Þjóðviljinn - 05.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.10.1962, Blaðsíða 7
þlÓÐVHIINN tTtgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaílokKurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Toríi Ölafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 b'nur). Áskriftarverð kr. 65,00 á mánuði. VERKFÖLL AÐ ÍTÖLSKUM HÆTTI Gylfi heldur kosningaræðu fjað er auðséð að þingkosningarnar næsta sumar eru farnar að hafa áhrif á sálarlíf ráðherranna. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherra menntamála og annarra við- skipta, hefur haldið ræðu í Alþýðuflokksfélagi Reykja- víkur og að sögn Alþýðublaðsins birzt þar sem hinn mildi landsfaðir sem öllum vildi gott gera, „Eg tel ekki þörf á gengislækkun eða neinni annarri hhðstæðri ráðstöfun, vegna hinna miklu kauphækkana undan- farið“, hefur blaðið eftir ráðherranum, því „að þjóð- arframleiðslan hefði aukizt svo mikið á þessu ári og verðlag á útflutningsafurðum okkar verið svo hag- stætt, að þjóðarbúið mundi geta risið undir kaup- hækkununum". Og þetta nægði ekki til; ráðherra þessi sem þrjú undanfarin ár hefur talið allar kauphækk- anir kommúnistíska glæpi og tilræði við þjóðfélagið sagði einnig „að hinir lægst launuðu, þ.e. Dagsbrúnar- menn og opinberir starfsmenn hefðu dregizt aftur úr hvað kaupgjald snerti. Þótt þessar stéttir fengju enn nokkra hækkun væri ekki hætta á ferðum." Er sízt að efa að verkamenn og opinberir starfsmenn muni fljót- lega ganga eftir þeim fúlgum sem ráðherrann býð- ur þannig fram. t'n því miður kemur í ljós að væntanlegar þingkosn- ingar hafa ekki góð áhrif á sannsögli ráðherrans eða meðferð hans á hagfræðilegum staðreyndum. Alþýðu- blaðið hefur eftir honum „að árin 1960, 1961 og 1962 yrði heildarkauphækkunin rúm 30%, en vísitalan mundi hækka á sáriia tímabili um 27 stig eða 27%. Eftir yrðu 3—5%, sem væri hin raunverulega kauphækkun. Það væri því rangt er Þjóðviljinn og Tíminn halda fram, að lífskjörin hefðu versnað, þau hefðu batnað sem þessu næmi.“ Ekki færir ráðherrann nein rök fyrir þessum staðhæfingum sínum, enda eru þau ekki til- tæk. Sé hinn almenni kauptaxti Dagsbrúnar tekinn sem dæmi var hann kr. 23,86 um tímann 1959 þegar viðreisnarflokkarnir tóku við. Sami taxti er nú kr. 24,80 um tímann; hann hefur þannig aðeins hækkað um tæp 4%.. A sama tíma hefur hin almenna vísitala verðlags og þjónustu 'hækkað um hvorki meira né minna en 32%. Kaupmáttur tímakaupsins samkvæmt þessum taxta hefur því lækkað um meira en einn fimmta. Og skattfríðindi og fjölskyldubætur þeirra sem þess njóta vega aðeins upp örlítið brot af þessari kjaraskerðingu. Lækkunin á raunverulegu kaupi hefur að sjálfsögðu komið misjafnlega niður, en allur þorri launþega býr nú við mun skarðari hlut en hann gerði fyrir tæpum fjórum árum. Það er vægast sagt ósæmi- legt að ráðherra og hagfræðiprófessor skuli halda því gagnstæða fram — jafnyel þótt kosning'ar séu á næsta leiti. 'E’n við sMkum málflutningi ,geta, menn búizt næstu mánuðina. Á sama hátt og ráðherrarnir reyna að dylja veruleikann með fölsuðum tölum munu þeir einnig fela fyrirætlanir sjálfra sín; þeir verða lunga- mjúkir og brosmildir og munu í orði fylgja öllum þjóðþrifamálum, einnig kauphækkunum. Nú er semsé að hefjast sá eini tími kjörtímabilsins sem ráðamenn óttast kjósendur. En verði hræðslan ástæðulaus munu þeir birtast á nýjan leik í eðlilegu gervi. Þá getur Gylfi Þ. Gíslason lýst yfir því að gengislækkun sé óhjákvæmileg, á jafn sjálfsagðan hátt og hann segir nú að hennar sé ekki þörf. Hann hefur leikið það fyrr. — m. I 1 I I I I 1 K 1 I 1 I I E I I I I i I S i I I I i I I I 1 I I I 1 I I I 1 1 1 1 i I I I I i i I 8 ! 