax á eftir tókum við að vinna að stærri bók um svipað efni, litþráðatölur og kerfisfræði jurta í Norður-, Mið- og Vest- ur-Evrópu. Því verki var ekki lokið fyrr en í fyrra, og var þá orðið rit um 600 bls., hand- bók um þær æðri jurtir sem til eru á þessu svæði og þeirra klassifikasjónir. Við áttum sam- vinnu við fjölda fólks í Evrópu og Ameríku um þetta rit. Og iþað í allri Evrópu, ek'ki bara Vestur-Evrópu. Og grasafræði er á hærra stigi í Sovétríkjun- um og öðrum Austur-Evrópu- ríkjum en í Vestur-Evrópu, að Svíþjóð einni undanskilinni. Við unnum þetta verk okkar í samráði við útgefendur nýju Evrópu-flórunnar sem verið er að búa u.ndir prentun, og ná á yrir allt jurtaríki Evrópu frá Úralfjöllu.m vestur til íslands. Það er Linnaean-Society í Lcndon sem kostar útgáfu þess mikla verks. Ég er þar í útgáfu- nefndinni vegna litþráðatalanna aðallega og takmarkana teg- undanna. En fyrir Island er í útgáfunefndinni Ingimar Ósk- arsson. Prófessor Askell Löve kom alla leið frá írak. Við fórum í ferðalög, ekki langt frá Praíha, þá þrjá daga upp í Risafjöll. Þarna voru góðir fu.ndir, þrjá heila daga, fram- söguræður og umræður. Yngri tékknesku grasafræðingarnir eru mjög fært fólk, en eiga í erfiðleikum með alþjóðleg sam- bönd, kvarta um skriffinnsku sem trufli ferðalög vísinda- mannanna meira að segja milli Austur-Evrópulandanna. — Hvernig þótti þér ráð- stefnan hér í Reykjavík' takast? — Hún tókst vel, ekki sízt þátttaka Islendinganná, 'þeir gerðu allt mjög vel sem þeir gerðu, og stóðu fyllilega á spcrði erlendu vísindamönnun- u.m. Og það þótt þeir búi enn við sömu lélegu aðstæðurnar og áður, skort á bókum, tækjum, farartækjum og einföldystu á- höldum. En ráðstefnan hefur á- reiðanlega vakið athygli er- lendra vísindamanna á Jslandi, sem getur orðið ’okkur mikils virði, því það var úrvalsfólk, sem ráðstefnuna sótti. af öllu miklu betri laun svo þeir þurfi ekki að verja veru- legum hluta starfsdags síns til unglingakennslu, við eigum vís- indamenn í fremstu röð í sín- um greinum náttúruvísinda, en einnig þeir verða að slíta sér út á kennslu. Brýn þörf er á raunvísinda- deild við Háskóla Islands, henni þarf að koma upp eins fljótt og kostur er. Hún þyrfti ekki að vera stór í sniðum strax, vel mætti byrja með kennslu fyrir kennara æðri skólanna, líkt og BA-deildin nú; og byggja svo smám sam- an ofan á hana æðri menntun- arstig. —' Hvað telurðu helzt skorta á aðbúnað íslenzkra náttúru- fræðinga? — Þeir verða að fá betri að- stöðu til rannsókna að öllu leyti, betri áhöld, bókakost, farartáeki. og þó líklega fremst — Tími.nn flýgu.r og þú á föru.m. Hvað geturðu sagt mér um fjölskylduna? — Við eigum bara tvær stelp- ur, 21 árs og 16 ára. Sú eldri er. að fara til Kaliforníu að gifta sig sænsk-amerískum manni, sú yngri er í skóla enn. — Og hvenær kemu.rðu al- kominn heim? — Það má fjandinn vita! Og þó — það sem við erum að gera þarna vestra gætum við gert hvar sem væri ef við hefðum • rannsóknartækin, aðstoðarmenn, bókakost, möguleika á ferða- lögum. Við höfum þarna í Montreal að vísu mjög góð skilyrði, að mega vinna að vís- indarannsóknum alveg eftir lokkar höfði. En það er samt hryggilegt að íslenzkir náttúru- fræðingar skuli ílendast erlend- is, eins og nú er að verða um allmarga þeirra. Hér eru sann- arlega nóg verkefni fyrir alla íslenzka náttúru.fræðinga, meiri verkefni óleyst en víðasthvar annars staðar. Náttúrufræði.ng- arnir sem heima hafa verið hafa unnið þrekvirki, en landið er stórt og lega þess færir margs konar