Þjóðviljinn - 19.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJOÐVILJINN SildarverSið loksins komið! r i Utgerðarmenn stöðva samt Föstudagur 19. október 1962 Viðtal við Tryggva Helgason, full- trúa Alþýðusambandsins í verð- lagsráði sjávarútvegsins VerðlagsráO sjávarútvegsins náOi samkomulagi um síldarverö- 10 á fundi sinum er lauk í fyrri- riótt, og giidir þaO verö fyrir tímabilið 1. október 1962 til 28. febrúar 1963. Þjóðviljinn hafði i gær tal af fulltrúa Alþýðusambandsins í verðlagsráðinu, Tryggva Helga- syni, og spúrðist fyrir um gang málsins og efnisatriði verðá- kvörðunarinnar. Varamaður Al- þýðusambandsinis, Sigurður Stef- ánsson frá Vestmannaeyjum, tók sæti i ráðinu fyrstu vikuna í þessum samningum, í fjarveru Tryggva. — Átti ekki að vera búið að ékveða verðið fyrir löngu? — Jú, verðið átti raunar að vera ákveðið um síðustu mán- aðamót. I reglugerð sem verð- lagsráð hefur afgreitt frá sér og starfar raunverulega eftir, enda þótt ráðuneytinu hafi ekki unn- izt tími til að staðfesta hana, er kveðið svo á að verð á haust- •íldinni skuli ákveðið ekki seinna er, 1. október. Nú kom verðlagsráðið ekki eaman fyrr en á fyrstu dögum októbermánaðar, en síðan hefur verið haldið stanzlaust áfram, ells haldnir 14 fundir, og í tvo daga nú í vikunni stóðu fundir 12 tíma hvorn daginn. Samkomu- lag náðist loks á fundinum sem etóð til kl. 3 í nótt aðfaranótt fimmtudags. Efnisatríðin — Hver eru helztu efnisatriði ék vörðun arinnar ? — Verðið á síld til söltunar er Ótreytt frá því i fyrra, 1,60 kr. á kg og sama er að segja um •íld ísvarða til útflutnings í skip, 1,57 á kg, og síld til flökunar, 1,20 á kg. Hins vegar lækkar eíld í bræðslu um 3 aura á kg, verður 0,74 kr., en stórsíld til Danskur kafbát- ur í vörpunni Togari frá Plymouth Fleet Lady fékk vægast sagt sjald- gæfa veiði í vörpu sína fyrir skömmu. Hann var á veiðum undan suð- vesturströnd Eng- lands og fékk ,þar hvorki meira né minna en heilan danskan kafbát, sem var þar að æfingum undir árásarstríð á vegum NATO. Varpan og annar toghler- ínn fóru veg ailrar veraldar og kafbáturinn kom uppá yfirborðið. — Skipstjórarnir ræddu þennan atburð sín á milli og komust að þeirri niö- urstööu aö möguleikarnir á þessu og þvíum líku væru hér um bil 1 á móti miiijón. frystingar hækkar um 5 aura kílóið, verður 1,75 kr. á kg. Auk þess kemur nú til nýr flokkur, heilfryst síld, smá, 5— 10 stykki í kg. Sú síld hefur yfir- leitt ekki verið seld þannig áður, og hefur hingað til mest farið í bræðslu sem úrgangur. Nú erfar- ið að vinna verulegt magn af henni, og hefur hún verið seld til Vestur-Þýzkalands, en á mjög lágu verði. Verð þessa flokks er ákveðið 1,05 kr. á kg. Þetta vérð er allt miðað við síldina komna á flutningstæki við hlið veiðiskipsins. Verð á síld sem fer til heilfrystingar og í salt (cut-síld) miðast við nýt- ingu, en á síld til flökunar og ísvarða til útflutnings í skip, er rrúðað við síldina upp til hópa. Álíka meðalverö og í fyrra Þessi verðákvörðun má segja að sé nánast að meðaltali álíka og í fyrra, en hún er að stórum hiuta byggð á þeim fyrirframsöl- um, sem gerðar hafa verið, hvað snertir síld til söltunar, frysting- ar og til flökunar, og sumar af þeim sölum eru lágar. Engar umtalsverðar