Þjóðviljinn - 27.09.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1962, Blaðsíða 5
VESTUR-EVRÓPA STOFNI EICIN KIARNORKUHER 48 BJÖBeUNST - 28 FÖRBST er bandaríska flugvélin nauð- lenti á Atlanzhafi á sunnudags- kvöldið. 300 menn tóku þátt í björgunarstarfinu og notuðu bæði flugvélar og skip. Þeir sem björg- uðust voru fyrst fluttir í svissneska vöruflutningaskipið Cclerina. Þeir sem harðast höfðu orðið úti og mest voru særöir voru síðan fluttir um borð i kanadíska flugmóðurskipið Bonaventure en þar voru læknar og sjúkraklefar til reiðu. Myndin sýnir kopta flytja hina særðu milli skipanna. Hættulegt efni í matvælnm börn loðin og öpum lík • Bandaríkjamenn sendu útsæðishveiti til Tyrklands og var það blandað efni einu til að verja það skemmdum. Hungrað fólkið bakaði brauð úr korninu og gaf börnum sínum með þeim afleiðingum að þau urðu loðin og öpum lík. Vitað er um fimmþúsund slík börn í Tyrk- landi. • Slíkt getur endurtekið sig þó aðrar vörur og önnur efni eigi í hlut. Strangara eftirlits með efnaiðnaðinum hlýtur að verða krafizt. 12. alþjóðaþing húðsjúkdóma- fræðiniga er um þessar mundir háð í Washington. Á einum fundanna skýrði prófessor Geof- frey Dean frá því, hversu hræði- iegar afleiðingar ógætileg með- íerð efnablöndu einnar hefði haft fyrir fjölda tyrkneskra barna. Mál þetta minnir að ýmsu leyti á thalidomide-harmileikinn. Það hófst fyrir mörgum árurn, en er fyrst nú dregið fram í dagsljósið. Dr. Dean gerði sér ferð til Tyrklands til að kanna málið. Honum segist svo frá að frá árinu 1955 hafi Bandarikjamenn sent miklar birgðir hveitis til Tyrklands og hafi það verið blandað efnablöndunni hexa- ehlorobenzene til að verja það Kúba erð fyrir i toaara HAVANA 25/9 — Sovétríkip og Kúba hafa undirritað samning Eem heimilar að gerð verði höfn á Kúbu fyrir sovézk fiskiskip. Sovétríkin munu leggja fram fé tii hafnargerðarinnar, en Kúbu- menn annast framkvæmdir. Castro forsætisráðherra skýrði frá samningunum í útvarps- og sjónvarpsræðu sem hann hélt eftir að hann hafði undirritað samninginn ásamt sjávarút- vegsmálaráðherra So.vé'tríkjanna, Alexander Isjkoff. Hafnargerðin er áætluð munu kosta um 270 Sovétríkin munu kosta hafn- argerðina með lánveitingu, en höfnin verður eign Kúbumanna og undir þeirra stjórn. 1 höfninni verður slippur svo að sovézk fiskiskip við sertndur Ameríku. þurfi ekki að leita alla leið til Sovétríkjanna til viðgerða. Sov- étríkin fá samkvæmt samningn- um afnot af höfninni i tíu ár, en munu í staðinn senda Kúbu- mönnum aukin matvæli. ★ Ekki var þess getið hvar þessi nýja höfn myndi gerð. Til brauðgerðar máttj alls .ekki nota það. En fjölmargar tyrkneskar fjöl- skyldur voru svo aðþrengdar af sulti að þær freistuðust til að mala kornið og baka úr því brauð. Afleiðingin var sú að þúsundir barna urðu loðin. Löng hár uxu um allt andlitið, liand- leggi og fætur. Börnin urðu samkvæmt frásögn dr. Deans, „lík öpum í útliti“. Reynt var að raka börnin en þjáningar þeirra versnuðu aðeins. við það. Húðin undir loðnunni var svo skemmd að „betra“ var fyrir börnin að láta hárin í friði vegna ofnæmi hennar. Yfirvöldin skelfingu lostin Tyrknesku yfirvöldin urðu skelfingu lostin vegna fjölda hinna loðnu barna, enda hafa fimm þúsund slík verið skráð til þessa. Stjórnarvöldin gengust fyrir sérstökum rannsóknum varðandi mál þetta og kom fljótlega í ljós að öll loðnu börn- in komu frá heimilum sem not- að höfðu bandaríska hveitið í brauð. Tyrkneskir og bandarísk- ir sérfræðingar hófu þá efna- fræðilegar rannsóknir og kom- ust að þeirri niðurstöðu að hexaohlorobenzenið í korninu væri orsök sjúkdómsins. Harmleikurinn gerist enn Eftir að málið var upplýst vöruðu tyrknesk yfirvöld við ó- happakorninu og mikið dró úr fjölgun hinna loðnu barna. Samt sem áður er harmleikur nn enn að gerast og undanfarna mánuði hafa.fregnir borizt af nokkrum nýjum loðnum börnum. Samt sem áður er talin góð von til þess að unnt sé að koma í veg fyrir að ihinum óhamingjusömu börnum fjölgi verulega frá því sem nú er. Noltkur barnanna létust af Framhald á 10. síðu. — Evrópuríkin verða að koma sér upp sínum eigin kjarnorku- her ef Bandaríkin neita að leysa málið með því að taka þátt í að stofnsetia