Þjóðviljinn - 27.09.1962, Side 6
mðoviuiMN | þgir óttast samtakamótt
tJtgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón
Bjamason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja:
Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr.
55.00 á mánuði.
„Umhyggja“ ríhisstjórnarinnar
fyrir hinum lægst launuðu
jYjrorgunblaðið ver þó nokkrum hluta af leiðara sín-
um í gær til að flytja þá kenningu, að núverandi
ríkisstjórn ihafi lagt sig í líma til þess að launþegar
landsins fengju sem réttlátasta umbun verka sinna,
og hafi „viðreisnarstjórnin“ boðizt til að „beita sér
fyrir því að lægstlaunaðir verkamenn“ fengju kaup-
hækkanir í sumar „sem þá yrðu raunhæfar kjarabæt-
ur“. Hins vegar hafi þá stjórn Alþýðusambandsins
lýst því yfir að kjarabætur hinna lægstlaunuðu væri
ekki í verkahring stjórnar ASÍ, og ekki viljað beita
sér fyrir því að aðrar stéttir færu sér hægar í kaup-
gjaldsmálum!
TJér er enn á ný hrúgað saman marghröktum rang-
færslum um afstöðu stjórnar Alþýðusambandsins
og þá ekki síður barnalegum fullyrðingum um um-
hyggju núverandi ríkisstjórnar fyrir hinum lægstlaun-
uðu. Hverjir skyldu hafa fundið sárar til árása ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á
lífskjörin, á samninga verkalýðsfélaganna. Og hverj-
ir skyldu verða meir fyrir barðinu á óðadýrtíðinni,
sem ríkisstjórnin hefur skipulagt, en hinir lægstlaun-
uðu?
T tímariti Alþýðusambandsins „Vinnunni“; er í sumar
rætt um þessi mál í leiðara, og minnst á að
verkalýðsmálaráðstefnan í fyrrahaust ráðlágði verka-
lýðsfélögunum eindregið að segja upp samningum og
krefjast sama kaupmáttar launa, sem náðst hafði eftir
verkföllin í fyrravor. Um þá ákvörðun var ekki á-
greiningur milli formanna verkalýðsfélaganna, sem þá
ráðstefnu sátu, þó misjafnar yrðu efndirnar á fram-
kvæmd Uppsagnanna. En þá kemur að þeim umræðum
sem Morgunblaðið þóttist vera að lýsa og hefur hvað
eftir annað vitnað til með sams konar rangfærslum.
Um þær segir í tímariti sambandsins:
W
j^Jiðstjórn Alþýðusambandsins kaus nú nefnd til við-
ræðna við ríkisstjórnina, til þess áð þrautreyna,
hvort hún fengist ekki til að gera neinar ráðstafanir
til lækkaðs verðlags. Allar sliíkar leiðir reyndust lokað-
ar. En í lokasvari ríkisstjórnarinnar kom fram viður-
kenning á því að kaup hinna lægstlaunuðu þyrfti að
hækka. Þetta var í sjálfu sér mikilsverð játning. Hingað
til höfðu viðræður miðstjórnar snúizt um mál sem var
á valdsviði ríkisstjórnarinnar einnar að framkvæma,
svo sem með vaxtalækkun, lækkun söluskatts, o.s.frv.
En nú taldi stjórnin takmarkaða kauphækkun einu
færu leiðina og var málið þá komið inn á verksvið
sjálfra verkalýðsfélaganna. Þau ein hafa samningsað-
ild að lögum, eins og allir vita, en Alþýðusambandið
ekki. Þetta hárrétta svar rangtúlkuðu íhaldsblöðin á
þann hátt að Alþýðusambandið teldi sér kaupgjalds-
mál hinna lægstlaunuðu óviðkomandi. Fráleitari ó-
sannindi var ekki hægt að hugsa sér.“
'C'n- Morgunblaðið er sem sé enn við sama heygarðs-
hornið og vílar sjálfsagt ekki fyrir sér að japla á
þessum ósannindum nokkur ár enn. Og hinir lægst
launuðu og aðrar launastéttir munu eftir sem áður
finna til þeirrar sérstöku tegundar af umhyggju, sem
afturhaldsríkisstjórn íhalds og krata hefur sýnt þeim,
og minnast þeirrar „umhyggju“, þegar stjórnarflokk-
arnir ætlast nú til í ofanálag að þeim verði afhent
Alþýðusambandið til þóknanlegra afnota fyrir auð-
braskara landsins.
