Þjóðviljinn - 27.09.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1962, Síða 1
 yii JIHN Fimmtudagur 27. september 19G2 — 27. árgangur — 209. tölublað. Tvœr farþegaþotur nauð- lenda d Keflavíkurflugvelli Heimild tilverk- fellsboðunar á síldveiðum ;AKRANESI 26 9 — Á fundi i í sjómannadeild Verkalýðs- 1 félags Akraness, sem haldinn ' var í gærkvöld, var einróma l samþykkt tillaga um heimild i til handa stjórn deildarinn- 1 ar að boða verkfall á síld- , veiðum og cinnig samúðar- i verkfall á öðrum veiðiskap á bátaflotanum. Einnig voru kosnir 2 full- I trúar á þing Sjómannasam- i bandsins og eru það Jóhann- • es Jóhannsson og Ingimar Leifsson. Síðdegis í gær nauðlentu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 707, eign þýzka flugfélagsins Luft- hansa, er voru í áætlunarflugi frá Þýzkalandi til New York, á Keflavíkurflugvelli, þar sem ótt- azt var, að um borð í annarri hvorri vélinni væri tímasprengja. 130 farþegar voru í vélunum auk 10 manna áhafnar á hvorri vél. Flugvélarnar lentu heilu og höldnu og engar sprengjur fundust um borð í vélunum við rækilega leit sem í þeim var gerð í gærkvöld. Tildrög þessa óvanalega atburð- ar voru þau, að um kl. 15 í gær var hringt á skrifstofu Luft- hansa í New York og tilkynnt, að ein af flugvélum félagsins myndi springa af völdum tíma- sprengju eftir klukkustund. Var þegar brugðið við og allar flug- vélar flugfélagsins, sem á flugi voru voru látnar snúa til næsta flugvallar og lenda. Flugvélarnar tvær, sem til Keflavíkurflugvallar komu voru er þetta gerðist á beinu flugi til New York suður af Islandi og fengu þær þegar fyrirmæli um að leita hér lendingar. Barst tilkynningin um komu flugvél- anna til Keflavíkur um kl. 4 og áttu þær þá að lenda þar innan stuttrar stundar. Mikill viðbúnaður var viðhafð- ur á vellinum til þess að taka á móti flugvélunum og voru farþegar þegar látnir ganga frá borði og íór það allt skipulega fram og gekk fljótt. Fóru konur og börn á undan út úr vélunum. Vélunum tveimur var síðan ek- ið á afvikna staði á flugvell- inum og settur um þær strang- ur vörður og var ákveðið að hefja ekki leit í þeim að tíma- sprengjunni fyrr en eftir áætl- aðan komutíma þeirra til New York, en fyrri vélin átti að koma þangað kl. 8.30 og síðari vélin kl. 9. Farþegarnir voru hins vegar fluttir til Reykjavíkur og snæddu þeir kvöldverð að Glaumbæ. Á tíundá tímanum í gær- kvöld hófst síðan leit í flug- vélunum undir stjórn lögreglu- ■stjórans á Keflavíkurflugvelli, Björns Ingvarssonar. Hafði Þor- b.jörn Sigurgeirson prófessor ver- ið fenginn til þess að taka þátt í leitinni og hafði hann með- ferðis geigerteljara til þess að finna, hvort þar leyndust ein- hverjir aðskotahlutir úr járni. I leitinni voru einnig sprengju- sérfræðingar frá bandaríska hernum, 5 tollþjónar og 10 lög- Framhald á 3. síðu Myrti konu sínz og fimm börn Helsinki 26/9. — Hryllilegur fjölskyldu harmleikur átti sér stað þriðjudagsnótt í Lappvesi í Finnlandi. Fjölskyldu faðir nokkur myrti fyrst konu sína með öxi. Síðan myrti hann fimm börn þeirra hjóna með sama vopninu. Að því búnu hengdi hann sig. Maður þessi hefur áður verið í geðveikrahæli. Hélt sig geta sagt verka - monnum upp ún fyrirvara í sumar réð hinn nýi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar fram- kvæmdastjóra að Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar, Óttar nokkurn Hansson. Hann er fiskvinnslu- fræðingur að menntun og hefur getið sér nokk- ■ urt orð sem Heimdell- ingur. Kosið á þing ASÍ Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hefur kosið fulltrúa á A’þýðusambandsþing og eru þessir aðalmenn: Ragnar Guð- leifsson, Guðmundur Gíslason, Guðni Þorvaldsson og Helgi Helgason. I.eiðrétting í frétt blaös'ns í gær um full- trúakjör á þing ASÍ siæddust tvær villur: Ful'trúi Verkalýðs- félags Skeggj astaðah repps er Magnús Jóhannsson og fulltrúi Verkalýðs- og sjómannafélags Djúpavogs er Ásbjörn Karlsson. Eru viðkomandi beðnir afsökun- ar.