vandamál upp í fangið á náttúrufræðingnum, sem garnan er og gagnlegt að glíma við. Og samtalsstund okkar er lið- in, hraðfleyg, á síðasta degi Ás- kels á Islandi að þessu sinni og þó enn hafi ekki verið minnzt nema á fæst af því sem gaman væri að ræða við þennan Reykjavíkurdreng, einn þeirra sem kom úr sárustu fátækt og brauzt til mennta, og hefur nú skapað sér aðstöðu til þess vís- indastarfs sem hann þráði, — iþá er ekki um annað að gera en kveðja og óska honum cg konu hans góðs gengis — og Islandi þess að það fái að njóta þekkingar þeirra hjónanna og starfs — þó síðar verði. S. G. — Þú ert oft á ferðinni í Evr- ópu? — Já, frá 1954 hef ég farið þetta tvisvar þrisvar á ári til Evrópu í sambandi við alþjóð- lega fundi og rannsóknir og rit. Ég var að koma frá Tékkó- slóvakíu í sumar þegar ég kom hingað. Tékkneska akademían hélt upp á 50 ára afmæli tékk- neska grasafræðifélagsins og hafði boðið fólki víða að, frem- ur fáu.m þó að vestan, tveimu.r Brétu.m, mér éinum frá Amer- íku, tveimur frá Vestur-Þýzka- landi, tveir komu frá Sovét- ríkjunum, einir 70 frá Póllandi, nokkrir frá Ungvérjalandi, A- Þýzkalandi og víðár að, einn amenn Strau.ss, stríðsmálaráðherra V- Þýzkalands, hélt nýlega' mikla stríðsæsingaræðu í útvárpið í Bayern. Sagði hann meðfil ann- ars, að allt Natósvæðið, 'allt til marka Austur-Þýzkalandsi skyldi vera „atóm-varið“. Þess’ vegna er nauðsynlegt, sagði hann, að vestur4þýzki herinn fái 'kjarna- vopn ti.l umráða. Einkum þótti stríðsráðherranu.m „minniháttar kjarnavopn" æskileg. — Það ér útilokað aði standa útan við tækniþróuniha, og mannkynið verður að venja sig við sambýlið við kjarnorku- sprengjuna, sagði ráðherrann. Strauss hlaut þegar stuðning frá Kliesing, hernaðarsérfræð- ingi Adenauers-flokksins. Hann lýsti: því yfir að koma þyrfti fyrir kjarnavopnum meðfram gjörvöllum landamærum Austur- Þýzkalands og Tékkóslóvakíu. — Krafðist hann þess að kjarnorku- væðingu vesturþýzka hersins yrði hraðað eins og mögulegt væri. Síldarverksmiðjan isfirði er tekin til Nýja síldarverksmiðjan á Seyðisfirði er tekin til starfa og hefur vinnsl- an gengið vel það sem af er. í gærmorgun voru allar þrær verk- smiðjunnar fullar, en þær taka yfir 20 þúsund mál síldar samtals. Fréttaritari Þjóðviljans á Seyðisfirði leit sem snöggvast inn í nýju sáldarverksmiðjuna sl. miðvikudagsk'völd. Þá voru iðnaðarmenn að leg.gja síðustu hönd á ver.k ,sitt og var ver- ið að kanna og reyna vélasam- stæður verksmiðjunnar. Mynd- írnar voru teknar við það tæikifæri. IFréttamaðurinn hitti fyrst • fyrir Kristján Þórðarson, sem stóð við suðukarið. Kristj- án hefur unnið við íallar þrjár síldarverksmiðjurnar, sem ver- ið hafa á þessum sama stað á Seyðisfirði, og stjórnað bæði pressum og suðukörum, enda vel reyndur í starfinu. 2Ingvi Sigvaldason, starfs • maður Vélsmiðjunnar Stál, sást tróna hátt uppi undir rjáfri við rafsuðuvinnu. Ham- aðist hann við að ljúka bygg- ingunríi., ásamt fleirum iðnað- armönnum. 3Formaður Verkakvennafé- • lagsins Brynju, Ágústa Ásgeirsdóttir, stóð við pokun- arvélina og saumjaði pokana saman eftir að vogin hafði lok. ið sínu starfi. 4Við síldarverksmiðjuna • vinna nokkrar stúlkur og liittum við meðal armarra Margréti Þorsteinsdóttur, eina af forystukonum í Verka- kvennafélaginu Brynju. Hún stóð við gufuspúandi skilvind- Ljósmyndir: Gísii Sigurðsson 6) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. ágúst 1962 Laugardagur 4. ágúst 1962 ÞJÓÐVILJINN (7.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.