I
I
I
I
I
I
I
I '
I
i
I
1
I
I
I
a
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
a
a
i
i
i
i
i
i
i
a
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
3
i
I
I
I
Dagsbrúnar-
manna
Fréttamaður Þjóðviljans hitti Guðmund J
Guðmundsson, varaform. Dagsbrúnar, snöggv-
ast að máli í gær og spurði hann, hvað hann
M*
vildi segja um rógskrif afturhaldsins um
Dagsbrún.
Nú, svo þig langar til þess
að heyra, hvað ég hefi að
segja um skrifin í Mogganum,
sagði Guðmundur og brosti
síhu kankvislega brosi. Þetta
eru nú bara fastir liðir hjá
þeim, þegar kosningar eru í
nánd í Dagsbrún. En við get-
um svo sem tekið aðeins nokk-
ur atriði til athugunar.
Þeir tala gjarna um það i
Mogganum, að hlutföllin milli
aukningar íbúa Reykjavíkur og
meðlima Dagsbrúnar fái ekki
staðizt. Meðlimir Dagsbrúnar
hafi verið 2000 fyrir stríð, en
séu nú ekki nema um 3000.
Dæmið er sem sagt sett upp í
einfalda þríliðu, — og sam-
kvæmt henni segir Morgunblað-
ið, að Dagsbrúnarmenn ættu að
vera upp undir sex þúsund.
Það cr engu líkara cn
þessir menn hafi ekki hug-
mynd um þá þróun, sem orð-
ið hefur í atvinnulífinu og
þá einkum hér í Reykja-
vík. Cfaglærðum mönnum
fækkar tiltölulega með
hverju ári.
— Stéttaskiptingin í borginni
er sem sagt stöðugt að breytast?
— Já, hvergi á öllu landinu
eru hlutföllin milli starfsstétta
neitt svipuð iþví sem hér er.
Allur þorrinn af opinberum
starfsmönnum á hér aðsetur,
hér er miðstöð verzlunarlífsins
í landinu með allt sitt skrif-
stofubákn og þannig mætti
balda áfram. Ef menn skiptust
hér í starfshópa svipað og í
bæjum og þorpum úti á landi,
þar sem svo að segja allt vinn-
andi fólk stundar framleiðslu-
störf, gætu tölur Morgunblaðs-
ins án efa staðizt. Þá ættu trú-
lega að vera 10 þúsund í Dags-
brún og 6 þúsund í Sjómanna-
félaginu.
Við gctum tekið dæmi af
sjávarþorpi eins og Ólafs-
vík. Þar cru 830 íbúar og
um 300 meðlimir eru í
verkamannafélaginu. Sam-
svarandi tölur fyrir Reykja-
vík hjá Dagsbrún, Sjó-
mannafélaginu og Verka-
kvennafélaginu Framsókn
ættu þá að vera um 30 þús.
und, en eru nú um 7 þús-
und. Samkvæmt kenningu
Morgunblaðsins væri þá 23
þúsund mönnum, — verka-
mönnum, sjómönnum og
verkakonum haldið utan fé-
laga sinna.
— Atvinnulíf Reykjavíkur er
þá í rauninni allt öðru vísi upp
byggt en víðast hvar úti á
landi?
— Við skulum taka annað
dæmi. Iðnaður var t.d. naum-
ast til í Reykjavík fyrir stríð.
Nú er hann orðinn stærsti at-
vinnuvegurinn. Það er varla
til það . félag, sem ekki hefur
margfaldað meðlimatölu sína
frá því fyrir stríð. Og þessari
auknu tækni fylgir vitanlega
aukin sérhæfing. — Lítum á
framkvæmdir Hitaveitunnar. Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður
Fyrir stríð voru svo til allar ræðu á útifundi verkalýðsfélaganna 1. maí.
framkvæmdir hennar unnar
Dagsbrúnar, flytur
með handafli, skurðir grafnir,
steypan hrærð á staðnum. Véla-
notkun þekktist tæpast. Nú eru
skurðirnir yfirleitt grafnir með
skurðgröfum, mótum er í
mörgum tilfellum slegið upp af
trésmiðum og síðan kemur
steypubíll með tilbúna steypu.
