Þjóðviljinn - 21.08.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 21.08.1962, Page 7
plÚÐVILJINN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaliíítaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjprar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Vísvitandi skemmdarverk ^ Morgunblaðinu á laugardagin er hælzt um hina „hörðu hríð“ að ,,austurviðs‘kiptunum“ sem gerð 'hefur verið -í blöðum ríkisstjórnarinnar undanfarið og tekið hefur á sig fáránlegustu ofstækismyndir. Verð- ur enn ljóst af þessum framhaldsskrifum að það sem vakir fyrir íhalds-blöðunum er að sþilla fyrir og eyðileggja austurviðskiptin, sem verið hafa íslenzk- um sjávarútvegi og þjóðinni allri til mikilla hags- bóta undanfarna áratugi. Qg varla verður ofsögum sagt af ofstækinu. Bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið ráðast af h-eift á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna vegna yfirlýsingar hennar u-m gildi austurviðskiptanna. Hér virðist enn hin sameiginlega ritstjórn íhaldsblaðanna og Alþýðu- blaðsins að verki og mun ætlunin að sýna, að hér eftir verði engum hlíft sem vogar sér að mótmæla. gn einhvern tírna hefði þótt næsta ótrúlegt að Jón Árnason og Sigurður Ágústsson og Einar „ríki“ Sigurðsson alþingismenn og varalþingmaður íhaldsins, og stór hópur smærri spámanna Sjálfst-æðisflokksins fengju yfir sig þessa góflu í Morgunblaðin-u: „AðstancL- endur SH eru orðnir hinum austræna markaði of háðir. Þeir óttast að hin harða hríð, sem hér hefur að undanförnu verið gerð að austurviðskiptunum, kunni að styggja hina austrænu viðskiptavini. Það virðist því vera óttinn við reiði Krústjoffs og þröng eiginhagsmunasjónarmið sem standa bak við yfirlýs- ingar þeirra. Hún er því aðeins ein sönnunin fyrir því hve varhugavert það er fyrir íslendinga að verða of háðir hinum austræna markaði.“ JJér er að vísu með fádæmum ibarnalega stílað, en ef til vill er greinarhöfundur að ympra á vitn- eskju um tilganginn m-eð hinni „hörðu hráð“ sem hann nefnir svo, og sá tilgangur sé að „styggja“ viðskipta- vini íslendinga í tilteknum löndum svo að torvelt verði um alla verzlunarsamninga framvegis, með öðr- um orðum vísvitandi dfcemmdarverk gegn þessum þætti utanríkisviðskipta íslenzku þjóðarinnar. Það væri í fullu samræmi við þá afstöðu ríkisstjórnar Ól- afs Thórs og Gylfa Þ. Gísiasonar að austurviðskiptin séu böl sem geri íslendinga sáður sölu- og samkvæmis- hæfa meðal vestrænna vina og bandamanna. iCtjórn-arblöðin reyna nú að ná sér niðri á Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna fyrir það að hún hafi sýnt tómlæti gagnvart möguleikum til sölu á austurmörk- uðunum. Hvað eftir annað hefur sú gagnrýni komið fram á Alþin-gi, að mektarmenn Sölumiðstöðvarinnar t.d. hinn fráfarni alheimsframkvæmdastjóri Jón Gunn- arsson, hafi sinnt allt of lítið um möguleika austur- markaðanna, en allt það he-f-ur verið talin ástæðula-us gagnrýni af núverandi stjórnarflckkum þar til nú að einnig það er no-tað til árása. Hitt skal hel-dur eikki vefengt, að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins í SH séu þar trúir hefð flokk-s síns varðandi -eiginhagsmunasjónar- miðin. En það breytir ekki því, að öll þjóðin hefur haft hag af því að miklir markaðir fyrir áslenzkar fis-kafurðir unn-ust í sósíalistísku löndunum e-ftir str-íð, né hinu að einmitt nýting þeirra markaða gerði fs- lendingum margfalt léttara fyrir að standa ge-gn of- beldisaðgerðum Bretlands í landhelgismálinu og að vinna þann úrslitasigur í baráttunni um tólf mílna landlhelgina sem unninn var, áður en Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðufl-ckk-urinn svikust aftan að þjóðinni og gáfust u-pp fyrir ofbeldisríkinu. Og það er tví- mælala-ust þátt-ur í því að lama efna-ha-gsl-egt sjálf- stæði þjóðarinnar að rílkisstjórn íslands virðist rtú gera skipulegar ráðstafanir í áróðri sínum til að eyðileggja austurviðsikiptin, enda gert í saimráði við erlenda valdamenn.