Þjóðviljinn - 27.09.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1962, Blaðsíða 10
BsrHnarbréf frá Steinþéri Framh. aí 7. síöu. Næsti áfangi var í Leipzig- antrasse, við Potsdamer Platz. Umbúnaðurinn var hinn sami og áður, engin smuga í múrinn. En þarna var amer- ískur hervagn bandan múrs- ins. Hér var almenningi leyft að koma nær múrnum en við Brandenborgarhliöið. Amerí- kaninn notaði sér það óspart, til þess að bregða upp ýms- um ávörpum, svo sem t.d. „Skjótið ekki, þó skipað sé“, og vitnað því til stuðnings í Rósu Lu.xenburg. „Reynið að koma-st í frelsið hjá okkur“. „Þarna blæddi nú einum til ólífis ykkar megin“, o.s.frv. Að öðru leyti var allt með kyrr- um kjörum. Við okkur var bara sagt: „Þeir mega svo sem líma, og þeir mega kalla. Það anzar þeim enginn hérnameg- in frá. Og viðvíkjandi þessu um manninn, sem þeir segja að hafi blætt, út þá ferst þeim illa aö fjasa um það. Hvenær sem einhver okkar megin gerði sig líklegan til að ná í mann- inn, þá dundi sprengjukastið yfir múrinn, svo bráður bani var búinn hverjum þeim, sem reyndi að ná manninum“. ■,N’æst'’-er komið að múrnum á óbyggðu svæði. Vestan garðsins blasir við sjónvarpshöll þeirra vestan- verja. Austanmegin standa 2 hálíbrotin hús, og er nokkurt 'bil á milli. í öðru húsinu bjó einn kvenmaður, en hitt var autt. enda miklu meira broið. I júnímánuði síðastliðnum, er Adenauer var í heimsókn í Vestur-Berlín, varð konan vör mannaferðar í auða húsinu. Hún bregður óðara við, og ger- ir varðmcnnum aðvart. Á heim- leið aö húsi sínu er hún skot- in til bana. En þá voru varð- menn komnir á vettvang og réðu niðurlögum þess, er skotið hafði. Reyndist hann hafa kom- izt í auða húsið gegnum jarð- göng. Hús þetta stenduh 25 m frá múrnum. Alla þessa leið höfðu jarðgöngin verið grafin, til þess að opna leið fyrir leyni- samgöngur vestan að. Sjón- varpshúsið var úpplýst, og kastljósum óspart beint yfir svæðið, þegar sýnt var, að vörðurinn að austan var kom- inn á kreik. Meiri not urðu ekki að þeirra samgönguleið. Eftir var nú aðeins að sýna gestu.num tvennar varðstöðvar, foáðar við Fridrichstrasse. Það eru einu stöðvararnar, sem um- ferð er leyfð um, undir ströngu eftirliti. í norðurenda götunn- ar ligur leiðin inn á franska hernámssvæðið, í suðurendan- um inn á það ameríska. Þrem- ur bílum var hleypt inn að sunnan, meðan við sáum til, og einum að norðan. Enginn feitaði á að komast hina ieið- ina. Að endingu vorum við fullvissuð um, að engar manna- Heimaslmi 34-890. ferðir ættu sér stað milli borg- arhlutanna annarsstaðar. Þar með var þessu ferðaiagi lok- ið. Þetta varð nauðalítilfjörleg ferðasaga um svo merkilegar •slóðir, sem hér er um að ræða. En svona er það nú samt. Múrinn sjálfur er svo sem ekki merkilegt mannvirki, og það sem fram fer í nánd við hann, er að jafnaði lítt í frásögur færandi, sérstaklega á sólfögrum su.mardegi. Engu að síður geng- ur enginn þe-ss dulinn, að þarna er á ferðinni mikilfengiegt tákn dulinna krafta og æðis- genginna átaka. Gerð múrsins, í svo skjótri svipan, sem hún fór fram, er meira afrek en svo, að örmagna þjóðarbrot sé þar að verki. Múrinn er auð- vitað engin girðing um þræla- kistu, eins og Morgunblaðið hefur látið sér um munn fara. Þetta er í fjórða sinn, sem ég kem til Austur-Berlínar. Ekkert álitamál er það, að núna er miklu meiri umferð á götum borgarinnar en nokkru sinni áður, og ýmis merki um almenna velmegun auðsærri en fyrr. Öllum, sem við mig tala ber saman um það, að fjarri fari, að bygging múrsins valdi glundroða inn á við, eða lami athafnalífið. Þvert á móti hafi hún þjapað