Þjóðviljinn - 21.08.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.08.1962, Síða 4
tíð íslenzkra fiskveið undir okkur sjdlfum komin FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld Það er orðið fullkomlega tímabært að við athugum í alvöru hvernig fiskimiðin kringum landið verði toezt hag- nýtt, án þess að um rányrkju sé að ræða. Það er varla nokk- ur vafi að á þessu sviði stafar okkur mesta hættan af þorska- netaveiðunum eins og þær hafa verið stundaðar. Áður þekktust þorskanetaveiðar aðeins hér við Suðurland, og þó á mjög tak- mörkuðum svæðum. En nú má segja að farið sé að nota nælon- net við þorskveiðar hringinn í kpingum landið og á ýmsum árstímum. Það er sjálfsagt hægt að nota nælonnet með igóðum árangri ef réttilega er að farið við notkun þeirra. En hér hafa þau verið notuð á þann hátt að stór skaða hefur valdið á miðunum, án þess að íslenzk- ir valdamenn hafi haft þrek til þess að setja hér um skynsam- lega löggjöf. Trassahátturinn hefur verið svo dæmalaus við þessar veiðar, og það hefur ver- ið látið afskiptalaust að bátar legðu fleiri net í sjó en þeir gátu dregið affur í sæmilegu veðri. Þetta hefur orsakað meira af gölluðu hráefni heldur en efni s;óðu til á hverjum tíma, þegar svo menn hafa gert sér þaö að leik að koma með tveggja og jafnvel þriggja nátta fisk úr netum í sæmilegu sjó- veðri máski dag eftir dag. Hér eiga að sjálfsögðu ekki allir ERLENDAR FRÉTTIR Úthafssíld- veiði Rússa Rússneskur síldveiðifloti hef- ur verið að veiðum á hafinu milli fslands og Færeyja nú í sumar eins og undanfarin sum- ur. Það er nýung við þessar veið- ar Rússanna nú, að þeir nota léttar flotvörpur úr gerviþræði og af alveg nýrri gerð við veið- arnar. Hins vegar hefur ekkert frétzt um, hvernig veiðarnar hafa gengið. Laxveiði Norðmanna Laxveiðar frá Norður-Noregi á opnu hafi hafa gengið sér- staklega vel nú í sumar. Síð- ustu daga júlímánaðar eftir tveggja mánaða úthaldstima voru tvö þúsund smálestir af laxi komnar á land. Verðmæti iþessa afla upp úr sjó er talið 25—30 milljónir norskar krónur. I íslenzkum peningum 150—<180 inilljónir króna. Það eru ekki íiema tiltölulega fá ár, síðan Norðmenn hófu þessar veiðar, en aflinn hefur farið vaxandi, miðað við þátttöku í veiðunum. 'Nú í sumar varð metveiði. Laxveiðarnar í sjó frá Norð- ur-Noregi eru stundaðar . með rekhetum á grunnunum norður og norðvestur af Noregi. Tími þessara veiða er oftast júní og júlimánuðir.' jafna sök, en dæmin um þetta eru bara alltof, alltof mörg. Bara þessi misnotkun nælon- netanna var ærin nóg ástæða til þess, að settar hefðu verið fyrir löngu skynsamlegar regl- ur um notkun þessara veiðar- færa. En þó cr það vcrsta ennþá ótalið. Mestum skaða á okkar fiski- miðum valda þó að sjálfsögðu þau mörgu net sem árlega tap- ast og ekkert er skeytt um að slæða upp. Þetta eru á máli sjómanna hin svokölluðu drauganet. Þau liggja við botn- inn og halda áfram að veiða fisk þó öll bólfæri séu af þeim slitin og enginn viti því af þeim. Og þannig halda þau á- fram að drepa fisk sem sfð'áh úldnar