Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 10
1G ? ■rT)A ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 21. október 1362 Barizt til þrautar Skáldsaga effir RICHARD CONDON ekki í hyggju að hirða tvö handa sjálfum þér?“ Bourne hló stuttaralega. „Nei, reyndar ekki. En við verðum að sjá um að Jean Marie hafi um eitthvað að tala við varðmenn- ina, þannig að þeir venjist þvi að hann sitji þarna í Goya-saln- um daginn út og daginn inn. Hann á að mála þrjár inyndir í einn striga sem trompe l’oeil til að sýna smækkaða mynd af Öðrum maí, nákvæmlega eins og myndin hangir í safninu, milli sjáifsmyndarinnar af Goya og „Mjaltastúlkunnar frá Borde- aux“ “. „Hangir ekki „Mjaltastúlkan" til hægri?“ ,iNei. Til vinstri. Það er eins og fjölskyldan stari út úr stóru myndinni til vinstri handar“. „Það stendur heima“. „Galdurinn er sá að striginn sem Jean Marie máiar myndim- ar þrjár á, verður nákvæmlega jafnstór og Dos de Mayo“. „Ég er víst ekki alveg með á nótunum“. .Hlustaðu nú á. Meistara- kópia Jeans Marie af Goya á að passa nákvæmlega inn í rammann sem inniheldur þrí- skiptu myndina. Það verður næstum ómögulegt að finna hinn strigann undir ytri striganum, þegar maður veit ekki hvar leita skal. Þegar við tökum Goya- frummyndina niður af veggnum og setjum stælinguna upp í stað- inn, felum við hinn ósvikna Dos de Mayo undir þrískiptu myndinni". „Þetta er ekki svo afleitt. Þetta lízt mér vel á“. „Annaðhvort væri nú. Ráða- gerðin er næstum pottþétt". „Næstum, sagðirðu?" „Við verðum að fá beztu iit- mynd sem til er af Dos de Mayo eins fljótt og unnt er. Reyndu að útvega Jean Marie stærstu gerð“ „Hún skal verða komin á gistihúsið þitt í kvöld ef hún er til“. ' „Ef hún er ekki til, þá verð- urðu að sjá um að hún sé tekin“. Bourne sá hversu ákafur markgreifinn var og hélt áfram: Hean Marie er fljótvirkur. Hann málaði Velazquésmyndina á tveimur dögum. Við notum það sem eftir er vikunnar j Goya. Hann hlakkar til. Hann hefur verið í Prado tvo undanfarna daga og logar af ákafa eftir að hefjast handa“ Bourne braut kortin s>n sund- ur og stillti þeim upp. Svo byrj- aði hann með kennararöddu: .,Á hverjum einasta morgni frá og með næsta mánudegi mun Jean Marie koma bisandi með stóra léreftið, sem myndimar þrjár munu smám saman skapast á, fest á lítinn pall á hjólum. Hann kinkar kolli til varðmannanna, sem hann á eftir að kynnast all- vel. Hann teiknar af þeim mynd- ir í hléunum. I hvert skipti verður kópían af Dos de Mayo falin bakvið rammann. Ef varðmaður skyldi hjálpa honum að ýta pallinum, þá finnur hann hver þyngdin er. Á hverjum morgni rúllar hann pallinum inn og á hverju kvöldi rúllar hann honum út — í tvær vikur, alveg fram að San Isidro-hátíð- inni. Þá afhendum við þér Goya“. „Aha. . . San Isidro. Fjör og hlátur. Glæsilegt, Jaime“. „Ekki fullkomiega glæsilegt“. „Hvað áttu við?“ „Ég kem að því seinna. Ég legg til að við fjarlægjum Dos de Mayo fyrsta þriðjudag í San Isidro, sem sé þann 12. maí, milli klukkan fjögur og fimm síðdegis, eftir að nautaatið er byTjað og svo nærri lokunar- tíma á Prado að Jean Marie geti spennt frummyndina af Goya á rammann sinn þannig að sem minnstar líkur séu til að eftir neinu verði tekið. Og nú kem- ur þriðja og mikilvægasta vandamálið handa þér“. „Hvað er það?