Þjóðviljinn - 31.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1962, Blaðsíða 7
(MÖÐVILJINN Utgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Uraski ptingurinn ¥jað ber ennþá stöku sinnum við, að Alþýðuflokkur- * inn minnist gamalla stefnumála sinna. Á fyrstu árum flokksins, meðan hann var og hét, barðist hann skeleggri baráttu, og sá arfur entist honum jafnvel allt fram að síðasta áratug til baráttu gegn mestu óhæfuverkum afturhaldsins, svo sem gerð- ardómum í kjaradeilum, gengisfellingum og öðru þess háttar. Jafnvel Gylfi Þ. Gíslason hélt fjálgar ræður fyrir nökkrum árum, þar sem hann lýsti a'llsherjar- banni á almennan söluskatt, — að maður nú ekki tali um gengisfellingu, — vegna þess að engar ráð- stafanir ríkisvaldsins bitnuðu harkalegar' á launþeg- um en þessar. Fn margt hefur breytzt hin síðari ár og aldrei hafa verið gerðar hatramari árásir á kjör almennings í landinu en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Og allar eiga þessar árásir sammerkt d því, að þar er um að ræða aðgerðir, sem eru í algerri andstöðu við hagsmuni vinnandi fólks og áður hafa hlotið hina ströngustu for- dæmingu — hjá ýmsum núverandi foringjum Alþýðu- flokksins. En nú eru það einmitt foringjar þess flokks, sem fremstir standa í fjaridáflokki alþýðustéttanna. Og skýringin á þessum annarlegu umskiptum er aug- ljós: Alþýðuflokkúrinn lifir nú skuggatilveru sem fósturbarn ihaldsins, og þess eru mörg dæmi, að slík fósturbörn verði algjörir umskiptingar í öllum hátt- um sínum. Þau sörglegu örlög hafa hent Alþýðuflokk- inn. Þó er sú staðreynd enn sorglegri, að Alþýðuflokks- foringjarnir virðast una þessum örlögum vel. Samt fá þeir óyndisköst við og við, en ekki er það vegna þeirra hugsjóna, sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagt fyrir róða. Nei, það er þegar íhaldið lítillækkar þá pg tekur frá þeim bein og bitlinga. Þannig æpir vesa- jjngs Alþýðublaðið í gær: „Fjandmaður opinbers rekst- urs félck starfið!11 og er þar átt við, að eitt Grýlubarn íhaldsins 'hafi hrifsað stöðu framkvæmdastjóra við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar frá einum foringja Al- þýðuflokksins þar í bæ. — En það virðist ekki hvarfla að Alþýðublaðinu, að mestu fjandmenn opinbers rekst- urs sitja nú.í stjórnarstólum á íslandi með stuðningi og fyrir fulltingi umsikiptinganna í Alþýðuflokknum. Er ekki kominn tími til þess fyrir Alþýðuflokkinn að snúa baki við þessum „fjandmönnum opinbers rekst- ■urs“, — eða er það þegar orðið of seint að dómi for- ystumanna flokksins? Afleiðing „Viðreisnar44 |%að kemur æ betur í ljós, hve „viðreisnarstefnan" er * andstæð hagsmunum alls vinnandi fólks í landinu. Samþykktir bændafunda bæði norðanlands og sunnan eru nýjasta dæmi þess; en bændur telja hag sínum nú svo komið eftir undangengna „viðreisn“ núverandi stjórnarflökka, að þeim sé nauðugur einn kostur að grípa til sölustöðvunar á afurðum sínum, ef þeir fái ekki nauðsynlega lagfæringu. Viðbrögð málgagna rík- isstjórnarinnar við samþykktum bændafundanna eru táknræn. Þau eru fólgin 1 hótunum um valdbeitingu, ef bændur ékki falli frá kröfum sínum. — „Viðreisnin“ hefur leikið bændur svo grátt, að þéir telja nauðsyn að stórhækka verð afurða sinna. En jafnframt hefur „viðreisnin“ skert kaupgetu almennings svo stórlega, að stórhækkað verð búvara myndi hafa hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir neytendur. Þannig er „við- reisnin“ að kippa grundvellinum undan því mikiívæga samstarfi, sem verið hefur með bændum og neytend- um hin síðari ár. Til þess að koma í veg fyrir að svo vérði, þurfá'Vinnandi stéttir til sjávar og sveita að sam- einast urÚ að hnelkíkja núverandi stjórnarstefnu, og treysta enn frekar það samstarf, sem verið hefur um þessi mál. — b. MálfríSur Einarsdóttir ritar um Charles Baudelaire Nú eru bráðum liðin 100 ár síðan útíör Baudelaires var gerð í París. Tryggðavinir hans vildu að þetta yrði merkileg útför, með fjölda viðstaddra, og þeir ætluðu sér að tala fagurt mál honum til vegs og dýrðar, hreinsa nafn hans af lasti, láta skáldfrægð hans, sem svo lengi hafði staðið á, byrja að lýsa. Þeir báðu Sainte-Beuve að koffla og halda ræðu, hann bar því við að hann væri gamall og hrumur, þeir vonuðu að Gautier, sem skrifað hafði langan formála fyrir ljóðabókinni, með mikl- um íburði og skrúði, mundi koma. Hvorugur kom og það var sagt að Gautier væri svo líkhræddur og lífhræddur, að hann nefndi aldrei dauðann, hvað þá að hann slægist í lík- fylgd, og hefði flúið frá París til þess að geta verið afsak- aður. Og þegar farið var að tala yfir opnum moldunum, fór að rigna, svo þessar tæplega hundrað sálir, sem tekizt hafði að merja saman, urðu hræddar um silkihattana sína og svörtu fötin, og fóru að tvístíga í óða- önn, en veslings Asselineau, sem átti margt fallegt ósagt, missti máls af hryggð og reiði, og varð að hætta. Tvístraðist þá hópurinn undrafljótt í helli- rigningunni, en ihinir þrír tryggðarvinir hins látna Asse- lineau, Banville og Verlaine undu hið versta við. Og þetta var maðurinn sem hafði vonað að nafn sitt mundi lenda farsællega úr hafi ald- anna til þess að blása mönn- um draumi í brjóst, (þegar kvöldar) — stórskip knúið hvössum stormi. Sú varð raunin á. Þetta skáld, sem ekki fékk inntöku í akademíuna, sem var hund- eltur af skuldheimtumönnum, og verk hans metin á tæpa tvöþúsund franka að honum látnum,. hann er nú metinn jafn hinum fremstu af fi-akk- neskum skáldum á nítjándu öld, og svo er komið að þeir sem gerzt mega þekkja, teija hann einn af tveimur eða þremur hinum fremstu. Ljóða- bókin hans, sem óvirt var með ljótum orðum, og nokkur kvæði bönnuð, og hún öll, er nú kölluð vera til- valin til kvöldlestrar í stað bænabóka og guðsorðabóka, enginn þykir kunna góð skil á bókmenntum, sem ekki kann skil á þessu skáldi, áhrifa hans gætir víða, en samt veit ég ekki til að þau hafi komið fram hér á landi svo bragð sé að. Charles Baudelaire fæddist í París 9, apríl 1821. En þó að allmargar heimildir séu um ævi þessa manns, svo að af þeim má auðveldlega gera mikil ritverk, auk þess sem skáld- skapur hans, yfrið Ijós, þó myrk- ur sé, og ofurhreinskilinn, þó slunginn sé, lýsir höfundi sín- um svo vel sem orð fá gert — þá mundi ekki öllum hægt um að sjá sem í einni sjónhend- •ingu öll rök, sem að honum hníga, hið vofeiflega undraskin, sem yfir honum bjarmar, skynja hroll þann, sem enginn iþekkti fyrr, — le frisson nou- veau — og gera þetta öðrum ljóst, það tekst ekki nema þeim sem það er gefið. Af æviatriðum skáldsins eru þessi helzt: * Foreldrar hans voru hinn aldurhnigni Francois Baudelajre,, menntamaður í stíl átjándu aldar, kennari og húsgengiil hjá tignarmönnum, fágaður í háttum, fjölfröður og