á þes.um mistökum. í fyrradag lét framikvæmda- stjórinn svo að sér kveða í star- inu á eftirminnilegan hátt. Hann fól einum verkstjóra sín- um að lesa bréf frá sér yfir verkamönnum þeim, sem vinna hjá Bæjarútgerðinni við upp- ■skipun. Efnislega var bréfið á þá leið, að hann sagði verka- mönnum upp vinnunni frá kl. 5 sama dag. Enginn ástæða var tilgreind. Að sögn kunnugra var til- gangurinn þessi: Að hjálpa Ax- el í Rafha og fleiri gæðingum til að sölsa undir sig alla vinnu við höfnina. Axel 4 Rafha og fleiri stofn- uðu fyrir tveim árum fyrirtæki- til þess að annast uppskipun úr skipum í Hafnarfjarðarhöfn og hafa þeir þegar náð á sitt vald allri slíkri vinnu nema þeirri, sem framkvæmd er fyrir Bæj- arútgerðina. Framkvæmdastjórinn reikn- aði dæmið þannig, að þegar hann væri búinn að reku mehn- ina, myndu þeir leita ásjár hjá Axel og kumpánum fremur en að ganga atvinnulausir. En nýi framkvæmdastjórinn var seinheppinn í þessari atlögu sinni. Verkamennhnir snéru sér til félags síus, H-.-far, og íor- maðurinn upplýsti Heimdelling- inn um það, að þessir vei'ka- Framhald á 3. síðu Blómasýningin í Alaska stcndur enn yfir og þeir sem leggja leið sína þangað munu njóta fyrirgreiðslu þessara fallegu stúlkna og þær heita (talið frá vinstri): Arndís Gunn- arsdottir, Elísabet Eiríksdóttir og Elsa Þórðadóttir. (Lm. G.O.). Soðkjarninn borgar alla vaktavinnuna VOPNAFIRÐI 26/9 (frá frétta- ritara) — Á liðnu sumyi tók síldarverksmiðjan liér á móti 224.000 málurn af síld og úr- gangi frá söltunarstöðvum. Úr þessu hráefni voru unnin 5700 tonn af lýsi og 5900 tonn af mjiili. NÚ HEFUR orðið niikið verð- fall á lýsi. en búið var að selja nokkurt magn fyrirfram á betra verði. Heildarútkom- an á rekstrinum er mun lak- ari en i fyrra vegna verðfalls- ins á lýsinu. Verð á mjölinu er 600 krónur fyrir tunnuna til útflutnings. Ríkissjóður hirðir 7.4 % af útflutnings- verðmætinu. í yOR ÚÓRU. fraiu (iiluverðar endurbætuv á verksmiðjunni. Reistur var stór lýsisgeymir og bætt við skilvindukostinn. Afkiist ukust í 5000 mál á sólarhring en voru áður mest 4000 mál. SOÐKJARNINN var nú nýttur til fulls, og fást við það sjii kíló af mjiili úr hverju síld- armáli framyfir það sem var þegar soðkjarninn rann í sjó. inn með soðinu. Sagt er að þessi s.iii kíló nægi tii að greiða alla vaktavinnu í verk- smiðjunni yfir sumarið. GEYMA VARÐ mikið magn af mjöli í húsnæði sem verk- smiðjan á ekki, og er nú í undirbúningi að bæta við mjölskenuuu. HÉR HEFUR verið ákaflega mik. il atvinna í sumar við síld- ina, og misheppnaðist þó siiltun að verulegu leyti vegna söltunarbannsins. Góða og feita söltunarsíldin var rétt nýfarin að bcrast þegar sölt- unarbannið fyrra var sett á. Kom það sérstaklega bart niður á nýrri stöð sem var að taka til starfa. Alls voru salt- aðar á þrettánda þúsund tunnur á fjórum stiiðvum. í FRYSTIHÚSINU hefur verið unnið fram að sláturtið næst. um stöðugt frá því í vor. Afli var jafn en bátakostur lítil!, eirai stór bátur og svo triil- ur. Nokkrir aðkomubátac liigðu hér upp. 1..

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.