Svipað er upp á teningnum í
byggingarvinnu. Nú kemur
einn maður á jarðýtu og vinn-
ur á einum degi í grunni það
sem 20 menn gerðu á ihálfum1
mánuði með handverkfærum.
Og steypan er hrærð í nýtízku
vélum, þannig að nú þarf að-
eins brot áf þeim verkamönn-
um, sem áður unnu við svip-
aðar byggingaframkvæmdir.
— Og hvað um önnur svið
atvinnulífsins?
— Við gætum haldið þannig
áfram á flestum sviðum. Það
er td. minnzt í frystihúsin. Þar
vinna margir menn, en bara
hin síðari ár hefur þeim fækk-
að til muna vegna tilkomu
flökunarvéla og færibanda svo
eitthvað sé nefnt. Þetta mætti
rekja lengi og sýna fram á
með óteljandi dæmum, —
framkvæmdirnar aukast með
margrfaldri nýtingu vélaafls.
Hitt er aíhyglisvert, að
þrátt fyrir allar þær tækni-
legu fra.mfarir, sem orðið
hafa — þegar jafnvel einn
maður með vél kemur fyrir
tugi manna og afköst marg-
faldast, þá kcmur engin á-
góðaaukning í hlut verka-
mannsins. 1 hvert skipti
sem verkamenn bera fram
kröfu um að þcir fái hækk-
un á sínu lága kaupi, —
örlítið brot af ágóðanum af
þessari vinnuhagræðingu —
þá tryllist Morgunblaðið og
kallar slíkar kröfur „komm-
únisfískt tilræði" við þjóð-
félagið. Þessi mikla ást til
verkamanna endist ekki
nema rétt yfir kosningarn-
ar.
— Þeir tala mikið um auka-
meðlimi Dagsbrúnar
— I Reykjavík vinnur hluta
af árinu fjöldi utanbæjar-
manna, og samkvæmt iögum
félagsins geta þeir ekki verið
fullgildir meðlimir. Einnig
vinna nokkur hundruð skóla-
pilta verkamannavinnu yfir
sumarmánuðina og greiða að-
eins hluta af félagsgjgldi.
Þetta er kjarninn í þessu
margumtalaða aukameðlima-
kerfi. Annars hafa þeir um^“
áraibil hamazt á því, að við
nejtuðum mönnum um inn-
göhgií í félagið. Við höfum
margsinnis beðið þá að 1il-
greina þó ekki væri nema einn
einasta mann, sem neitað
hefði verið um inngöngu.
En þrátt fyrir margítrekaðar
áskoranir hafa þeir aldrei get-
að nefnt eitt einasta nafn. Nú
er aðeins haldið undan, af því
að Alþýðublaðið var svo sein-
heppið að segja að ekki þyrfti
annað en að koma á skrifstofu
félagsins til þess að fá sér fé-
lagsréttindi. Þes-s í stað er sagt,
að „ekkert sé gert“ til þess
að fá menn í félagið. 1 raun-
inni er það svo, að flestir
verkamenn koma sjálfir og
ganga í félagið, aðrir eru
hvattir til þess af trúnaðar-
mönnum á vinnustöðum, og
einnig hafa starfsmenn Dags-
brúnar eftirlit með þessu.
En vitanlega halda þeir
þessu fram eftir sem áður, held-
ur Guðmundur áfram. Þess
má þó geta að á undanförn-
um árum hafa forystumenn
þeirra í félaginu tekið sér frí
á fullum launum fyrir kosn-
ingar í Dagsbrún — oft vikum
saman — undir því yfirskini að
þeir væru að vinna að því að
fá menn inn í félagið. Hæsta
tala sem ég man eftir að þeir
hafi komið með er 5 — þar
af voru 2 utanbæjarmenn!