kjarnorkuher handá ACanzhafsbandalaginu. Þetta er niðurstaðan í skýrslu sem stjórnmálanefnd Evrópu- ráðsins lagði fyrir ráðgjafaþing- ið í Strassborg síðastliðinn mánudag. Pierre Pflimlin, fyrr- verandi forsætisváðherra Frakk- lands, hafði framsögu. I skýrslu nefndaxúnnar s,egir að öryggi Evrópu geti ekki framvegis oltið einvörðungu á getu Bandax-ikjanna til að fæla óvininn frá. Telur nefndin æski- legast að Atlanzhafsbandalagið fái eigin kjarnorkuher. Ef rikin hinsvegar neita að .taka þátt í slíkum vígbúnaði þá eru Evrópuríkin nauðbeygð til að koma sér upp sínum eigin kjai’n- orku'her. Eínnig stjórnmálasamcining í skýrslunni er skorað á Efnahagsbandalagsríkin og Bretastjórn að hefja hið skjót- asta á ný samninga um inngöngu Bretlands í bandalagið. Nefndin telur, að það vandámál, sem einkum háir stjórnmála- legri sameiningu Evi-ópu sé samningur sá er gera mun form- le.ga út um rnálið. Nefnin leggur áherzlu á að samningaviðræðum sé haldið áfram og mikilvægt sé að þær takist vel. í skýrsl- unni er lagt til að svipuðum að- ferðum sé beitt og þegar efna- hagssamvinnunni var komið á laggirnar. í Sambúð Afríkuríkjanna ( Kongo (Brazzaville) og Gab-' on hefur versnað að miklum 1 mun eftir að þau háðu með , sér landsleik í knattspyrnu fyrir skömmu. Le'kur þessi fór fram í' Brazzaville. Kongóliðið vann ( með þrem mörkum gegn« einu, en gei’ði rnikið uppi-' stand á vellinum vegna þess að dómarinn neitaði að við- arkenna fjórða mark liðsins. Dómari þessi er frá Mið- Afríkulýðveldinu. Gabonbúar urðu frá sér af bræði. í höfuðborginni, Libreville, var allt sett á annan endann. Mörg hús voru ( b.rennd til kaldra ko) ✓ sex i hundruð Kongómenn voru1 rekn'r úr landi og ríkis- stjóx’nirnar skipust á harðvít- ugum orðsendingum. Youloui forseti í Bi’azza-1 ville hélt útvarpsræðu til ( þjóðar sinnar af þessu tilefni. Sagði hann, að ástandið væri mjög alvarlegt og skoraði á1 landsmenn að sýna stillingu. Réttarmorðin settir á eftiriaun BONN — 149 dómarar og ríkis- lögnienn í Vestur-Þýzkalandi ætla að nota sér tilboö stjórnar- valdanna um að láta af störfum fyrir 30. júní m.k., og fara þeir á eftirlaun. A'llir voru þeir starf- andi í dómsmálakerfi nazista á valdatímum Hitlers. Wolfgang Stammberger dóms- málaráðherra Vestur-Þýzkalands, mun flytja skýrslu um „nazista- dómarana“ í sambandsþinginu í Bonn, en það kernur saman inn- an skamms. Allir þesir lögmenn og dóm- arar fengu að hefja störf aftur í Vestur-Þýzkalandi eftir heims- styi-jöldina. 142 þeirra hafa und- anfarið veiúð dómarar i Vestur- Þýzkalanai, en hinir hafa starf- að við ýmsar aðrar greinar dómsmálastj órnarinnar. Lög ná ekki yfir þá Vestui'þýzk stjórnarvöld hafa tilkynnt að þessir lögmenn Hitl- ers verði ekki látnir sæta á- byrgð fyrir þau afbrot sem þeir frömdu á tímabilinu 1. sept. 1939 til 9. maí 1945. Margir þeirra felldu þá dauðadóma yfir saklausu fólki, og tóku þátt í ógnarstjói’n nozista og herdóm- stólum. Lögmenn þessir og dóm- arar fá nú að draga sig í hlé þegjandi og hljóðlaust á eftir- launum. Nöfn þeirra verða ekki birt opinberlega. Gerast iðnjöfrar Margir þessara manna hafa nú mjög vel launaðar stöður í vest- urþýzka iðnaðinum. í skýrslu. sinni mun Stammberger eklci fjalla um þessa hlið málsins. Víðkunnasta skopblað Þýzka- lands, ,,Simplicissimus“ hefur t þessu tilefni birt skopteikningu. Sýnir hún konu dómai’a nokkurs sem ávítar mann sinn fyrir að hafa ekki fellt a. m. k. eina ranglátan dauðadóm og vera þar af leiðandi ekki hæfur til eftir- launa eða góðrar stöðu í iðn- aðinum. Sumir enn í starfi Stammberger mun géfa sam- bandsþirrginu skýrslu úm það að átta dómarár og fjórir fíikis- lögmenn, sem tekið hafa þátt í ómannúðlegum dauðadóm- um,“ hafa ekki notað sér boð ríkisstjórnarinnar um að hætta störfum og fara á eftirlaun. Eru. þessir nazistalögmenn enn í fyrri störfum í dómsmálakeríi Vestur-Þýzkalands. Sá elzti af þessum dómurum er 65 ára gamall en sá yngsti 55 ára. í skýrslu dómsmáiaráðu- neytisins segir, að vera kunnl að enn fleirir dómarar og lög- menn, sem frömdu réttai’glæpí á nazistatímanum, séu ,enn í gtörfum í Vestur-Þýzkalandi, Fimmtudagur 27. september 1962 ÞJÖÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.