listhneigð- ur, og kona hans Carolíne, fædd í Englandi og alin þar uppj ágætlega gefin, en svo um- komulítil, að hún var nauð- beygð til að giftast þessum gamla manni. Hjá þessum for- eldrum átti barnið gott, meðan þau lifðu bæði, en það stóð ekki lengi, því Francois Baude- laire andaðist þegar sonurinn var sex ára. Annan son átti hann af fyrra hjónabandi, og lifði hann yngra bróður sinn, -<S> Karlakór Reykjavíkur efnir til happcíirœttis Karlakór Reykjavíkur hefur nú í sumar ráðizt I að koma upp húsnæði fyrir starfsemi sína og fest í þessu skyni kaup á tveim hæðum í nýju húsi við Freyjugötu. Kórinn efnir til happdrættis til að standa straum af kostnaði og er vinn- ingurinn Opel-Rekord fólksbíll að verðmæti 170.000 kr. Hver happdrættismiði kostar 25 krón- ur. Af starfsemi kórsins ella má nefna það, að stjóm hans hef- ur samþykkt að beita sér fyrir stofnun Söngskóla, sem einkum yrði , það hlutverk ætlað að þjálfa ungt fólk til starfa í hin- um fjölmörgu kórum víðsveg- ar um land. Laugardaginn 8. sept næstkomandi stendur Karlakór Reykjavíkur fyrir fjölbreyttri útiskemmtun í Ár- bæ. Einnig skal þess getið, að kórinn hyggst efna til söng- keppni fyrir ungt fólk næsta vetur og verður skýi't nánar frá henni síðar. • Skildi eítir myndavél í bíl Ungur Þjóðverji, sem hér er á ferð, varð fyrir því óláni að glata forláta Weltamynda- vél. Hann var á gangi á leið til Þingvalla í fyrradag og var kominn langleiðina, er hann fékk far með gráum Chevrolet fólksbíl með R- númeri. Hann fór út úr bíln- Um á' Þingvölluih, en 'sakn- 'aði myndavélárinnar skömmu síðar. Bíllin mun hafa verið ' á leið til Selfoss og er bíl- stjórinn beðinn að hafa sam- band við lögregluria í Reykja- vík ef myndavélin hefur orð- ið eftir í bílnum. en aldi-ei urðu þeir neitt sam- rýmdir. Enn átti bai’nið gott, nokkra hríð, í húsi þessu í fögrum garði, þar sem Marietta fóstra hans og dáindi annaðist störfin, en Caroline, móðirin, horfði nú fi'am til gleðiríkari daga, enda stóð ekki á því að sú von rætt- ist, því hennar bað fyrr en varði 'ungur og glæsilegur mað- ur, Aupick hersihöfðingi, og þótti henni þá sem hún hefði himin höndum tekið, og æ síðan með- an þau lifðu bæði. En ekki varð þeim barna auðið í hjónaband- inu. Þetta gat Karl litli aldrei að fullu fyrirgefið, því honum þótti Iþað lýsa ótryggð við minningu föður síns. Og nú kom hinn fyrsti skuggi, en ekki hinn síð- asti. Hann var ungur settur til mennta, og sást ekki annað en hann yndi sér vel og kæmi sér vel, auk þess sem námið var honum leikur, en öðruvísi sagð- ist honum samt frá síðar. Átján ára gamall varð hann stúdent, og nú hófust nýir tímar. Af há- skóíanámi varð lítið, og því minna af því sem móðir hans og stjúpi höfðu fyiriihugað hon- um, að komast rakleitt til hæstu metoi'ða í þjóðfélaginu, en stjúp- anum hefði verið innan handar að stuðla að því. Hinsvegar þróaðist nú með honurri sá á-; : setnip^ur að verða rithöfundur i og skáíd, o$. úað hejt hélt hann. Þó mun óhætt að segja, að ekki hafi komið ifram nærri allt það sem í honum bjó, því hug- myndafjöldinn var ótæmandi, og enduirminningar sínar segir hann í kvæði vera svo margar sem væri hann þúsund ára. Ekki var Aupickhjónum þessi ásetningur vel að skapi, og hófst nú sundurþykki á heimilinu, sem jókst, unz það ráð var tek- ið, að senda þennan glataða son í langfei'ð til mjög fjarlægs