Þjóðviljinn - 16.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1962, Blaðsíða 7
þlðÐVIUINN Otgefandi Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Hagsmunir Islendinga Camstillt áróðurskast stjórnarblaðanna um austur- viðskiptin hefur vakið almenna undrun, og er ýmsum getum leitt að þvií hvað valdið hafi svo stór- íkostlegri vanstillingu í húsi ríkisstjórnarinnar. Sumir telja að ráðherrarnir og sérfræðingarnir hafi orðið að þola svo mikla vanlíðan vegna umtalsins um austur- viðskipti og markaði íslendinga í sambandi við síld- arsoluna í sumar, að það nægi til skýringar. Aðrir hafa viljað sjá einhver tengsl með þessu furðulega og sam- stillta áróðurskasti Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins og Vísis og heimsóknar útlendings nöfekurs, sem stjórn- arblöðin hafa kynnt sem einn méktarmann Efnahags- bandalagsins. En hver sem ástæðan kann að reynast er hitt víst, að þessi vanstillingarlega áróðursherferð hefur ekki náð tilgangi sínum, heldur beinlínis orð- ið ríkisstjórninni og blöðum hennar til háðungar. Jjað þýðir ékki að fullyrða að þeir sem vilja að þjóð- in haldi áfram að notfæra sér hina miklu og stækk- andi markaði í sósíalistiísku löndunum vilji það vegna ^hagsmuna Rússa“ eða annarra þjóða austur þar. Það eru einföld sannindi sem flestir skilja, að til þess að Íslendingar geti aukið og bætt framleiðsLu sína, er nauðsyn að^ geta selt framleiðsluvörumar. Það eru hagsmunir íslendinga sem um ræðir,. Og bæði á Al- þingi og í blöðum hafa sósíalistar alltaf haldið fram þeirri stefnu, að íslendingum beri að nýta alla þá markaði sem tiltækilegir eru, hvar í heiminum sem þeir eru, hivort sem þeir eru í Vestur-Evrópu, Banda- ríkjunum eða annars staðar í Ameríku, í sósjalistísku löndunium, í hinum nýju ríkjum Afriku og Asíu, þar sem nú opnast stórfelldir marfcaðir fyrir fiskafurð- ir samfara því að þjóðirnar tafca að rétta úr kreppu nýlendukúgunarinnar. Sósíalistar hafa alltaf haldið fram, að það eina sem íslendingar ættu að miða við, þegar um nýtingu mahkaða er að ræða, sé að viðskipt- in væru íslendingum til hagsbóta. p^ngum nema ofstækismönnum getur blandazt hugur um að hinir stórfelldiu markaðir sem tókst að vinna íslenzkum fiskafurðum i sósíalistísku löndunum eftir stríðið hafa haft mikla þjóðhaigslega þýðingu fyrir ís- lendinga og verið þjóðinni í heild til hagsbóta. Þetta er enginn „Rússaáróður", heldur viðurkennd staðreynd. Tæpast mun Morgunblaðið, Vísir eða Alþýðublaðið saka stjórnendur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um að þeir „gangi erinda Rússa” eða séu að ,;draga taum Rússa“, þó þeir hafi brugðið skjótt við þegar hin blöskrunarlega áróðursherferð rikisstjórnarblaðanna var hafin, og sagt það umbúðalaust sem álit sitt að austurviðskiptin „ekki einungis hafa verið hraðfrysti- iðnaðinum í landinu til hagsbóta, iheldur og útgerðar- mönnum og sjómönnum og þar með sjávarútveginum 1 heild“. Sölumiðstöðin tekur dæmi um sölu hraðfrystr- ar síldar undanfarið og bendir á að t.d. hafi ekki ver- ið unnt að selja þá framleiðsluvöru nema að mjög litlu leyti án markaða í sósíalistísiku löndunum. Og tilefn- ið til áminningar Sölumiðstöðvarinnar er ekki látið iiSgja milli hluta, heldur sagt beinlínis til aðvörunar: „Þegar meta skal gildi viðskipta við vöruskiptalönd, er hvergi nærri nóg að telja einungis upp galla inn- flutningsins frá þessum löndum. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna lítur þess vegna svo á að þessi skrif nökkurra dagblaðanna í Reykjavik um „austurvið- skipti“, þar sem aðeins er farið inn á ákveðnar hlið- ar viðskiptanna, sé óheppileg og geti auðveldlega haft í för með isér að menn komist að rangri niðurstöðu um málið1. Þó að hér sé hógværlega til orða tekið, gæti feimnisleg birting Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins á áminningu Sölumiðstöðvarinnar bent til þess; að hún hafi éfcki þótt alveg þægileg í því húsi þar sem ver- ið er að reyna með erlendri „sérfræðilegri“ hjálp að eyðileggja austurviðskipti íslendinga, til stórtjóns fyr- ir þjóðina alla. — s. Bitur máistreita í finnska þinginu Verður sœnskan réttlaus ger? Margar stórbyggingar i Ilelsinki vekja athygli. Þegar íinnska þingið felldi með 101 atkvæði gegn 75 laga- frumvarp um jafnrétti finnsku og sænsku í bæjunum Abo, Helsinki og Vasa, skeði það eftir þreytandi deilur þar sem tónar ofsafenginnar fasistískrar málstreitu áranna upp úr 1930 hljómuðu aftur með drauga- legum blæ. Meðal annars talaði fulltrúi hins „frjálslynda" finnska þjóðarflokks um það „friðardá11 sem hvílt hefði yfir málstreitunni. Orsök alls þeSSa er sem kunnugt er sú, að landið hefur tvö opinber mál, sænsku og finnsku. Tala finnskra Svía, en allur fjöldi þeirra kann alls ekki finnsku, er um það bil 350.000 eða litlu melr en 8% þjóðarinnar allrar. Yfirstétt Finnlands var lengi sænsku- mælandi, cg saga hennar er sagan um hægt undanhald úr illa fenginni aðstöðu, sem hún notaði bæði gegn finnskri tungu og tíl þess að kúga hvort held- ur var Finna eða sænskumæl- andi íbúa landsins. 1 löggjöf frá 1922 var að lokum staðfest jafnrétti finnsku og sænsku. Upphafsmaður löggjafarinnar var K. J. Stáhlberg forseti, og í henni stóð m.a. skrifað, að Helsinki, Abo og Vasa skyldu ætíð hafa tvö tungumál. Orsök- in fyrir þessu er sú, að þessir bæir eru miðstöðvar fyrir mikið sænskumælandi landssvæði — Nyland, Aboland og österbott- en. Hinir sænskumælandi íbú- ar þess eru ekki færir um að skipta við yfirvöld og stofnanir á finnsku, sem þeir hafa ekki á valdi sínu. Frá þjóðlegu sjón- armiði var löggjöfin frá 1922 bæði réttlát og víðsýn. Svo komu ár, sem báru merki Lappo-hreyfingarinnar. Þjóð- ernisstefna og þjóðahatur eru þættir í fasismanum, sem nú tók að festa rætur í Finnlandi. þýðir löggjöfin það, að ef tala sænskumælandi manna stendur í stað t.d. í Abó á sama tíma og finnskum íbúum bæjarins fjölgar stöðugt sökum aðflutn- ings, endar það með því, að bærinn verður að lokum al- „frjálslyndi íhaldsmaður" John Österholm fyrir þingið frum- varp þess efnis, að ákvæðið um hlutfallsfyrirkomulagið skuli niður fellt fyrir bæina Vasa, Abo og Helsinki. í stað þess skulu þessir bæir hafa tvö I Finnlandi eru töluð tvö mál, íinnska og sænska, og er sænskan mjög á undanhaldi. Hvað eftir annað hefur blossað upp baráttan um máh in, ,nú síðast í finnska þinginu í sumar. í grein þessari er skýrt frá hvernig reynt er að æsa upp þjóðemisofstæki í sambaudi við rétt finnskra þegna til að nota bæði málin sem opinber mál og afstöðu stjórnmálaflokkanna í Finnlandi til þessa viðkvæma vandamáls. Hlutfallsfyrirkomulagi var kom- ið á legg. Ákveðiö var í lögum, að spurningin um það, hvort eitthvert sveitarfélag skyldi hafa tvö tungumál, skyldi á- kveðin eftir því, hve mikill hluti íbúanna talaði mál minni- hlutans. Þetta þýðir það, að ef t.d. ca,- 60 manns með sama tungumál flytjast í eina af