Þjóðviljinn - 27.09.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.09.1962, Blaðsíða 9
Heimsmeistarakeppnin í hnefaleik: „Svarti sauðurinn" sigraði meistarann • Sonny Ljston, svarti sauðurinn \ hjörð bandarískra hnefaleikakappa, vann heimsmeist- arann í þungavigt, Floyd Patterson, á rothöggi í fyrstu lotu, er 2,06 mínútur voru af leik þeirra um heimsmeistaratitilinn, sem fram fór í Chic- ago í fyrrinótt. Þetta er í annað sinn sem Patt- erson tapar titlinum, en hann er eini heims- meistarinn í þungavigt, sem hefur unnið titil- inn tvisvar. Áhorfendur að kappleiknum voru 35 þúsund og í þeirra hópi voru ekki færri en 5 fyrr- verandi heimsmeistarar í þunga- vigt, þeir Joe Louis, Jack Dempsey, Rocky Marciano, Ingemar Johansson og James Bradoock. Áhorfendur tóku Liston með þögn, er hann gekk inn í hringinn, en fögnuðu Patterson ákaft. Liston hóf lotuna strax með mikilli örás og reyndi að koma vinstrihandarhöggum á kjálka Pattersons en árangurslaust, hins vegar aflaði hann s.ér stiga með höggum þeim er hann kom á búk Pattersons í byrjun lot- unnar og þau gerðu Patterson greinilega óöruggan. Notfærði Liston sér þetta öi*yggisleysi heimsmeistarans vel, er hann kom miklum vinstrihandar krók á höku Pattersons, er hann ein- beitti sér að því að verja lík- amann höggum frá andstæð- ingnum. Patterson reikaði við og Liston fylgdi eftir með hægri- handarkrók og síðan enn vinstri handarkrók til þess að full- komna verkið, og heimsmeist- arinn Já í gólfinu. Patterson reyndi árangurslaust að standa á fætur en seig aftur saman með uppgjafarsvip á andlitinu. Hann var búinn að tapa titlin- um á skemmri tíma en um getur áður í sögu hnefaleik- anna. Bætti Liston met það, er Tommy Burns setti 1908, er hann sló Jem Roche niður í fyrstu lotu, um 38 sekúndur. Þessi úrslit urðu öllum þeim mikil vonbrigði, sem höfðu von- að, að ágæt tækni Pattersons, hraði hans og keppnisskap myndu ráða úrslitum í viður- eigninni við Liston. En Liston hafði staðið við það sem hann hafði hótað, er hnefaleikararn- ir gengu út úr búningsklefun- um: Floyd skal fá að sjá eftir þeim Ijótu ummælum, sem hann hefur viðhaft um mig, hann skal fljótt fá að sjá eftir þeim. Ummæli Listons eftir leikinn Eftir leikinn sagði Liston: Ef BALLETSKÖLINN LAUGAYEGI 31 (áð- ur Tjarnargötu 4). — Kennsla hefst í byrjun október. Barnaflokk- ar fyrir og eftir há- degi. Eftirmiðdags- og kvöldtímar fyrir kon- ur. Upplýsingar og innrit- un daglega kl. 3—6 í síma 24934. Dansskóli Elly Þorláksson tekur til starfa í október í Keflavík og Hafnarfirði. — Kennslugreinar: Ballet- og akrobatik fyr- ir börn og unglinga. Plastik fyrir konur. Upp^ýsingar í síma 18952 daglega kl. 12—3. áhorfendur vilja viðurkenna mig, skal ég heita því að verða góður heimsmeistari. Um sjálf- an leikinn sagði hann: Ég hitti hann með vinstrihandarkrók. Hringdómarinn skildi okkur að eftir að Patterson hafði hengt sig á mig. Ég fann, að Patterson var ruglaður og fylgdi éftir með hægri og síðan vinstri aftur. Það var allt og sumt. Liston var sp-urður, hvort Patterson hefði komið höggi á hann. Þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig, svaraði Liston, að ég a. m. k. veitti því enga