Þjóðviljinn - 19.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.10.1962, Blaðsíða 6
3 SIÐA Þ.TÓÐVILJINN Föstudagur 19. október 1962 Fangarnir d Djöflaeynni Fyrir skömmu komu út æviminningar fransi listmálarans og glæpamannsins Francis Lagram es og eru ‘þær skráðár af bandaríska rithöfun' inum William Murray. Lagrange er einhver mes peninga- og málverkafalsari sem sögur fara a Á árunum 1931 til 1942 var hann fangi á hinr alræmdu Djöflaeyju. Frá öllu bessu skýrir hann hreinskilnislega í bókinni Mynd úr bókinni. Föngum gefið að éta Á austurströnd Suður-Ameríku, milli Brasilíu og Venezuela, liggur Guyana. Nýlenduveldin Bretland, Holland og Frakkland hafa ráðið yfir sínum hlutanum hvert. Fyrir utan stærstu borgina í Franska-Guayana, hafnarborg- ina Cayenne, liggja þrjár litlar eyjar, Royale, St. Joseph og Du Diable, Djöflaeyjan. Á eyjurr. þessum og á meginlandinu var hin alræmda íanganýiend; Frakka, en hún dró nafn e minnstu eynni, Djöflaeyjunni. 'Fyrstu refsifangamir vor> fluttir frá Frakklandi til Guay- ana árið 1852. Áður höfðu þó pólitískir fangar verið sendir í útlegð til nýlendunnar og létust þeir oftastnær eftir miklar þján- ingar úr hitabeltissjúkdómum eða hungri. Það var þó ekki fyrr en Dreyfus-málið var á döfinni að athygli heimsins beindist að Djöflaeynni. Dreyfus á Djöflaeynni Franski höfuðsmaðurinn Al- fred Dreyfus var á fölskum for- sendum dæmdur fyrir föður- landssvik af herrétti og sendur til Djöflaeyjarinnar. Þar dvaldist hann til ársins 1899 en þá heppnaðist að fá mál hans tekið upp að nýju og varð mikið að ganga á til þess. Síðan hefur nafn Djöflaeyjar- Höíundur bókarinnar, Francis Lagrange peninga- og málvcrka. falsari innar vakið óhug . í brjóstum manna um allan heim. Árið 1946 byrjuðu- Frakkar að leggja fangabúðimar niður. Francis Lagrange lifði því síð- asta tímabil fanganýlendunnar og lýsir því í bók sinni. Faðir Lagrange var myndlist- arfræðingur og listaverkasafnari og fræddi son sinn um margt er að slíku laut. Hann hefur þó að öllum líkindum búizt við að son- urinn notaði menntunina á ein- hvern annan hátt en raun varð á. Líf Lagrange varð róstusamt og oftast hefur hann verið öfugu megin við lögin. Lífsnautnamaö- Lifuðu fólki úthýst Kynþáttamisrétti í Kaupmannahðf n Hótelstjóri einn í Kaupmannahöfn hefur við- [ urkennt að litað fólk fái ekki gistingu á hóteli sínu. Kveðst hann hafa tekið þessa ákvörðun vegna þess að léttlyndar danskar stúlkur séu svo gefnar fyrir litaða karlmenn! Fyrir skömmu var S.A. Thompson, verzlunarmanni frá Ghana, úthýst úr „Det. nye turisthotell“ við Col- bjömsensgötu í Kaupmanna- höfn. Verzlunarfyrirtæki eitt þar í borg hafði pantað her- bergi handa honum. Þegar Thompson ætlaði að ganga að herberginu vísu var sagt að ekkert rúm væri fyrir hann á hótelinu. Hótelstjórinn við- urkenndi að dyravörðurinn hefði breytt samkvæmt íyrir- skipunum um að úthýsa lit- uðu fólki. Njóta meiri kvenhylli Hótelstjórinn gerði gre: fyrir máli sínu í danska blaf inu Politiken. Segir hann a<" danskar stúlkur séu margar hverjar ginnkeyptar fyrir út- lendingum og taki af ein- hverjum ástæðum litaða menn fram yfir aðra. — Vegna annarra gesta okkar, segir hann, getum við I ekki þolað að stúlkur þessar | fái aðgang að hótelinu í fylgd , félaga sinna. Hótelstjórinn kveðst