lands, Indlands, í þeirri von að annaðhvoirt sæi hann að sér eða kæmi ekki aftur. En aidrei komst hann alla leið, því Iþegar kom að eyjunni Mauritius, voru skipverjar búnir að fá nóg af þessum óskemintilega farþega, og voru fegnir að losna við hann í larid, en svo heppinn var hann að komast á gott heimili hjá frönskum hjónum, og þar k.ynntist hann Dóróþeu hinni fögru, vinnukonunnþ sem hann orti um síðar, og aldi-ei gat hann gleymt né hætt að þrá þessa fjarlægu, ilmríkít para- dís. En aftur kom hann til Frakk- lands að hálfu ári liðnu, og hafði ekki bætt ráð sitt, heldur tók hann að leggja lag sitt við skáld og rithöfunda, svo sem þá Honore de Balzac og Théo- phile Gautier, svo hinir fræg- ústu séu nefndir,; og um líkt leyti' batzt hann konu, sem var svertingi í aði'a ætt, Jeanne Duvalj'Og er svo sagt að um hana . hafi . ihann ort fegurstu ástaljóðín, en það var öilum mörinum ráðgáta, að . honum skyldi -sýnast-hún fríð. ■I'IJKHI i g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 31. ágúst 1962 Stuttu seinna var honum út- hlutað föðurarfirium, 75.000 frönkum, og tókst þá ekki bet- ur til en svö, að eftir tvö til þrjú ár þótti móður hans ekki annað ráðlegrá én táka af hon- um fjárráð til þess að bjarga því sem bjargað varð af arfr inum. Þáð var einmitt á þessum ár- um, sem Baudélaire lagði drög áð mestöllurn ófax'rtaði sínum síðar á ævinni, heilsuleysinu, skuldunum, ópíumnautninni, sem hann gat svo ekki vanið sig af, iðjuleysinu, og því sem af þessu spratt, hugarstríði og leiðindum, hefði ekki svona far- ið, kynnu að vera til 12 bindi eða tvisvar tólf, í stað rúmiega eins, af ritverkum eftir hann, hann hefði fengið inngöngu í akade.míuna, verið tignaður í lifanda lífi og fengið hina veg- legustu útföi', en úr því svona fór, gafst honum það að verða engu skáldi líkur — nema einu. Ekki er mér kunnugt um lestur hans, né hver skáld hann tignaði, áður en honum kom fyrir augu undarleg saga af svörtum ketti, en höfundui'inn, hinn amei'íski Edgar Poe, var þá gersamlega óþekktur í Frakk- landi. Þá var sem eldingu lysti niður í sál Baudelaire, hann varð undarlega gagntekinn af þessum skáldbróður sínum og þótti sem hann hitti þarna fyr- ir andlegan tvíburabróður sinn. Tók hann svo til við að læra ensku, eingöngu til að geta skil- ið rit Poe’s, og hann þýddi margt af þeim á frönsku, og er sagt að þetta hafi verið hið eina verk sem hann gekk að af kappi \g atorku. ★ ★ ★ Löngu síðar á ævinni kynnt- ist hann tónverkum Wagners, og kom þá hið sama upp, hann varð heillaður, og þótti sem hann fyndi sjálfan sig þarna fyrir, eins og í hitt skiptið. Það var ekki fyrr en árið 1857, sem ijóðabókin Les Fleurs du Mal kom út. Hún átti fyrst að heita Les Lesbiennes, Kon- urnar í Lesbos, en hiaut nú þetta nafn og hefur ekki annar bók- artitill orðið frægari. En það er undarlega erfitt að koma hon- um yfir á íslenzku, líkiega af því að við eigum ekki þessa hugmynd. Stephan Georgeþýddi bókina, og kaliar hana Die Blumen des Bösen, á ensku kallast hún Flowers of Evil, á dönsku Syndens Blomster, og er það gölluð þýðing og rangur titill. Og leiði ég minn hest frá því að ráða þessa gátu að sinni. Ekki var bókin fyrr komin fyrir almenningssjónir, erí upp- hófst mikið ramakvein og sið- ferðisvandlæting, Figaro heimt- aði þegar í stað að klám þelta og guðlast væri bannað, og var það gert, bókin gerð