Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 4
f.Þýzka efnahagsundrið" Theotlore H. White um Schlieker. Hann var oröinn eigandi tíu stóriðntyrirtækja og margra smærri. Þúsundir manna störíuöu í fyrirtækjum hans, m.a. 400 í skipasmíðastöð hans í Hamborg. En í síðustu viku gat auðjöfurinn ekki greitt veikamönnunum laun sakir blankheita. Grundvöllurinn var allt í einu hruninn undan efnahagsundri hans. Fyrir- tæki hans Veltu árlega um 800 .púlljónum marka. En-riú get- l'.r Schliekor hvergi fengið •Ítí.nuð 100 milljón mörk til að greiða brýnustu skuldir sin- ar. Bankar og aðrar fjármála- stofnanir hafa fyrir löngu fengið óbeit á þessum ósvífna athafnamanni og sameinazt um að loka öllum útgöngu- leiðu.m fyrir honum. Ríkis- stjórnin, sem veitt hafði hon- um ábyrgð og hlaðið undir hann á margán hátt, neitaði nú ailri úrlausn nema bank- arnir vildu hjálpa líka. Trúnarðarmaður Hitlers í heimsstyrjöldinni gerði Hitler Schlieker að yfirmanni alirar stálframleiðslu í Þriðja ríkinu og á öllu.m svæðum sem nazistar höfðu hernumið. Schlieker var þá aðeins 28 ára gamall, og hafði fengið á sig orð íyrir dugnað og harðfylgi sem sölumaður í stáliðnaðin- um. Þegar veldi nazista hru.ndi til grunna, gerðu brezku hernámsyfirvöldin hann að ráðgefandi forstjóra yfir öllu Ruhr-héraði. En verkamenn og aðrir íbúar í Ruhr ákærðu Schlieker fyrir naz;sma. Varð hann að láta af embætti, cg var stefnt fyrir rétt til málamynda. Létu Bretar hann síðan lausan árið 1948, gáfu honum 750 dollara og gamlan vörubíl. Byrjaði með brotajárn Schlieker fór þá að braska með brotajárn og auðgaðist brátt, enda naut hann beinnar og óbeinnar aðstoðar her- námsyfirvaldanna í Þýzka- landi. Kóreustyrjöldin varð síðan vatn á myllu Schliekers en þá gerði hann mikla verzl- u.n við Bandaríkjamenn. Þetta leiddi til þess að Schlieker gerðst einn auðugasti og valdamesti stálframleiðandi í Ruhr. Hann t' ?gði sér íbúð- arhöll í grennd við Dússel- dorf og barst mikið á. Schlieker græddi mi.lljónir marka árlega á stáliðnaðar- fyrirtækjum sínu.m. En hnnn hann sældist eftir meiri gróða og fleiri fyrirtækjum. Hann ásetti sér aö koma á fót stærstu og nýtízkulegustu skipasmíðastöð í Þýzkalandi. Með aðstoð héraðsstjórnar- innar í Hamborg lét, hann byggja Schlieker-skipasmíða- stöðina með stærstu þurrkví í Evrópu og fu.llkcmnasta út- búnaði. Jafnframt fékk hann sér nýja, íburðarmikla íbúðar- höll við Elbu-ósa. Skömmu eftit að skipasmíðastöðin tók til starfa minnkaði stórlega eftirspurn eftir nýjum skipum enda var þá búið að fylla upp í það skarð, sem orsakaðist af skiptöpum í heimsstyrjöldinni. Hann tók að bjóða skipasmíö- ar undir kostnaðarverði. Stöð- ugt var varið fé af gróða stál- Framhald á bls. 10. Eitt af eftirlætisbörnum hins svokallaða ,,þýzka efnahagsundurs" hefur nú fengið að kenna á afleiðingum hins óírygga og tilviljun- arkennda hagkerfis. Ljóminn af framleiðsluvel- gengni og söluaukningu þýzka iðnaðarins und- anfarin ár er að dvína. Samdráttur