Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.08.1962, Blaðsíða 12
AÐSÓKN EYKST UM 60% hlOlilllLIINN Föstudagur 10. ágúst 1962 — 27. árgangur — 177. tölublað. Nozistar Rockwell var sendur til USA MYNDIN VAR tekin einn dag- inn þegar þerrir var og hey- skaparfó’k vann að kappi á Árbæjartúni, sneri flekknum með hrífum á gamla vísu. í baksýn eru tvö af safnhús- unum, Selásbyggðin breiðir úr sér fjær. LÁRUS SIGURBJÖRNSSON, safnvörður, hefur skýrt Þjóð- viljanum svo frá, að aðsókn að Árbæjarsafni sé orðin 60% meiri nú í sumar en á sama t:ma í fyrra. Gestir eru orðnir tæplega 10 þúsund þær rösku 6 vikur sem safn- ið hefur verið opið, en gert er ráð fyrir að það verði op- ið sem á undanförmm -árum 13—1* vikur a'ls. Þann tíma í fyrra sem safnið var opið almenningi voru gestir alls 13 þúsund talsins. AUKIN AÐSÓKN, segir Lárus, stafar fyrst og fremst af því að nú hafa fleiri útlendingar lagt leið sína að Árbæ en nckkru sinni fyrr. Úr aðsókn barna hefur hins vegar dreg- ið nokkuð. ÉG GET EKKI annað, sagði safnvörður, en vakið athygli á því að vaxandi áhugi út- lendra ferðamanna fyrir Ár- bæjarsafni er ekki tilkominn vegna kynningarstarfs Ferða- skrifstofu ríkisins; þvert á móti hcfur framkoma skrif- stofunnar gagnvart safninu verið einkennileg á ýmsan hátt, t.d. eru skoðunarferðir um Reykjavík með útlenda ferðamenn skipulagðar án þess minnzt sé á Árbæjar- safn hvað þá heldur komið þar við. Hefur miirgum út- lendingum, sem átt hafa þess kost að sjá byggðasafnið — nrargir fyrir einskæra tilvilj- un — þótt einkennilegt að ganga fram hjá þessum stað meðan sýnt er sumt það sem ckki þykir jafn nýstárlegt eða sérstætt. LÁRUS SIGURBJÖRNSSON, sasði að Árbæjarsafn væri nú opið daglega og í Dillons- húsi væri hægt að fá veiting- ar kl. 2—6 síðdegis á daginn. Kl. 5 síðdegis á laugardögum eru sýningar á palli á safn- svæðinu, ýmist glímu- eða þjóðdansasýningar. JþAÐ SEM helzt telst til nýj- unga í Árbæjarsafni er að ný- lega var skátaskálinn gamli f'uttur frá Lækjarbotnum og kcmið fyrir á Árbæjartúni. syðst og vestast. Skáli þessi er rösklega 40 ára gamall og mun vera fyrsti útivistarskál- inn sem reistur var handa reykvískum æskulýð. Skáta- hreyíingin gaf safninu skál- ann og raunu skátarnir ætla sér að koma fyrir í honum minjasafni um starf hreyf- Í5Í.Í ,:íi- « W'í." ingarinnar. Þar sem skálinn stendur nú verður gert svæði sem sérstaklega verður ætl- að ungu kynslóðinni. í ráði mun vera að gera þarna varð- tjörn og síðar er ætlunin að fá þangað bát sem áreiðan- Iega yrði vinsælt leiktæki æskunnar. Hefur í því sam- bandi verið minnzt á björg- unarbátinn Þorstein, en allt er það óákveðið. LONDON 9/8 — Bandaríski naz- istaforinginn Lincoln Rockwell var liandtekinn í gærkvökl í London og fluttur úr landi nauð- ugur í morgun, sendur heim til Bandaríkjanna með PAA-flug- vél til Boston. Rockwell kom fyrir nokkrum dögum í óleyfi til Bretlands. Honum hafði verið neitað um landvistarieyfi, en fiaug þá til írlands og þaðan fór hann til Menzies um EBE Samveldíð líður undir lok ef Bretland qerist aðili CANBERRA 9/8 — Ef Bretland gengur í Efnahagsbanda- lag Evrópu, mun brezka samveldið líða undir lok sem samband frjálsra og sjálfstæðra ríkja, sagði forsætis- ráðherra Ástralíu, Robert Menzies, í ástralska þinginu í dag. Menzies hélt langa ræðu þar sem hann gerði þinginu grein fyrir viðræðum sínum undan- farnar vikur við - brezka ráða- menn vegna fyrirhugaðrar aðild- ar Bretá að bandalaginu. Hann sagði að brezka stjórnin væri andvíg að yfirþjóðlegar stofnanir fengju öll ráð Evrópu- þjóða í sínar hendur, -eri, bætti hann við, pólitískar afleiðingar af tengslum Breta við megin- landsþjóðirnar myndu verða til þess að þurrka út landamærin milli ríkja. Menzies gerði þjnginu grein fyrir sjónarmiðum brezku stjórn- arinnar og þeim kostum sem hún teldi að brezk aðild myndi hafa í för með sér fyrir Bretland sjálft og fyrir samvinnu allra vestur- veldanna og hann sagðist skilja og viðurkenna þau sjónarmið. Bretar stæðu frammi fyrir sögu- legri ákvörðun og hana yrðu þeir einir að taka. En ef Bretar gengju í banda- lagið myndi það, þrátt fyrir and- stöðu þeirra gegn yfirþjóðlegum stofnunum, þegar fram liðu stundir þýða að efnahagssam- vinnan hefði áhrif á hina póli- tfsku ski.pan mála í álfunni og begar svo væri komið, myndi Bretland ekki lengur vera sjálf- stætt land á sama