Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 7
þlðÐVIUINN Útgefandi Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Dómur reynslunnar „Ðeynslan er ólýgnasti dómarinn“, segir íslenzkt mál- tæki og munu flestir geta verið sammála um að svo sé. En hinu er ekki að leyna, að sá dómur sem reynslan kveður upp getur verið harla dýrtkeyptur. Islendingar hafa rekið sig ó'þyrmilega á þessa stað- reynd á iþví tímabili, sem „viðreisnarstjórnin“ svo- iiefnda hefur farið með völd í landinu. Báðir flokkarn- ir, sem að þessari stjórnarstefnu standa, sögðu fólk- inu, að með henni væri lagður grundvöllur að batn- andi lífskjörum og afkomuöryggi atvinnuveganna í landinu. Reynslan mundi skera úr um það, að þessi stefna væri rétt. „Leiðin til bættra lífskjara11 væri fólgin í „viðreisninni“ sjálfri. fjað kom þó ýmsum undarlega fyrir sjónir, að fyrsta skrefið á þessari leið var að skerða kjör vinnandi fólks í landinu stórlega. Sú aðferð hefur nefnilega aldrei verið í hávegum höfð að byrja á þvií að stela af fólki til þess að geta síðar sagt, ‘að nú væru lífs- kjörin að batna, þegar fólkið krefst aftur réttar síns. En menn biðu samt rólegir átekta og vildu sjá, hvern- ,,viðreisnarleiðin“ til bættra lífskjara gæfist. Og stjórnahblöðin ikepptust við að lýsa því yfir að „við- reisnin“ væri að takast. Þá fannst vinnandi fólki loks tíminn kominn til þess að það uppskæri nolkkuð af áfangrinum. Verkalýðshreyfingin knúði fram kjara- bætur í fyrra sumar, en ,þá kom allt í einu annað hljóð í „viðreisnarstrofekinn“. Stjórnarblöðin heimtuðu taf- arlausar ráðstafanir til þess að skerða kaupgetu al- rþennings á ný. /^engisfellingin í fyrra sumar var næsta skref „við- i reisnarinnar“ til bættra lífskjara almennings. Og stjórnarblöðin tóku gleði sína á ný: Það var alveg áfeiðanlegt, „viðreisnin“ var að takast. Þessar raddir í stj órnafherbúðunum hafa gerzt því háýlýþéif f sém léngra hefur liðið á þetta ár, enda hefur nvert „við- reisnarafrekið" rekið annað undanfarið:j':SfQ|yua/;tog- araflotans, stöðvun síldveiðiflotans í upphaftó veftSðar, framleiðslutafir og framleiðsluibönn. En hæst hefur þó þþtið í „viðreisnarskjánum“, þegar sjávarútvegsmála- ráðherra hefur gengið í lið atvinnurekendö : til 'þess að Mekka hlut sjómanna. Þá hefur ekki éíhungfk yvið- réisninni11 verið bjargað, heldur beinlínis þjó.ð j.óðinni 7T Camt sem áður eru blikur á lofti að því er sérfræð- ■ mgar stjórnarinnar segja. Það hefur enn sýnt sig á þessu ári, að almenningur er ekki ánægður nieð það, að „viðreisnarstjórnin“ hefur rýrt kaupgetuna um 33% gagnvart nauðsynlegustu neyzluvörum frá því hún tók við völdum. Vinnandi stéttir hafa enn knúið fram kjarabætur. Og þrátt fyrir gerðardóminn virðast síld- veiðisjómenn ætla að fá óvenju góða vertíð. Það veið- ist svo mikil síld! Þess vegna fórna nú sérfræðingar stjórnarinnar höndum og segja: Kaupgetan er að verða allt of mikil. „Viðreisnin“ verður að stíga sitt næsta spor, ef efcki á illa að fara. ,,¥ íklegast til árangurs virðist vera að auka aðhald ,í útlánum bankanna og draga úr eftirspurn með fjármálalegum