Niðurstaðan er því þessi:
Margra ára trylltar á-
skoranir í blöðum atvihnu-
rekenda til þessara „þúsunda
verkamanna" og samskonar
iðja manna, sem sendir eru
út í þessu skyni, ‘virðast
1 cngan árangur bcra. Maður
freistast til að halda, að
þctta hljóti bara að vera
„kommúnistar" sem þrjózk-
ast svona við þessum áskor-
unum!
En allur þessi bægsilagangur
er einungis yfirvarp: Tilgang-
urinn með þessum áráum á
Dagsbrún er allur annar og sér-
stæður: Verkamannafélagið
Dagsbrún er aðili, sem at-
vinnurekendur og peningavald-
ið í landinu hatar og óttasit
mest. 1 tvo áratugi hefur Dags-
brún verið forystufélag í bar-
áttunni fyrir bættum kjörum.
Dagsbrún hefur hrint hverri
árásinni á fætur annarri og
það er samtakamáttur Dags-
brúnai', sem þessir aðilar hafa
orðið að beygja sig fyrir. Og
ekki einungis það: Af ótta við
samtakamátt Dagsbrúnar hafa
þessir aðilar ekki þorað að
leggja út í aðgerðir, sem þeir
annars hefðu gert.
Þess vegna skyldi engan furða,
þótt ráðizt sé með botnlausum
svívii'ðingum á forystumenn
Dagsbrúnar og reynt sé að
rægja það 'við önnur félög. Fyrst
ekki er unnt að beygja félagið,
á að reyna að rægja af því
það traust, sem það nýtur.
Blöd ríkisstjórnarínnar
minnast nú ekki á loforð
hennar frá því í vor um að
vinna að því að kauphælsk-
anirnar héldust, enda eru
þessir sömu aðildar nú að
reyna að rcyta kaupmáttinn
af verkamönnum með stöð-
ugum verðhækkunum.
— Hvenær vei'ður svo kosið
í félaginu?
— Allsherjaratkvæðagreiðsluna
skulu þeir svo sannarlega fá,
segir Guðmundur, og hún verð-
ur núna á næstunni. Stjórn
Dagsbrúnar óttast ekki þær
kosningar. Það er reynsla okk-
ar, að því fleiri sem verið hafa
á kjörskrá og því betri þátt-
taka sem verið hefur í kosn-
ingunum þeim mun hagstæðari
hefur útkoman verið fyrir
stjórn félagsins. Að lokum vildi
ég svo segja þetta: Sá samtaka-
máttur og einhugur, sem er
einkénni meginþorra Dagsbrún-
armanna, mun koma skýrt
fram í þessum kosningum.
b.
Steinþór Guðmundsson skrifar frá Berlín:
Austan við múrírsn
Það var þriðjudagur, 5. sept-
ember ’62 í Karls-Liebknechts
húsi í Berlínarborg voru sam-
ankomin rúmlega 20 manns,
boðsgestir frá fimm þjóðlönd-
um, á leið til sumarleyfisdval-
ar í Berlín. Sólskin og sumar-
blíða hvíldi yfir borginni alla
dagana þrjá, og var okkur sagt,
að þar á undan hefði varla
séð til sólar um sex vikna skeið.
Um morguninn var gengið um
hinn nýju dýragarð, sem verið
ei' að byggja upp, til þess að
bæta Au.sturverjum upp missi
gamla dýragarðsins, sem lenti
vestan borgarmarkanna. Það
var unaðslegt að ganga um
garðsvæðið í veðurblíðunni og
virða fyrir sér alls konar fugla
og dýr, sem þegar er búið að
safna þarna saman, og búa dval-
arstaði, sem eins og unnt er
minni dýrin á lífsskilyrðin,
sem þau höfðu verið hrifin frá.
Margt var þó í uppsiglingu, til
móttöku fleiri dýrategunda, sem
unnið var að, víðsvegar um
garðsvæðið. En þrátt fyrir allt,
sem fyrir augun bar þarna
í árdegisblíðunni, varð þó ekki
annað fundið, en að efst í hug-
um margra gestanna, væri það,
sem til stóð eftir miðdegisverð-
inn, en þá var fyrirhuguð ferð-
in meðfram múrnum maka-
lausa.
