Þjóðviljinn - 21.08.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.08.1962, Blaðsíða 5
KAUPMANNAHÖFN — Hið tvöfalda afrek Sov- étríkjanna, Vostok 3 og Vostck 4, verður áreiðan- Iega ekki það síðasta í ár. Allt bendir til þess, að undirbúningi að ferðum Vostok-geimikipa enn lengra út í geiminn sé nú að Ijúka og leyniþjén- ustur vesturlanda gera sér fyllilega Ijóst, að Sov- étríkin hafa sennilega íilbúna burðareldflaug, sem sent getur bæði geinrskip og birgðar^öð á braut umhverfis jörðu. Þannig hefst grein sem her- inálaritari danska blaðsins IN- FORMAXION, J. Lindegaard Christensen, skrifar í blað sitt, en þar skýrir hann frá þeim tilgátum sem uppi eru á vestur- löndum um nýjar eldflaugar Sovétríkjanna og er greinin birt undir fyrirsögninni: „60 mctra risaeldflaugin tilbúin í geimferð- ina. Sovétríkin hafa tilbúinn tækniútbúnað tungiferðarinnar. tDtreikningar vestrænna sérfræð- inga sýna að Sovétríkin hafa geimrannsóknirnar algerlega í Eínum höndum.“ Sovétríkin eiga allan lieiðurinn Greinarhöfundur hafnar þeirri 6kýringu á yfirburðum Sovétríkj- onna sem stundum skýtur upp í blöðum á vesturlöndum, að þeir séu því að Iþakka að þau hafi haft þýzka sérfræðinga við smíði eldflauga sinna. „Jafnmik- ið hefur gerzt á sviði eldfiauga- tækni síðan Þjóðverjar smíðuðu fyrstu V-2 skeyti sín, eins og orðið hefur í bílasmíði, síðan Daimler smiðaði sinn fyrsta bil og ekki er nokkur sennileg á- stæða til að efast um að „höfuð- smiður" sovézku eldflaugana er Rússi og að sovézkir tæknifræð- ingar eiga allan heiðurinn af framkvæmd stórkostlegustu geimrannsókna veraldar." Hann segir að þó að sumir .Bandaríkjamenn reyni enn að ;gera lítið úr þeim tækn'framför- um sem orðið hafa í Sovétrikj- unu.m, leggi aðrir Bandaríkia- menn sig fram við að læra af b’.THjm sovézku starfsfélögum sín- um og af þeim mikla árangri, sem þeir hafa náð með spútnik- um, lúnikum og vostokum sín- um. í síðustu fyi-irætlunum Bpn^aríkjamanna sé þannig gert r?ð fyrir sama fyrirkomulagi við smíði eldflau.ga og Sovétríkin hafa notað, þ. e. að setja eld- flau.aamar saman úr fáum full- reyndum eldflaugum. Yestrænar tilgátur Hann gerir síðan grein fyrir þei.m hugmyndum sem menn gera sér á vesturiöndum um hin- Jb^ /1. xo -Lii u _ 5j3atnik1*2 <Sputnik 3 |,unik1-3 Venusilc- Vostokl-4- Skýringarmynd þessi fylgdi greininni í INFORM ATION. Þannig ættu hinar sovézku burðarcld- flaugar að líta út samkvænjt útreikning um og tilgátum vestrænna sérfræðinga. Þetta hafa mcnn komizt næst því að vita hvernig Vostok- elflaug- arnar líta út. Tcikningin birtist fyrir nokkrum dögum í Pravda. ar sovézku eldflaugar, en að sjálfsögðu er þar aðeins um til- gátur að ræða, þar eð lítið sem ekkert hefur verið látið uppi um gerð þeirra í Sovétríkjunum. Hann telur þó þessar tilgátur sennilegar. Menn hafa fyrst getað gert sér nokkra grein fyrir hinum sov- ézku eldflaugum eftir að ein þeirra, sem kölluð hefur verjð T-l, var sýnd á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu árið 1957. Nánari upplýsingar hafa einnj.g verið veittar um þessa eldflfiug fyrir austan. Hún er 16,5 metrar á lengd, og 1,6 metri í Tpvermál. Þyn’gdin er 19-lésíir og þrýstiorka hennar er 35 les'tir. Bandaríkjam’Önnum tókst að mæla með nokkurri nókvæmni síðasta þrep burðareldflaugarinn- ar sem bar Spútnik I. á loft, en bað fór einnig á braut umhverfis jörðu. Reyndist það vera 15 m. langt. Mánuði síðar kom Spútnik II. og síðasta þrep bui’ðareld- flaugar hans var einnig 15 metra langt. Þvermál gervitunglsins var að neðan 1.10 metrar, en niður úr bví gekk ,giörð“ sem var 1,6 metrar að þvermáli. Mestar lík- úr voru þannig taidar á því, að T-1 hefði verið síðasta þrenið í burðareldflaugum fyrstu spútnik- anna. Þá bárust af því fréttir að sovézku vísindamennirnir