hækkanir frá því í fyrra eru í þeim sölum. Þar sem allt verðlag hefur hækkað í landinu, a. m. k. um 11—12%| að því að metið er, og sumir kostnaðarliðir meira, t. d. virð- ast umbúðir um frosna síld hafa hækkað um 24%, þá verður að teljast að miðað við þær að- síæður sé verðákvörðunin ekki óhagstæð niðurstaða fyrir enduma. — Hverjar «■ fyrir lækkun ' bræðslu? — Bræðslusíldi aura kílóið. Framitiji..w.Ciurnar. sérstaklega lýsið, hefur lækkað mjög mikið í verði frá því að samið var í fyrrahaust, úr 45 sterlingspundum smálestin niður fyrir 30 sterlingspund. Mjöl er hinsvegar á lítið breytilegu verði nú, en talsverðar birgðir óseldar í landinu og nokkuð óvíst hve öi. markaðurinn tekur við þeim. — Gæti nýja verðið gefið betri útkomu en í fyrra? — Hugsanlegar líkur fyrir því að úr þessari verðákvörðun fáist betra meðalverð hljóta að byggj- ast á því, að nú eru fyrirfram- sölur á síldarafurðum til mat- væla hlutfallslega meiri en á ár- inu sem leið, svara til þess að upp í þær þurfi 450—900 þúsund tunnur vegið upp úr bát. Mætti því mega vona að hlutfallið af síld sem fer til söltunar og í frystingu og hinsvegar því sem fer í bræðslu verði hagstæðara, en á sl. vetri fóru þrír fjórðu hlutar síldarinnar í bræðslu. — Þú hef ur ekki talið að um betri útkomu væri að ræða með gerð- ardómi eða yfirnefndinni svo- nefndu? — Neí, mér fannst við ekki vera búnir að fá þá reynslu af gerðardómi um verðákvarðanir að rétt væri að kasta þessu máli í hendur eins oddamanns. 1 þrjú skipti á þessu eina ári sem það hefur verið gert, hefur odda- maðurinn í öllum tilfellunum af- greitt málin með fulltrúum kaup- enda og gegn atkvæðum selj- enda. Enda þótt heita eigi að oddamaður eigi að vera hlutlaus, virðist að fenginni þessari reynslu að Hæstarétti hafi verið mislagðar hendur við skipun hans. Útgerðarmenn bera alla ábyrgöina — Hvað telurðu um líkur fyrir því að flotinn fari að komast af stað? — Nú þegar verðið er komið ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að veiðar gætu hafizt frá þeim stöðum sem hafa samninga í gildi. Og þess skyldi minnzt, að það eru útgerðarmenn sem hafa sagt upp samningum og það eru þeir sem hafa gert þær kröfur um skerðingu sjómanna- kjaranna, sem stööva meginhluta bátaflotans. Öll ábyrgð á frek- ari töfum á því að veiðar hefj- ist hvílir því á útgerðarmönnum og sé samningum um sölu síld- arafurða teflt í hættu vegna stöðvunarinnar er það eingöngu útgerðarmanna verk. JUNELLA, nýjasti og fullkomnasti skuttogarl Breta, scm fór reynsluför sína í sumar. Talið er að togarar af þessari stærð og gerð verði mótlcikur brezks togaraútvegs við landhelgisútfærslum þeirra ríkja, sem strandiengjur eiga að N.-Atianzhafi Brezkir fiskimenn ugg- andi vegna EBE makks Mikill uggur er nú í brezkum fiskimönnum vegna þeirrar yfir- lýsingar Jens Otto Krag forsætis- ráðherra Danmerkur, að stjórn bans hyggist framkvæma áæti- anir sínar um 12 mílna land- helgi við Færeyjar og Græn- land. Að því er segir í Fishing News vekur þessi yfirlýsing sérstaka | skelfingu í Aberdeen, þar sem j heimingur togaraflotans er bein- | línis byggður með Færeyjaveiðar fyrir augum. Skipin eru of stór til að nýtast á heimamiðum og of lítil til að sækja lengra en til Færeyja sérstaklega að vetr- intim. Fishing News segir ólík- raun eana ausmn Á borgarstjórnarfundi í gær var til umræðu tillaga fulltrúa Alþýðubandalagsins um það, að hefja nú þegar undirbúning að byggingu 150 íbúða, er Reykjavíkurborg leigi fjölskyldum sem búa í herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði og ekki geta leyst húsnæðismál sín með öðrum kosti. Var tillögunni vísað til borg- arráðs með 10 atkvæðum gegn 5 að yiðhöfðu nafnakalli. 