9 8 E i I Á Ítalíu hefur um milljón málmiðnaðarmanna háð verkfall undanfarnar vikur. Þetta verkfall er fyrir margra hluta sakir mjög athyglisvert og lær- dómsríkt, en þó ekki sízt fyrir þá sök, að í fylkingarbrjósti hafa verið ungir verkamenn í Fiat- verksmiðjunum sem ekki hafa áður tekið þátt í verkalýðsbaráttu, enda ekki nema um fjórir af hundraði þeirra í verkalýðsfélögum. Þeir hafa ekki risið upp fyrst og fremst vegna lélegra launa, segir greinarhöfundur, Michel Bosquet, heldur gegn „harðstjórn fjármagnsins“. „Því meira sem lífskjör verka- manna batna, því kröfuharðari verða þeir um önnur skilvrði" ekki haldið áfram, voru ævin- lega einhverjir úr hópi iþeirra eldri sem sögðu mér að halda mér saman. En í byrjun ársins fór ég að vinna í verksmiðjudeild þar sem eingöngu unnu ungir menn. Það var þar sem verksmiðju- stjórnin tapaði spilinu: Við ungu mennirnir, við höfðum enga reynslu af atvinnu- leysi eða ósigrum verkalýðsins. Það liðu ekki nema nokkrir mánuðir þar til við gerðum innisetuverkfall. Við neituðum að auka vinnuhiaðann. við höfnuðum verðlaunakerfi þeirra sem byggðist á öimusu- gjöfum án þess að nokkur vissi við hvað væri miðað. Við sögð- um: Við erum ekki frjálsir boraarar þegar farið er með okkur sem þræla 50 klukku- stundir á viku“. Þeir samfögmið u sigri sínum yfir óttanum Og í júní i ár, þegar ahs- herjarverkfall máimiðnaðar- manna var boðað. eftir marg- ar misheppnaðar tilraunir, varð úr því almenn uppreisn. Og í fylkingarbrjósti voru einmitt þessir ungu ,.ópólitísku“ menn (minna en 4 prósent verka- manna hjá Fiat eru félags- ^ bundin); það voru þeir sem stóðu verkfallsvörðinn, þögguðu niður í verkstjórunum með ískurflautum sínum og dreifðu áróðursþréfum. Þfegar verksmiðjulúðurinn var þeyttur í síðasta sinn, voru menn dálitla stund á báðum áttum; Nokkur þúsund verka- menn voru þegar komnir inn í verksmiðjurnar; um tuttugu þúsund gengu , fram.. og aftur um götuna og biðu þess hvað ,.hinir“ gerðu. Og þegar síðasti lúðurtónninn var þagnaður án þess að nokkur hefði látið sig, ætlaði allt um koll að keyra, Verkfallsmenn hrópuðu blístr- Síðari hluti Því meir sem lífskjör verka- m-anna batna, því kröfu- harðari verða þeir varðandi önnur vinnuskilyrði, segir Trentin, einn af fo.ringjum F. I.O.M., sambands ítalskra málmiðnaðarmanna. í veitingakrá í Toríno gáfu ungir verkamenn hjá Fiat mér óumbeðnir skýringu á þessari kenningu. Fiat er heimsfrægt nafn á einum af iðnaðarrisum Evrópu. Fiat er ekki einungis ein af þrem stærstu bílaverksmiðjum Evrópu; það er einnig stærsta einkafyrirtæki á Ítalíu með 100.000 verkamenn og megin- afl í ítölskum stjórnmálum. Það er vegna hinna miklu áhrifa sem Fiathringurinn hefur á ítölsk þjóðmál, að framleiðsla bíla hefur verið látin ganga fyrir byggingu íbúða eða smíði dráttarvéla, að staðið hefur verið við allar áætlanir um vegalagningu, en bygging skóla, sjúkrahúsa og lausn vandamála sveitanna ha.fa verið látnar sitja á hakanum. *) Þessu