fólkinu saman, og hvatt það til að standa sig sem bezt. Með stórfenglegri aðstoð íbúanna í borgum landsins, er búið að bjarga kornuppsker- unni, þrátt fyrir lélegt sumar og erfiða uppskerutíð. Sams- konar samhjálparátak er nú að hefjast um björgun garðá- vaxtanna. Fyrir þessu öllu er mikiil og magnaður áróður, sem virðist ætlað að bera ríkuleg- an árángur. Það virðist ekki heldur standa á því hjá þeim hér, að senda öðru.m þjóðum, sem við erfið- lei.ka eiga að stríða, samúð og vinargjafir. Þannig hafa verið sendar milljónagjafir til Alsír og fran, og í gær voru sam- komur um landið, til þess að votta Kúbu samúð og heita stuðningi. En þó allvel líti út á ýms- um sviðum, þá getur varla hjá því farið, að við ýmsa erfið- Ieika er að stríða. Áberandi virðist, einkum í Berlín, að minna sé á boðstólum af vör- um, en stundum áður. Verð- lag á öðm en býnustu nauð- synjavörum er nokkuð hátt. Vafalaust eiga ýmsir um sárt að binda vegna múrsins, sem vini og venslamenn eiga hin- um megin við hann. Sömuleið- is má gera ráð fyrir, að ýms- um ausburbúum, sem komnir voru upp á lagið með að mata krókinn á ólöglegum viðskipt- um milli borgarhlutanna, hafi þótt súrt í brotið, að vera sviptir þeirri gróðalind. En fullyrt er, að yfirleitt hafi al- menningur í DDR orðið því feginn, að freistingin var frá þeim tekin, og andi léttar eftir en áður. Að sinni er ekki fært að rekja þessi mál nánar. En vonandi gefst færi til þess seinna. Gabelbach, 18. sept. 1962. Stþ. Guðmundsson. SKÓFATNAÐUR ,10) —r ÞJÖÐyiLJINN — .Fimmtudagur 2J. septemh^r, 1962 Fimm þúsund tyrknesk börn Framhald a'f 5- síðu. skemmdum. Bandarísk yfirvöld lögðu á'herzlu á að korn þetta skyldi aðeir.s notað til útsæðis. Nokkur barnanna létuzt af völdum sjúkdóms’ns. Hinna bíð- ur myrk framtiS. Jafnvel þau sem sýktust ár’ð 1955 eru enn loðin. Enda þótt margt hafi ver- ið gert til að lækna börnin og ráða sérfræðinga hafi verið Ieit- að hefur lítið miðað í þá átt. Margt bendir t:l þess að hin L2- ályktun Framhald af 4. siðu. þess að knýja fram stefnubreyt- ingu til hagsb '4* .innandi stétt- um verður að hnekkja meiri- hlutavaldi núverandi ríkis- stjórnarflokka í næstu kosning- um. Og það er nauðsynlegt að áhrif hagsmunasamtaka al- mennings verði tryggð. Til þess að svo megi verða telur 20. þing ÆF m. a. nauðsynlegt eftirfarandi: 1. Heildarstjórn á þjóðarbú- skapnum. 2. Þjóðnýting banka, olíufélaga, u.tanríkisverzlunar og stærstu hraðfrystihúsanna. 3. Bann við einkafjárfestingu erlendra einstaklinga, félaga eða fyrirtækja hér á landi. Allar erlendar lántökur fari fram undir eftirliti hins op- inbera og sé þess jafnan gætt að þær skerði í engu efnahagslegt eða pólitískt sjálfstæði landsins. 4. Skipuleg leit nýrra markaða fyrir íslenzkar afurðir og efld alhliða viðskiptatengsl landsins til þess að tryggja senv bezt efnahagslegt sjálf- stæði þess. 5. Uppbygging iðnaðar ásamt nýtingu íslenzkra hráefna. Stóriðja í eigu Islendinga. 6. Styttri vinnudagur — mann- sæmandi lífskjör. 7. Stjómarskráin verði endur- skoðuð og sett í hana ský- laus ákvæði um að engin ís- lenzk stofnun — hvorki þing né stjórn — megi eða geti afsa’að réttindum lands og þjóðar í einni eða neinni mynd. 8. Stóraukinn sé stuðningur ríkisins við menningarlíf landsins. Áherzla verði lögð á varðveizlu þjóðlegrar menn- ingar, fræðslukerfi verði endurskoðað, aukin aðstoð við li-stir, vísindi, rannsóknir, innlendu sjónvarpi sé komið upp. 9. Tryggingalöggjöf verði end- urbætt þannig, að bótagreiðsl- ur fullnægi að minnsta kosti lágmarkskröfu til lífsfram- færis. Stefna sú, er hér eru