1 framsögu fyrir tillögunni minnti Guðmundur Vigfússon á, að gerð herskálanna hefði aldrei verið við það miðuð, að þeir yrðu til íbúðar fyrir fjölskyldur allra sízt bamafjölskyldur. í hús- næðishrakinu í stríðslokin voru þeir hinsvegar teknir til íbúðar og hafa sumar fjölskyldur búið þar alla tíð síðan, eða í 17 ár. 1 dag er hér í blaðinu eyðu- blaðsreitur — og verður fram- vegis — sem klippa má úr og scnda afgreiðsiunni með nafni og heimilisfangi nýs áskrifanda. Þessum reit er einkum ætlað að vera til hægðarauka fyrir á- skrifendur biaðsins, sem hjálpa Ég undirrit.: *- •■ *-♦ •• )••»»*• •-» • ♦* • ♦■* *«*• *■** • óska hér með eftir að gerast kaupandi ÞJÖÐVILJANS. Dags. .................. 196.... vilja til við að auka áskrif- endatölu þess. ★ Ef allir þeir áskrifendur Þjóðviljans, sem raunveruiega hafa tök á að útvega blaðinu a. m. k. einn nýjan áskrifanda — og það hafa flestallir — eru vak- andi um það næstu vikumar að iíta í kringum sig í kunningja- hópi sínum í því skyni, geta þeir unnið stórvirki í því að út- breiða blaðið og þar með auka áhrif þess og skapa skiiyrði fyrir því að gera það enn betur úr garði. Þó mundi það kosta hvern og einn hverfandi litla fyrirhöfn. Verum samtaka um að efla blað- ið okkar. Margar hendur vinna iétt verk. Söfnunamcfnd og margar aðrar litlu skemur. Við þau óviðunandi skilyrði sem þessi húsakynni hafa upp á að bjóða hefur mikill fjöldi reyk- vískra barna alizt upp og verða áhrif þess seint eða aldrei að fullu bætt. Braggabúar eru févana 0 Guðmundur benti á, að þótt nokkuð hefði áunnizt um út- rýmingu braggaíbúðanna, m. a. fyrir aðgerðir Reykjavíkurborg- ar, byggju enn um 160 fjölskyld- ur í herskálum en flest munu 500—600 fjölskyldur hafa búið í bröggum. Sagði hann það vera álit sitt og annarra borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins, að ekki hefði tekizt að útrýma bragga- íbúðunum sökum þess, að aldrei hefði verið tekið raunhæft á þessu vandamáli. Til þessa hefði borgarstjómarmeirihlutinn ekki fengizt til þess að viðurkenna þó staðreynd, að herskálunum yrði ekki útrýmt með því að Reykja- víkurborg reisti íbúðir til sölu, þótt með sérstaklega hagstæðum kjörum væri. Það yrði að horf- ast í augu við þá staðreynd, að það fólk sem enn býr í bröggum er flest févana og margt áf því með takmarkaða vinnugetu, enda hefði margt af þessu fólki leitað til borgaryfirvaldanna í vand- ræðum og því verið fenginn samastaður í bröggunum, sem síðan hefðu orðið varanlegir bú staðir þess og það ætti enga von til að losna úr fyrir eigin at- beina. Stærsta átakið til útrýmingar herskálunum voru raðhúsin og síðar Gnoðarvogshúsin, sagði Guðmundur. Hins vegar benti hann ó, að um íbúðirnar víð Grensásveg og Skálagerði sóttu innan við 20 fjölskyldur sem bjuggu í bröggum, því að