fyrirtæki er stjórnað af miklum skipulagsmeistara, Valletta, sem ásamt Adriano O'ivetti er talinn með „fram- farasinnuðustu“ atvinnurekend- um í Evrópu. *) Auk 650.000 bila á ,. ári framleiðir Fiathringurinn kæli- skápa, eimreiðar, áhaldavélar, efnavörur o.s.frv. Verðmæti ársframleiðslunnar: um 50 milljarðar króna. Það er skammt síðan Valletta lýsti í blaðaviðtali öðrum ít- ölskum atvinnurekendum sem ,,afturhaldsseggjum“ og „stein- aldarmönnum“. Að hans áliti ætti skynsamur atvinnurekandi að geta ,.bundið“ verkamenn sína við fvrirtækið með tvennu móti; Bjóða þeim há laun og veita þeim hvers kyns félagsleg fríðindi, en bola þeim verka- lýðsfélögum isem eru „ósam- vinnuþýð“ úr fyrirtækinu. Þessi stefna Valletta, sem farið hafði að bandarískum fyrirmyndum, gaf góða raun í niu ár; Engin verkföll höfðu verið háð í Fiatverksmiðjun- um síðan árið 1953. Frá þess- um tíma voru allir foringjar og helztu málsvarar F.I.O.M. settir til starfa i elztu og ófull- komnustu deildum verksmið.i- anna en allir samningar um kjarabætur voru gerðir við félög undir stjórn andkommún. ista. Meðmæli verkstjóra og hinn sanni „Fiat-andi“ Gam’ir forvígismenn F.I.O.M. sögðu sig úr samtökunum til að halda vinnu sinní og sér- hverri tilraun til áróðurs fyr- ir þau var svarað með aðvör- unar- eSa uppsagnarbréfum. Það skipti minna máli ef menn vildu komast í hærri launa- flókka, hvort þeir höfðu til þess starfskunnáttu. heldur en hitt. hvort þeir höíðu meðmæli verkstjóra og voru haldnir hin- um sanna ,.Fiat-anda“. Verkamenn voru bundnir Fi- at frá vöggu til grafar, fengu Fiat-hvítavoðir í hvert sinn sem þeim fæddust börn. Fiat- blómsveiga þegar þeir voru lagðir til hinztu hvílu, Fiat- íbúðir, góðar og ekki dýrar, meðan þeir unnu hjá fyrirtæk- inu, en húsvörðunum uppálagt að fylgjast með öllum bréfum og 'blöðum sem þeim bærust. Þeir fengu einnig fagþjálfun hjá fyrirtækinu, sem þeir höfðu ekkert gagn að utan þess, og yfir þeim var vakað af 1.600 verksmiðjuvörðum, sem stjórn- að var af þremur fyrrverandi ofurstum úr ítölsku herlögregl- unni. „Þanni? retur þetta ekki haldið áfiam“ ..Þegar ég kom til Fiat fyrir þremur árum“, s’agði einn hinna ungu manna mér, ,,var ég settur við færiband og mér sagt að herða á tveimur skrúf- um. Mér var engin frekari skýring gefin, Ég herti á skrúf- unum og var að þrotum kom- inn að dagsverki loknu, Ég fór á námskeið og fór fram á að verða settur í annað betra starf. Mér var svarað að ég hefði ekki hið rétta hugarfar. Éa vissi þá ekki hvað verka- lýðsfélag var. Ég hafði aldrei skipt mér af stjórnmálum. Ég sá að sumir strituðu sig bókstaflega í hel, en aðrir höfðu það náðugt. Við og við var hert á vinnuhraðanum. Þegar ég hafði orð á því við strákana að þannig gæti þetta Það er ekki einungis í hinum miklu iðnaðarborgum á Norð- ur-ítalíu sem málmiðnaðarmenn hafa staðið i verkfalli undan- farnar vikur. Verkfallið hefur verið háð urn allt landið og sunnar í Iantlinu, cins og t.d. I Napoli, hefur verið jafnvel enn meiri harka í því en í norðurhéruðunum. Myr.idirnar hér á síðunni, sem þar cru teknar, bera órækt vitni um það uðu og grétu og von bráðar bættust félagar þeirra sem inni voru í hópinn og þeir sam- fögnuðu sigri sínum yfir ótt- anum. Hundruð skírtein'a ..verkalýðsfélags Fiats“ voru tætt í sundur. Frá því klukka.n fimm um