— s. Nokkur um GEIMFARA Eftir ARNA BERGMANN Þessar línur eru skrifaðar með- an þeir Nikolaéf og Popovitsj marséra um himinhvolfið og fólkið í landinu fylgist með -spenningi með orðum þeirra og hreyfingum sem sjónvarpið séndir út samvizkusamlega. Og menn spyrja hver annan: Hvað skyldu þeir fljúga lengi? Þegar Nikolaéf fór upp voru menn ánægðir, en varla neitt undrandi, því þetta hafði kom- ið fyrir áður. En Popovitsj gerði meira en að tvöfalda ánægjuna — hann færði mönnum undr- un og margfaldaði ónægjufulla forvitni þeirra. Þarna flugu þeir sem sagt tveir. Og kannski kvikmynduðu þeir hvor ann- an. Nú getum við sent upp -tíu skip, sagði gamall maður. tJ-tvarpið þagnaði ekki og sjónvarpið sjaldan. Skáldin- tví- henda pennan, þrátt fyrir gaml- ar væringar milli lýrikur og eðlisfræði. Menn rifja upp forn og ný afrek vísindamanna, flug- manna og ferðalanga. Margir eru satt að segja yfir sig hátíð- legir. Það er mikið talað um geimflug og snilli mannsins í þessu landi, og þegar röðin er komin að manni sjálfum þá eru vandræði vís. Það liggur við ég öfundi Ensambaéf. Ensamba- éf er dansari frá Kákasus, frá- bær dansari. Nýlega var gerð tovikmynd af honum í ýmsum dönsum. Hann dansar kátlegan hjarðmannadans. Hann dansar trylltan indíánadans. Hann dansar kosmískan dans innan um tannhvöss og skærlit fjöll óþekktra hnatta, léttan, svífandi dans þyngdarieysisins. Síðan kemur hann heim aftur og er vel fagnað af mannfólkinu. Þið getið nærri um það, hvað strákarnir í þessu iandi vilja verða. Þeir vilja verða stjörnu- flu.gmenn. En ég þekki fimm ára dreng sem tekur skýrt fram: „Ég ætla að verða venju- legur flugmaður“. hann sjálfstæður í Svona ei skoðunum. /. Blaðamenn eru nú betu.r und- irbúnir en við fyrri geimflug. Þeir hafa tilbúnar ýtarlegar ævisögur Nikolaéfs og Popovitsj. Þeir hafa safnað saman kynstr- um af myndum. Hrifnastur varð ég af tveim myndum: önnu.r sýnir önnu, móður And- ríans Nikolaéfs, auðsjáanlega góða kcnu með hvítan klút bændakvenna og gleraugu frammi á nefbroddi. Hin sýnir Pavel Popovitsj í skemmtigarði ásamt dóttur sinni; þau hafa fengið sér far með leikflugvél sem snýst í hring: „Ertu ekki hræddur, pabbi?“ spyr stúlkan. Það er at'hyglis'vert að Nikola- éf er tsjúvas. — en tsjúvasar eru lítii þjóð á stærð við ís- lendinga. Fyrir nokkrum áratug- um voni þeir svoleiðis þjóð, að „guð hafði gleymt þeim“, en nú eiga þeir semsagt sinn geim- fara. Og Popovitsj er úkraínu- maður. Flokkur geimfara gerist fjölbreyttari. Faðir Andríans dó á stríðsár- unum, og segir móðir hans, Anna, að drengurinn hafi verið iðinn, hjálpsamur og úrræða- góður. Hann las bækur um hetju.r og ferðalanga. Einhverju sinni villtist hann með öðrum strákum í villiskógi. „En það var þá hann Andrían minn sem fann leið út úr skóginum. I þorpinu okkar er allt úr tré, heldur Anna áfram, og líklega var það þess vegna að synir mínir, Andrían og Ivan, gengu í skógfræðingaskóla." Að loknu námi vann Andrían Nikolaéf um tíma í Kerelíu, stjórnaði þar hundrað manna vinnuflckki og sex dráttarvél- um, og gat sér gott orð fyrir atorku og réttsýni. Frá þeim tímum er til um hann skemmti- leg saga. Einhverju sinni elti Andrían elg á skíðum tuttugu kílómetra. En þegar hann var kominn í gott skotfæri við eig- inn, lét hann þyssuna síga: „Ég gat ekki fengið af mér að Krústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna óskar móður Nikolacffs geimfara til hamingju með afrck sonar hennar. drepa .svo. fallega skepnu.