minnstu sveitum landsins, fær sveitin tvö mál og opinberir starfsmenn verða að setjast nið- ur við að læra annaðhvort sænsku eða finnsku! Ennfremur finnskur! Löggjöfin er þannig bæði tákn um hreppapólitík og heimsku. Lengi vel hafði þó löggjöfin litla þýðingu. En fyrir nokkrum árum reyndist unnt að reikna ■það út, að ef Abo heldur á- fram að vaxa með sama hraða og hjngað til lenda Svíar í borg- inni undir hlutfallsstrikinu í síðasta lagi 1970, og missa þannig réttinn til þess að nota móðurmál sitt í cpinberu lífi og gagnvart bæjaryfirvöldunum. Þessvegna lagði hinn gamli Torgið framan við aðaljárnbrautarstöðina í Helsinki. tungumál eins lengi og minnst 5000 sænskumælándi menn búa í hverjum þeirra. Sögulegri hefð og stöðu bæjanna sem miðstöðvúm sænskumælandi manna væri iþannig ekki stefnt í hættu og hagsmuna Finna yrði gætt bæði í bæjunum og héruðunum’í kring. John .österholm dó, en þingið ■sD.mþykkti frúmvarp hans á árinu sem leið. Við atkvæða- greiðsluna komu fram athyglis-^ verðar markalínur: 14 fulltrúar Sænska þjóðflokksins og 50 fulltrúar Lýðræðisbandalagsins, meiri hluti sósía’demc'krata og hópur Bændaflokksmanna — greiddu atkvæði með frumvarp- inu, en hinn afturhaldssami Einíngárflokkur eg Finnski þjóð- flokkurinn greiddu atkvæði á móti. að viöbættum einstökum þingmönnum öðrum. Minnihlut- inn var þó nægilega sterkur til þess, að fre~ta varð lögunum þar til eftir kosningar. Hið ný- kjörna þing tók frumvarpið aft- u.r til meðferðar nú fyrir skcmmu. og það var eins og áður segir fellt, í þetta sinn rpeð ennþá athyglisverðari markalínum: Sænski þjóðflokk- urinn greiddi ruðvitað frum- varpinu atkvæði og hið sama gerði ailur hópu.r Lýðræðis- bandalagsins. samkvæmt sam- þykkt þingflokksins. En af Bændaflokksmönnum fylgdi að- ei.ns líti.11 hlu.ti áskorun land- búnaðarráðherrans Jóhannesar Viroiainens um að sýna göfug- lyndi og réttlæti með því að greiða frumvarpinu atkvæði. Af 38 þingmönnum sósíaldemókrata greiddu aðeins 16 atkvæði með tillögunni! Þó eru fjórir sænsku- mælandi þingmenn í þessum hópi og meðal þeirra t.d. K. A. Fagerholm og hinn valdamikli, fyrrverandi formaður þing- flokksins Gunnar Hinriksson. 1 þingmannahópi Lýðræðisbanda- lagsins eru aðeins tvei-r gænsku- mælandi þingmenn, þeir Gösta Rosenberg og Georg Backlund. 1 umræðunum héldu þeir báðir stutta ræðu, sem var nokkurs konar stefnuskrá í þjóðernisleg- um vandamálum — og að baki þessari stefnuskrá er allur hinn áhrifamikli styrkur Lýðræðis- bandalagsins og mannlegar og réttlátar meginreglur hinnar al- þjóðlegú verkalýðshreyfingar — isem sósíaldemókratar hafa ber- sýnilega svikið’að mestu. Þessi furðulega stefnubreyting þingsins er meðal annars að kenna áróðri Finnska sam- bandsins meðal þingmanna, en samband þetta er afturganga frá árunum upp úr 1930. Þing- menn Lýðræðisbaridalagsins voru þeir einu, sem kjark höfðu til þess að vísa hótunum sam- bandsins á bug. Au.k þessa lenti f rumvarpið í hrossakaupum 'borgaraflokkanna, þar sem reynt var að kaupa eina til- löguna með því að borga með annarri, og að lokum varð frumvarp österholmsi af stuðn- ingi Bændaflokksins. Þar eð Bændaflokkurinn er stærsti flokkur þi.ngsins réði það úr- slitu.m. Neikvæð afstaða sósíal- demókrata orsakaðist af ósk þeirra um að sundra ríkisstjórn- inni, sem samanstendur af Bændaflckksmönnum, Sænska þjóðflokknum og verkalýðsleið- togum. Einingarflokkurinn og Finnski þjóðflokkurinn eru samkvæmt