aðgerðum ríkissjóðs“, segir Jóhannes Nerdal bankastjóri. Að draga úr eftirspurn með fjár- málalegum aðgerðum, þýðir á mæltu máli að lækka kaupgetu almennings á ný með aukinni dýrtíð. Þann- ig fcveður reynslan upp sinn ótviræða dóm yfir „við- reisnarkerfinu": Aukin kaupgeta og bætt lífskjör eru ósamrýmanleg núverandi stjórnarstefnu. Þá staðreynd þurfa kjósendur að hafa í huga, næst þegar þeir ganga að kjörborðinu. — b. Rœtt við BJARNA ÞÓRÐARSON BÆJARSTJÓRA í NESKAUPSTAÐ Það rennur ótrúlegur fjöldi lækja niður hlíðina. Vafalaust eru þeir fallegir á að líta, þegar þeir fossa í vorsól, en þeir eiga það til að byltast áfram með aurleðju og grjót yfir hvað sem á vegi þeirra verður, lóðir jafnt og götur; ógna jafnvel húsum, þegar Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri í Neskaupstað. verstl gállinn er á þeim. Svo hjaðna þeir á sumrin, verða meinlausir, þorna margir upp. Bærinn er byggöur meðfram sjónum og nokkuð upp í bratta hlíðina. Bæjarstæðið er því fallegt, og sólríkt í húsunum, en eitt hið erfiðasta sem gerist. Og kostnaöurinn og fyrirhöfnin við að steypa yfir lárétta lækinn úr tjörn höfuðstaöarins er barna- leikur hjá því aö loka öllum þessum lækjum. Margir þeirra hafa þegar verið lokaðir inni í steyptum rennum, en margir eru óhamdir enn. Út með firðinum, þaðan sem yztu hús- in standa nú, er gott landsvæði meö mátu- legum halla, bæjarstæði framtíðarinnar; enda kvaö Guðmundur Hannesson hafa komið auga á þaö sem slíkt þegar 1912. JÓN BJARNASON skrifar frd NESKAUPSTAÐ SOLRIKUR BÆR A BRATTR STROND Við skulum nú fræðast ofur- . lítið um verk og verkefni bæj- arins og stjórnenda hans af Bjarna Þórðarsyni bæjarstjóra í Neskaupstað. — Er Neskaupstaður að vaxa, Bjami? —' íbúatala bæjarins hafði staðið í stað í mörg ár þar til fyrir 4 árum, að íbúum tók að fjölga nokkuð, og nú ber tals- vert á því að fólk vilji flytja hingað, en .það er ekki hlaupið að því vegna þess að húsnæð- isekla er mikil, það hefur orð- ið stöðnun í húsabyggingum, og tel ég að það standi bænum fyrir þrifum. Það er ljóst að gera verður ráðstafanir til að bæta úr hús- næðisvandræðunum, en það verður naumast gert nema bæjarstjórnin taki að sér veru- lega forastu í þeim málum og veiti margháttaða fyrirgreiðslu við húsbyggingar, jafnvel að bærinn byggi siálfur. — Nokkr- ar umræður hafa verið um hvernig hægt væri að koma þessum málum bezt fyrir, en þeim málum er ekki það langt komið að neitt sé hægt frá þeim að skýra. — Hvað um framkvæmdir bæjárins? — Á undanfömum árum hef- ur bærinn haft með höndum rúverulegar framkvæmdir. Nefna má að fyrir 5 árum var lokið við að reisa hér sjúkra- hús, sem hefur reynzt hin þarf- asta stofnun. — Hvað er það stórt? — Þar era 37 sjúkrarúm, auk ellideildar fyrir 12. 