“ • Andrían var kallaður í her- inn gerðist flugmaður. í júlí 1956 hlaut hann sérstaka við- urkenningu fyrir 'hugprýði — hreyfill orustuflu.gvélar -hans bilaði á æfingaflugi, en Nik- olaéf bjargaði sér ekki út í fall- hlíf, b.eldur Lagði á sig hættu- lega nauðlendingu á rúgakri og bjargaði þannig dýrmætri flug- vél. Hann var síðan valinn til sérstakrar þjálfunar, vingaðist við Gagarín og Títof — og hefði komið í stað hins síðar- nefnda ef eitthvað hefði komið fyrir á síðustu stundu. Um i hann hefur Títof skrifað: „Ég æfði með geimfara no. 3. Þetta er ungur maður, meðalhár vexti. Furðulega rólyndur, hæglátur, hæverskur, hugsar sjálfstætt . . . Með slíkum manni er hægt að vinna heila öld“. Móðir Nikolaéfs segist aldrei hafa ibúizt við því að Andrian gerðist flugmaður. Allt í einu fékk hún ljósmynd af honum í flugmannabúningi: „Mamma, ég er farinn að fljúga". „Heila viku eftir það komu nágrann- arnir til mín að skcða mynd- ina og lesa bréfið frá honum.“ segir Anna. Anna Nikolaéfa lét í Ijós nokkrar áhyggjur yfir því, að Sonur hennar er enn ókvæntur. En hann hefur kannski ekki haft tíma til að hugsa um slíkt, drengurinn, hann hefur allur verið í flu.ginu og geimferðun- um. „En nú hugsa ég hann bjóði mér bráðum í brúðkaup- ið sitt“ . . . II. Sovézkir sjónvarpsmenn hafa sýnt að þeir ráða yfir hinni fullkomnustu tækni með Iþví að sjón- varpa frá geimskipum þeirra Nikolaéffs og Popovitsj. Myndin er tekin í stjórnklefa sjónvarpsstöðv- a'rinnar ,í Moskvu þegar fyrsta sjónvarpið frá geimskipunum stóð yfir. Pavel Popovitsj er, eins og félagi hans, af bændaættum, en faðir hans hefur lengi verið kyndari. Roman Pcpovitsj seg- ir: „Börnin voru mörg, en kaup .mitt ekki hátt, og Pavel vand- ist frá barnæsku á að hjálpa , foreldrum sínum eftir beztu getu. Hann passaði yngri syst- kyni sín, sótti vatn, hugsaði um garðinn, hjálpaði mér að kynda í sykurverksmiðjunni. Hann s.tóð sig alltaf vel í skólanum, las mikið“. Æska Paveis var erfið. Þjóð- verjarnir hernámu héraðið. Faðir og sonur urðu um tíma að fela sig í gamalli hlöðu fyr- ir herlögreglu sem smalaði fólki í nauðungarvinnu til Þýzka- lands. Svo var landið frelsað en erfiðleikar voru enn margir: í<?> barnaskólunum var skrifað á veggfóður og gömul áróðurs- spjöld. Eftir sjötta bekk varð gei.mfarjnn að hætta í skóla til að hjáfpa fjölskyldunni, en hann lét ekki hu.gfallast: vann á næturvakt og sótti iðnskóla á daginn. Þannig hélt hann mörg ár áfram að vinna og læra, og lau.k að loku.m iðn- skó’.a ií st-álborginni Magnito- gorsk. Eftir það: herþjónusta, flugrríennska — og síðan urðu góðar gáfur og hestaheilsa hans til þess að hann var valinn til geimþjálfunar. Margt fleira er ti.l frásagnar u.m þennan hressilega unga mann, sem hefu.r ánægju af Garcia Lorca, Goethe og Gorkí og dáist að Balszac og frábæru starfsþreki hans. Það er líka hægt, að mínnast á rómantíska ástarsögu af honum: Þau. María Vasíléva sáust ekki í þrjú ár, því landið er víðáúumikið; þau gátu aðeins skrifazt á. Svo gift- u.st þau eftir alla þessa bið. Og eiga unga dóttur. Þéi.r halda áfram að