hafa gripið til þessara ráðstaíana I til að forðast siðferðisspjöll. i Virðist hann telja það sið- j samlegra að léttlyndar stúlk- ur dveljist næturlangt hjá hvítum mönnum en svörtum. Lögreglan hótar lokun Mál þetta hefur vakið mikla ólgu í Danmörku? Lög- regluyfirvöldin í Kaupmanna- höfn hafa tilkynnt að þau hafi leyfi til að loka hverju því hóteli sem neiti að hýsa í lítað fólk. Danska ferða-1 mannasambandið hyggst < halda stjómarfund um málið ; og ræða væntanlegar aðgerð- ir gegn slíkum gistihúsuœ. i ar er hann af guðs náð, en jafn- m valda konur honum ógæfu. Iftir fyrri heimsstyrjöldina fór ann til Hamborgar til að kvæn- st stúlku sem hann hafði orðið stfanginn af áður en stríðið rauzt út. Franska leyniþjónust- m mun hafa hjálpað honum til að komast til Þýzkalands. Enda bótt hann hafi gleymt því og aldrei uppfyllt skuldbindingar sínar við hana, var honum nokkrum árum síðar vísað úr landi sem njósnara. Skemmtileg- ar eru lýsingar hans á því er ofsafenginn lögreglumaður yfir- heyrir hann. Margar vikur líða án þess að hann fái tækifæri til að koma einu orði að fyrir Þjóð- verjanum og kveðst hann smám sarr.an hafi komizt á þá skoðun „að Þjóðverjar refsi njósnurum með því að loka þá inni hjá vit- firringi tvisvar á dag“. Glæpir borga sig — aðeins í bili Hann fór aftur til Parísar án, eiginkonu og bama. Þar freistar hann gæfunnar sem listmálari. | En velgengni hans er ekki upp á marga fiska og kvennamál hans krefjast æ meira. Þegar hann hefur unnið verðlaun í frímerkjasamkeppni kemur dul- arfullur maður í heimsókn til hans. Heitir sá Joel og tilheyrir alþjóðlegum glæpaflokki. Joel þessi biður hann um að falsa nokkur sjaldgæf frímerki og Lagrange slær til. Þetta er þó aðeins upphafið. Bráðlega tekur hann til við málverkafalsanir og enn voldugri glæpasamtök taka hann í þjónustu sína. Hann byrjar nú einnig að falsa pen- i inga í stórum stfl. j Skemmtilegust er þó ef til vill | saga af því er hann falsar verk j eitt eftir mikinn ítalskan meist- ara. Málverkið var í eigu lista- safns eins úti á landi. Hann verður hugfanginn af verkefnj I sínu og leggur sig allan fram. j Stolt hans var mikið er eftir- líking hans var hengd upp í safninu en frummyndin hvarf yfir Atlanzhafið í hendur kaup- enda í Bandaríkjunum. En að lokum fer allt út um þúfur. Ein vinkvenna hans verð- nr afbrýðisöm- og gengur á fund lögreglunnar. Hann er dæmdur t ævilangt fangelsi í franska Guayana. Flóttatilraunir En Lagrange er snjall náungi. Daginn eftir að hann var settur á land í franska Guayana heppnaðist honum að flýja til hollenzka hlutans. Nokkra hríð tókst honum að blekkja yfirvöld- in en bráðlega komust þau að hinu sanna og sendu hann aft- ur til Frakkanna. Alla fanga í nýlencjunni dreymdi um að flýja, enda þótt sagt sé að aldrei hafi ílóttatil- raun heppnazt. Löngu síðar reyndi Lagrange enn að flýja og komst nú mun lengra en í fyrra skiptið en var þá gripinn. En hann hlýtur að búa yfir. miklum töfrum því að honum tókst að krækja sér í ýmis konar fríðindi þau mörgu og löngu ár sem hann eyddi í fanganýlend- unni, oft við hinn hræðilegustu aðbúð. Hann var fenginn til að skreyta inrkju eina og teikna mannamyndir fyrir varðmenn fangabúðanna. Hann tók þátt í leiðangri til að gera kort af eyjunum og teiknaði myndir af dvalarstöðum