hátt og önnur samveldislönd. Menzies vísaði á bug fullyrð- ingum um að Ástralíumenn hefðu gert of mikið úr ‘■kaðlegum á- hrifum brezkrar aðildar á út- flu.tni.ng Ástralíu og sýndi fram a það með töiudæmum að Ástral- >a myndi komast í miög erfiða nðstöðu ef Bretar gengju í Efna- hagsbandalagið. Fundur forsætisráðherra brezku | samveldislandanna sem heíst í i Lcndon 10. september mun hafa úrslitaþýðingu fyrir aðild Bret- lands að Efnahagsbandalaginu, að til mótmælafundar gegn brezkri aðild í stærsta samkomu- húsi Lundúna, Albert Hall. Fund- urinn verður haldinn sunnudag- inn 26. ágúst og meðal ræðu- manna verða menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Það eru sam- tök andstæðinga Efnahagsbanda- lagsins sem standa fyrir fundin- um, en þeir segja að stöðugt fleiri Bretar geri sér ljósar hætturnar af brezkri aðild. Bretlands. Ekkert eftinlit er með mönnum sem þangað koma frá írlandi. Hann hafði komið til Bret- lands fil að taka þátt í móti sem brezkir nazistar efndu til, en nazistar frá mörgum löndum voru á mótinu þótt reynt væri að koma í veg fyrir það. Þegar fréttist að hann væri kominn til landsins hóf lögreglan mikla leit að honum. Hanh var handtekinn í .skrifstofu blaðsins. Daily Mirr- or en hann hafði hringt til blaðs- ins og sagzt vilja gefa sig fram við lögregluna. • Alþjóðaþing nazista í Bretlandi Brezki nazistafQringinn Co’.in Jordan sagði í dag að nazista- leiðtogar úr ýmsum löndum myndu koma saman á leynileg- an fund í Bretlandi 16.—17. ágúst. Tilgangur fundarins væri að samræma starfsemi nazista í hinum ýmsu löndum. Hann neitaði að gefa upp nöfn hinna er’.endu nazista, þar eð þeim myndi verða bannað að koma inn í landið. ef vitað væri um erindi þeirra. Félagar úr æskulýðssaimtökum Gyðinga í London komu sarnan fyrir útan bústað Maomillans forsætisráðherra í dag og af- hentu þeir honum bréf þar sem þeir fétu í ljós von um að brezka stjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur til að útrýma fas- ismanum. Riviera Robert Menzies segir utanríkisráðherra Belgíu, Paul-Henri Spaak, í viðtali við tímaritið Pourquoi-Pas? í dag. Hann segist ekki óttast niður- stöðu fundarins, en hins sé ekki að dyljast að ýmis samveldislönd. eins og t.d. Indland, hafi verið óánægð með viðræðurnar sem farið hafa fram um brezka aðild. Sjálíur sagðist hann verða að viðurkenna að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með hinar lang- vinnú samningaviðræður við Breta. Hins vegar hefði orðið nokkur árangur af þei.m viðræð- um, einku.m varðandi afstöðuna til Indfands, Pakistans og ný- lendna Breta, en einnig í hinu eríiða vandamáli um landbúnað- arútflutni.nginn frá Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Mótmarial'uiKlur í London Andstaðan gegn að’Id að Efna- hagsbandalaginu. fer enn vaxandi í Bretlandi. Nú hefur verið boð- Geysilegt tjón í skógareldum DRAGUIGNAN, frönsku Riviera 9/8 — Slökkviliðssveitir virtust í kviild ælla að geta unnið bug á hinum miklu skógareldum við Miðjarðarhafsströnd Frakklands, en eldarnir breiddust út í dag og bafa valdið geysilegu tjóni. Um 1.200 slökkviliðismenn og hermenn börðust við e’.dana í furuskóginum og kjarrinu í ná- grenni St. Maxime og St. Rapha. el. Um morguninn leit um tíma út fyrir að takast mætti að ráða niðurlögum þeirra, en vindáttin breyttist skyndilega og logarn- ir te.vgðu sig í skóglendi sem áður haíði sloppið. Barst e’.dur- inn úr tveim áttu.m til Le Muy. Skammt fyrir utan bæinn æddi eldurinn gegnum skræl- þurrt kjarrið og kom þar m.a. bandariskum kvikmyndurum á óvart sem voru að m.ynda við sveitabæ þar. Fólkið varð að fljýja í mestl ofboði á vörubil- urn, en allir sluppu þó heiilir á húfi. Fjöldi ferðamanna sem legið hafði þarna i tjöldum hefur sloppið nauðulega undan e'.din- urn og hafa margir orðið að skilja allt sitt hafurtask eftir. Mörg sveitaþorp hafa verið í hættu, en hingað til hefur tek- izt að koma í veg fyrir að þau yrðu eldinum að bráð. Ýmsar byggingar hafa þó brunnið og lítiil skotfæiraverksmiðja sprak'k í loft upp í gær. MOSKVU 9/8 — Sovétstjórnin hefur skipað Sergei Nemtsjina sendiherra í Kongó. Hún hefur ekki haft stjórnmálasamband við stjcrnina ' Leopoldville síðan Kasavúbú forseti vísaði sovézka sendiherranum úr laridi, eftir áð Lúmúmba hafði verið svip.t- ur embætti forsælisráðherra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.