fl.iúga. MiUjón kílómetra. Trésmiður- . inn Boiko frá Úljanovsk til- kynni.r að honum hafi fæðst sonur sem hlaut nafnið Andrí- an. Þjóðin er stolt af sonum sínum . . . Nikolaéff og Popovitsi fagnað Moskva heilsaði Nikolajéf og Popovitsj með sólskini og rauð- um fánum, myndum af stjórn- málaleiðtogum, blómaregni og húrrahrópum. Á flugvellinum urðu fagnaðarfundir: Forystu- menn flokks og stjórnar föðm- uðu gcimfarana að sér mjög innilega svo og ættingjar þeirra tárfellandi af gleði, en. Titof og Gagarín tóku þá hrygg- spcnnutökum, og lyftu þeim frá jörðu. Þessir fjórir vinir töluðu oft saman meðan á flug- inu stóð. Þarna var auðvitað sex ára dóttir Popovitsj Natasha, sem orti um daginn: Pabbi minn flýgur um geiminn, langt í burt frá okkur. Hann brosir, en ég veit, að þetta er erfitt fyrir hann. Hún, pabbi hennar og Krúst- joff Ieiddust út að blómskreytt. um tsjaikabíl, þar selttust himnabræðurnir og nánustu ættingjar þeirra. Hljómsveit lék eitt lagamia, sem Popovitsj söng sér til dægrastyttingar úti í geimnum. Svo hófst klukku- stundar sigurför um höfuðborg- ina. Nikolaéf hélt ræðu á Rauðatorgi. Hann lét í /ijós á- nægju yfir því, að nú hefur fyrslta sovézka landsmótið ver- ið haldið úti í geimnum, vina- fundir væru góðir en þó beztir þar. Hann áleit að vísindalegar niðurstöður flugsins yrðu mjög gagnlegar í náinni framtíð og sagði glæsilegan árangur flugs- ins ávöxt mikilfenglegs starfs sovétþjóðarinnar og flutti henni og leiðtoguum hennar þakk- læti fyrir umhyggju og aðstoð. Framhald á 10. síði NAZIM IIIKMET: — Ég er sósíalisti, niliilisti, lýðveldissinni, allt sem getur verið hinum afturhaldssinnuðu andstætt. Þetta reit August Strindberg -árið 1880 í bréfi til Edvarcf Brandes, sem þá hafði tekið upp bréfaskriftir við hinn sænska rithöfund með þv-i að þa-kka honum fyrir hina raun- sæju þjóðfélagsádeilu „Röda rum-met“. Og' Strind'berg hélt áfram; — Ég vildi taka ■ þátt í þ-ví að snúa öllu við ti). þess að sjá hvað á botninum leyndist. Ég held við séum svo gegnsýrðir, svo þræltoundnir, að því verði ekki bjargað nema með þv-í að sprengja allt upp, rífa frá rót- um og byrja á ný! Með borgaralegum bók- menntafræðingum hefur gætt tilhneigingar til að skoða sam- úð Strindbergs með hinum nýju stjórnmálastefnum sem stundanhrifningu, nokkurs kon- ar „daður“, sem ekki væri á- stæða til að taka alvarlega. iEn það er t-áknrænt, að í Svíþjóð eru stöðugt að koma fram ný gögn, sem afsanna Iþessa þjóðsögu og gefa til kynna, að stjórnmá’.aáhugi Strindbergs var langtum meiri en áður hefur verið ihaldið. Eitt Slrindberg „dulbúinn scm rússneskur níhilisti" er hann dvaldist í Sviss. STRINDBERG, fjand- maður þjóðfélagsins 'hið nýjasta í jþessum rannsókn- . um er doktorsrit-gerð eftir- S-ven-Gustav Edqvist: „Fjand- maður þjóðfé!agsins“ sem út er gefin af Tidens forlag í Stokkhólmi. í toóik sinni -heppnast Edqvist á sannfærandi 'hátt að sýna fram á, að sigur Strindibergs sem þjóðfélagsgagnrýninn rit- höfundur er í nánum tengslum við áhrif bau er hann varð ’fyr. ú) Ég minnist stjarnanna Ég minntist stjarnanna þad kemur á daginn að ég elska stjörnurnar horfi upp til 'þeirra og undrast eða flýg við hlið þeirra. Ég vil gjarnan spyrja geimfarana eru stjörnurnar stærri þar uppi? og hvernig líta þær út: dýrir steinar á svörtu flaueli eða ferskjur á rauðgulu klæði? Og einnig — finnur maðurinn til stolts þegar hann nálgast stjörnurnar? 