morguninn fram til klukkan eitt um nóttina héldu verkfallsmenn í Toríno ásamt konum sínum og börnum og þúsundum samborgara hátið: Fiat, risinn mikli, tákn um veldi ..nýkapítalismans“, var ekki lengur ósigranlegur, öreig. arnir höfðu aftur vaknað til dáða í Fiat. En sigurinn var einnig þeirra verkalvð'foringja sem árum saman höfðu a-Idrei, hvernig sem á móti blés, hætt að halda því fram ,.að því auðveldara er að fá verkamenn til baráttu sem markið er sett hærra“. Að áliti þessara foringja voru kröfur sem settar voru fram fvrir hönd verkamanna í öllu landinu, almennar kröfur með megináherz'u á kaup- hækkanir. ekki lengur tíl þess fallnar að örva menn til bar- áttu. í fyrsta lagi sökum þess að bezt reknu iðnfyrirtækin gátu veitt verkamönnum sínum hærri laun en farið var fram á. Emnig vegna þess að kaup- hækkanir einar sér breyttu engu um valdahlutföllin innan fyrirtækjanna né stöðu verka- manna, að því leyti sem hún var „óþolandi". Og að lokum gátu slíkar almennar kaupkröf- ur ekki veitt verkalýðsstéttinni áhrifavald um markmið og til- högun framleiðslunnar. F.I.O.M. tekur udu nýja baráttuaðferð Það var af þessum ástæðum sem forysta F.I.O.M. ákvað að taka upp ,,sundurliðaða“ bar- áttuaðferð. Hún setti fram í baráttunni fyrir nýjum heild- arsamningum almennar kröfur: Málmiðnaðarmenn skila í dag jafnmiklum afköstum á 37 klukkustundum og þeir gerðu á 48 stundum fyrir þremur ár- um. Það var því ekki komizt hjá allsherjar endurskoðun kaupsamninganna. En um einstök atriði slíkra samninga skyldi samið við hvert fyrirtæki o.g þau tengd vinnuskilyrðum op vinnuaf- köstum á hverjum stað. Við hið hefðbundna kaup í tíma- og ákvæðisvinnu skyldu bætast afkastaverðlaun, sem færu eft- ir vísitölu vinnuafkasta og væru tekin unp til endurskoð- unar með vissu millibili af fulltrúum verkamanna og stjórn fyrirtækisins. Með þessu móti fengju verka- lýðsfé’.ögin sðstöðu til að hafa vakandi ausa með raunveru- legum fjármunum fyrirtækis- ins, framieiðs'u- og fjárfesting- aráformum bess. fyrirsjáanleg- um breyiingum á framleiðslu- tækni og skipulagningu. Það er ekki einungis skipu'ag fram- leiðslunnar (vinnuhraði, fag- þjálfun, launaflokkun, sam- setning vinnuvakta o.s.frv.) sem þannig yrði gert að samn- ingsatriði verkamanna og vinnuveitenda, heldur einnig fjármála- og viðskiptapó’.itík Framhald á 10. síðu. Arni Jóhannsson: Fellið gerðar Nú þegar kosningar á full- trúum ti.l Alþýðusambandsþings fara fram í Sjómannasambandi íslands í fyrsta skipti með alls- herjaratkvæðagreiðslu, verður mér hugsað til þess hversu fjarri fer því að starfandi sjó- menn fái notið þess réttar sem þeir 'eiga til þess að ráða full- trúum sínum. Eins og okkur er bezt kunnugt, sem þekkjum fyrirkomulag o.g uppbyggingu þá er allt við það miðað að landliðið, sem skipað er mönn- um allra stétta fái úrslitaáhrif í kosningum, meðan miklum hluta starfandi sjómanna er Arni Jóliannsson með öllu fyrirmunað að neyta atkvæðisréttar s:’ns. Með því að kosningin er látin standa að- eins í 2 daga er meirihluti togarasjómanna sviptur at- kvæðisrétti sínum og eins þeir sjómannafélagar sem á farskip- um starfa og ekki eru í höfn þegar kosið er. Hinsvegar munu atkvæði landliðsins. svo sem hóteleigenda, skífulagn- ingameistara. sútara, skóara, pylsukaupmanna. iðnrekenda, forstjóra, ljósmyndara. verk- stjóra, rafmagnsrukkara, bankastjóra, blómasala og póst- pokagerðarmanna koma öll til skila, ef að vprda lætnr; bað befur a.m.k. verið re.glan þau 25 ár sem ég hef verið félags- maður í Sjómannafélagi Revkjavíkur og fylgzt með kosningum þar. Slík fé’agsstarfsemi er auð- vitað með ö’i'u óbolandi. pð hin- um raunveruleeu starfandi sjó- mönnum sé bægt frá áhrifum á gang hagsmunamála sinna, en pólitísku vildarliði. sem fyr- ir ’.