Dreyfusar sem notaðar voru í sagnfræðilegt verk. Hann varð heimiliskenn- ari hjá yfirmanni fynganýlend- unnar cg tældi innfædda ástmcy hans. Þess síðasttalda varð hann að gjalda með fimm ára tugthúss- vist á eyjunum. Lagrange lýsir lífinu í fanga- búðunum með hinni mestu ró- semd. Hann segir frá því er hann og aðrir erfiðuslu fangarn- ir voru settir í gapastokk um nætur. Hann ræðir um sadisma varðmannanna og lýsir ringul- reið og glæpum meðal yfir- ..... beitir Franskí IiiUuðsmaúurinn Alfreð Dreyíus. Ilann sat saklaus í fangabúðunum á Djöflaeynni. hann hæfni snni við að falsa bar.daríska dollaraseðla fyrir einn yfirmannanna sem síðar hvarf til Bandaríkjanna. I.agrange segir að erfiðasta tímabilið í nýlendunni hafi ver- ið meðan Frakkland var á valdi nazista. Petain-klíkan sendi um- boðsmann sinn til að stjórna Guayana. Djibouti ofursti hóf fyrstu ræðu sína með þessum orðum: „Þið eruð allir skepnur! Og vegna þess að þið eruð skepnur verðið þið meðhöndlaðir sem skepnur; Þið eru hingað komnir til að gjalda glæpa ykk- ar og það munið þið sannarlega gera!“ Og fangarnir lifðu í al- gjöru helvíti undir stjórn fas- ista-ofurstans. Margir dóu úr hungri eða ofreynslu við grjót- burðinn. Aftökur fyrir smámuni voru daglegt brauð. En einnig þetta ástand leið undir lok. Eftir landgönguna í Normandí sendu Bandaríkja- menn herskip til Guayana. Dji- bouti hvarf og Frank ofursti fékk tækifæri til að breiða yf- ir skrifborð sitt myndina sem Lagrange haföi gert eftir fyrir- sögn hans. öðru megin á henni stendur Petain en hinum megin leiðtogi hins frjálsa Frakklands de Gaulle. Árið 1942 var Lagrange náð- aöur skilorðsbundið og flutti 'frá Royale til St. Laurent á megin- landinu og settist að utan fangabúðanna en var enn und- ir eftirliti. Samt sem áður lét Lagrange ek’ af fyrri iðju og falsaði all- mikið af hollenzkum peningum. Þeir sem lesa bók Lagrange munu skenimta sér konunglega. En þeir munu einnig íá upplýs- ingar um franskt réttarfar og refsingar — frá manni sem reynt hefur þetta allt á sjálfum sér. Ofsóknarlög í Suður-Afríku Hvít kona dæmd í fímm óra fre/sisskerðingu Helen Joseph, sem löngum hefur gagnrýnt kynþáttamisrétt- ið í Suður-Afríku, var um síð- ustu hclgi dæmd í fimm ára stofufangelsi. Dómur þessi cr hinn fyrsti sem kveðinn er upp í samræmi við hin nýju „skemmdarvcrkalög“ Vorsters dómsmálaráðherra. Frú Helen Joseph er 57 ára að aldri og ritari í kvennasamtök- ur.um suður-afríkönsku. Næstu fimm árin má hún ekki yfirgefa heimili sitt í Jóhannesarborg frá því klukkan 18.30 til 6.30. Hún verður að gefa sig fram við lögregluna á hverjum degi nema á helgum, en þá má hún alls ekki yfirgefa heimili sitt. Helen Joseph hefur áður verið bannað að yfirgefa Jóhannesar- borg í fimm ár. Þegar það tíma- bil var liðið beið hún ekki boð- anna heldur heimsótti svertingja þá sem vísað hafði verið til af- skekktra landshorna af stjóm- málaástæöum. Samkvæmt hinum nýja dómi fær hún ekki leyfi til að heimsækja verksmiðjur eða svertingj ahverf i. Svarta akurliljan Vcrstcr dómsmálaráðherra h-rmaði á langardaginn alla mótmadafundi gegn handtöku „Svörtu akurliljunnar“, Nelson Mandela, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra afríkanska þjóð- þingsins scm nú hcfur veriö bannað. Mandela átti að draga fyrir rétt í Jóhannesarborg