Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 3
★ UMBOÐSMENN hins tlanska fyr- irtækis timburverzlunin Völ- undur h.f. sýndu b'aðamönnum og fleiri gestum kranana í gær. Banskir sérfræðingar frá vcrk- smiðjunni sýndu þvernig einn kraninn vinnur, en það var sá minnsti K—125 og cr hann við nýja íþróttahúsið í Laugardal. Þá er annar krani við Ljós- heima 18. Sá er allmiklu stærri og heitir K—30. Hann er svo- kallaður klifurkrani og hægt er að hæklca, hann eftir því, sem húsið hækkar. Stærsti kraninn er við Kaplaskjólsveg. Hann er með 30 metra löngum armi cg hæðin er 22 metrar undir arm. gerð EKKI ER nckkur vafi á því að mi.kið hagræði er af þessum krönum, því notagildi þeirra og mögi) eikar cru miklir að því er bezt verður séð. Víðast hvar er- lendis eru svipaðir kranar not- aöir viö húsasmíöi og gefast vel. Má því ætla að kranar þessir eigi framtíð fyrir sér hér á landi. SíldveiSin Síldin ónetjast svo að veldur erf- iðleikum miklum MEÐAL þeirra nýjunga, sem alltaf eru að koma fram í bygg- ingaiönaðinum, eru stálmót og kranar með löngum láréttum armi, sem teygir sig inn yfir byggingarflötinn. Þrír slíkir kranar eru nú í nctkun hér í Rcykjavík. Þeir eru frá dönsku fyrirtæki F. B. Kröll í Kaup- m.ann.ab.öfn, sem hefur f.agt sér- staka áherzlu á framieiðslu hentugra krana og stálmóta í þessu augnamiði. Kranar og stáfmót af siýrri Seyðisfiröi, 8 8 — Bátarnir fóru út í nótt og morgun og hafa haldið sig mest 23—40 sjómílur út af Glettingi og Bjarnarey. Hafa þeir yfirleitt lent í smá- síld og margir átt í erfiðleikum, þar sem svo mjög hefur áþetjast hjá þeim, sem ekki hafa smá- síldarnót. Einn bátur, Hagbarð- ur frá IHúsavík, sprengdi nótina á þessu og annar, Haraldur frá Akranesi, kom hingað inn með svo illa ánetjaða nót, að hann þurfti aðstoð við úrhristing. ör- fáir bátar hafa fengið sæmilega síld en þeir ha£a ekki komið hingað. Eitthvað hefur einnig borið á kolmunna. Vonir standa til, að smásíldin sé að ganga inn á firðina og j hreinsi sig frá stóru síldinni, svo að næstu daga fáist góð síld. Margir bátar eru að skipta um nætur, þeir sem eiga smásíldar- nætur. Ein 5 síldarflutningaskip bíða hér lestunar og þróarpláss er hér ml.kið til laust og hefur bræðsl- an gengið vel. Gitur steyptar Akranesi — Hér á Akranesi er nú' unnið að því að steinsteypa Skagabrautina. Var byrjað á undirbúningi verksins rétt fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í maí s.l. Nú um síðustu helgi var byrjað að vinna við hluta af Suðurgötunni og Silfurtorg og búa undir steypu. 29 útlcndingar sitja ráðstefnu fulltrúa frá höfuðborgum allra Ncrðurlandanna scm sett verður árdegis í dag hér í Reykjavík. Á ráðstefnu þessari, sem 24 íslendingar eiga sæti á auk út- lendu fulltrúanna, verða í- þróttamál og útilíí til umræðu. Einkum verður rætt um aðstcð bæjarfélaga við íþróttasamtökin 'ög íþróttamál almennt, byggingu íþróttamannvirkja o.fl. I. Ráðstefnur sem þessar ery : haldnar þriðja hvert ár, til skipt- is í höfuðborgum Norðurland- anna — nú í íyrsta skipti hér í Reykjavík. Geir I-Iallgrímsson borgarstjóri mun setja ráðstefnuna í Haga- skóla klukkan 10.30 árdegis í dag. Krani af gerðinni K-125, sem notaður er við smíði íþrótta- og sýningarhússins í Laugardal. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). II |l I |1.......T (HÍ| 1 m§! M Mpg llflll ■ : ' ' ' ■ •■■' ■■■• Byggingamenn að störfum við nýbýgginguna í Ljósheimum 18. I baksýn sést kraninn sem i notaður er vi ð hússmiðina. — ÞJÓÐVILJINN — (3 , Föstudagur 10. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.