öngu er ko.mið úr öllum tengslum við starfssvið sjó- mannsins og þau kjör sem hann á við að búa, sé smalað á kjör- stað til þess að viðhalda völd- um pólitiskra spekúlanta eins og Jóns Sigurðssonar. sem ekki hefur komið á sjó í síðast’.iðin 30 ár eða lengur. Afleiðingar þessa ástands í félagsmálum s.iómanna koma lika æ skýrar í liós því lengur sem liður. og nú skiptir það líka ekki lengur krónum eða aurum sem við það tapast að 'sjómenn fá ekki aðstöðu til að ráða málum sínum sjálfir, heldur tugum milljóna, eins og gerðardómslög Emils og Jóns Sigurðssonar bera gleggstan vott um. Það eru ekki mörg ár siðan Emil Jónsson ■ gerðardómsráð- herra talaði á hátíðardegi sjó- manna af svölum Alþingishúss- ins um ís’.enzku hetjurnar á hafinu, sem færðu sjö sinnum meiri björg í bú en nokku.r annar sjómaður í lieimi, sam- •kvæmt alþjóðaskýrslum. og minnti jafnframt á það, að verður væri verkamaðurinn launanna. En bað er oft ljúf- ur sær í ræðun íslenzkra valdamanna á siómannadaginn og ó'ikuT ^eim ofsa sem yfir gengur þegar til rúmhelgu dag- anna kemur o.g sjómannastétt- in krefst réttar síns og sóma- samlegra lífskjara. Þá eru öll b'.íðmæli orðin að svæsrustu lagafjötrum sem binda hendur sjómanna og ræna Þá sjálf- sögðum réttindum til þess að njóta arðsins af striti sínu og yfirburða afköstum. Gerðardómur Emils Jónsson- ar er eftirminnilegt dæmi um tviveðrunginn í þeim pó’.itísku trúðum, sem of lengi hafa feng- ið að leika með lífskjör ís- lerzkrar sjómannastéttar. Mörgum ókuumugum vex það í augum þegar hin afkastá- mikla hönd íslenzkra sjómanna ber mikið úr býtum eftir afla- sæ’a vertíð, en hafa þeir hin- ir söniu lnig’eitt það hve miirg þau eru árin sem sjómaðurimi gekk slippur frá starfi, örygg- islaus um afkomu sina, og átti enga bjargráðasjóði til\að forða með gjaldþroti fjölskyldu sinn- ar? Hin stórvirku tæki sem rú eru komin í notkun eiga vissulega ekki að vera nein séreijja e'nhverAr útva'dra scm í landi sitja. Sjómaður- inn á að heimta þar sinn lilut refjalaust. Og hverjum kemur til hug- að að hann muni verja ver sín- um hluta af miklum afla en þeir sem ráðið hafa í útgerðar- málurn síðustu árin og tekið þar ómældar fúlgur til sinna þarfa, hvernig sem útgerðin g'ekk? Þá er að geta afreka Jóns Sigurðssonar þinglóðs (sjó- mannasambandsfqrseta), Togaraverkfatlið stóð í 130 daga. Þetta verkfall hefði aldr- ei þurft að standa svo.n.a lengi ef þinglóðsinn hefði snúið sér í tæka t.íð til þingliðs Alþýðu- flokksins, 'sem ber öll mál er snerta verkalýðshreyfinguna á Islandi undir hann fyrst. og bá einnig setningu gerð- ardómslaganna, sem rændi hvern síldveiðisjómann í S. R. frá Jo—43 5 þús k’’. (á mann) þá rúmu 2 mánuði Framliald á 10. síðu. j g) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. október 1962 Föstudagur 5. október 1962 ÞJÓÐVILJINN (7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.