upptæk, og þarf ekki að orðlengja það hví- líkui' hnekkir þetta var skáld- inu, virðingu hans og öllum farnaði. Það voru einkum sex kvæði, sem svona glæpsamleg voru talin, og voru hart dæmd í dóminum, en frá uppkvaðn- ingu hans og þangað til honum var hrundið og öll ummæli í honum dæmd dauð og ómerk og vitlaus, liðu 90 ár. Upp frá þessu seig á ógæfu- hlið fyrir skáldinu, jafnt og þétt, sjúkleiki hans elnaði og dró hann að lokum til dauða, Jeanne Duval varð sjúk af of- drykkju og eiturlyfjaneyzlu, og óþolandi í sarnbúð, og að lok- um skildu þau að fullu, og nú voru skuldir hans orðnar svo óbotnandi, að engin leið var að iosna, en Ancelle, fjárhaldsmað- urinn, ósveigjanlegui' og harður, og jókst af þessu fullur fjand- skapur með þeim. Ég verð að fara fljótt yfir sögu, hvemig hann sótti um inngörigu í akademiuna og var hafnað, um það sem honum og Alfred de Vigny fór á milli af þeim sökum, en það var gott eitt, og má segja að þetta hel- sjúka þjóðskáld hafi einna fyrst- ur manna orðið til að sjá, hvað í bókinni bjó, en hana las hann á banasænginni. Að síðustu, þegar fokið var í flést skjól, og skuldheimtumerín- irnir ætluðu hann lifandi að drepa, flýði Baudelaire til Belg- íu. Þessi ævikafli varð einna ömurlegastur, og fáa hitti hann þar, sér til nokkurrar ánægju, nerna tvo, Felicien Rops, sem seinna varð frægur listamaður, og gerði hann myndskreytt tit- ilblað að kvæðunum sex, sem bönnuð voru í Frakklandi, og fornvin sinn einn, Poulet-Mal- assis. Baudelaire dó í París 31. á&* úst 1867, og hafði þá hvorki auðnazt að fuligera það verk, sem fyrir honum hafði vakað ævilangt, né öðlazt nándarnærri þá viðurkennin'gú, sem honum bar, hverskyns harmar og böl hlóðust því meira á hann sem lengra leið á ævina. Ég þykist vita, að það sé óviðfelldið þeim sem fram úr skarar, og finriur að hann gerir það, að vera sett- ur á bekk með miðlungum, eða fyrir aftan þá, enda biður Baudeiaire guð þess, að sér megi auðnast að yrkja þau kvæði, sem sannað geti honum sjálfum, að hann sé ekki síztur allra manna, standi ekki neðar en þeir, sem hann langar ekki til að líkjast.' Rúmu ári fyrir dauða hans barst honum samt hin fyrsta fullkomna viðurkenning. Hún kcm frá hendi tveggja gersam- lega óþekktra yngismanna. og birtist grein þeirra í tímariti, sem hét Artiste. Þessir tveir menn hétu Stéphane Mallarmé og Paul Veriaine, og ætti ekki að vera þörf á að kynna þá frekar. Þetta má heita uppháf að skáldfrægð, sem ekki dvín, en - hefur farið vaxandi í þau nærri 100 ár, sem síðan eru liðin, svo nú eru taldir tveir eða þrír, sem standi honum jafnfætis í Frakklandi á 19. öld, enginn( framar. BOBBY FISCHER ásakar sovézka skákmenn: Þeir höfðu af mér sigurinn meö brögðum Fyrir Curacao-niólið var Bobby, sem er 19 ára gamall, búinn að lýsa yfir að hann væri sjálfur tvímælalausft sterk- asti skákmaður í heimi og myncli því auðvitað v|inna mót- ið og leggja Botvinnik heims- meistara að velli í einvíginu sem á cftir færi. Úrslit í Cur- acao' urðu hinsvegar þau að Petrcsjan frá Sovétríkjunum varð efstur og næstir landar hans Keres og Geller, en Bobby Fischer varð að Iáta sér nægja fjórða sætið. Samantekin ráð Úrslit þessi hafa ekki haggað við sjálfsáliti hins unga skák- méistara, heldur komið inn hjá horium þeirri hugmynd að sov- ézku skákmennirnir hafi með sainanteknu.m ráðum rænt hann sigrinú.m. Bobby