Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. október 1962 f» J OÐVIL JINN ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Verðbætur á íslenzkt korn er réttlætismál • Eins og Þjóðvilj- inn hefur áður skýrt frá fly't'ur Karl Guð- jónsson, 6. þingmaður Suðurlandskjördæmis, þingsályktunartillögu um aðstöðujöfnun inn- lendrar kornfram- leiðslu við innflutn- ing korns frá útlönd- um, og eru þeir Hall- dór Ásgrímsson, Björn Fr. Björnsson og Ágúst Þorvaldsson meðflutn- ingsmenn Karls að tillögunni. • Þetfa er í þriðja skipti, sem tillaga þessi er flutt á Alþingi. Karl Guðjónsson flutti hana einn á þinginu 1959—’60, en á síðasta þingi gerðust áðurnefndir Framsóknarþingmenn meðflutningsmenn. í hvorugt skiptið hlaut til- lagan afgreiðslu, en er nú flutt í þriðja sinn óbreytt. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að greiða verðbætur á korn, sem ræktað er hér á landi, til jafns við niðurgreiðslu á innfluttu korni. þeirra. Þó kvaðst ráðherrann ekki vera á móti þessari tillögu, en ítrekaði þó enn að hann teldi „fjármununum betur var- ið“ á annan hátt. Einnig gat ráðherrann þess. að jarðræktar- styrkur tæki nú einnig til kornakra Karl Guðjónsson tók aftur til máls og kvaðst hann vilja taka það strax fram, að öllum flutningsmönnum væri ljóst, að tillagan næði ekki til komrækt- ar almennt, enda ekki til þess ætlazt. Hér væri fjallað um einn þátt þessa máls, — hvort íslenzltt korn eigi að njóta jafn- réttis við er.lenda framleiðslu. Það væri öllum ljóst, að enn þyrfti að vinna að tilraunum á í greinargerð fyrir tiilögunni segja flutningsmenn „Kornrækt er- nú tekin að ryðja sér til rúms hér á landi, og ætla má, að sú þróun haldi áfram á komandi árum, ef kornræktinni eru búin eðli- leg skilyrði til vaxtar. Eins og málum er nú hátt- að um verðlag á kornvöru, verður ekki séð, að veruleg aukning geti orðið í þessari búgrein, þótt vaxtarmöguleik- ar hennar að öðru leyti væru hinir beztu. íslenzka kornið verður án ailra verðbóta að keppa við korn, sem flutt er inn frá útlöndum, en inn- flutta kornið fær sérstakar niðurgreiðslur úr rikiss.ióði. Þær greiðsiur nema 18,61% af fob-verði vörunnar. Ericnt korn er því selt hér sem þessu nemur undir eðlilegu verði þess, en innlend korn- framleiðsia hefur ekki við neina sambærilega stoð að styðjast og á því í vök að verjast í samkeppninni við hið erlenda og niðurgreidda korn. Meðan niðurgreiðsla er að- eins látin ná til innflutta kornsins, verkar .hún eins og verndartollur á útlendu v.ör- una gegn hinni innlendu. Það er augljóst mál, að i alla staði er óeðlilegt, að þannig sé að farið til að þröngva kosti íslenzkrar bú- greinar. sem allir eru sam- mála um, að æskilegt væri, að ætti fyrir sér að vaxa og eflast. Eðlilegt hefði verið, að ríkis- stjórnin hefði bætt úr þessu misræmi með því að ákveða, sömu verðbótagreiðslu á hið is-1 lenzka korn og nemur niður- greiðslunum á aðflutta kornið. j En þetta hefur ekki verið gert, j og því er hér lagt til, að Alþingi feli ríkisstjórninni að fram- kvæma þessa sanngjörnu leið- réttingu á verðbótakerfinu. Mál þetta hefur legið fyr- ir tveim síðustu þingum, en ekki fengið neina afgreiðslu. En þótt ekki lægi fyrir þings- samþykkt tillögunnar hefði ríkisstjórnin þó getað tekið málið til afgreiðsiu, metið réttmæti þess og látið þá skipan koma til fram- kvæmda, sem tillagan gerir ráð fyrir. þvi að til þess hefur hún heimild 28. gr. lag- anna um efnahagsmál frá 1960. En þetta hefur ekki gerzt, og því kemur málið enn til þingsins. Flutnings- menn leggja áherzlu á, að ekki þurfi að velkja málið óhóflega lengi. áður en það kemur til afgreiðslu. enda verður eðlilegt að teljast, að sú ákvörðun. sem þing- ið væntanlega tekur um mál þetta. komi til fram- kvæmda cinnig um þá upp- skeru. sem á þessu hausti fæst af islenzkum kornökr- um.