Að lokinn máltíð stigu gest-
irnir upp í stóran farþegabíl,
ásamt leiðsögumanni og fjór-
um túlkum. Fyrst var ekið að
Brandenborgarhliði. Þangað
höfðum við horft undanfarna
daga, af götvnni „Unter den
Linden“. Brandenborgarhliðið
er reist um þá götu þvera. Var
Steinþór Guðmundsson.
flutt þangað 1813, eftir að sig-
ur var unninn i orustunum við
Napóleon Bonaparti. Upphaf-
lega var hliðið reist í Branden-
borg, gert af þýzkum lista-
mann, og skyldi standa sem
tákn ævarandi friðar. Eftir
flutninginn til Berlínar var
það búið ýmsum táknum prúss-
nesks hernaðaranda.. Aðalhlið-
ið stendur á 6 súlum, en til
hliðar við það tvær íægt'i
súlnabyggingar.
Vagninn nam staðar í Wil-
helmsstrasse, sem liggur þvert
yfir Unter den Linden, spöl-
korn frá hliðinu. Nær hliðinu
var engin umfe. ð .eyfð,
nema í fylgd með
varðmönnum. Gestáhópurinn
gekk svo áfram að hlið-
inu, og í gegnum það. Varnar-
veggurinn liggur í boga hand-
an hliðsins, 12—15 m frá því.
Á því svæði voru engin her-
virki, né neinskonar viðbúnað-
ur. Handa múrsins stóð brezk-
ur hervagn, og hafði-st ekki að.
Hæð múrsins reyndist i'úmlega
kollhæð mín. Enginn gaddavírs-
útbúnaður varð séður ofan á
múrnum. Af palli, hérumbil
jafnháum múrnum, horfðu
gestirnir yfir hann. Unter den
Linden teygði sig áfram til
vesturs, umferðarlaus með öllu
og óbyggð. Alllangt í vestri
sást nokkur bílaumferð þvert’
yfir götuna. Ti I hægri handar
stendur þinghúsið fræga, vest-
an múrsins, með gapandi
gluggaop í austu.renda, en að
nokkru leyti viðgert að vestan.
Austan múrsins, stendur íbúð-
arhús Görings beint á móti
þinghúsinu. Undir götuna
reyndust grafin göng milli hús- .
anna. Gegnum þau göng var
stjórnað íkveikjunni frægu,
sem gerð var í blóra við
kommúnistana. Nú virðist all't
þarna í friði og ró, en eng-
in smuga í múrinn, algert sam-
göngubann.
Framh. á 10 síðu
Aldsrafmæli:
Séra Sigtryggur d Nópi
í dag eru 100 ár liðin frá því séra Sigtryggur
Guðlaugsson, sem kenndur er við Núp í Dýra-
firði, fæddist á Þremi í Garðsárdal í Eyjafirði.
Sigtryggur lauk stúdentsprófi 1894 og guðfræði-
prófi þrem árum síðar. Var hann prestur norð-
anlands frá 1898 til 1904 að honum voru veitt
Dýrafjarðarþing. Á Ljósavatni stofnaði hann lýð-
skóla sem starfaði í þrjú ár, og ekki var hann
fyrr kominn að Núpi en hann stofnaði þar skóla
þann sem héraðsskólinn sem nú stendur er
sprottinn af.
Séra Sigtryggur stjórnaði Núpsskóla frá 1906
til 1929 en kenndi áfram við skólann og gegndi
prestskap til 1938. Hann andaðist 1959.
Hér segir gamall nemandi séra Sigtryggs á
Núpi frá kynnum sínum af honum sem skóla-
stjóra.
Haustið 1922 var ferð m'n
gerð að Núpi og sky!di ég
setjasf þar á skólabekk sem
var mér næstum óþekk.t. enda
frá bvi 1906 að vetrinum 1918
—.’19. undanskildum.
