Þjóðviljinn - 04.08.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.08.1962, Blaðsíða 12
«.! IMÓÐVIUINN s>----------------- Laugardagur 4. ágúst 1962 — 27. árgangúr — 173. tölublað. Mesta umferðarhelgi drsins fer nú í hond Engln afsikiin fyrir íslenzkan slóðaskap Þjóðviljanum barzt í gær plagg frá sildarútvegsnefnd og segir þar m.a.: „Sendiráð Islands í Oslo hef- ir staðfest, að Norðmönnum hafi hvorki í ár né í fyrra tek- izt að seija neina saltsítd til Sovétríkjanna og er þetta stað- fest skv. öðrum áreiðanlegum heimildum. Fregnir, sem birtar hafa ver- ið opinberlega um að Norðmenn hafi í ár og undanfarin ár selt 350 þúsund ,tunnur saltsíldar til Sovétríkjanna árlega, eru því gripnar úr lausu lofti. Út af fregn sem er eftir Arbeid- erbladet í Bergen, þann 28. júlí, þar sem talað er um „æpandi skort á saltsíld í Noregi“, hefir Síldarútvegsinefnd fengið stað- fest frá formanni samtaka síld- arútflytjenda í Noreg-i, að fregn- in í Arbeiderbladet sé algjörlega villandi (total misvisende) og að Norðmenn geri ráð fyrir að geta saltað uppí gerða samninga" Hafi það verið byggt ,á röng- um upplýsingum að Rússar hafi keypt sattsíld af Norðmönnum Þórsmerkur- ferð ÆFR Farið vcrður í Þórsmörk kl. 2 í dag frá Tjarnargötu 20. Fclag- ar mætið stundvM'.cga við Tjarn- argötuna. Fcrðanefnd. í ár og í fyrra eins og áður, er skylt að hafa það sem sann- ara reynisý En um líkurnar á skorti á saitsíld í Noregi i sum- ar gæti hugsazt að óvarlegt væri að taka orð „formanns samtaika síldarútflytjenda" sem áreiðanlega heimi'.d. Ilins vegar þarf síldarútvcgs- nefnd eða nxeirihluti hennar ckki að halda að leiðréttingar urn viðskipti Norðmanna og Kússa afsaki trassaskap og sleifarlag íslenzkra stjóníarvalda á síldar- sölumálunum né framleiðslu- bannið. I>ar hefur verið haldið svo á málum að meira að segja stjórnarblaðið Vísir liefur átal- ið liarðlega ráðsmennskuna. Samvinnæ á msSli kirkna Englands og Sovétríkjanna MOSKVU 3 8 — Þeir Alexi, patriarki rétttrúnaðarkirkjunnar, og dr. Michael Ramsay, erkibisk- up af Kantaraborg og yfirmaður snsku biskupakirkjunnar, hafa gert með sér samning um sam- idnnu rnilli kirkna sinna. Sett verður á laggirnar nefnd guð- træðinga frá báðum kirkjunum. Ramsay flaug til London í kvöld, en hafði áður verið sæmdur heiðursdoktorstitli við guðfræði- háskólann í Moskvu. f tjaldbúðum skótanna Þessi reykvíski piltur er meðal þátttakcnda í landsmóti skáta á Þingvöllum og blæs væntanlega kröftuglega í lúðurinn í dag, því að síðdegis taka skátarnir á móti op- inberum gestum í tjaldbúðum sínum á mótssvæðinu. Með- al gestanna verður forseti Islands, verndári skátahreyf- ingarinnar. Hópsýningar verða og verðlaun afhent fyrir flokkakeppni ársins. Gestirnir munu skoða tjaldbúðirnar. (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). Verzlunarmannahelgin, sú sem í hönd fer, verður mesta umferðarhelgi í sögu landsins, sögöu forráöamenn Félags íslenzkra bifreiöaeigenda og Bindindisfélags öku- manna á fundi með