Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 3
Unnu bikírinn til eígnar SMIÐJUKEPPNIN er hún kölluð hin árlega keppni liða vél- og jársmiðjanna í Reykjavík í knattspyrnu. Félag járniðuað- armanna ga£ árið 1960 veglegan verðlaunagrip, bikar, til keppninnar og vann lið Starfsmannafélags Vélsmiðjunnar Héðins bikarinn í þriðja sinn og til eignar nú í sumar. Myndin var tekin s.l. laugardag, er Snorri Jónsson, for- maður Félags járniðnaðarmanna (til vinstri) afhenti Rafni Sigurðssyni, formanni Starfsmannafélags Vélsmiðjunnar Héðins bikarinn. (Ljósm. Óskar Valgarðs). Finnar inuu ísiendinga í Varna VARNA 8 10 — í 10. umferð á Olympmskákmótinu í Varna sigruðu Finnar íslendinga með 2Vz vinningi gegn 1%: Friðrik vann á fyrsta borði, Jón Páls- son gerði jafntefli á öðru en Jónas Þorvaidsson og Jón Krist- tinsson töpuðu á þriðja og fjórða. , Önnur úrsl't í 10. umferð urðu sem hér segir: Bretland vann Svíþjóð 2%:1% Sviss og Danmörk gerðu jafntefli Spánn vann Mongólíu 2\í:lVz Kúba og Póliand gerðu jafn- tefli B-elgía og ísrael hlutu lVz vinning hvort, en ein skákin er óútkljáð. Biðskák Björns Þorstemssonar og Mongólíumanns úr 9. um- ferð lauk með jafntefli. í A-flokki eru. Sovétrikin efst með 29 vinninga. Síðan koma Júgóslavía með 25, Bandaríkin með 24 og Ungverjaland með 21V2. Lðynivínsali tekinn á dtnsleik AKRANESI 8 10 — Á dansieik sem haldinn var sl. laugardag að Brún í Bæjarsveit í Borgar,- firði var rútubílstjóri teknn fyrir leynivínsölu. Bifreiðin og bifreiðarstjór.'nn eru frá Bif- reiðastöð Magnúsar Gunnlaugs- sonar á Akranesi. Dagsbrún Framhald af 1. síðu ir utan Vaihöll og kosningaskrif- stofu þess í Breiðfirðingabúð ó- s’.itnar báða kosningadagana. Og í hádegisútvarpi á sunnudag var önnur hver tilkynning neyðar- kail til flokksmanna ihaidsins um að gefa sig fram til aðstoð- ar. Allt þetta brölt hefur þó borið harla litinn árangur. Dagsbrúnamienn liafa nú svarað áhlaupi ílialdsins á félag sitt með órofa sam- stöðu um forystumenn félags- ins, enda vita þcir að engum öðmm er treystandi til þess að ha'.da á málstað vcrka- manna í þeim mikilsverðu verkefnum, sem nú eru fram- undan. Sýning íslenzkra 1 Fœr Dagana 21.—24. september sl. var í Þórshöfn í Færeyjum. haldin sýning á útgáfubókum >Iá's og menriingar og Heims- kring'u. Sýning þessi var haldin að tiihlutan félagsins Færeyj- ar — ísland og stóð að nokkru í sambandi við 25 ára afmæli Mál.s og menningar. Sýningin var í sýningargiugga Hótel Hafniu og á henni voru 210 bækur. Ungur íslenzkur menntamaður, Þor'.eifur Hauks- son, dvaldi í Færeyjum sýn- ingardagana' og hélt fyrirlegtyr á fundi félagsins Færevjar-ís- iand. Fialláði hann um ís’enzkar nútímabókmenntir og bókaút- gáfu. Þjóðviljinn átti stutt samtal við Þor’.eif og kvað hann sýn- inguna hafa verið mjög ánægju- Vetreráætlun í innanlandsflugi Hinn 1. okt. s.l. gekk vetraiv áætlun innanlandsflugs Flugle- lags Islands í gildi. Samkvæmt henni verður flogið til sömu staða sem í sumaráætlun, að undanteknum stöðunum, Hellu og Skógasandi, en þangað hefur sem kunnugt er aðeins verið flogið á sumrin. í stórum dráttum er vetrar- áætlun innanlandsflugs á kom- andi vetri þannig, að frá Reykja- vík er ílogið til Akureyrar tvis- var alla daga nema sunnudaga og mánudaga, en þá