Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 12
Ný fisksjá getur valdið byltingu í togveiðum • Tekin hefur verið í notkun í Bretlandi fisk- sjá, sem talið er að muni valda byltingu í fisk- veiðum þjóðarinnar. Tækið var nýlega sett í stærsta togara Hullborg- ar, D.B. Finn og er smíði þess í grundvallaratrið- um byggð á Asdic-tæki, sem notað hefur verið til að leita uppi kafbáta. Hægt er að senda rafmagns- bylgjur á undan skipinu og beina þeim á bæði borð og finna þannig torfur, sem framundan eru. Fisksjár þær, sem nú eru í notkun, sýna einungis þann fisk eem er beint niðurundan skipinu, Bólusétt um borð í ítölsku skipi FENEYJUM 17/10 — Lögreglu- menn stóðu á verði á hafnar- bakka hér í morgun þegar ít- alska farþegaskipið Africa lagð- ist þar að bryggju. Allir far- þegamir sem um borð eru, um 200 talsins, verða að vera þar um kyrrt fram á laugardag vegna þess að einn farþeganna lézt á skipinu úr bólusótt. Lög- reglan reynir að hafa up.p á 42 farþegum sem fóru af skip- inu í Brindisi á mánudaginn. Diirrenmatt en í mörgum tilfellum getur sjálft trollið þá verið hálfa aðra mílu afturundan og fiskurinn farinn þegar það kemur á þann stað sem hann mældist á. Ef þessi fisksjá um borð í D. B. Finn reynist eins vel og von- ir standa til, verða samskonar tæki sett í alla þá togara Breta sem veiða á fjarlægum miðum. Skip vöruð við Ellu Fellibylur sem veðurfræðingar balla Ellu var í gser um 500 km austur af Flórída á mjög hægri hreyfingu norð-norðvestur. Veð- urhæð var um 12 vindstig ná- lægt lægðarmiðju. Ekki var óveður þetta talið af- takamikið, en veðurstofan í Mi- ami á Flórída sendi þó í gær að- vörun til allra skipa á leið felli- bylsins að fara með gát og smærri skipum var ráðlagt að halda sig í böfn. Nýi Þjóðviljinn ræddur á félagsfundi annað kvöld • Félagsfundur verður haldinn í Sósíalistafélagi Reykjavíkur ann- að kvöld, föstudaginn 19. október. • Aðalumræðuefni á fundinum verður: Nýi Þjóðviljinn. Framsöpu um það mál hefur Magnús Torfi Ólafsson. • Einnig verða rædd félagsmál. • Félagsmönnum í Sósíalistafélaginu er bent á að hafa með sér fé- lagsskírteini og framvísa þeim við innganginn. • Fundurinn á föstudagskvöldið verður í Tjarnargötu 20 og hefst klukkan 20.30. Lýsteftirumsóknum um nýju bæjaríbúð irnar Borgarstjóri hefur nú auglýst eftir umsóknum um kaup á þeim 64 íbúðum við Álftamýri, sem í smíðum eru á vegum borgarsjóðs og reistar eru til útrýmingar á heílsuspillandi húsnæði sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 42 frá 1957. Af íbúðunum í Álftamýrar- húsunum (nr. 16—30) eru 16 2ja berbergja og 48 3ja herbergja. 2ja og 3ja herbergja íbúðir Svo sem áður hefur verið skýrt frá. eru íbúðirnar seldar tilbúnar undir tréverk og kosta tveggja herbergja íbúðimar 278 þús. kr. en þriggja herbergja 338 þús. kr. Utborgun í minni íbúðunum er 58 þús. kr., en 98 þús. í þeim stærri. Eftirstöðvamar, 220 þús. kr. á tveggja herbergja íbúðun- um og 240 þús. kr. á þriggja herbergja íbúðunum, em lánað- ar kaupendum til 42 ára með 6°/(, ársvöxtum. Auk þess eiga Nefndir til Nóbelsverðlauna: Neruda, Frisch, Graves Greene og Diírrenmatt Bolialeggingar eru nú miki- ar í blöðum og tímaritum um það hver muni hreppa nóbels- verðlaunin í ár og em mörg nöln hent á lofti. Sá sem tíðast er neíndur mun vera Pablo Neruda, skáld- iö mikla írá Chile. Neruda hef- ur að vísu oft áður verið tal- inn líklegur til að hreppa hnossið en af því hefur ekki orðið enn. Því mun að nokkru valda að stjómmálaskoðanir hans falla sænsku akademí- unni ekki 1 geð. Nafn brezka Síamstvíburar létust báðir LONDON 17/10 — Síamstvíbur- ar, Caroline og Mj'rtle Hardy, sem vom samvaxnar á kviði og bringu, létust á sjúkrahúsi í London í gærkvöld eftir aðgerð sem reynd var til að skilja þær skáldsins Roberts Graves er einnig á margra vörum þegar rætt er um nóbelsverðlaunin. Neruda og Graves eru báðir ljóðskáld, en af sagnaskáldum eru Steinbeck og Graham Greene taldir einna sigurstrang- legastir. Ai öðrum þeim er tilnefndir hafa verið má nefna Banda- ríkjamennina Robert Frost og Carson McCullers, Bretann Lawrence Durrell, Þjóðverjann Heinrich Böll og svissnesku leikskáldin Max Frisch og Friedrich Diirrenmatt. Fimmtudagur 18. október 1962 — 27. árgangur — 226. tölublað. S/æ/eg frammistaða Báta- ábyrgðafélagsins í Eyjum væntanlegir kaupendur rétt til A og B lána, allt að 100 þús. kr., hjá Húsnæðismálastjóm. Ihaldið gegn hækkun lánanna Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarráði og borgarstjóm Fteýkjavíkur beittu sér sem kunn- ugt er fyrir því að lánin, sem fylgja bæjaríbúðunum við Álfta- mýri 16—30, yrðu hækkuð í 120 þús. kr. og 135 þús. kr. gegn jafnháu framlagi frá Húsnæðis- málastjóm. Ihaldið felldi tillögu Alþýðubandalagsins þess efnis, en samþykkt hennar hefði þýtt lækkun á útborgun kaupenda Álítamýraríbúðanna í 38 þús. kr. þegar um tveggja herbergja íbúð er að ræða og 68 þús. kr. á þriggja herbergja íbúðunum. 