athygli. Um nýjan leik milli þeirra Pattersons sagði Liston, að hann vildi fá hann fyrr en seinna, því að það verður heldur ekki neinn eiginlegur hnefaleika- kappleikur. En þá ætla ég að fara í gufubað fyrst, svo að ég fái tækifæri til að svitna, bætti hann við. Ummæli Pattersons Patterson var mjög miður sín eftir leikinn en algerlega ó- meiddur. Er fréttamenn ræddu við hann var hann rólegur og hæglátur að venju. Það er léleg afsökun að segja, að ég hafi ekki séð högg List- ons, sagði hann, en þannig var það í raun og veru. Þau komu svo ört, að ég fékk ekki tíma til neinnar umhugsunar fyrr en ég lá eins og sveskja á gólfinu. Hér var ekki um neitt óheið- arlegt að ræða. Hann var of sterkur fyrir mig. Ummæli Ingimars Ég varð fyrir miklum von- brigðum með Floyd, sagði Ingi- mar Johansson eftir leikinn. Ég hafði vonað, að heimsmeistar- inn myndi halda titlinum, en ég vissi strax að það myndi fara illa, þegar ég sá, hve hik- andi og óöruggt hann byrjaði keppnina. Það var heimsku- legt af Floyd að hætta sér í návígi við Liston. Floyd færði Sonny í rauninni titilinn á fati, þegar hann hljóp upp í fangið á honum. Meistai'inn var eins og brúða í höndunum á risan- um. Ég verð að segja, að úrslitin eru hagstæð fyrir mig, þótt ég hefði alla samúð með Patterson. Nú vona ég' að fá að keppa við Liston, þegar síðari leik þeirra Pattersons er lokið. I hreinskilni sagt, held ég, að ég geti unnið Sonny Liston, sagði Ingimar að lokum. Samkvæmt samningunum við Liston á Patterson rétt á ann- arri keppni við hann og. skal hún fara fram fyrir 30. sept- ember 1963. Tekjur Pattersons af þessum kappleik munu vera nálægt tveim milljónum doll- ara og hann hefur einnig ti’yggt sér fyrirfram helminginn af tekjunum af síðari keppninni. Holland og Danmörk gerðu jafntefli í unglinga- landsleik í kn»ttspyrnu í Hollandi í fyrradag. Dan- mörk haíði i'orustuna með 2 mörkum gegn 1 í liálfleik, en úrslitin urðu 2:2. íþróttir Beneficia skoraði mark á meðan liðsmenn Santos voru að falmast Sigurvegarinn í Evrópu-bik- arkepninni, portúgalska liðið Benefica, er um þessar mundir á ferð í Brasilíu og lék þar við Suður-Ameríkumeistarana Santos frá Rio de Janero, í keppninni um það hvort lið- anna sé bezta knattspyrnulið í heimi. Leiknum lauk með sigri Santos 3:2. Brasilíumennirnir undir for- ustu Pele höfðu fyrri hálfleik- inn í hendi sinni og höfðu 1:0 í hálfleik. Benefica lék varlega og virtist vera taugaóstyrkt í fyrri hálfleik, en sótti sig mjög í síðari hálfleik og gerði vörn Santos mjög erfitt fyrir hvað eftir annað. Það var Pele sem skoraði fyrsta markið fyrir Santos eft- ir frábæran samleik á 31. mín. ECFR gcfur út myndarlegt afmælisrit Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur 10 ára nefnist blað, sem Körfuknattleik-sfélag Reykjavík- ur hefur gefið út í tilefni af afmæli sínu. Hafa þeir Ari Guð- mundsson, Guðmundur Árna- son, Guðmundui' Georgsson og Ingi Þorsteinsson séð um út- gáfuna. Ritið hefst á ávörpum frá forseta ISl, Benedikt G. Waage, og frá forseta KKl, Boga Þorsteinssyni. Guðmundur Ge- orgsson ritar greinina KFR 10 ára, Valdimar Sveinbjörnsson greinina Körfuknattléikur, Ingi Þorsteinsson greinarnar Mót og