“ „Þú verður að sjá fyrir ein- hverjum óvenjulegum atburði, láta eitthvað gerast sem lætur borgina standa á öðrum endan- um í tólf mínútur og átján sekúndur að minnsta kosti“. Dr. Munoz var himinlifandi. „Hvers konar atburð?" spurði hann. „Eitthvað fráleitt. Eitthvað stórfurðulegt. Eitthvað sem gengur eins og eldur í sinu milli manna“. „En hvers vegna? Ef þú segir mér hvers vegna þið þurfið á þessu að halda. þá skil ég bet- ur hvers konar atburður það þarf að vera.“ „Taktu þá eftir: Ef þú sérð mér fyrir atburði af hinni réttu tegund, þá frétta varðmennirn- ir í Prado um hann jafnskjótt og kaffihúsin og bankarnir. spítalarnir og Fránco. Fréttin verður að vera þess eðlis, að fyrsti vörðurinn sem heyrir hana hrópi upp yfir sig og kalli á hina varðmennina. í ellefu mínútur og átján sekúndur verða þeir að vera uppteknir af hinni æsilegu frétt og mér þætti gott að fá svo sem sextíu sek- úndur til ,vara“. Dr. Munoz spratt upp úr stóln- um í uppnámi. Hann greip bröndótta köttinn Montes og þrýsti honum að brjósti sér cg svo möluðu þeir i kapp. Svo spurði hann: „Hvers konar atburð? Þú hef- ur sjálfsagt tillögu" „Bara í stórum dráttum", svaraði Bourne. „Ég læt þig Um þetta, vegna þess að aðeins innfæddur Spánverji getur gert þetta svo að vel sé. Hann verð- ur að vita uPP á hár hvað kemur Madrid-búum í uppnám á stund- inni. Þegar þú færð hugmynd- ina, þá veiztu um leið að það er þetta sem með þarf. Skil- urðu hvað ég á við?“ , Jú, reyndar. Vissulega. En geturðu ekki gefið mér dæmi, hliðstæðu?“ „Tja, eitthvað í ætt við það að sprauta vatni á erkibiskup fyrir háaltarinu. . .“ „Marlre de Dios!“ „ . . . eða skjóta naut með vél- byssu í miðju nautaati. Sem sagt eitthvað öldungis fráleitt". ,Já. Jahá. Nú skil ég. Hmm . . . Ég skal sjá um þetta. Ég skal finna upp á einhverju reglu- lega áhrifamiklu. Já, já. Ég er alveg viss um það. nú þegar ég skil tilganginn“. „Þetta er mikilvægasti hluti áætlunarinnar. Hitt er bara út- reikningur og æfing. Við byrjum á morgun að reikna út tímann. Við æfum okkur á því að taka niður mjmd og setja aðra upp — aftur og aftur, Þangað til við getum gert það blindandi. Setjum svo að hinn æsilegi at- burður eigi sér stað klukkan fjórar mínútur í hálffimm þenn- an þriðjudag. Jean Marie verð- ur staddur í Goya-salnum. þar sem hann leggur síðustu hönd á þrískiptu myndina. Ég kem röltandi inn gegnum Paeso-inn- ganginn flukkan fimm mínútur yfir fjögur og slangra hægt í áttina að Goya-salnum. Klukk- an kortér yfir fjögur stend ég fyrir framan Dos de Mayo. Ég lít ekki á Jean Marie og hann lítur ekki á mig. Eina eða tvær mínútur yfir hálf fimm heyri ég hrópin sem gefa til kynna að atburðurinn hafi gerzt og fregn- in sé á leið um borgina. Ef ein- hver skyldi vera í Goya-saln- um þá stundina, þá hrópa ég og pata og bendi, svo að þeir hlaupi út úr salnum. Jean Marie ger- ir slíkt hið sama á frönsku. Þá hverfa þeir áreiðanlega. Þá fjar- lægjum við Jean Marie Goya- málverkið og festum kópíuna upp í staðinn. Frummyndina fel- um við undir þrískiptu mynd- inni. Jean Marie heldur áfram að mála. Átta mínútur i fimm fer ég út um aðaldymar. Þrjár mínútur í fimm kemur einn varðmannanna til Jean Marie og segir honum að nú sé kominn lokunartími og samtímis er hann í uppnámi yfir fréttunum. Jean Skákþáttur Framhald af 9. síðu. kost á hinum gagnlega riddara- leik vegna svarsins h5.) 12. Df3. (Hvítan fýsir að hrekja ridd- arann af g6. Leikurinn bindur einnig svarta kónginn við völdun f-peðsins. Hér hefur einnig verið bent á 12. f4 og síðan g4 með f5 fyrir augum, en sú fyrirætlun mundi krefj- ast ýtrusfcu nákvæmni.) 