1 framhaldi af baráttu Alþýðu- bandalagsfulltrúanna í borgar- stjórn fyrir hagkvæmari lánum til íbúðanna bar Guðmundur Vigfússon fram tillögu í Hús- næðismálastjóm um að þeim til- mælum yrði beint til borgar- stjómar að lánin yrðu hækkuð í samræmi við fyrrgreindar til- lögur. Gegn þessari tillögu sner- ust fulltrúar stjómarflokkanna i Húsnæðismálastjórn öndverðir og felldu með 4 atkvæðum gegn 2. ★ ★ ★ Þetta eru bæjarhúsin nýju við Álftamýri. Ibúðirnar í þcim verða seldar múrhúðaðar, með mið- stöðvarlögn og íscttum gluggum, þ. e. tilbúnar undir tréverk eins og það er orðað. Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja hélt aðalfund sinn seint á sl. ári. Var þar ákveðið að halda framhaldsaðalfund innan tveggja mánaða. Sá fundur hefur enn ekki verið haldinn, þó að fyrir liggi ýmis mikilvæg mál til af- greiðslu. Slóðaskapurinn og að- gerðaleysið hjá ,stjóm félagsins hefur orkað þannig á félagsmenn, að fram er komin krafa um fund í félaginu, undirrituð af tilskyld- uro fjölda félagsmanna. Félagsstjóminni var settur á- kveðinn frestur til að halda fundinn. Enn hefur þó enginn fundur verið boðaður og er jafn- vel búizt við að félagsmenn verði að neyta réttar síns, samkvæmt lögum félagsins, að halda fund án stjómarinnar. Aðalfundir Bátaábyrgðarfélags- ins hafa ámm saman samþykkt að láta félagið taka upp brota- tryggingu á vélum í bátaflotan- um. en stjóm félagsins hefur van- rækt að framkvæma þá sam- þykkt. Þá er bátaábyrgðarfélag Vest- marmaeyja eina bátatryggingafé- lagið, sem krefur félagsmenn sína um vexti af tryggingargjöldum þeim, sem greidd em af útflutn- ingssjóði, samkvæmt upplýsingum sem LlO hefur látið útvegs- bændafélaginu í té. Jóhann Pálsson hefur nýlega tekið við formennsku Otvegs- bændafélagsins í Vestmannaeyj- um, en hann eins og flestir út- gerðarmenn í Eyjum á um sárt að binda í sambandi við við- skipti sín við bátaábyrgðarfélag- ið og mun vart hugsa sér að leggja finguma á milli í þeim á- tökum, sem framundan eru við það. Bátaábyrgðarfélagið ávaxtar peninga sína í Landsbankanum í Reykjavík 8 — 10 milljónir, þrátt fyrir aðalfundarsamþykkt um að féð skuli ávaxtað í Útvegsbank- anum í Vestmannaeyjum, sem er aðalviðskiptabanki útgerðar- manna þar og torveldar félagið með þeim hætti lánveitingar þess bar.ka. Formaður Bátaábyrgðarfé- lagsins hefur sín eigin viðskipti í Landsbankanum í Reykjavík. Gheorghiu-Dej í Nýju Delhi NÝJU DELHI 17/10 — Gheorg- hiu-Dej, forseti Rúmeníu, kom til Nýju Delhi í morgun ásamt for- sætisráðherranum Maurer og fjármálaráðherranum Manescu, Radhakrishnan forseti og Nehru fcrsætisráðherra tóku á móti þeim á flugvellinum. Skaut deyg- andi á lög- reglumennina NEW YORK — Enda þótt byssu- bófinn lægi á götunni eftir rúm. lega 30 metra fall af húsþaki í Manliattan hafði hann krafta til að hefja skothríð gegn lög- reglumönnum sem flykktust að honutn. Tveir menn höfðu rænt áfeng. isverziun í New’ York og haft á brott með sér um 150.000 krón- ur. Lögreglubílar lokuðu hverf- inu og brátt sást til ferða ann- ars ræningjans. Er hann varð var við lögregluna skaut hann úr skammbyssu sinni en flýði síðan inn í hús í nágrenninu og upp á þak. Lögreglumaður einn elti hann og skiptust þeir á skotum á þakinu. Von bráðar hæfði lögreglumaðurinn. Ræn- inginn missti jafnvægið og féll niður á götuna. Áður en hann lézt neytti hann síðustu kraft- anna til að skjóta á lögreglu- liðið í kring. Arni Thorsteinsson. árni Thorsteios- son látinn Nestor íslenzkra tónlistar- manna, Ámi Thorsteinsson tónskáld, lézt í fyrradag, 92 ára að aldri. Hafði Árni orð- ið fyrir slysi fyrir nokkrum dögum og legið rúmfastur síðan. Árni Thorsteinsson var. fæddur í Rcykjavík 15. okt- óber 1870. Stúdentsprófi Iauk hann 1890, las um skeið lög- fræði en lærði svo ljós- myndagerð í Kaupmanna- höfn og stundaði þá iðn um allmargra ára skeið. Árni var manna söngfróðastur og ágætt tónskáld; mörg söng- laga hans bafa um áratuga skeið verið á hvers manns vörum og eru enn. i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.