og morknar í netunum, á meðan nokkurt flotholt er fast á þeim, sem getur lyft net- unum frá botni. Með skyn- samlegri löggjöf og góðu eftir- liti væri ekki aðeins hægt að draga úr þessu tjóni á miðun- um. heldur líklega koma í veg fyrir að mestu. Friðmi hrygningasvæða Þegar fiskileitartæki hafa náð slíkri fuilkomnun eins og í dag, þá er friðun ó ákveðnum hlut- um af hrygningarsvæðunum orðin mjög aðkallandi nauðsyn, ef fiskistofninum á ekki að stafa bein hætta vegna rán- yrkju. Við eigum að alfriða á hverju ári ákveðna hluta af þýðingarmestu hrygningarsvæð- um þorsksins hér við land með- an á hrygningu stendur. Við eigum að merkja þessi svæði með ljósduflum og láta gæta þeirra yfir friðunartímann. Ger- um við þetta, þá má segja að stigi.ð væri fyrsta skrefið til skynsamlegri hátta í okkar fiskveiðimálum. Hér hafa engar ranhsóknir farið fram til að skerá úr um það, hvort nælonnetin valdi skaða með fleira móti, en nefnt ihefur verið hér. En niðurstöður vísindalegra rannsókna á fiski- miðunum við Lófót sem birtar voru í fyrravetur, að loknu tveegja ára rannsóknartímaibili leiddu í ljós að nælonnet þar ollu miklum skaða þannig, að fiskur sem ánetjaðist í þeim en sleit sig síðan lausan, hann var meira og minna særður eftir netin, og stundum þannig að hann gat aldrei borið þess bæt- ur. Þegar hann svo var veidd- ur með öðrum veiðarfærum löngu seinna þá bar hann þenn- an skaða. Fyrst þetta varð nið- u.rstaða rannsóknanna í Noregi hlyti hún að verða þeim mun verri hér, sem því nemur. hve notkun netanna er hér ósjtórn- legri. Skipting miðanna Eitt af þvi skynsamlegasta sem við getum gert, og þurfum að gera, er að skipta ákveðnum veiðisvæðum hér á miðunum á milli veiðiaðferða. Það er varla vafi á því, að með þessu mætti ýmislegt laga sem nú íer af- lagá hjá okkur í þessum efn- um. Eftir því sem ég þekki til, þá er þessi skipting miðanna hvergi eins aðkallandi og hér við Faxaflóa, enda ena hér á vetrarvertíð ein allra beztu línumið sem þekkjast. En það er útilokað að hægt sé að leggja línu og net hvort innan um annað og því er það aðkallandi að veiðisvæðum verði skipt á miilli veiðiaðferða. En það hefur áreiðanlega stórlega dregið úr línuveiðum hin síðari ár, hve erfitt hefur verið fyrir línubát- ana að athafna sig, eftir að meginhluti veiðiílotans hefur byrjað með.net, og engin skipt’- irig v'erið' tfl millí' veíðiaðferða. Því skyldum við ekki gela tekið upp skynsamleg vinnubrögð á miðunum, þegar hagsmunir okkar krefjast þess? Þetta hafa ýmsar þjóðir gert á undan okk- ur með góðum árangri. Hér að framan hef ég tekið fyrir einn þátt okkar fiskveiða og sýnt fram á að umbóta er þörf. En þetta er einmitt sá þáttur í okkar fiskveiðistarfi sem mikið veltur á að verði tekinn réttum og traustum tök- um innan okkar fiskveiðilög- sögu. Dragnótaveiðarnar í landhelginni Síðustu árin hafa dragnóta- veiðar verið leyfðar innan fisk- veiðilögsögunnar á grunnmið- um, á ákveðnum svæðum. Það er orðað svo, að þessar veiðar séu leyfðar undir vísindalegu eftirliti. Hver hin vísindalega