1 Ogonjok sá ég litljósmyndir af gcimnum. Maðurinn klökknar þegar hann sér þær Þær cru takmarkaleysi draums okkar vits okkar handa okkar Ég horfði og gat hugsað um dauðann án minnsta trega Það kemur á daginn að ég elska geiminn. ( — á.b. — ir frá hinum rússneska nihil- isma, og árásúm þeim á keis- aradæmið, -er hámarki n-áði með morðinu á Alexander keis. ara öðrum. — Nihilistamir, það eru mínir menn. Ég verð að hafa tal af þeim, skrifar Strindiberg Brandesi síðar, 05 í k-væðinu F-olkupplagan hyllti hann op- inskátt ver-k hinna rússnesku hermdarverkamanna. í fyrstu virtist hann hafa mestan áhuga á aðferðum ni-hil- ismans, en tekur smám sam- an að gefa þjóðfélagslegum og stjórnmá’.alegum markmiðum hans meiri gaum. Hann fór utan, fyrst til Fra-kklands, s-íðar til S-viss, og samband hans við landfótta Rússa varð mjög mi-kilvægt fyrir rithöfundarferil hans, ekki síst sökum ,,anarkistiskra“ hugmynda o-g yrkisefna. í byrjun bókarinnar er birt langt og' opinskátt bréf, sem Strindberg skrifaði göm’.um vini sánum árið 1887. — Þegar ég talaði fyrir tveim árum við þig um sósíal- ismann s-varaðir þú: Engan sósiíalisma hejdur anarkisma! Reyns’.a m-ín og liífið sjálft ihefur leitt mig þan-gað: Og ég er anarkisti, allt mitt starf hefur miðað að bessu: Enga fjötra, enga stefnuskrá, frelsi fyrir al!t og a’.la. En í „blaðaviðtali“, sem Strindiberg skrifaði fyrir sjálfs- ævisögu s-ína „Tjánstekvinnans son" reit hann þetta; — Ég er ekki einstakling- ur gegn þjóðféiaginu. ég er að- eins einstaklin-gur gegn ríkj- andi þjóðfélagi. Þvert á móti er ég hlynntur -þjóðfélaginu, nefnilega því þjóðfélagi, er koma s-kal. í tilvitnuninni í upphafi þessarar greinar gerir Strind- berg ekki greinarmun á sósí- alisma og anarkisma — notar aðeins hugtökin til þess að undirstrika and-úð sína á þjóð- félaginu. En Edqvist undirstri-kar, að þó að Strindiberg hafi lagt ýms. ar merkingar í orðið sóslíal- isma -þ-á sé ekki unnt, eins og svo oft hefur verið gert, að vísa sósíalisma -hans á bug. Nákvæm rannsókn á hugmynd. um Strindibergs um eignarétt, stéttavandamál, byltinguna og þjóðfé’.agsform framtíðarinnar getur gefið rétta mynd af þess- um atriðum. Edqvist. minnist á þessi vandamál, sem að vísu koma ek-ki aða’.rannsókn hans við, o-g hann gerir að tillögu sinni, að sósialismi Strind-bergs verði tekinn til vísinda’.egrar rann- sóknar. Góð ibyr.iun slikrar rannsókn- ar er tvegsja toinda doktorsrit- gerð frá hendi ahnars sænsks bók-menntafræðings. A’.lan Hag- stens, sem út ko.m árið 1951. Þar er drepið á ýmsar af þeim andstæðum, sem ávallt -voru í skoðunum Strindbergs á sósialismanum, meðal ann- ars vegar þess, að hann var ekki jafn snjall hugsuður og íhann var mikiil listamaður. En Hagsten ályktar einni-g. að engu að síður hafi það -verið sósí- a’ismi Strind-bergs, sem var hinn mi-kli styrk-ur hans í þjóðfélagslegum- toaráttuvilja hans. — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 21. ógúst 1962 Þriðjudagur 21. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7. ?-----------------------------— ---------------------------------------------------------------------—------------------------------------—rrzr*.------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------— -------------------------------------------------------:---------------------------- .... .. .......................................!—rv——-----------------------------------------------------------------------------------------------------—t:--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- ■'••.■*"“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.