Þjóðviljinn - 05.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1962, Blaðsíða 12
var handtekinn fyrir að sýna bandarískum embættismönnum við skyldustörf mótþróa. Hann hcfur nú verið sendur til geðrannsóknar í Missouri. Frekkland þJÓÐVIUIN Föstudagur 5. október 1962 — 27. árgangur — 216. tölublað. WASHINGTON — LONDON 4/10 — Bandaríkjamenn herða stöðugt ofsóknir sínar gegn Kúbumönnum og reyna að fá fleiri ríki í lið með sér. í dag tilkynntu þeir ríkisstjórnum margra landa í Evrópu að þeir ætli að gera ráðstafanir til að hindra siglingar til Kúbu og fóru þess á leit að iríkisstjórnirnar aðstoði við framkvæmd- irnar. Bandaríkj amenn hyggj ast íram- kvæma ofsóknaráætlanir sínar upp á sitt eindæmi ef önnur lönd vilja ekki eiga hlut að máli. Mikilvægustu atriðin í ráða- bruggi Bandaríkjamanna eru þessi: 1. Bandarískar hafnir verða framvegis lokaðar öllum skipum frá hverju því ríki sem ílytja mun vopn til Kúbu. 2. Ekkert skip frá neinu því útgerðarfyrirtæki sem flytja mun vörur frá -sósíalistísku ríkjunum til Kúbu mun fá -að flytja vörur á vegum bandarísku ríkisstjórn- arinnar. 3. öllum skipum sem sigla. undir Bandaríkjafána cöa eru f eigu Bandaríkjamanna verður bannað að sigla til e^a frá Kúbu. 4. Ef skip fer í iVitningaför milli sósíalistísku ríkjanna og: Kúbu verður því bannað að koma í bandaríska höfn í þeirri sigl- ingu. Búizt er við að ráðstafanir þessar komi til framkvæmda f næstu viku. Ekki er gott að vita hvernig I liðsbón Bandaríkjamannanna reiðir af. Hingað til hafa aðeins Vestur-Þjóðverjar og Tyrkir vilj- að liðsinna þeim í þessu máli. PARÍS 4/10 — Fyrir franska þinginu liggur nú tillaga um vantraust á ríkisstjórn Pompidous. Tillagan er fram borin vegna þeirrar ákvörðun- ar stjórnarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu de Gaulles sem miðar að því að þjóð- in kjósi forseta með beinum kosningum en þing- ið hefur valið hann til þessa. Leiðtogar allra flokka nema Gaulleista eru andvígir þjóðarat- kvæðinu og er því talið að vantraustið verði sam- þykkt. Verður þá þing rofið og efnt til nýrra kosninga. Júgóslovía og Sov étríldn ó einu máli Tveir fyrrverandi forsætisráð- herrar, sem áítu þátt i því að koma de Gauile til valda árið 1958, þeir Paul Reynaud íhalds- maður og Gay Mollet sósíal- demókrati, hófu umræður þings- ins um vantraustið og réðust harkalega gegn til ögu de Gaull- es um að franski forsetinn verði framvegis kjörinn beint af þjóð- inni. Tveim klukkustundum áður en Reynaud tók til máls hélt de Gaulle sjónvarpsræðu og sagði hann myndi segja af sér ef þjóð- in felldi tillögu hans í þjóðarat- kvæðagreiðslunni sem fram á að fara 28. október næstkomandi. Reynaud sagði að ríkisstjórn- ir, bryti ' bága vð stjórnar- ski’ána með því að efna tii þjóð- araíkvæðagreiðslunnar að svo komnu máli. Mmnti hann á það að hann hefði áður stutt de Gaulle en sagðí að nú neyddist hann 11 að segja nei. , Mollet sagði að de Gaulle, og st.iórnin hefði brotið stjórnar- skrána með því að ákveða að breyta henni án þess 'að leggja málið fyrir þingið. Búizt er við því að ger.gið verði til atkvæða um van- trauststillöguna í nótt eða á morgun. Líklegast er talið að hún verði samþykkt og stjórnin neyðist til að hrökklast frá. Verður þá þing rofið og gengið til nýrra kosninga sem að öllum líkindum munu fara fram sam- tímis þjóðaratkvæðagreiðslunni. í sjónvarpsræðunni