kappleikir í 10 ár, Kappleikir og ferðalög innanlands og önn- ur Iandsliðsferðin, Ingólfur örn- ólfsson skrifar greinina Fyrsti landsleikur íslendinga í körfu- knattleik og Einar Matthíasson greinina Bob Cousy, „litli ris- inn”. Má sjá af þessu yfirliti um efni ritsins, að þarna eru samankomnar ágætar heimildir um sögu körfuknattleiksins hér á landi á þessu 10 ára árabili. Ennfremur er í ritinu fjöldi mynda frá leikjum og mótum. Dauðvooa eftir hnefaleik LOS ANGELES 24/9. Argen- tínski þungavigtarhnefaleikarinn Alejandro Lavorante liggur mieðvitundarlaus í Kaliforníu- sjúkrahúsinu í Los Angeles. Meðvitundina missti hann við rothögg er hann hlaut í sjöttu lotu á hnefaleikakeppni við Jhonny Riggings fyrir þrem dögurn, og er óttazt um lif hans. Seint í gærkvöldi gekkst hann undir heilaskurð í annað sinn á tveim dögum, en ekki heppnað- ist skurðlæknunum að koma honum til meðvitundar. Upp- skurðinn varð að gera með miklum hraða þar spm æxlj myndaðist skyndilega á heila Lavorante. Santana jafnaði fyrir Benefica á 13. mín. í síðari hálfleik. Sex mín. síðar tók Santos aftur forustuna og hét sá Countinho sem skoraði, og fáeinum mín. síðar skoraði Pele þriðja mark- ið. Við þetta urðu Santosmenn svo glaðir að þeir tóku að faðma hvern annan og voru ekki hætti því, þegar leikur hófst að nýju, og því ekki til- búnir til varnar. Benefica-menn noluðu sér tækifærið og skoruðu, á með- an mótherjarnir stóðu i faðm- lögum úti á vellinum hér og þar! Áhorfendur voru um 86 þús- und eða eins og þeir geta ver- ið flestir og verð miðanna í hærra lagi því tekjur voru meiri en nokkru sinni af-leik á vellinum sem leikið vav á eða sem svarar rúmilega þrem milljónum króna! Síðari leikur liðanna í keppn- inni um titilinn bezta kna.tt- spyrnulið heims fer fram í Lissabon. sitt af hverju Terry Dovvnes, Bretlandi, sigraði bandaríska linefaleik- arann heimskunna, Sugar Ray Robinson á stigum í 10. lotu í London í fyrradag. Báðir hafa þeir Robinson og Dovvnes verið’ heimsmeistarar í millivigt. Danska knattspyrnuliðið Esbjerg hefur tryggt sér að leika í annari umferð Evrópu- bikarkeppninnar. Það lék við írska liðið Linfield frá Dubl- in og fóru leikar þannig í síðari leik félaganna sem fram fór í Esbjerg að jafn-, tefli varð 0:0. í fyrri leiknum sem fram fór í Dublin fóru leikar þannig að Esbjerg vann 2:1. utcm úr heimi Séra Sigtryggur Framhald af 7. síðu. Við kennslu námsgreina gætti allstaðar hins sama — að skilja efnið til hhtar en láta ekki sýndarmennsku eða slembi- lukku trufla raunhæfa ígrund- un, og prófstein á manngildi nemenda hygg ég hann hafi sett ofar öllum prófum. ; Með þessum, fátæklegu orð- um mínum er 100 ára afmæl- is séra Sigtryggs engan veg- inn minnzt svo sém ég vildi b.g vert væri, en mig langaði að þakka minn hlut og í tilefni þessa afmælis óska þess að hans hugsjónir rætist, — kennimenn og menntastofnanir taki upp merki hans með manngi'dið að fyrsta boðorði, þá el ég þá von og vissu að íslenzk þjóð verði liin ham- ingjusamasta meðal þjóða. Halldóra Ó. Guðmundsdóttir frá Mosvöllum. Fimmtudagur 27. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN . — (Q

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.