“ Fyrri umræða um málið fór fram i sameinuðu þingi i gær, og hafði 1. flm. Karl Guðjóns- son framsögu. Sagði hann m.a. spor í íslenzkum búskap Árið 1960 hefðu t.d. komið ti! þresk- ingar um 3000 tunnur af ís- lenzku korni. að því er talið væri, og um 6000 tunnur árið | 1961. Ekki væri vitað um upp- skeruna i haust, en ræktun hefði stórlega verið aukin í ár. Ó- venju slæmt 'árferði kynni þó að valda því. að uppskera yk- ist ef til vill ekki í ár. En þeim mun tilfinnanlegra væri það. að íslenzkt korn nyti ekki sömu aðstöðu og erlent korn, sem flutt væri til landsins. Nið- urgreiðslurnar á erlenda kornið munu nú samsvara sem næst 70—80 aurum á kg. sagði Karl. en innlenda framleiðslan fær engan sambærilegan stuðning. Þessi þingsályktunartillaga gerði ráð fyrir leiðréttingu á þessu, ekki beinum stuðning við inn- lenda kornrækt. heldur að hún nyti sama réttar og innflutt korn. — Ekki hefði þótt ástæða til þess að bera fram laga- frurftvarp um þetta mál, þar sem ríkisstjórnin hefði lagalega heimild til þeirra ráðstafana. sem í tillögunni felast. Fjárhæð til niðurgreiðslna sem þessara mvndi tæpast fara yfir meira en hálfa milljón króna, en þar í móti kæmi. að því meira sem væri ræktað af innlendu korni því minna þyrfti að flytja inn. Að lokum kvaðst Karl vænta þess. að Alþingi lét! sig ekki henda það í þriðja skipti að afgreiða ekki þetta mál, og einn- j ig vænti hann þess, að verðbæt- 1 ur yrðu látnar ná til uppskeru þessa hausts. Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra (íhald), kvaðst telja, að kornrækt á íslandi ætti mikla möguleika fyrir sér. Hins vegar væri kornræktin á tilraunastigi (og hefði sér virzt koma fram sá misskilningur hjá fyrsta flutningsmanni þessarar tillögu, að svo væri ekki) og hefði ríkisstjórnin beitt sér fyr- ir því, að atvinnudeild Háskól- ans hæfi tilraunir á þessu sviði. Nauðsynlegt væri að rækta kornafbrigði heppileg fyrir ís- lenzka staðhætti, en bændur kynnu að verða fvrir tjóni vegna þess að þeir hafi ekki sáð rétt- um tegundum. Teldi hann þvi miklum vafa undirorpið. hvort hið opinbera ætti að ,.hvetja“ bændur til komræktar með styrkjum á kornframleiðslu að komrækt hefði hin síðari árin færst allmikið í vöxt og _ væri það merkilegt framfara-; þessu sviði, enda væri það sannast mála. að enginn ís- lenzkur atvinnuvegur væri kom- inn af tilraunastigi. — Ræða landbúnaðarráðherra hefði því að mestu verið út í hött. Karl kvaðst hins vegar fús til að viðurkenna það sem vel væri gert, og væri jarðabótastyrk- urinn til kornakra til jafns við túnrækt spor í rétta átt. —- En það væri fyrst og fremst réttlætismál, að innlent korn nyti sömu aðstöðu og inn- flutt korn, enda þótt ráðherra legði lítið upp úr því. Eysteinn Jónsson (Frams.) lagði áherzlu á. að tillagan fjallaði um það eitt, að innlend kornframleiðsla nyti sömu rétt- inda og erlend, eða m.ö.o. að íslenzkir kornframleiðendur njóti jafnréttis við erlenda korn- framleiðendur, sem selja korn sitt í landinu. Gæti hann ekki skilið, hvers vegna ráðherra hefði ekki látið það njóta þessa jafnréttis. Hér væri ekki um að ræða styrk til innlendrar kornræktar heldur jafnrétti við erlenda. Enda liti ráðherra tæp- ast svo á, að niðurgreiðslumar á hinu erlenda korni, væru styrkur til erlendra bænda! Ingólfur Jónsson og Eysteinn Jónsson tóku báðir til máls aft- ur, en því næst var málinu vísað til 2. umræðu og fjár- veitinganefndar með samhljóða atkvæðum. Fyrirspurn um gengishagnað Gísli Guðmundsson hefur lagt fram í sameinuðu þingi fyrir- spum til ríkisstjómarinnar um mismun gjaldeyrisandvirðis sam- kvæmt 6. gr. laga nr. 28 1962. Er þar spurt um upphæð inn- stæðu á sérstökum reikningi rík- issjóðs í Seðlabankanum, þar færa skyldi inn hagnað ríkissjóðs af gengisfellingunni í fyrTasum- ar. Ennfremur hve háum upphæð- um sé varið af reikningi þessum til þess að greiða hluta útflutn- ingsgjalda, nokkurn hluta hluta- tryggingargjalds og tdl greiðslu vátryggingargjalds samkv. áður- greindum lögum. Rannsókn á orsök sjóslysa við Island Tveir þingmenn Alþýðu- bandalagsins, Karl Guðjónsson og Gunnar Jóhannsson, flytja í sameinuðu þingi þingsálykt- unartillögu um opinbera rann- sókn á sjóslysum við strendur Islands undanfarin 2-3 ár. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að skipa 5 manna nefnd og sé einn nefndarmaður tilnefndur af hverjum eftirtalinna aðila: Slysavamafélagi Islands. Alþýðusambandi íslands. Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands. Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Ríkisstjómin skipar einn mann án tilnefningar, og skal han vera formaður nefndarinnar. Verkefni nefndarinnar skal vera að rannsaka, eftir því sem frekast er unnt, or- sakir hinna mörgu skips- skaða, sem orðið hafa við strendur landsins undanfar- in 2-3 ár. Rannsókn þessari verði hraðað, eftir því sem frekast er unnt. Að henni lokinni verði. ef þurfa þykir, settar nýjar reglur um sjóhæfni íslenzkra fiskiskipa, um allar breyt- ingar á skipum til stækkun- ar og um staðsetningu nýrra veiðitækja um borð. Kostnaður við nefndar- störfin greiðist úr ríkissjóði. 1 greinargerðinni eru raktar ástæður fyrir flutningi þessarar tillögu, en það eru hinir tfðu skipstapar hér við land undan- farið og eru þess nefnd dæmi. — I lok greinargerðarinnar segir, að það skuli tekið fram, „að í flutningi þessarar tillögu felast ekki ásakanir á einn eða neinn aðila og ekki er tillagan heldur fram komin af neinu einstöku slysatilfelli. En tjón þjóðarinnar á mönnum og verð- mætum á undanfömum árum er svo mikið, að einskis má láta ófreistað um að stemma hér við stigu að öllu því leyti, sem það kann að standa í valdi forráðamanna þjóðfélagsins". SÍÐA 5 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósfalIstaQokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: tvar H. Jónsson, Jón Bjamason. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65.00 á' mánuði. Sjómenn Hve lengi ætla ráðamenn Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna að halda bátaflotan- um bundnum í höfn með hinni fáránlegu og ó- sanngjörnu kröfu um tilfinnanlega skerðingu á sjómannakjörunum? Um það er spur't með dag- vaxandi óþolinmæði, og sízt að ástæðulausu. íslenzk alþýða er sem betur fer orðin vanari því í seinni tíð að vinnudeilur snúizt um kröfur um betri kjör, hærra kaup og meiri réttindi. En hér kemur lítil valdaklíka í sam'tökum útgerðar- manna, í annað skiptið á ári sem fært hefur íslenzkum bátaútgerðarmönnum meiri fjármuni í aðra hönd en flest eða öll ár önnur, og krefj- ast þess að sjómennirnir á bátunum samþykki stórfellda kjaraskerðingu. Rökstuðningur er bókstaflega enginn sem mark er takandi á. Ekki er það nýtt að útgerðarmenn hafi orðið að kosta til fullkomnari veiðitækja, og þó hægt sé að hagræða svo ímynduðu uppgjöri einhvers í- myndaðs meðalbáts með allmörgum kostnaðar- liðum áætluðum út í loftið að einhver reiknings- legur halli komi út, mun ákaflega örðugt að sannfæra menn upi að bátaútgerðin sé y'firleití svo illa stæð árið 1962 að það geti talizi rök fyrir kauplækkunarherferðinni sem nú stöðvar; flotann. J£jör sjómanna sem miðuð eru við ákveðinn hundraðshluta af afla, á ekki að skerða, þó komi eitf eða tvö góð síldarár. Eðlilegt er að líta á sjómannakjörin sem eins konar hópakk- orð, menn bera meira úr býtum ef mikið veið- ist en minna þegar verr gengur. Sjómennimir höfðu í átján ár fengið lítið og off sáralítið í sinn hluf á síldveiðum, og engin sanngirni er í því að rjúka til og rýra hundraðshlut þeirra af heildaraflanum, þó eitt sumar komi með 50 —60 þúsund krónur í meðalhásetahluf, að því er útgerðarmönnum sjálfum felsf 'til. í áróðri er venjulega hamrað á tekjum sjómanna á hæstu bátunum og mikið gert úr því að þær séu fyrir hálfs þriðja til þriggja mánaða vinnu. En sé haft í huga hvílík verðmæ'ti slíkur me'ta'flí skapar útgerðinni, og eins hitt, að oftast má telja allt að einum mánuði kringum verfíð sem starfstíma að vertíðartekjunum, er ekki með sanngirni hægt að segja að sjómenn séu of- haldnir af kaupi sínu, þó vel veiðist. jþað er mál sjómanna að þrjózkan og ósvífnin í framkomu LÍU í samningunum sé þess vegna, að útgerðarmenn felji sig hafa ríkis- stjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í liði með sér til árásanna á sjómannakjörin. Það reyndist svo 1 sumar, þegar ofstækismenn LÍÚ sáu fram á að þeir myndu ekki koma fram kjaraskerðingarkröfunum fyrir sumarsíldveið- arnar. En gerðardómslög Emils Jónssonar og íhaldsins hafa orðið svo illa þokkuð meðal sjó- manna og allrar alþýðu, að stjórnarflokkunum mun ekki auðgert að endurtaka það óþokkabragð, enda standa sjómenn fast og einhuga ggn kjara- skerðingarkröfunni og njóta samúðar alls al- mennings í þeirri afstöðu. — s. i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.