Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 7
FimmtudaÉrur 18. október 1982 ÞJÓÐVILJINN Prófessor Stanislaw Hclsztynski talar í háskólanum (Ljósm. Þjóðv. A. K). • Flestar hetjurnar í sagnakvæðí sín sótti Grímur Thomsen til forn- aldar, en þó bar við að hann fann nær sér í tímanum menn sem urðu honum yrkisefni. Einn þeirra var pólski herforinginn Poniatowski, sem lét lífið í orustunni við Leipzig 1813. • Nokkrum áratugum eftir að Grímur orti kvæði sitt var pólskt skáld á ferð á Þingvöllum og átti þar bjarta vökunótt eins og margur annar fyrr og síðar. Þá hlýddi Pól- verjinn á fylgdarmann sinn, Stefán Stefánsson, fara með kvæðið sem hið íslenzka skáld hafði ort um landa hans. • Skáldið pólska lét þýða kvæð- ið fyrir sig, sneri því á pólska tungu og birti í tímariti í Varsjá ásamt ferðasogu sinni. ■--ti Hetjur úr íslenzkum fornsögum í metsöluskáldsögum Pólverja Sagan af því hvernig kvæði Gríms Thomsen um hinn pólska herforingja barst til Póllands var sögð þeim fáu hræðum sem ómökuðu sig upp í háskóla dag nokkurn í síð- asta mánuði. Skammarlega fáir komu i fyrstu kennslustofu til að hlýða á dr. Stanis'law Hels- ztynski, prófessor við Varsjár- háskóla. flytja erindi um ís- land og íslenzk efni í pólskum bókmenntum. Þeir sem á erindið hlýddu urðu ekki fyrir vonbrigðum. Þar talaði maður sjófróður um efnið, kvikur og fjörlegur í ræðustól, fyndinn og gersam- lega laus við hátíðleika og lær- dómsupphafningu. Frá Shakespeare til Joyce Fyrir hönd Háskóla íslands og heimspekideildar bauð prófessor Halldór Halldórsson deildarforseti gestinn velkom- inn með fáum en hlýlegum orðum og rakti lærdómferil hans. Prófessor Helsztynski er fæddur í Poznan þegar hún laut stjórn Vilhjálms Þýzka- landskeisara. Menntaskólanám stundaði hann í Krakow, gekk á háskóla í þessari fornu, pólsku háskólaborg, Poznan, 'Munchen og Oxford og lagði stund á nýju málin. Prófessor Helsztynski hefur ýmist verið háskólakennari eða fengizt við skipulag fræðslu- mála. Umfangsmesta verkefni hans á síðarnefnda sviðinu var að koma á fót skólakerfi í hin- um stríðseyddu héruðum sem Pólland endurheimti frá Þýzkalandi i lok heimsstyrjald- arinnar síðari. Fræðistörf sín hefur prófess- Helsztynski aðallega unnið á vettvangi enskra fræða. Frá hendi hans hafa komið yfir- litsrit sem bera heitin Frá Shakespeare til Joyce og Frá Fielding til Steinbeck auk fjölda bóka og ritgerða um af- markaðri rannsóknarefni. Árið 1960 dvaldi hann í Bandaríkj- unum í boði Ford-stofnunar- innar og kenndi við háskólana í Philadelphia, Bloomington og víðar. Nú er hann yfirmaður enskudeildar háskólanna í Var- sjá og Wroclaw (Breslau). En prófessorinn er ekki að- eins fræðimaður og félagi í Vísindaakademíu Póllands. Hann er einnig ljóðskáld, ljóðaþýðindi og smásagnahöf- undur og á sem slíkur sæti á bekk með öðrum skapandi höf- undum í Rithöfundafélagi Pól- lands. Síðast en ekki sízt skal þess getið að prófessorinn er varaforseti Pólsk-íslenzka vin- áttufélagsins. Rómantík í Viinu Erindi mitt hingað, sagði prófessor Helsztynski þegar hann tók til