hefðu smJðað eldflaugarþrep sem sam- anstóð af. íiórum T-1 eldflaugum og hafði 140 lesta þrýstiprku. Með bví nð nota bað seiTi'íyfsta þrep, en 'einfalda T-1 flaug sem annað, fékkst burðareldflaug sem var 27 metra löng og 77 lestir á þyngd. Það þykir staðfest að þessi eld- flaug hafí verið smíðuð, og hefur hún verið kölluð T-2. Enn eitt þrep þurfti til að koma Spútnik II. á loft. Reiknað hefur verið út að þriðja þrepið hafi verið 17 metra langt, 5,2 metrar í þvermál, hafi vegið 100 lestir og haft tvo eldflaugar- hreyfla sem hvor um sig hafði 120 lesta þrýstiorku. Samanlögð var burðareldflaugin þannig 45 m á lengd, þyngdin um 175 lest- ir. Þessi eldflaug fékk nafnið T-3. Ný gerð af „T-3‘ 15. maí 1958 var Spútnik III. skotið á loft. Þetta gervitungl vó 1.300 kíló og sérfræðingar kom- ust að raun um að efsta þrepinu hafði verið breytt, þannig að það varð styttra en gildara. Hreyfl- arnir f fyi'sta og öðru þrepi höfðu sennilega einnig verið endur- bættir. Þessi burðareldflaug var kölluð T-3A. Endu.rbótin á þriðja þrepinu leiddi af sér tilsvarandi endurbót á öðru þrepinu, svo að það varð jafngilt því þriðja. Ný burðar- eldflaug sem hafði aðeins einn eldflaugarhreyfil í öðru þrepi í stað fjpgurra var kpmin til sög- unnar pg var kölluð T-3B. 20 milljónir hestafla Eftir að Vostok 1 hafði verið sent á loft með Gagarín innan- borðs var frá því skýrt í Sovét- ríkjunum, að bui'ðareldflaugin hefði haft sex hreyfla sem sam- anlagt höfðu 20 milljónir hest- afla afköst, eða 950 lestir, um- reiknað í þrýstiorku. Hér var j um tvennt að ræða: Annaðhvort’ hafa verið smíðaður alveg nýr 160 lesta hreyfill, eða þá að notaður var endurbættur hreyf- ill úr T-3B. Þetta fyrsta þrep hefur verið talið vera 26 metrar, á lengd og þyngd þess áætluð, 425 lestir. I Lengd burðareldflaugar Vostok- geimskipanna —- að. geimskipinu sjálfu frátöldu — hefur verið á- ætiuð um 50 metrar, og þyngdin 750 lestir. Sennilega hefur sama eldflaug verið notuð til að skjóta á loft Venusarfarinu, en það vó 6,7 lestir. Gæti komið á braut 10 lesta geimskipi Þar sem þrýstiorkan í fyrsta þrepi þessarar miklu eldflaugar er 950 lestir ætti það að geta sent á braut umhverfis jörðu geimskip sem vega um 10 lestir, eða um helmingi meira en geim- skip þeirra Gagaríns og Títoffs. Með eldflaug af þessari gerð ætti m. a. s. að vera hægt að senda mannað geimskip á braut um- hverfis tunglið og láta það lenda aftur á jörðinni. Þessi eldflaug myndi þó senni- lega ekki nægja til að maður gæti lent á tunglinu og flogið aftur til jarðar. Til þess myndi Framhald á 10. síðu. Brszksr læknzr fiotty siýrs á LONÐON 19/8 — Fyrir hc’.gina fluttu læknar viðr hinn fræga HammersniHh- spííaia í London nýra á milli tveggja óskyldra manna. Aðgerðin. sem er sú fyrsta sem gerð er í heiminum af þessu tagi, lánaðist vel og báðum miinnuuum líður vel. Sjúklingurinn var 34 ára gamall læknir, að nafni Ian Clark, sem lá fyrir dauð- anum af vö’.dum nýrna- sjúkdóms, cn nýrað sem í j hann var grætt var úr 32 é ára giimlum írskum iækni, David Spencer, scm hafði boðizt til að láta starfsfé- laga sínuni eftir annað nýra sitt. Aðeins einu sinni áður hcfur svipuð aðgerð þess- ari tclcizt, árið 1360, eii þá var nýra fluít á milli tveggja eineggja tvíbura frá Edinborg. Ástæðan til þess að hingaðtil hefur ekki verið hægt að fiytja líffæri milli óskyldra manra hef- ur verið sú að í líkama viðtakandans hafa myndazt andefni gegn hinum fram- andi vefjuni. Það fylgdi ekki fréttinni hvernig kom- ið hefur verið í veg fyrir myndun slíkra efna, en áð- ur hefur frétrt af tilraun- uni brezkra visindamanna tii að eyða þeiin með geislaverkun. i Þriðjudagur 21. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5 [>v. J u f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.