daga er ein ferð. Til Vestmannaeyja verður flogið alla daga. Til ísa- íjarðar verða fimm ferðir á viku, á laugardögum. Til Egilsstaða verður flogið á, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og ennfremur á mánudögum til 1. nóvember. Til Hornafjarðar verður flogið á mánudögum, og föstudögum. Til Sauðárkróks á þriðjudögum og föstudögum. Tii Húsavíkur á miðvikudögum og laugardögum og til Kópa- skers og Þórshafnar á fimmtu- dögum, og til Fagurhólsmýrar á föstudögum. Ferðir milli Ak- ureyrar og Egilsstaða eru á þriðjudögum. leaa. Bækurnar voru tiI sölu og undirtektir mjög góðar. Þor’.eif- ur sagði bó, að Færeyingar sky'du það ekki fylli'.ega enn, að þeir geta lesið ís'.enzku sér til fulls gagns. Engar íslenzkar bækur hafa verið til sö’.u í Fær- eyjum til þessa og er Mál og menning þvi brautryðjandi is- lenzkra bóka i Færeyjum. Kosning fulltrúa á 28. þing ASÍ Félag jámiðnaðannanna á ísafirði kaus Pétur Sigurðsson aðalfulltrúa sinn á Alþýðusam- bandsþing. Verkalýðsfélagið Vörn, Bí’.du- dal. kaus Ingimar Júlíusson að- alfulltrúa. Verkalýðsfélag Austur-Húna- vatnssýslu kaus Ragnar Þórar- insson. Verkalýðsfél. Hvöt, Hvamms- tanga, kaus Gústaf Ha'.idórsson. Verkakvennafélagið Franitíðin, Eskifirði, kaus Þórdísi Einars- dóttur. Verka’ýðsfélag Stöðvarfjarðar kaus Guðmund Björnsson. Verkalýðsfélag Svalbarðs- strandarhrepps kaus Jóhann Kristjánsson. Verkalýðsfé'ag Þórshafnar kaus Aðaibjörn Arngrímsson. Fél. garðyrkjumanna. Reykja- vik. kaus Steingrim Baldursson, til vara Agnar Gunnlaugsson. Snót, sveinafélag netagerðav- nianna, Reykjavik, kaus HaJ- dóru Guðmundsdóttur, til vara Bryndísi Sigurðardóttur. Sveinafélag skipasmiða kaus He’ga Arn’augsson. Sveinafélag pípulagninga- manna kaus Ólaf M. Pá’.sson. ;ír 109. riki Sameinuðu þjáðcnna NEW YORK 8/10. — Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma að veita Alsir inngöngu í samtök- in. Aðildariönd Sameiruöu þjóð- anna eru þar með orðin 109 að tii’.u. Áður um daginn hafði komið til óspekía í allsherjarþinginu. Osvaldo Dorticos, forseti Kúbu var í ræðustóli og ræddi um cí- sóknir Bandaríkjanna gegn. Kúbumönnum. Flóttamenn irá Kúbu voru staddir á áheyrenda- pöllum og höfðu i írammi hark og háreysti. Lauk svo að f’.eygja varð óróaseggjunum á dyr. Jemen Framhald af 12. sðu. ungsinnar vinni ötullega að þvf að steypa stjórninni. Varaforsetinn í Jemen hélt' ræðu á sunnudag og sagði að þar sem Bandaríkjamenn neit- uðu að viðurkenna hina nýju ríkisstjórn geti svo farið að Jemen endurskoðaði alla samn-i inga við bandarísk olíufélög. , 1 1 Þrjú þúsund fangar. Abdullah Sal'an hinn nýi for- sætisráðherra í Jemen, heíur skýrt frá því að um þrjú þús- und fangar hafi setið í fang- elsum í Jemen við hræðilega að- búð. Ríkisstjórnin hefur nú látið þá lausa. Fangarnir sátu í járnum, og voru meðhöndlaðir á hrottaieg- as1 hátt, sagði forsætisráðheix- ann. Fréttastofan Mið-austur hefur skýrt irá því að hinir nýju vald- hafar í Jemen hafi tekið 23 menn aí lífi og handtekið 20 frá því aö uppreisnin hófst í vikunni se mleið . SENDISVEINN Óskast strax við stórt fyrirtæki í Reykjavík. Tilboð sendist blaðinu fyrir 10. þ.m. merkt „174“ Skáld finnur griðastað Svo sem kunnugt er hefur Kristmann Guðmundsson orð- ið að heyja einkabaráttu við