stefnuskrá sinni þj óðernissinnaðir. Þegar frá eru skildir hinir tveir þingmenn Lýðræðisbanda- lagsins voru u.mræður þingsins um þetta mál raunalega ómerki- legar. Árin upp úr 1930 með loft lævi blandið hreppapólitík og biturri málstreitu, virtust runnin upp enn á ný. T. d. bað Toivo Hietala, meðlimur Ein- ingarflokksins, hina „sænsku- mælandi vini sína“ um að nota ekki orðin „finlándere“ og „finlándsk“ þar eð þau minntu hann um of á rússneska orðið „finlandskij" sem á tímum keis- arans var m.a. notað sem nafn á hinu hálfopinbera blaði Fin- landskaja Gazeta! Rökstuðningurinn er fárán- legur og gefur ljósa mynd af umræðunum. Málvenjá, sem ekki er byggð á tilfinningum heldur rökum hefur smám sam- an verið að vinna á í Finnlandi og þá ekki síður í Svíþjóð. Samkvæmt henni er orðið „fin- lándere" nafn á borgurum Finnlands, bæði finnskum og sænskum. Tökum dæmi af Sov- étsamveldinu, ríki hinna mörgu þjóða: Það er ekki unnt að kalla Úkraínumann eða Georg- íubúa Rússa, hér er um að ræða mismunandi þjóðerni. Sé við- komandi nefndur sem borgari samveldisins verður að nota orðið sovétborgari. Viðbrögð finnskra blaða eft- ir að þingið felldi frumvarp þetta hafa þó verið í öðrum tón en ofstækisumræður þingsins, Fléstir hafa harmað málstreit- una og að vissu leyti einni^ af- drif frumvarpsins. Lítils skiln- ings hefur gætt á því sem er þó aðalatriðið í frumvarpi öst- erholms, — nfl. það, að með því að lögleiða sérstakar venjur fyrir þessa þrjá bæi, er þeim ca. 4000 Finnum, sem lifa sem minnihluti í samanlagt 47 sænsku.m sveitarfélögum, kómið í óréttláta aðstöðu. Ef hundrað manns af öðru þjóðerni búa í sveitarfélagi, sem að öðru leyti er alsænskt eða alfinnskt, er erfitt að gera neitt fyrir þá hvað tungumálið snertir — þeir eru of fáir. En viðhorfið verður annað gagnvart 10.000 Svíum í Abo — þeir eru of margir til þess að nokkurt rétt- læti sé í að innleiða eitt opin- bert mál í bænum. Að vísu eru árin upp úr 1930 liðin og sennilegt er, að vand- æði þessara þriggja bæja leys- ist fyrir 1970. Sennilega gerir ríkisstjórnin á þessu ári tillögur í málinu. Og að einu leyti er jákvæður árangur af umræðum þingsins: Aldrei hefur hreppapólitík landsins orðið fyrir þvílíku á- falli og þegar Lýðræðisbanda- lagið, sem er annar stærsti flokkur landsins, fylgdi h\k- laust meginreglum sínum og greiddi samhljóða p+kvæði með réttlátri tillögu í þíóðernis- vandamálinu — enda þótt að.rir flokkar brygðust. Afstaða Lýð- ræðisbandalagsins gefur til kynna, að hreppapólitíkin í Finnlandi sé að renna skeið sitt á enda. Sænski þjóðflokkurinn hef- ur alltaf „lifað hátt“ á þjóð- ernisvandamálinu og með því að hamra á því langtímum saman hefur hann fengið nærri 80% finnskumælandi Svía til að kjósa borgaralega frambjóðend- ur sína. Því var það með mann- legu stolti og sigurhrósi, sem Georg Backlund og Gösta Ros- enberg voru talsmenn þing- flokks Lýðræðisbandalagsins. Staðan í þinginu sýnir það liós- lega, að vernd hinna sænsku- mælandi Finna felst í verka- * lýðshreyfingunni en ekki í í- haldssinnuðum þjóðernfsflokki. Grunur leikur á því, að Sænski þjóðflokkurinn sé feginn ‘ sér- hverri tilhneigingu til mál- streitu, þar eð málstreitan er eini tilveruréttur þess flokks. En hverfum frá Sænska þjóð- flokknum og h'.ýðum á það, er koma skal. Gösta Rosenberg, sem talaði fyrir Lýðræðisbanda- lagið, sagði meðal annars: „Við erum andvígir því, að fólki sé gert misháót undir höfði sökum kynþáttar, bjóðernis eða tungu. 