og saka hann um lýðæsingar, en af ör- yggisástæðum verður mál hans tekið fyrir í gömlu Gyðinga- kirkjunni í Pretoria. Verjandi Mandela, Joe Slovo, fær ekki að yfirgefa Jóhannesar- borg, þar sem hann er í ferða- banni samkvæmt ofsóknarlögum gegn kommúnistum. Af þeim sökum getur hann ekki várið slijólstæðing sinn. Mandela er 44 ára að aldri. Hann er lögfraíðingur að mennt og lærisveinn nóbelsverðlauna- hafans Luthuli. í maí í fyrra gc-kkst hann fyrir allsherjarverk- íalli þegar Suður-Afríka varð sjálfstætt lýðveldi utan brezka samveldisins. Vegna verkfallsins varð Mandela að fara huldu höíði og hlaut viðumefnið „Svarta akurliljan" vegna hæfi- leika sinna til að felíc sig íyrir lögreglunni. En fyrir skömmu var hann handtekinn er hann var að koma til Suður-Afríku úr • 'lpnlandsför. fyrir brennu og 170 rán Scx meðlimir í vestur- þýzka A1 Capone-flokknum liafa verið dregnir fyrir ung- lingarétt í Frankcnthal. Þeir eru sakaðir um 170 þjófnaði og Iíkamsárásir á tímabilinu frá 1953 til 1961. Forsprakk- inn er 26 ára að aldri og helit- ir Bernhard Kimmel. Tvítug vinkona hans, Skammbyssu- Tilli, er fulltrúi kvenkynsins á ákærubekknum. En þetta er aðcins upphaf- ið. Glæpamcnnírnir ungu eru einnig sakaðir um morð og mun vcnjulegur dómstóll fjalla um það mál síðar. I átta ár hefur glæpa- flokknum heppnazt að leika á lögregluna í Pfalz. Félag- amir brutust inn í hvern bankann eftir annan og sprengdu upp alla peninga- skápa sem þeir komust i námunda við. En á gamlárs- kvöld 1960 gengu þeir full- langt. Þá kveiktu þeir í húsi einu og drápu man-n á fimm' tugsaldri. Eftir húsbrunann komst log' reglan á slóð þeirra og ailir meðlimir glæpaflokksins, að einum undanskildum, voru handteknir á , fyrs'tu þrem mánuðum ársins 1960. Skotar fá að drekka á sunnu- dögum Um síðustu helgi var mik- ill og almennur fögnuður meðal Skota. Þeir 'yftu glös- um og skáluðu fyrir nýfengnu frelsi, réttindum til að drekka áfengi á sunnudögum. í troðfullum gistihúsum gin allt Skotland var ákaft fagn- að endalokum gamalla skozkra laga sem mæla svo fyrir að aðeins raunverulegir ferða. menn hafi rétt til að njóta veitinga á gistlhúsum á sunnudögum. Og raunveruleg- ur ferðamaður varð að hafa ferðazt að minnsta kosti fimm kílómetra til áfangastaðarins. Af þessum sökúm hefur löngum verig talsvert um helgarferðir í Skotlandi. Þús- undir þorstlátra Skota hafa lagt af stað til bæjar — ein- hvers bæjar sem var í fimm kílómetra fjarlægð og hafði yfir bar að ráða. Þegar þang- að var komið var nafn og heimilisfang ritað í gestabók- ina og drykkjan síðan hafin. Öllu þessu umstangi lauk í eitt skipti fyrir öll tim helg- ina Fagnaðurinn var einna rösk- legastur í Glasgow. Langar biðraðir mynduðust úti fyrir þeim 29 gistihúsum sem vín- veitingaleyfi hafa. En knæp- urnar 11.000 að tölu voru lokaðar eftir sem áður. Lög- in mæla svo. fyrír að þær skuli vera lokaðar á sunnu- dögum Dyrum margra gistihúsanna varð að loka hálfri klukku- stund eftir að þær höfðu ver- ið opnaðar. Ösin inni var orð- in svo gífurleg að ekki var nokkur leið að þrengja fleir- sm inn. Og hvað um hina raunveru- legu ferðamenn? Þeir drógu sig hæversklega í hlé og sett- ust að á börunum sem mcrkt- ir voru: „Aðeins fyrir gesti“ I « * i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.