niðurstaða er eða verður af þessum veiðum er mér ókunn- ugt. Hins vegar er það stað- reynd nú í dag, að afli hefur sffellt- farið minnkandi í drag- nót á þessum svæðum, þannig að bátar hafa hætt veiðunum sumstaðar af þeim sökum nú í sumar. Ef svo verður í reynd sem margir hyggja, að drag-* nóta og botnvörpuveiðar spilli fyrir öðrum veiðiaðferðum á gfúnrimíðum, þannig að veiðar rrieð línu og handfæri svari ekki kostnaði lengi á eftir þar sem botngróðri hefur verið spillt með botnvörpu eða drag- nót, þá færi ávinningu.rinn að verða vafasamur að leyfa slíkar veiðar á grunnmiðum innan fiskveiðilögsögunnar. Hins vegar er okkur á því fyllsta nau.ðsyn að geta hagnýtt fiski- stofnana innan fiskveiðilögsög- unnar, jafnt skarkolann sem aðrar tegundir. Kemur þá til álita á hvern hát það er fram- ikvæmanlegt, svo það valdi sem minnstum skaða á fiskimiðum. Hinu vísindal. eftirliti sem tal- að er um í sambandi við leyfð- ar dragnótaveiðar, hlýtur að -vera ætlað það hlutverk að fá sem skynsamlegasta lausn á þessu þýðingarmikla máli. Ann- ars virðasi sum ókvæði fisk- veiðilöggjafarinnar orðin úrelt. Það nær t. d. ekki nokkurri átt að leggja að jöfnu veiðar með botnvörpu og flotvörpu( eins og gert er nú í dag. Fisk- veiðilöggjöf okkar þarf að end- urskoða og samræma breyttri tækni í veiðunum. En öll sú endurskoðun verður að miðast við, að við getum fullkomlegá hagnýtt okkur fiskistofnana á landgrunninu, án þess að um rányrkju sé að ræða, og ber þá fyrst og fremst að leggja hvað mesta rækt við þau veið- arfæri sem góðan árangur gefa í afla, en valda jafnframt minnstum skaða á þeim fiski Sem veiddur er og þeim sertt eftir er skilinn hverju sinni. Hér er mikið rannsóknarstarf sem þarf að rækja og rækja vel. Gleymum því ekki, að fiski- miðin á landgrunninu eru sú guUkista sem verður að endast þjóðinni um langa framtfð, þess vegna verður að hagnýta þessi miklu verðmæti af skyn- semi og fyrirhyggju. Ef við lær- um að gera það, þá mun okkur vel farnast. láikrraskiptí veria í Svíþjóð STOKK-HÓLMI 20/8 — Breyt- ingar eru fyrirhugaðar á sænsku ríkisstjórninni eftir sveitar- stjórnarkosningarnar, sem fram eiga að fara í haust, segir sós- ía!demókrataib1aðio ,,Aftonþlad- et“ í dag. Blaðið skýrir frá þv4, að Er- lander forsætisráðherra hyggi á ráðherraskipti með tilliti til nýrr,a verkefna. M.a. er talið að Östen Unden láti af embætti utanríkisráðherra, en Thorsten Nilsson, núverandi félagsmála- ráðherra, taki við því embætti. AUSTIN GIPSY LANDBÚNA ÐA RBIFREIÐIN AUSTIN -GIPSY fer sigurför um landið vegna sinnar frábæru aksturhæfni jafnt á vegi sem vegleysum. AUSTIN-GIPSY er byggð fyrir akstur við erfiðar aðstæður, og hentar því mjög vel við staðhætti hérlendis. AUSTIN-GIPSY er með FLEXITOR-fjöðrun við hvert hjól, sem gerir hann sérlega hæfan fjalla- og torfærubíl. Vegna sívaxandi eftirspurnar er væntanlegum kaupendum bent ú að tala við okkur sem fyrst. ÞÉR GETIÐ TREYST AUSTIN GARÐAR GISLASON h.f. bifreiðaverzlun — Sími 11506. ’4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.