1 fyrra var byggt hús fyrir yfirlækni sjúkrahússins. Um nokkurra ára skeið hefur staðið yfir bygging gagnfræða- skóla cg var hluti byggingar- innar tekinn í notkun í fyrra- haust. Eitt erfiðasta viðfangsefni í sambandi við framkvæmdir bæjarins eru vegamálin. Bær- inn sendur í miklum halla, lækir mjög margir og ákaflega erfitt að halda vegum í viðun- andi horfi og aðkallandi að gera þá úr varanlegu efni. 1 fyrra var vegarkafli steypt- ur í bænum og ákveðið er að steypa meira í sumar. Þær framkvæmdir eru illviðráðan- legar vegna kostnaðar, og nauð- synlegt, ef hægt á að vera að sinna þeim málum sem skyldi, að stór lán fáist til langs tíma með hagkvæmum vöxtum, eða að sveitarfélögin fái nýja tekju- stofna til að standa undir kostnaðnum af varanlegri vega- gerð. — Hvað steyptuð þið langa götu? — Við steyptum 150 m. (um 20C0 m2). — Það mun samsvara því að Reykjavík hefði steypt 8 km langa götu. — Það mun vera. Þá hefur talsvert verið unnið að holræsa- lögnum og allmikið að endur- bótum og nýlagningum. Unnið hefur verið við íþrótta— vallargerð, fyrst og fremst í sambandi við unglingavinnuna og er þeirri framkvæmd ekki lokið. Bærinn hefur á undanförnum árum lagt mikið fé í byggingu félagsheimilis og var hlúti þess tekinn til afnota í vor og ger- breyttist við það aðstaða til samkomuhalds og kvikmynda- sýninga. Það hefur líka leyst mikið vandamál í sambándi við greiðasölu fyrir ferðamenn og einnig er þar matsala fyrir ve.rkafólk. Félagsheimilisbyggingúnni er ætlað að leysa fleiri vandamál, t.d. í sambandi við tómstunda- starfsemi, og komið hefur fram sú hugmynd að hafa þar sum- argistihús, en það er mjög að- kallandi að hefja slíka starf- semi hér. — Afskipti bæjarins af at- vinnumálum? — Bæjarstjórnin hefur jafn- an lagt mikið kapp á að halda uppi stöðugri atvinnu.í bænum en yfir vetrarmánuðina >er stór hætta á atyinnpleysi. 1 mörg ár leysti togaraútgerðin þenna Félagsheimilið nýja í Neskaupstað. vanda, en nú er engin togara- útgerð rekin hér, en til þess að reyna að bæta það tjón hefur bærinn gerzt frumkvöðull vetr- arútgerðar stórra vélbáta, og er bærinn nú aðaleigandi tveggja báta, 150 og 250 lesta, og lögðu þeir hér á iand afla sinn í vet-^. ur og má heita að það hafi ver- I ið eini aflinn sem hingað barst á þeim tíma. Ljóst er að tveir bátar nægja ekki til að bægja burt hætt- unni af vetraratvinnuleysi og er nauðsynlegt að efla þessa útgerð og fjölga bátum. — Hvað um samgöngumál — hafið þið ekki flugvöll? — Á undanförnum áram hef- ur verið unnið hér að flugvall- argerð og vantar nú ekki nema herzlumuninn á að hann sé fullgerður. Ekkert hefur verið unnið að framkvæmdum við hann á þessu ári og eru bæj- arbúar mjög óánægðir með það. Fyrir fáum dögum talaði flug- máiaráðherra við mig og skýrði mér frá því að afráðið væri að hefja framkvæmdir að nýju um miðjan ágúst, og taldi að flug- völiurinn myndi verða ncthæf- ur fyrir venjulegt innanlands- flug fyrir haustið- Flu.gvöllur er mjög þýðingar- mikill fyrir samgöngur við bæ- inn, því þær eru mjög lélegar að vetrinum, og eingöngu með strandferðaskipunum — og þau eru hér svona á hálfsmánaðar- fresti. Fá byggðarlög munu því eins illa sett með samgöngur að vetrinum og Norðfjörður, þess vegna hugsum við gott til glóðarinnar þegar flugvöllurinn kemur að gagni. Flugvöllurinn myndi koma 1700 manna byggðarlagi að not- um, sem er Neskaupstaður, Norðfjarðarhreppur og Mjói- fjörður, — auk