kommúnismann alla sína ævi. Þegar er ljóst var að á hans vegum færi eitt af stórmenn- um andans reyndu kommún- istar til við hann, og hefur Kristmann gefið áhrifamiklar lýsingar á. freistingunum os þeim siðferðilegu yfirburð- um sem urðu ho.num til bjarg- ar. En því miður hefur sigur- inn yfir freistingunum orðið Kristmanni dýrkeyptur, eins og ýmsum spámönnum á und- an honum. Kommúnistar hafa með fióknu og margþættu kerfi haldið stórslcáídinu niðri, komið í veg fyrir að hann hlyti nóbelsverðiaun þau .sem hann verðskuldar öllum mönnum frekar, meira að segja stöðvað þýðingar á bók- um hans; Kristmann fer ekk- ert dult með það að á póst- 'húsinu í Reykjavik starfi einkar harðsnúið iið sem stingi undan öJum þeim hest- tourðum af bréfum sem er- lendir útgefendur eru í sífellu að senda til þess að fá út- gáfurétt á hinum sígildu skáldverkum þessa einstæða höfundur. Það er sannarlega ekki að undra þótt jafn grimmileg barátta hafi haft djúp áhrif á skáld'ð. Kristmann skýrir þá einn- ig frá því í Morgun'blaðinu í fyrradag að þegar hann fór til Bretlands á dögunum hafi hann spurt hvern mann sem hann hitti hvort hann væri kommúnisti og hvort nokkrir þvílíkir voðamenn fyrir- fynndust í landinu. Hann segist hafa borið þessar spurningar upp við ritstjóra, blaðasala, kinverskan þjón, ókunna gesti á veitingahús- um, verkfræðing, fu’.ltrúa Verkamannaflokks'ns, fulltr. hægrimanna, fulltrúa mennta- málaráðuneytisins, kunnan rithöfund, yngstu skáld og listamenn í Chelsea. Og Krist- mann lét ekki afgreiða sig með neinum vífilengjum, heldur spurði hann menn í' þaula; þannig sagði hann við fulltrúa hægrimanna: ,,Haid- ið þér ekki, að leynzt geti dulbúnir ko.mmúnistar meðal starfsliðs ykkar og trúnaðar- mann.a?-1 En allir voru Bret- arnir samtaka um að róa hið angistarfull.a ská’.d. Ritstjór- inn sagði til að mynda um gengisleysi kommúnista i Bretlandi: ..Þetta er aöt sam- an loftslaginu að þakka. Hér er aldrei heitt, a’drei kalt, temprað loftslag, sem sagt. Og fólkið er eins. Bylting getur a’.drei átt sér stað í svona lofts!agi“. Og niðurstöðurn- ar af svörunum öllum dregur Kristmann saman d þessum spaklegu orðum: „Þeir skap- gerðareiginleikar, sem mest ber á í fari Breta, eru ró- lyndi, næmt skopskyn og á- byrgðarti’.finning. En það seg-, ir sig sjálft, að menn, sem þannig eru samsettir, ganga hvorki öfgastefnum né of- stæki á vaid. Af þeim sökum er öruggt. að Bretland mun enn sem fyrr standa stöðugt á verðinum gegn rauðu hætt- unni að austan“. Er ekki einsætt að Krist- mann bindi nú endi á hina langvinnu einkabaráttu sina við kommúnismann og setj- ist að í þessu örugga landi þar sem meira að segja lofts- lagið hefur réttar .stjórnmála. skoðanir? Þetta virðist þeim mun sjálfsagðara sem spá- kona mælti endur fyrir löngu að Kristmann myndi að lok- um hljóta þá heimsfrægð sem hann verðskuldaði; er ekki ráð að fara nú að hirða hana í landi þar sem skáidið getur ioksins verið óhult? Enginn sem þekkir list Kristmanns Guðmundssonar þar.f að draga í efa hvert gengi hann muni hljóta með þjóð þar sem eðliseinkenni ibúanna eru rólyndi, ábyrgðartllfinning — og næmt skopskyn. — Austri. Þriðjudagur 9. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (0 j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.