máls, er að flytja erindi um efni sem ég hef lengi haft áhuga á. Svo er mál með vexti, að á síðustu öld höfðu margir póiskir bók- menntamenn og vísindamenn áhuga á íslandi. Eg hef kannað þetta efni eftir getu, og hyggst helga því kafla í bók sem ég ætla að skrifa um Islandsför mina. Það er upphaf þessa máls, að á fyrsta árátug 19. aldar átti rómantíska stefnan sitt helzta vígi í Póllandi í há- skólaborginni Vilnu. Nýklassik drottnaði í Varsjá,'en rithöf- undar og fræðimenn í Vilnu voru róttækir að þeirrar tíðar hætti og rómantískir. Einn í þeirra hópi var Joachim Lele- wel, einhver fremsti sagnarit- ari sem Pólverjar hafa átt. Hann birti árið 1807 bók sem bar heitið Edda eða trúarbrögS Norðurlandabúa hinna fornu. Nafnið lýsir efninu nægilega. Bókinni var vel tekið, hún kom út aftur 1823 í stórauk- inni útgáfu. Lelewel tók þátt í frelsis- baráttu Pólverja 1831 og varS að flýja í útlegð eftir ósigur uppreisnarmanna. En kynning hans á fornum bókmenntum íslendinga bar ríkulegan ávöxt í pólskum bókmenntum. Þar ber hæst leikritið Lilla VVeneda eftir skáldið Juliusz Slowacki sem birtist 1840. Slowacki er viðurkenndur annað mesta skáld rómantíkurinnar í Pól- landi næstur Mickiewicz. Hetj- an í leiknum er Lilla Weneda, vindversk. prinsessa. Leikritið um forustu hennar í baráttu þjóðar sinnar er eitt af sí- gildum verkum pólskra leik- bókmennta og einkum leikið á brengingatímum, þá sækja Pól- verjar kjark í þetta þjóðlega verk. í Lilla Weneda gætir greini- lega áhrifa frá íslenzkum forn- bókmenntum, svo sem þegar eiturormar eru heillaðir með hörpuslætti og drykkja er þreytt úr kerum sem gerð eru af hauskúpum fallinna fénda. Bylting í goðheimi Rómantískir höfundar í leit að nýju líkingamáli í skáld- skap heilluðust af íslenzkum fornbókmenntum, og einn þeirra, gagnrýnandinn Maur- ycy Mochnacki, bar fram til- lögu um þjóðlega byltingu gegn yfirdrottnun hinna fornu goða Miðjarðarhafsmenningar- innar. Hann skoraði á skáidin að gera Olympsgoð útlæg úr verkum sínum en leiða í þeirra stað til öndvegis forna guði Pólv-arja og Norðuriandabúa. En nú var Lelewel, sem kom öllu þessu af stað með Eddu- útgáfu sinni, nóg boðið. Hann mótmælti og sagði: „Heldur vil ég senda Sobi- eski konung (pólsk hetja. Aths. Þjóðv.) til Ódáinsvalla en láta hann þola orgin í val- kyrjunum og drykkjulæti í Valhöll. Heldur vil ég láta Appolló syngja honum lof en Braga.“ Ösigrar uppreisnanna 1831 og 1863 urðu rómantísku stefnunni í Póllandi að aldur- tila. Raunsæið hélt innreið sína. Menn sannfærðust um að affarasælla væri að halda sig við jörðina en lifa í draumór- um um forna frægð. Áhugi Pólverja á íslandi hvarf ekki heldur breyttist. Náttúra landsins og líf þjóðarinnar dró nú frekar að sér athygli en fombókmenntimar. Fagrar konur Fyrsta ferðasaga pólsks íerðalangs til íslands birtist í jólahefti tímarits í Varsjá 1894. Xavier nokkur Spor- zynski segir þar frá siglingu á gufuskipi frá Kaupmannahöfn til. Reykj avíkur, en ferðasagan er mestöll orðagjálfur sem lít- ið er á að græða, mætti jafn- vel efast um að maðurinn hafi