og kreppu- fyrirbrigði bregða skuggum á iðnaðarlíf Vest- ur-Þýzkalands. „Efnahagsundursdrengur” (Wirt- schaftsv/underknabe) númer eitt” var Willy H. Schlieker kallaður í Vestur-Þýzkalandi. Nú er hann orðinn gjaldþrota og öll sund lokuð fyrir honum. Willy Schli.eker er einn af hinum éprúttnu cg harðsvír- uðu kau.psýslumönnum, sem tókst að koma scr v<t fyrir í efnahagslífi Vestur-Þýzka- lands efíir heimsstyrjöldina, en áður hafði hann gegnt háu embæíti fyrir nazistastjórn fíitiers. Schliéker fæddist í fátækrahvérfum Hamborgar fyrir 48 árum. Hann naut lft- illar menntunar. Eigi að síður kcmst hann brátt í góða stöðu í stáliðnaðinuin í Ruhr. Hann sveifst einskis til að koma ár sinni vel fyrir borð. Harð- fylgi og metoröagirnd hans var við brugðið. „Saga hans er saga Þýzkalands", skrifaði LOKUÐ SKIPASMÍBASTÖE'. Schliekcr-skipasmíðastöðin í Hamborg var sú fullkomnasta í Evrópu. Nú er Schiieker farinn á hausinn og skipasmíðastöðin cr lokuð. En aðeins tveim dögum síðar varð að loka annarri skipasmíðastöð í Hamborg vegna gjaldþrots. Það er Hanseatisehe Werft, þar sem 500 manns höfðu atvinnu, cn hjá Schlieker 4000. Hanseat- ische Werft smíðaði aðallega ferjur og strandferðaskip, en Schlieker istærstu hafskip sem srníðuð hafa verið. Myndin sýnir hluta af Schiieker-skipasmíðastöðinni. I norðvesturhverfi Leipzig- borgar er barnaheimilið í Gráfestrasse 27. — Dauerheim iúr Kleinkinder — dvalarheim- ili fyrir smábörn, stendur þar á dyrunum. Leið mín er oft búin að liggja á þetta heimili, ég er orðin svo kunnug börn- unum þar að þegar þau sjá mig kalla þau: „Amman er komin“. Það eru frjálsleg og iglaðvær bcrn, sem hér eru; ég er sannfærð um, að þessurn ibörnum líður vel og þau eru hamingjusöm, þrátt fyrir það : að mörg þeirra eru munaðar- laus. Barnaheimilið er í tveggja hæða húsi, sem stendu.r í stór- um garði, sem minnir ósjálfrátt oíurlítið á garðinn í kring um Laufásborg. Hér eru 30 börn og stúlkurnar, sem annast þau eru 12 fyrir utan eldhússtúlkur þvottakonur og forstöðukonu. Þetta heimili er með allt öðru sniði en ég hafði hugsað mér svona heimili. Hér er allt á- kaflega frjálslegt og minnir að mörgu leyti meira á stórt heim- ili en stofnun. Börnin hlaupa hér frjáls um ganga og eld- hús, og heimscknir hingað virðast ekki búndhar við neina sérstaka tíma. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa stutt viðtal við fof- steðukonu þessa barnaheimilis, og þar eð dvöl mín hér er senn á enda íæt ég nú loks verða a£ því, hún er þó því miður komin í írí, en Bárbel Schneider, sem hér er nokkurs- konar aðstoðarforstöðukona, leysir góðfúslega úr spurning- um rnínurn í staðinn. „Er það ekki svo, að þetta heimili sé aðallega. ætlað fyrir munaðarlaus börn? „Jú,. þetta heimili er ætlað munaðarlausum börnum, þó að iTamhald á 10. síðu. Barbel Schneider með einum af skjóistæðingum sínum. . — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 10. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.