12. — — — ^d7, 13. RÍ4, Rxf4, 14. Dxf4, Re7!? (Riddarinn er fluttur til vamar á kóngsarmi og sam- tímis undirbýr svartur hinn áhættusam leik, sem á eftir fer. Hinsvegar hefur Edward Lasher en hann hefur rannsakað skák þessa mjög gjört, mælt með hinum, að því er virðist á- hættusama leik 14. — — — 0—0. Ef hvítur léki bá 15. g4 kæmi 15. — f6, 16. exf6, Hxf6, 17. Dd6, Hf7, hótandi e5. Eða 15. Dg3, Kh7, 16. Be2, f6, og svartur hefur betri vamarstöðu en í hinu telída framhaldi.) 15. h4, Bxa4!? (Vogaður og vafasamur leik- ur. En hvað sem líður rétt- mæti leiksins, er þetta þó vafa- laust bezta leiðin í fram- kvæmdinni. Vissulega virðist hér um fávíslegar „peðaveið- ar“ að ræða en svartur aflar sér þó jafnframt færis á gagn- hótunum. Frá og með þessum leik fær skákin á sig mjög æsandi blæ, sem stendur í nánu sambandi við vinninga- stöðuna á mótinu. (Botvinnik og Smisloff tókust á nm efsta sætið, og var Smisloff einum vinningi hærri, áður en skák- in var telfd. Þýð.)) 16. h5! (Fine hallmælir þessum leilt og mælir með 16. Be2, Db5, 17. Bdl. En Ritson-Morry bend- ir á, að eftir 17. — — — h5, væri frekari kóngsókn raun- verulega óframkvæmanleg fyr- ir hvítan. T.d. 18. f3, Rf5, 19. g4, hxg4, 20. fxg4, Rxh4, 21. Df2, Rg6, og svörtum er borgið. En eftir síðasta leik Smisloff, er hin vel undirbúna framrás hvíta g-peðsins yfirvofandi ! hótun.) 16. --------Db5! (Upphaf hugvitsamlegrar gagnsóknar. Svartur hótar þeg- ar Bxc2.) 17. Kdl, IIc8!, 18. Bcl. (Tímatap, en af 18. Be2, Hc6! og hvítur á ekkert betra en 19. Bcl, vegna hótunarinnar 19. — — — Bxc2, 20. Kxc2 Db3t, 21. Kcl, Hb6 og vinn- ur!) 18. --------Hc6, 19. Be2. (Winter bendir hér á 19. g4, Ha6, 20. Kd2, og er aðstaða svarts bá jafnvel enn hæpnari en í hinu teflda framhaldi, þar sem hvítur er nú leik á und- an með framrás g-peðsins.) 19. — — — Ha6. (Hótar 20. -----Bxc2t), 20. Kd2. Hvítu mennimir standa hver fyrir öðrum, og Botvinnik á hæsta hnoss skilið fyrir sitt snjálla mótspil.) 20. --------0—0?! (Botvinnik sjálfur er eini. skákskýrandinn, sem gagnrýnir þennan leik. Hann bendir á, að eftir þetta verði leikurinn — f6 brátt óhjákvæmilegur, en við það verður hvíta drottn- ingin mjög skæð. 1 stað hrók- unarinnar mælir hann með 20.------Dd7 og 21.--------Bb5 eða 20. — — Db6 og 21. — — Bd7. Það sem freistaði Botvinn- iks til hróka var eftirfarandi gildra (sem Smisloff sneyðir þó hjá.): 21. Ba3. Bxc2!! 22. Bxe7, Db2!! og vinnur! (Ef 23. Bxf8, Bd3t og mátar.) 21. g4! Hárrétt leikið. Viðureigin verður nú svo spennandi, að manni finnst nóg um!) 21. --------f6. (Svartur verður eitthvað að gera við hótuninni g4-g5.) 22. exf6, Hxf6, 23. Dc7!, HÍ7, 24. Dd8t, Kh7, 25. f4! (Botvinnik rannsakaði þessa stöðu í hálfa klukkustund og komst að þeirri niðurstöðu, að eítir 25. — — Dd7 væri 26. Dxd7, Bxd7, 27. Hxa6, bxa6, 28. Ke3, Bb5, rakið framhald. Þannig mundi svartur auðveld- Iega hafa náð jafntefli með því að Ieika — g6 á réttu augnabliki.) 36. Bxe6t og hvítur naer vinn- igsstöðu.) 26. — — Rc6, 27. De8, He7, 28. Dg6t? (Hvítur átti að leika 28. Df8 og mundi á þanp veg viðhalda góðum horfum, þrátt fyrir það, að hann á peði minna.) 28.