1 samrærri við þetta verjum viö jafnrétti þjóðernis- minnihluta og vj ’um á öllum sviðum þjóðfélagsins standa vörð um lagaiegan rétt sænsku- mælandi manna. Fast að 30 árum er liðin frá ofbeidisdögum Lappo-hreyfing- arinnar, og heimurinn er í dag annar cn þá. Afstaðan til þjóð- ernis og tungumála hefur hér í land.i orðið fyrir sterkum áhrif- um frá fjé.lsari, lýðræðislegri hugsunarhætii í hinum ýmsu þjóðfélagsvandamálum. Nú er unnt að rökræða ástríðulaust hið fyrrum svo viðkvæma vandamál tungumálanna, og einnig hvernig haga skuli fram- vegis samskiptum Finna og Svía. Séu til undantekningar frá þessu — og þær eru því miður tl — þá getur það ekki breytt þessari heildarmynd. Lýðræðisbandalagið lítur þessa þróun með ánægju. Hún sýnir, að rökrétt stefna vcr í þ.ióðern- ismáium á meirlhU'ta þjóðar- innar sér að fylgis”,'""’'nm“. Gösta Agren. Dayððdémur vofir yfir tænskum andfasista Enda þótt Franco hafi að þessu 1 menntamönnum fyrir að hafa sinni ekki þorað að bcita and- tekið þátt í og stutt á annan hátt stæðinga sömu fantabrögðunum og stundum áður hefur hann fangelsað fjölmarga verkalýðsfor- ingja sem gengust fyri.r hinum nýafstöönu verkföllum á Spáni. Engar fréttir hafa bcrizt af með- ferð þcirra í fangelsunum, nema hvað skýrslu eins hinna fang- d.suðu var smyglað til Bretlands og cr lýsingin á aöförum fasisit- anna harla ófögur, enda var hann sjálfur ilia leikinn eftir pyndingar lögreglunnar. Maður þessi er einn af f~r- ystumönnum verkamanna í Baska héruðunum og heitir Ramón Or- mazabal. Hann er meðlimur í miðstjórn spænska kommúnistá- flokksins. Hann var handtekinn 14. júní ásamt öðrum verkamönnum og verkföllin sem ógnuðu veldi Francos. Síðan var hann pyndaður á skepnulegasta hátt í lögreglustöð- inni og haldið leyndum í fang- elsi í 24 daga. Margar tilrau.nir voru. gerðar til að fá hann ti.1 að svíkja félaga sína. Þessar tilraunir fóru út um þúfu.r og var honu.m þá gert að mæta fyrir rétt 1. september. Hann er ákærðu.r fyrir „vopnaða u.ppreisn“ og er unnt að dæma hann til dauða fyrir þær sakir samkvæmt spænskum lögum. Ormazabal kveðst hafa unnið að því að sameina alla andfas- ista á Spáni til að gera „frið- samlegt allsherjarverkfall sem Stuðlað gæti að breytingum á nú- verandi stjórnarháttum.“ Við spyrjum hvert annað Enn er dagur ; og enn er baráttan. háð. Líf okkar hángir á bláþræði sólin heldur þó áfram að brosa. Enn eigum við leik fjöll rísa úr sæ í morgunljósi og æskan hleypur um gángstígana með hýjan dag í augunum en bakvið sólskinið leynist áleitinn grunur dynur helspreingjunnar smýgur gegnum létta hlátrana inní leiki okkar berast hrópin frá Hírósíma og Nágasaki Við horfumst í augu og spyrjum hvert annað: Fáum við einnig að lifa hinn nýja dag? Mun saungur jarðarinnar halda áfram að hljóma? Við litumst um meðal hinna óbreyttu manna þeim er von okkar bundin eftir svari þeirra hljótum við að bíða. Enn er dagur og enn eigum við þá von að mönnumum takist að finna hvern annan því gaungum við hér enn mennirnir gaungum um jörðina sem okkur var gefin og höldum baráttunni áfram. JÓN frA palmholti. ! Leiðinleg mistök urðu í uppsetningu þessa kvæðis Jóns frá Pálmholti í blaðinu í gær, og biður blaðið höfund og lesendur afsökunar á því, um leið og kvæðið birtist hér leiðrétt. 16) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. ágúst 1962 iFimmtudagur 16. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.