þess sem hann er nokkru hentugri fyrir Esk- firðinga að sumrinu en Egils- staðaflugvöllur. — Stendur bærinn ekki að fleiri framkvæmdum en þú hef- ur nefnt? — Jú, bærinn er aðili að þýð- ingarmiklum fyrirtækjum í bænum. Hann er t.d. lang- stærsti hluthafinn í Dráttar- brautinni h.f., sem starfrækir dráttarbraut, vélaverkstæði og skipasmíðastöð, bæði til ný- smíða og viðgerða og ennfrem- ur bifreiðaverkstæði. Þá á bærinn tíunda hlutann í Síldarverksmiðjunni, en lang- stærsti hluthafinn er SÚN, sem á 60% og Dráttarbrautin á 10%. — Verkefni framundan? — Stærsta verkefni okkar á næstu árum er hafnargerð. Efn- ið í fyrsta áfangann er komið á staðinn cg verður verkið unn- ið næsta sumar. Þá hefur verið ákveðið að reisa stórt og vandað íþrótta- hús og er gert ráð fyrir að und- irbúningi verði lokið á þessu ári. Allt frá 1950 hefur bærinn rekið dagheimili fj'rir börn yf- ir sumarmánuðina við mikla og vaxandi aðsókn, t.d. munu vera þar 70 bcrn í sumar. Aðstaðan til að reka þessa starfsemi í barnaskólanum er fjarri því að vera góð, og hefur verið ákveð- ið að ráðast í byggingu sérstaks húss fyrir þessa starfsemi til að búa barnaheimilinu sem bezt skilyrði og lengja starfstíma þess, en nú byrjar það daginn eftir að skólar hætta og lýkur ekki fyrr en daginn áður en skólarnir taka til starfa. Þá tel ég reynsluna hafa sýnt að aðkallandi sé að stækka sjúkrahúsið á næstu árum því aðsókn að því er svo mikil að það er oftast yfirfullt. Heilsuverndarstöð tók til starfa í vetu.r sem leið og er henni mjög þröngur stakkur skorinn meðan ekki er hægt að av.ka við það húsnæði sem hún hefu.r til afnota og úr því verð- ur ekki bætt nema með ný- byggingu. J. B. Gagnfræðaskólinn í smíðum. 1 síðasta blaði var frá því skýrt, að Síldarútvegsnefnd hefði tilkynmt saltendum, að lokið væri söltun upp í gerða samninga og að áframhaldandi söltun væri algjörlega á ábyrgð saltenda. Jafnframt var svo að orði komizt, að venjulega fylgdi slíkri tilkynningu önn- ur, sem legði blátt bann við allri söltun. Og þessi tilkynning lét ekki á sér standa. Strax daginn eft- ir lagði Síldarútvegsnefnd al- gjört bann við frekari söltun og hótaði peim, sem það bann dirfðust að brjóta, að þeir yrðu ilátnir sæta ábyrgð og beittir f jársektum. Eftir var þó að salta all- mikið magn af sérverkaðri síld. 1 sambandi við þá söltun á sér stað miíkill klíkuskapur og aðeins nokkrir útvaldir salt- endur fá að salta þá síld. Þeir salita cutsíld af kappi, meðan leyft er og láta sérverkunina biða unz söltunarbannið er skollið á. Þannig geta þær stöðvar haldið söltun áfram eftir að aðrar hafa neyð-st til að hætta. Söltu.narbannið mælist mjög illa fyrir meðal almennings, en þó sérstaklega meðal þeirra. sem það bitnar sárast á, sjó- manna, útgerðarmanna, salt- enda, og síldarverkunarfólks. Bann við síldarsöltun á miðri vertíð er orðið jafn ár- víst og krían. Það verður að hætta að framleiða fyrsta flokks matvöru, sem er eftir- sótt, af fjölda þjóða, fyrst og fremst vegna rangrar og þjóð- hættulegrar viðskiptastefnu. 