Áhrifa skólans var þá á-
.þreifaruega farið að gæta með_
-þótt ég væri þá fermd og. orð- , ,,al ,;atmars. í því að bæði for-
in fullra 16 ára. e'.drum og unglingum hafði þótt
Hinni lögbo.ðnu barnafræðslu áfátf um fræðslu enda þótt'
var- illa fuilnægt í minni sveit prófnefna væri fengin til þess
svo sem víðar í þá daga. að komast í kristinna manna
Núpsskóli hafði þá starfað tölu.
Við fimm systkin frá Mos-
völlum í Önundarfirði sóttum
öll Núpsskóla, hið elzta á und-
an mér en hin síðar og' vorum
þar öll í skólastjórnartíð séra
Sigtryggs Guðlaugssonar stofn-
anda skólans. .
Það þurfti eldlegan áhuga til
að ráðast í að stofna slíkan
skóla og óhemju þrek til að
reka hann samkvæmt . grund-
vallarhugsjón séra Sigtryggs,
að hann jþjónaði einkum fá-
tækri og fávísri a’þýðu, en
honum tókst það með þeim
ágætum að tvímælalaust má
telja skólann eina raunveru-
legustu uppeldis- og menning-
arstofnun hér á landi á þeim
tíma, en slíkt var. óframkvæm-
anlegt nema með þeim ein- Brjóstmynd Kristins Pétursson-
dæma mannkær.eika og ósér- ar af séra Sigíryggi á Núpi.
plægni sem einkenndi allt starf
séra Sigtryggs. AUt skólastarf-
ið áklallaði félagshyggju og
samtakamátt meðal nemenda,
bæði andlega og verklega.
Hver dagur toyrjaði og end-
aði með samsöng og skóla-
"Stjóri ' lagði mjög' mikla áherzlu
á almenná 'þátttöku og fræðslu
urri gi’di tónli'star.
Einkar hugljúfar eru mér
endurminningarnar um þá
söngfræðitíma sem hann hafði
með okkur, söngæflngarnar og
árangur þeirra,. samsönginn.
Ekki síður minnist ég með
aðdáun haustdaganna sem hann
fór með nemendahópinn í
..Skrúð'1 til að reifa ungu trén
undir veturinn og fræðslu
þeirrar sem við fengum sam-
fara því starfi, því „grasafræð-
in“ var að ég hygg, ein af
hans geðþekkustu kennslugrein-
um.
Allra hugsjóna ungmennafé-
lagshreyfingarinnar gætti í
fræðslustarfi séra Sigtryggs og
a’.veg sérstaklega hins marg-
sungna „komið grænum skógi
að skrýða skriður berar, sendna
strönd‘‘ o.s.frv., og með það í
hugá mun trjá- og blómareit-
urinn ,,Skrúður“ hafa verið
gerður, og' nemendur settu nið-
■ur með honum fyrstu trén.
Vakti sá reitur allra aðdáun er
sáu í skó’.astjórnartið séra
Sigtryggs.
Eins og áður segir, tef ég,
að skólinn hafi einkum átt
því h’.utverki að geg'na að
mennta fátæka a’-þýðu, o.g með
tilliti til efnaleysis því aðeins
orðið rekinn. að nemendur tóku
mikinn þátt i þjónustustörfum
við skólaha’.dið, meðal annars
þurftu þeir að sæk.ia vistir á
opnum árabát til Þingeyrar og
toera þær frá sjó heim að
Núpi og var skóiastjórinn :þá
gjarnast siálfur í för með þeim
og æfinlega bar hann eina
byrðina sem þeir hver og einn.
Þjónustustarf við skólahald-
ið var rekið með mjög frum-
stæðum hætti miðað við þau
þægindi sem við síðan höfum
tileinkað okkur, og mörgum
nemanda þótti skólastjóri
kröfuharður og jafnvel smá-
munasamur í fyrstu — en þeg-
ar ég mörgum árum síðar, las
í „Brekkukotsannál‘‘ setning-
una óg’.eymanlegu „Aðeins eitt
starf er ógeðslegt og það er
il’-a unnið starf“; þá þótti mér
sem þessa kenningu hefðum við
margoft heyrt af vörum séra
Sigtryggs.
Framhald á 9. síðu.
gj — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. september 1962
Fimmtudagur 27. september 1962
ÞJÓÐVILJINN — (7,