blaðamönnum í gær, er þeir skýröu frá þjónustu þeirri sem félögin hafa samvinnu um aö veita á vegum úti um helgina. Frá vegaþjónustu þessari er nánar greint á öðrum stað í blaðinu, en hér verður getið nokkurra staðreynda sem fram komu á blaðamannafundinum. Frá því um áramót hafa verið íluttir til landsins næstum 2000 bílar og mun bíiafjöldinn í land- inu vera kominn yfir 25000. Nú munu margir segja að þessar 2000 bifreiðar, sem íluttar hafa verið til landsins nýlega, þurfi ekki. á mi.killi viðgerð að halda, t"n það má ekki gleyma því að i landinu eru um 23000 bifreið- i:.\ sem eru einu ári e'dri en í fvrra og þarfnast allar vaxandi viöhalds. Og þar við bætist að erfðlei.kár við að fá bifreiðar laglærðar á veikstæðum í tæka tíð hafa sennilega aidrei verið meiri en nú. Með tilliti til þessa, h; fa F I.B. og B F.ö. iagt áherzlu é að hafa viðgerðarþjónustuna sem víðtækasta um þessa mestu umferðarhelgi sumarsins. Sumum mun máski íinnast að þjónustan sé ekki nægilega dreifð um land- ið, en þess ber að gæta að á því svæði, sem þjónustan er, eru 3/5 allra bifreiða landsmanna eða rúmlega 15000 bifreiðir. Vaxandi umferð þýðir að jafn- aði aukna slysahættu. Þess vegna eru það tilmæli F.l.B. og B.F.Ö. að bifreiðastjórar gæti fyllstu varúðar og tillitssemi í akstri og alveg sérstaklega þar sem mikil þröng bifreiða kann að safnast á vissan vegakafla Bílstjórar! Virðið siðareglur veg- 'anna, sýnið tillitssemi og að- gæzlu og mfyllstu varkárni í hví- vetna. Með öruggum og ábyrgum okstri, getið þið í sumum tilvik- | um forðað slysum og jafnvel , bjargað mannslífum og það líf Igetur verið ykkar eigið. r ALASUNDI 3 8 — Allabrögð á síldveiðunum við Island haí'a aft- ur glæðst eftir að vcður hafði hamlað veiðum i nokkra daga. Um 30.000 hcktólítrar .-.f bræðslu- síld cru nú á lcið til Noregs. Sildin heldur sig nú mest i námunda við Grímsey og góðar veiðihoríur eru næstu daga. Bú- ist er við að bræðslusíldarveiðin muni standa enn í þrjár vikur, og vertíðin því verða nokkuð iengri en í íyrra. Síldarverksmiðjurnar á norð- vesturströnd Noregs hafa yfrið nóg að gera, þótt lítið hafi boi'izt af síld undanfarna daga. þar sem pær höfðu allmiklar birgðir fyrir Sýklastriðsfræðingur léif úr svartadauða LONDON 3/8 — Brezkur vísindamaður, Geoffrey Bacon, sem vann að rannsóknum varðandi sýklahernað, lézt á miðvikudaginn úr lungnapest eða öðru nafni svartadauða, segir í tilkynningu frá brezka landvarna- ráðuneytinu. Lnngnapest er sóttnæmasta og bannvænasta tegund kýlapestar þeirrar sem geisaði i Evrópu á miðöld- um og gekk undir nafninu svartidauði. Hún dregur menn oftast til dauða á fjórða eða firnmta degi. Um fjörutíu manns sem Bacon hafði umgengizt síð- ustu daga hafa verið sett í sóttkví, m.a. eiginkona hans, tvær dætur hans og 30 starísmenn Odstock- spítalans í Salisbury, þar sem hann lézt. Bacon vann í leynirannsóknarstöð brezka land- varnaráðuneytisins við Proton, um 8 km frá Sal- isbury.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.