nokkru sinni til íslands komið. Enginn vafi getur hinsvegar leikið á að Maurice, Komoro-, wicz ferðaðist til íslands 1907. Hann fór á hestbaki frá Reykjavík til Akureyrar, kom að Hvítárvatni, á Þingvelli og að Geysi. Ferðasagan sem hann birti ber með sér að honum er mjög umhugað að vera frumlegur, éta ekki eftir lýs- ingar annarra á frægðm stöð- um heldur sjá allt með eigin augum. Geysir veldur honum vonbrigðum, en hann hrífst af landslaginu við Hvítárvatn. Af íslendingum kann hann íátt að segja. Fyrsta ferðasagan á pólsku frá íslandi sem verulega er í spunnið er eftir skáldið Tad- eus Nalepinski, sem ferðaðist hér um sumarið 1913. Ferða- sagan var heilt ár að birtast í vikuriti í Varsjá. Ásamt þrem samferðamönn- um, þar af einni konu, og með Stefán Stefánsson til fylgdar ferðaðist Nalepinski á 10 hest- um um Suðurland og Borgar- fjörð. Hann hreifst af landinu, eignaðist marga íslenzka vini og lýsir ferðinni af skáldlegri andagift. Nalepinski hrósar íslenzka matnum, landslagið verður honum tilefni ljóðrænna lýs- inga, en hrifnastur varð hann þó af íslenzkum konum, feg- urð þeirra og þokka. Hann kennir í brjósti um þær að þurfa að búa við jafn luralega karlþjóð og þá sem ísland byggi. Tvö minnismerki Nalepinski var maðurinn sem heyrði Stefán Stefánsson fara með kvæði Gríms Thom- sen um Poniatowski bjarta sumarnótt á Þingvöllum. Hann þýddi kvæðið á pólsku, hélt bragarhætti og hrynjandi eftir föngum og birti með ferðasögu ‘sinói. Þýðihgiri^’ér'Stðível ferð, sagði prófessor Helsztynski, og sem Pólverji gæti hann borið um að Grímur sýndi hetjuna í réttu ljósi, þar sem hann ver undanhald hers Napóleons eft- ir orustuna við Leipzig og drukknar loks í ánni eftir að meginherinn var kominn yfir hana. En Grímur var ekki einn ís- lenzkra manna um að varðveita minningu Poniatowski. Eitt glæsilegasta minnismerki Var- sjárborgar er einmitt riddara- stytta herforingjans gerð af Al- bert Thoi'valdsen. Thorvaldsen var í Varsjá 1820, og var þá ráðinn til að gera minnismerk- ið. Nazistar brutu styttu Poni- atowski 1944, en hún hefur verið steypt á ný í mótunum sem geymd voru í Kaupmanna- höfn og send sem gjöf höfuð- borgar Danmerkur til Varsjár, þar sem kempan trónar nú á sínum gamla stað. Thorvaldsens- styttur Thorvaldsen gerði fleiri Pól- verjum minnismerki en Poni- PONIATOWSKI 1813 Afsteypa' af styttu Thorvald- sens af Poniatowski- „Hafðu girtan gangarann og gefðu honum vel í skjóli, svo að skaði hann ei skot né kúlna él. Ég stend hér kyrr á meðan má og meðan sjálfur vil; að sveitum Frakka förnum hjá skal fákinn hafa til----“ „— En — þá er brúin brotin af og bratt er elfar gil —“ „— Á þessu einu hugann haf að liesturinn sé tiL Og svo þú vitir eins og er, — allt fari hitt sem má — að Riissnr hafi hönd á mér, það hætti’ ég ekki á-“ Nú dynja skot og dauðans óp, og dreyrir margri kinn; og lítinn eftir hafði’ hann hóp, en — hjörtun voru stinn. Og vex hin bláa branda hríð og beljar vopna röst, og þynnist hópur, harðnar strið en hjörtun voru föst. Og Rússans fsarns öldurót á eitils brýtur klett því