lögð drög að, er framfarastefna byggð á efnahagslegu réttlæti. Hún myndi þýða stórlega bætt lífs- kjör vinnandi stétta, meiri kaupmátt og meiri neyzlu al- mennings. öll þau öfl, sem stuðla vilja að framfarastefnu sem þessari, verða að sameina krafta sína í því augnamiði. Framfarimar koma ekki af sjálfu sér, heldur af baráttu fólksins fyrir hagsmunum sín- um eins og reynslan sannar. Það er ekki nóg að ná árangri um stundarsakir, það verður að tryggja, að árangur baráttunnar ' tapizt ekki aftur. í&lenzk æska. Fylktu þér um þá stefnu, sem ein getur tryggt þér örugga og bjarta framtíð. Skipaðu þér í lið hinna róttæku afla gegn afturhaldsstefnu nú- verandi valdhafa. I ógæfusömu börn verði loðin allt sitt líf. Málið víðtækara? Skýrsla dr. Deans snérist ein- göngu um börnin í Tyklandi. En bandarísk blöð sem fjal’að hafa um málið hafa spurt að því hvort svipað hafi ekki gerzt í öðrum löndum Þau hafa bent á thalidomide-málið, en í fyrstu var talið að það varðaði ein- ungis VeS'tur-Þýzkaland. Fáein- um 'mán'Uðum seinna kom í ljós að fjöldi barna hefði vanskapazt móðurkviði af völdum thali- domides í mörgum öðrum lönd- um. Getur ekki eitthvað svipað hafa gerzt með hveitikornið? Er sá harmleikur bund nn við Tyrkland eða hefur hann gerzt víðar? Bandar sku blöðin spyrdja einn- ig að því hvort öruggt sé að kornið sé hættulaust ef það er einvörðungu notað sem útsæði. er ekki hugsanlegt, að korn það, er upp af því vex hafi einnig hættuleg áhri'f? Og er það víst að hexachlorobenzene sé ekki notað í fleiri matvæli? Víti til varnaðar Mál þetta hefur vakið mikla athygli þar sem það er lær- dómsríkt dæmi um það, að ekki er nægilegt að yfirvö’din setji reglur um notkun vöru, þau verða einnig að gera ráðstafanir til þess að þær reglur verði virt- ar. Bandarísku yfirvöldin höfðu tilkynnt að ekki mætti nota hveitið til annars en útsæðis. Þær reglur voru brotnar með framangreindum afleiðingum. Slíkit getur að sjálfsögðu gerzt með aðrar vörur og haft svip- aðar eða enn hræðilegri afleið- ingar í för með sér. Efnaiðnaðurinn hefur sannar- lega gert mönnunum ómetan- legt gagn. En hinsvegar er hugs- anlegt að í hinni öru þróun síð- ustu ára hafi ekki verið haft nægilega strangt eftirlit með þeim hættulegu efnablöndunv sem framle:ddar eru. Úr þessu verður að bæta og það fyrr en seinna. Barnasiólar Verð kr. 994,- Leikgrindur Verð kr. 828,- KRISTJÁN SIGGEIRSSON Laugavegi 13. — Sími 13879. Tilkynnmg írá Rafmagnsveiiu Reykjavíkur Allar skrifstofur Rafmagnsveitunnar eru nú í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Notendur rafmagns og hitaveitu eru vinsamlega beðnir að athuga, að sé reikningur ekki greiddur innheimtu- manni, er reikningurinn skilinn eftir ókvittaður hjá notendanum og ber að framvísa honum á greiðslustað. Notendum er bent á að kynna sér leiðbeiningar, sem prentaðar eru á bakhlið reikningsins. Innborgunarskrifstofan á neðstu hæð í Hafnarhúsinu, er opin daglega frá 9—5 nema laugardag, þá er opið frá kl. 9—12. RAFMAGNSVEITA REYKJAVlKUR. Jarðarför móður minnar ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstudag 28. september og hefst kl. 1.30 síðdegis. Ólafur Þórarinsson. Innilegar þakkir til allrá er sýnt hafa okkur vináttu og samúð við andlát og jarðför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa EGGERTS TH. GRÍMSSONAR, Ileiðargerði 76 Sérstaklega þökkum við starfólki sjúkradeildar Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna að Hrafnistu fyrir frábæra góða hjúkrun. Fyrir hönd aðstandenda Elinborg L. Jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.