þeir voru þá svo tii tæmdir af því fólki, sem hafði getu til þess að hagnýta sér þau kjör sem þar var boðið upp á. tJtborgunin var of há og árleg afborgun of mik- il til þess að þetta fólk gæti risið undir þeirri fjárhagslegu byrði. Leiguibúðir eina lausnin Eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli er að reisa leiguíbúð- ir, eins og gert er ráð fyrir í til- lögu okkar Alþýðubandalags- manna, sagði Guðmundur. Þær verður að reisa með jöfnu fram- lagi Reykjavíkurborgar og rík- isins og varla er hægt að gera ráð fyrir að það fé fáist endur- greitt. Að lokum benti Guðmundur r til þess að sýna hvemig ástand ið er í þessum málum nú. að skrifstofustjóri framfærslumála hefði á borgarráðsfundi nýverið sagt að nauðsynlegt væri að rýma nú þegár 40 af beim braggaíbúðum sem enn er bú- ið í. Eigin íbúlð æskSlegar Geir Hallgrímsson borgarstjóri minnti á, að á borgarstjómar- fundi í september sl. hefði verið samþykkt að láta fara fram at- hugun á getu þess fólks sem býr f herskálum til þess að kaupa söluíbúðir borgarinnar og til bess að gera ti'löeur um 'ancri bessa V0r»rlp~' ' ” ■ -r ■ 1 ■ -***'* stofnr''" ‘ FrambnV legt annað en að Bretar geri ein- hverjar gagnráðstafanir í formi löndunarbanns á færeyska tog- ara og báta. Þá bætir það ekki skap manna að jafnframt því, sem brezkum togaramönnum er stjakað útúr lar.dhelgi hverrar þjóðarinnar eftir annarrar, gerir brezka stjómin engar ráðstafanir til verndar heimamiðum. Síðan Norðmenn, íslendingar og nú síð- ast Færeyingar færðu landhelgi sina út í 6 og síðan 12 mílur hafa dunið háværar kröfur á brezku stjóminni frá fiskveiði- bæjunum, um að hún geri gang- skör að því að færa brezku fisk- veiðilandhelgina út í 12 mílur. Kvarta þeir líka sáran undan yf- irgangi pólskra, franskra, danskra og belgískra togara á grunnmið- um í Norðursjó. Þá þykjast brezkir fiskimenn mjög sniðgengnir í samningavið- ræðum brezku stjómarinnar um skilyrði fyrir aðild að EBE. Segja þeir aðaláherzluna lagðaáhlunn- indi landbúnaðinum til handa, en á hagsmuni fiskimannanna hafi varla verið minnzt. Af þessu má ljóst vera að brezka íhaldsstjórnin nýtur lít- illa vinsælda í hinum fjölmennu fiskiðnaðarborgum landsins og er líklegt að hún gjaldi þar mikið afhroð I næstu kosningum. Þá horfir til landauðnar f brezkum skipasmíðum, vegna á- kvörðunar stjórnarinnar um að leyfa útgerðarmönnum að láta smíða skip sín erlendis. M. a. hefur hin þekkta skipasmíðastöð í Beverley við Humberfljót orð- íð að leggja upp laupana af þeim ástæðum ásamt öðrum. Mörg önnur fyrirtæki munu hætt kom- in. Hættulegustu keppinautar Breta ó þessu sviði eru V.-Þjóð- verjar, sem geta boðið lokkandi lónakjör og hafa" getið sér mjög gott orð fyrir þau skip sem þeir hafa smxðað. Halda margir því fram að bæði frágangur og sjó- hæfni þýzku skipanna beri af þeim brezku. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er því barlómurinn hið 'íkjandi viðhorf í brezkum sjáv- axútvegi og hliðargreinum hans. — G. O. Málflufningi í Félacjsdómi «asr Gert hafði verið ráð fyrir málflutningur fyrir Félagsdó: í máli Verzjunarmannasambanc ins gegn Alþýðusambandi lands færi fram í gær, en hc un var frestað fram yfir hel, t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.