hinir tóku hart á mót og hjörtun voru þétt. Og Frakka her er farinn hjá, sem falinn HANS var vöm, og sár hann er með seggi fá en — saddur Póllands örn. Og þá var brotin brúin af, svo brot með straumi rak, en hlnzta skoti hlcypti' hann ------------------- SÍÐA 7 atowski. í Varsjá stendur stytta hans af Kópemikusi stjörnufræðingi, þeim sem koll- varpaði heimsmynd miðalda- kirkjunnar með því að sýna fram á að jörðin snerist um sólina en ekki öfugt. Nazistar eyðilögðu þá styttu einnig, en hún hefur verið steypt á ný. 1 Kirkju hins helga kross í Varsjá var komið fyrir minn- ismerki Thorvaldsens um Stanislaw Malachowski, sem var þingmarskálkur á stjórnar- árum síðasta konungs Pólverja og átti meginþátt í setningu stjórnarskrárinnar 1793. Þetta minnismerki brutu nazistar til hálfs, og hefur ekki enn verið gengið endanlega úr skugga um hvort unnt feynist að færa það í sína upphaflegu mynd. Loks er í kastalanum í Kra- kow minnismerki Thorvaldsens urn Wlodzimiers Potocki, her- fo -gja frá Napóleonstíman- u í Póllandi eru því fjögur minnismerki frá hendi fræg- asta myndlistarmanns sem af islenzku bergi er brotinn. Eftir þennan útúrdúr um Thorvaldsen vék prófessor Helsztynski aftur að Nalep- inski og hafði yfir kveðju hans til Islands. Hún er á þessa leið: „Vertu sælt, vertu sælt dá- samlega land, dásamlegra en orð fá tjáð, land sem mig dreymdi um þegar ég var drengur, land sem ég leitaði á sérhverju hnattlíkani og landabréfi eins og það væri hið fyrirheitna land, land sem í engu brást draumum min- um.“ Bezta íslandsbókin Á árunum milli heimsstyrj- aldanna lögðu ýmsir pólskir vísindamenn, einkum jarðfræð- ingar, leið sína til íslands og rituðu vísindaritgerðir um at- huganir sínar. Þar kveður mest að riti dr. Alexanders Kosiba, sem kom út 1938. Nefnist það á ensku A Fcw Problems of tbe Morphotechtonics and Glac- iplogy of Iccland. Árið 1928 komu til íslands tveir bræður, námuverkfræð- ingur að nafni Walery Goetel, sem enn er á lífi í Krakow, og rithöfundurinn Ferdynand Goetel. Ferdynand ritaði um ferð þeirra langbeztu bók um Island sem til er á pólsku, sagði prófesor Helsztynski. Bókin nefnist Eyja í skýþöktu norðri. Ferynand Goetel ritaði fjölda ferðabóka, en íslandsbók hans er einhver sú bezta i þeim hópi. Þeir bræður ferðuðust um landið á hestbaki, meðal annars í krlngum Langjökul, og prófessor Helsztynski las úr ferðabókinni hrífandi lofgerð um íslenzka hestinn, og lýs- ingu á skilningnum og sam- hugnum sem ríkti milli hest- anna í ferðinni og leiðsögu- mannsins Tómasar. íslenzkar bókmenntir Þá er komið að nútímanum. Nú starfar við háskólann í Varsjá kona sem samið hefur Framhald á 10. síðu. og hljóp í skyndi’ á bak. Og hestinum hann hleypti á ' kaf og hvarf í vota braut; — þeir fundu að morgni mar- skálks staf, er mitt á ánni flaut Af Rússum cnginn handtók hann né hafði dreng í bönd; en drottinn lagði á landrekann þá léttu föðurhöndL Á hamlngju’ efSur orku itá ég ætla trcysti valt, sem horfir í að hætta á að hreppa’ eða missa allt. 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.