1 sambandi við söltunarbann- ið minnast menn enn þess, sem gerðist, þegar vinstri stjórnin tók við völdum í júlílok 1956. Þá var ástandið svipað og nú í þessum málum. Söltun hafði verið stöðvuð af sömu ástæðu og nú. Viðskipta- og sjávarútvegs- málaráðherra vinstri stjórnar- innar, Lúðvík Jósepsson, lét það verða sitt fvrsta ráðherra- verk, að fyrirskipa Síldarút- vegsnefnd að afturkalla söltun- arbannið. Jafnframt voru gerð- ar ráðstafanir, sem gerðu salt- endum f járhagslega kleift að ihalda söltun áfram, án þess að eiga á hættu gialdbrot vegna óseljanlegra saitsíldar- birgða. Með þessu. móti tókst að bjarga miklum verðmætum fyrir þjóðarbúið sumarið 1956. Jafnframt . þsÝ' Sém Síldarút- vegsnefnd vap;, fypirskipað að afturkalla söltunarþannið, var hafizt handá um sölu fram- leiðslunnar. O'g þ'að tókst að selja hana alla — ekki bar á öðru. Salan tókst fyrst og fremst vegna þess, að tekin var upp þjóðholl viðskipta- stefna. En nú er öldin önnur. Síldarsaltendur leituðu ásjár ríkisstjórnarinnar og fóru fram á að hún tryggði að söltun gæti haldið áfram, en þar var talað fyrir dauíum eyrum. R'jkisstjórnin neitaði með öllu að gera mokkuð í rnálir>u. Framléiðslu.bann var það eina, sem hún hafði áhuga á. Hvernig nú er komið er auð- v.i.tað að kenna aumingjaskap níikisstjórnarinnar og alrangri stefnu í utanríkisviðskiptum. Þar eru hagsmunir og geðþótti braskara og kay.pahéðna settir ofar hagsmunum þjöðarinnar. Þeim er fengið váld til að á- kveða hvað skuli flutt til lands-' ins og hvaðan. Þjóðerniskennd og þegnskapur þes-sa lýðs er ekki á marga fiska. Þeir flytja fyrst og fremst inn vörur, serri þeir geta grætt mest á, en hagsmunir þjóðarinnar varða iþá litlu. Þessi viðskiptastefna hefur orðið til þe-ss, að stórlega hefur dregið úr viðskiptum ckkar við sósíalistísku löndin. Þannig getum við ekki hagnýtt okkur aillveralegan saltsíldarmarkað í Austur-Þýzkalandi. Og afl sömu ástæðum hefur síldar- , salan til Sovétríkjanna stór- ilega dregizt saman, þó þar sé í rauninni nær óþrjótandi markaður fyrir saltsíld, aðeins ef við höguðum viðskiptastefnu okkar þannig, að við gætum notfært okkur hana. Það ber við að menn heyr- ist bölva Rússum fyrir að vilja ekki kaupa saltsíldina. Það er auðvitað allt í lagi að bölva Rússum, ef menn finna ein- hverja hugsvölun í því. En þeir, sem telja að það sé Rúss- um að kenna hvernig viðskipt- um þjóðarinnar er nú komið, fylgjast ekki með því, sem er að gerast í landinu. Það eru Islendingar en ekki Rússar, ■sem eru að eyðileggja hin þýð- ingarmiklu viðskiptatengsl, sem kcmið hefur verið á miili þjóð- anna. Allir, sem vilja, vita ofur vel, að stefrva stjórn.arinnar er að draga eins mikið úr við- skiptunum v;ð sós’'al'st'.>ku rik- in og þá fyrst cg fremst Sov- étríkin, eins og framast er unnt. Þess í stað viTl hún beina sem mestum hluta viðskipt- anna til Nato-landa, bar sem næstum enginn markaður er Framhald á 10. siðú. •Wi> g) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 10. ágúst 1962 Föstudagur 10. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7 f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.