sagði de Gaulle að hann myndi draga s:g í hlé ef tiúaga hans verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hins vegar minntist hann ekki á van- trauststillöguna né andstreymi sitt á þingi. Pompidou reyndi á þinginu að bei-a af sér og de Gaulle ásak- anirnar um valdníðslu en þing- heimur gerði hróp að honum á meðan á ræðunni stóð. Talið er að um 260 þingmenn muni greiða atkvæði með vantrausts- tillögunni en 240 atkvæði eru nægileg til þess að stjórn Pompi- dous verði að hrökklast frá vöídum. Inni í blaðinu: Eðvarð Sigurðsson um kjai'abar- áttu Dagsbrúnar. Sjá 4. síðu. Árni Jóhannsson um kosningarnar i Sjómanna- sambandinu. —- Sjá opnu. MOSKVU 4 10 — Bresnéff, for- seti Sovétríkjanna hefur undan- farið dvalizt í lieimsókn hjá Tító forseta Júgóslavíu. Nú hafa fór setarnir sent frá sér sameigin- lega yfirlýsingu þar sem segir að Sovétríkin og’ Júgóslavía hafi í öllum meginatrióum sömu skoðanir gagnvart alþjóðlegum vandamálum og þróun mála í heiminum. í yfirlýsingunni segir meðal annars að bæði ríkin styðji ein- dregið vinsamlega sambúð mi'lli þjóða heimsins og vilji að öll deilumál séu leyst með samning- um. Ennfremur er bent á það hve brýna nauðsyn beri til að samið verði tafarlaust um bann við kjarnorkutilraunum. Telja forsetarnir að tiliögur þær er blutlausu ríkin hafa lagt fyrir afvopnuarnefnd SÞ séu aðgengi- iegur samkomulagsgrundvöllur. Ennfremur leggja forsetarnir til að stofnsett verði kjarnavopn- laus svæði í Mið-Evrópu, á Balk- anskaga, í Afríku og víðar. Forsetarnir telja að efla beri Sameinuðu þjóðirnar svo að þær geli látið meir að sér kveða. Þeir leggja einnig til að nú þeg- ar verði samið um afvopnun til að draga úr þeirri hættu að 3ja heimssyrjöldin brjótist úr. Sendiherrum hinna ýmsu þjóða var boðið að vera við- staddir kveðjuathöfnina er Bres- néff yfirgaf flugvöllinn í Bel- grad. Vakti það nokkra athygli að sendiherrar NATÓ-i’ikjanna allra prýddu athöfnina með fjár- veru sinni. Slys á Eyrarbakka Um níu leytið á miðvikudags- norguninn slasaðist færeyskur naður austur á Eyrarbakka. Maðurinn, sem heitir Friolf Niel- sen vinnur þar í slippnum og vildi óhappið til með þeim hætti að stigi sem reistur hafði verið upp við bátshlið skrikaði til, svo maðurinn féll úr honum. Niel- sen var fiuttur á sjúkrahúsið á Selfossi og mún hann vera. mjaðmarbrotinn. Hann er tæp- lega þrítugur að aldri og er til heimilis að Sæbóli á Eyrar- bakka. Nóq of ýsu en minna um kennara HELLISSANDI 3 10 — Gott atvinnuástand hefur verið hér í sumar og er úlit fyrir, að það haldist. Héðan eru nú gerðir út riokkrir trillubátar á línu. Aíia þe'r vel, um tvö tonn í róöri, þegar gefur á sjó, en tíð hefur verið rysjótt að undanförnu. Aflinn er mest ýsa. Auk smábátanna er gerður út einn stærri bátur, 50—60 lonn. Skarðsvikin er í söiuferð á Englandsmarkað, selur u:n 60 tonn í Aberdeen í dag ■ eða á morgun. Unnið hefur verið að undanförnu á vegum Lands- símans að i’eggja símakapal í jörð hér í þorp nu og inn að Rifi. Féiagsheimili er í byggingu. Síanda vonir til að hluti þess verð tekin í notkun í vetur Alvarlegustu tíðindin héð- an frá Hellissandi eru í skóla- málum. Barnaskólinn er enn ekki tekin til starfa. Mun ennþá van'.a skó’astjóra og 1 eða 2 kennara. En við von- um, að með hjá'p Træðsluyf- irvalda megi úr þessu rætast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.