sakar þá. um að láta . af ! ráðnu.m hug sitákir sín í milli. fara. þannig. að einr hver úr þeirra hóp sé öruggur um sigur. Sovézkur skákmaður hefur vísað þessum sakargiftum á bug sem rógi ungs ofláta sem ekki hafi enn iært að tapa með sæmd. Snýr baki við FIDE Bobby er svo viss í sinni sök, að hann hefur lýst þvi yfir að ekki komi til mála að hann taki framar þátt í nokkru. skák- móti á vegum FIDE, en svo er Alþjóðaskáksambandið nefnt eftir u.pphafsstöfunum í nafni þess á frönsku. Það þýðir ekki að teflá þár sem FIDE kemur nærri, segir Bobby, „því að ef. rnaður byrj- ar illd er manni haidið niðri upp frá því, og ef maður byrj- ar veí; er maður dreginn niður seinna“. Bobby heldur því fram, að úr- slit flestra skákanna milii sov- ézku skákmannanna í Curacao hafi verið umsamin fyrirfram •cg oftast hafi þeir teflt- til jafn- teíli.s .innbyrðis. Máli sínu til sönnu.nar .vitnar . hann einkum í skák mllli Petrosjans og Ker- esar. Að dómi Bandaríkja- mannsins átti Petrosjan opna vinningsleið í þessari skák, en hann samdi um jafntefli. Bobby Fischer hefur leyst frá skjóðunni og kunngerf hvað því veldur að hann verður ekki heimsmeistari í skák í þessari atrennu. Það stafar ekki af því að uppi séu skákmenn honum snjallari, slíkt tekur Bobby ekki í mál, heldur af því að ótuktar sovézku skákmenn- irnir á kandídatamótinu í Curacao gerðu sam- særi gegn honum og felldu hann frá efsta sæti með brögðum. Dómararnir eins Það voru ekki sovézku skák- mennirnir einir sem stóðu að sámsærinu gegn Bobby Fischer í. Curacao. Starfsmenn mótsins voru. þeim samsekir, segir hann. Sovézku skákmönnunum var látið haldast uppi að þverbrjóta mótsreglu.rnar, segir Fischer. Þeir spjölluðu saman meðan skákir stóðu yfir, könnuðu stöðu Bobby og útlistuðu hana. Bobby kveðst margsinnis hafa mót- mælt þessu framferði við dóm- arana, en þeir hafi haít mót- mæli' sín áð engu. n Sovézkt svar Skömmu eftir að bandarísk blöð birtu ásakanir Bobby, var þeim svarað í blaðinu Sovétskji Spcrt í Moskvu. Þar skrifaði A. Provitsj, sem verið hefur skákdómari á alþjóðlegum mót- um, að bandaríski skákmeistar- inn reyndi nú að hefna ósigurs- ins í Curacao með rógi um sovézku keppinaútana sem þar urðu. honum yfirsterkari. Pro- vitsj vitnar í u.mmæli Bobby í blaðaviðtali á síðasta ári, þar sem hann kvaðst öllum öðrum skákmeisturum fremri, og segir: „Piltu.rinn frá New York fékk að finna það af eigin reynslu að tii eru. líka í Sovétríkjun- um menn sem kunna að tefla skák og það er ekki heiglum hent áð fást-við þá“. Reshevsky lætur ti.1 sín heyra 1 frásögn af ásökunum Bobby Fischers á hendur sovézkum Bobby Fischer skákmci'sturum segir New York Times, að svipaðar raddir hafi áður heyrzt meðal bandarískra skákmanna, en Bobby hafi orð- ið fyrstur þeirra til að bera sovézkum keppinautum sínum á brýn að þeir hjálpist að með brögðum að halda niðri skák- mönnum frá öðrum löndum. Samuel Reshevsky, sem var langfremsti skálunaður Banda- ríkjanna þangað til Bobby kom fram á sjónarsviðið, vildi ekk- ert scgja beint um sakargiftir landa síns. Hins vegar kveðst hann álíta að núverandi fyrir- komulag keppni um heims- riicistaratignina sé „ranglátt og komi ójafnt 01001!“. Skipulagið er svo hliðhollt sovézkum skák- mönnum að engir aðrir hafa sigurmöguleika, segir Reshev- sky. Föstudagur 31: ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.