------Kg8, 29. Ba3. Tímahrakið er að buga Smis- loff. Hefði hann séð hvað verða vildi, mundi hann hafa leikið 29. g5 og bjargað drottningu sinni þannig undan hinni læ- vfslengu hótun.) w II 1* SiM, Jt í M ej m Ifi sl fiStl wm wm wm mrn feí tEm, Wt Í"‘íjí' M wm wm. * w jgf m ■ fi SLmtm 11 fi m m m M afi&ta m m m m Mm 25. ---Da5!? (En hann leikur annan leik, sem ætti að hafa leitt til taps.) 26. Db8, (Hættuspilið lánast. Edward Lasker bendir á, að hvxtur gat hér unnið með 26. Dxa5, Hxa5, 27. Ba3! Hinar snjöllu skýring- ar hans í „Moders Chess Strategy" fara hér á eftir: D 27.-----Rg8, 28. Bb4, Ha6 29. Ke3, Bxc2, 30. Hxa6, bxa6, 31. g5, hxg5, 32. fxg5, Kh8, 33. Hf 1 og. hvítur á unna skák. II) 27.---Rc6, 28. g5, Hxf4, 29. g6t Kg8, 30. Hh—fl, Hf6, 31. Bg4, e5, 32. Be6t, Kh8, 33. Hxf6, gxf6, 34. Bf8 og vinnur. III) 27.-----Rc8, 28. g5,!! Hxf4, 29. g6t Kg8, 30. Bb4!, Ha6, 31. Hh—fl, Hf6, 32. Bg4! Bd7, 33. Hxa6, (Hvítur nær einnig yfirburðum eftir 33. — — Hxfl, 34. Bxe6t o.sfrv. Þýð.). 34. Hel, Rb6, 35. Be7, Hf4, VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER— 29. ----e5!!? (Botvinnik einn gagnrýnir þennan leik, sem aðrir skýr- endur telja til skýjarena f athugasemdum sínum. Hann bendir á að rétta leiðin var 29. -----Dc7!! 30. Hh-fl, Rb4! (Meðan á skákinni stóð sá Bot- vinnik aðeins leikinn 30. — — Re5?, 31. fxe5, Be8, 32. Hf8t, Kxf8, 33. Dh7, sem væri slæmt fyrir svartan), 31. Bxb4, Be8 og svartur vinnur drottninguna og skákina.) 30. fxe5?? Hvílík staða í tímahraki! Ef 30. Bxe7, Rxe7 og drottningin fellur eða 30. Df5, exd4, og svartur sækir fram til sigurs. Ennþá er Botvinnik sá eini, sem bendir á, að 30. dxe5!! gæfi hvítum viðunandi gagnspil* og byggist það einkum á því, að enda þótt hvíta drottningin falli, getur svartur ekki skák- að með drottningu sinni á g5.) 30. ----Rxd4! (Botvinnik missir ekki jafn- vægið í tímahrakinu. Eftir 30. — — Rxe5, 31. Dxa6 og síðan Bxe7 mundi hvítur hafa vinn- ings horfur.) 31. Bb4. (Hvítur er glataður, hvað sem hann leikur. T.d. 31. Bd6, Rxe2, 32. Kxe2, Dxc3 og svartur vinn- ur. Eða 31. Dxa6, Dxa6, 32. Bxe7, Rxe2, 33. Kxe2, De6! og svartur hreppir vinninginn, þótt hann sé hér nokkru langsótt- ari.) 31.-----Dd8, 32. Dxa6, bxa6, 33. Cxd4, Hb7!! (Mjög vél teflt. Eftir 33. — — Bb5, 34. Bxe7, Dxe7, 35. c3, væri mjög vafasamt, að svartur ynni.) 34. Hxa4, Dg5f!, 35. Kdl. Ef 35. Kc3 vinnur 35. — — De3f. Eða 35. Kel, Dclt, 36. Bdl, De3t, 37. Be2, a5! og vinnur.) 35. ----a5!? (Tímahrakið rekur á eftir. Að skákinni lokinni uppgötv- aði Botvinnik, að 35. — — c3! leiðir til skjóts máts.) 36. Bf3, Hxb4, 37. Bxd5t, Kf8, 38. Hflt, Ke8, 39. Bc6t, Ke7, 40. Hxb4, Dxg4f. og hvítur gafst upp. Með þessari stórbrotnu skák braut Botvinnik baráttuþrek andstæðings sins og vann skák- mótið. Skýringar eftir bandaríska meistarann Fred Reinfeid, úr bókinni „Botvinnik the Invin- cible" nokkuð styttar. Stúlkumar sátu á barmi sundlaugarinnar og reyndu að útskýra það fyrir Bob og Henry í hvíslingum, að þau yrðu að flýja með dráttarskipinu. Piltunum létti sýnilega. Loksins sáu þeir færi á að komast burt úr þrældóminum. Þá heyrðist allt í einu í lögreglubifreið og í hátalaranum kvað við: Takið eftir! takið eftir! I skyndi stungu þau sér öll í laugina. VALVER Laugavgi 48. Við aðstoðum yður við að J2 gleðja bömin. § Avallt úrval á af leikföngum. ----—«mg 45 > I VALVER—15ÚW—VALVER—15692—VALVER—15692—VALVER1569! VALVER Sími 15692 Sendum heim og í póstkröfu < > F1 < P3 58 cn C5 <0 I < > tr1 < H W I um land allt. t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.