Þjóðviljinn - 07.11.1962, Side 10
I
10 SÖ>A
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 7. nóvember 19€2
Skáldsaga eftir RICHARD C0ND0N
eign, það sem ég hafði stolið
frá þér.“
Hann starði á hana bænaraug-
trm. Hún sneri höfðinu með hægð
og horfðj á hann sviplausu
augnaráði, meðan hún beið þess
sem eftir var af skriftunum.
„t>að komst ekkert annað aö
hjá mér en þessar þrj'ár myndir,
sem ég hafði sóað þrem árum
í að komast yfir og ég ætlaði
. mér að klófesta aftur. Ég gat
' útvegað honum Goya. Tæknilega
séð var það engin sérstök list
að stela Goya. En áætlunin út-
heimti einhvern æsilegan at-
] burð, sem Victoriano lofaði að
koma í kring Blanca! Ég vissi
að hann var morðingi. ég vissi
að hann var geðbilaður . . . en
\ hvernig átti mér að detta í hug
að hann fyndi upp lá þessum ó-
; sköpum? Skilurðu hvað ég er
að segja. Blanca? Ég reyndi að
komast að því. f þrjá daga fyr-
i ir Goya-þjófnaðinn reyndi ég að
, fá upp’ýst i hverju hinn æsilegi
atburður yrði fólginn. En hann
var farinn burt. f síðasta sinn
sem ég sá hann — sex dögum
áður en ósköpin dundu yfir —
heimtaði ég að hann segði mér
það, en hann sagðist vera að
íhuga fjóra mismunandi mögu-
leika og gæti ekki sagt neitt
ákveðið fyrr en á laugardag. Á
laugardag voru þrír dagar til
stefnu. Ég reyndi að neyða hann
til að leysa frá skjóðunni. en
hann sagði að ég hefði nóg á
minni könnu. Á laugardaginn
var hann ekki heima. Við reynd-
um að ná í hann bæði á sunnu-
dag og mánudag — og þriðjudag.
Þrisvar sinnum fór ég heim til
hans og lamdi og barði á dyrn-
ar. Ég hringdi í símann hans
alveg til klukkan hálf fjögur,
þegar ég varð að flýta mér í
Prado. Ef ég hefði náð í hann
og fengið hann til að segja mér
frá þessari djöfullegu áætlun
sinni, þá hefði þetta aldrei kom-
ið fyrir. En ég vissi það ekki,
Blanca! Við vorum í miðju
kafi að ná Goya burt. þegar
Jean Marie gafst allt í einu
upp. í>að var ekki hans sök.
Það var mér að kenna. Hann
er enginn maður til að vinna
svona verk. Ég gekk útúr Prado
og götumar voru eins og geð-
veikrahæli. Fólkið hágrét Það
var eins og á tíunda degi
Svartadauða. Þegar ég kom
heim. sagði Eva mér atlt sam-
an. Þá skildi ég hvernig í öllu
lá og ég sagði henni að Victor-
iano hefði gert það og ég yrði
að finna þig og fá þig til að
Skilja að ég hafði ekki vitað
neitt um þetta fyrirfram. Ég gat
ekki vitað það, þvi að þú veizt
að ég hefði stöðvað hann ef ég
hefði haft minnsta grun um
þetta. En nú er hann dauður og
hann getur ekkj sagt þér að ég
hafi ekki vitað neitt, hann get-
ur ekki komið hingað og hvít-
þvegið mig, svo. að ég geti ver-
ið viss um að þú trúir þvi,
að ég hafði enga hugmynd um
hvað Victoriano hafði í huga
þennan hræðilega dag.“
„En ég trúi þér, Jaime.“
„Guð blessi þig.“
„Ég hef vitað það lengi. Ekki
eins vel og núna, að sjálfsögðu.
En Victoriano sagði mér það
mesta áður en ég drap hann,
og mér varð lióst að hann hafði
farið á bak við þig.“ Hún talaði
rólega eins og góður vinur sem
viil koma í veg fyrir misskiln-
ing. Hún reis á fætur. losaði
sig úr tökum hans — burt frá
höndum sem allt i einu höfðu
orðið máttlausar. Hún klappaði
á öxlina á honum.
„Ég verð að fara núna. Ertu
búinn að segja allt sem þú ætl-
aðir að segja? Það var ekki
annað en þetta. var það Jaime?“
Enn á ný sá hann í huganum
fyrir sér Dos de Mayo *— eða
„árásina á frönsku knjábux-
urnar við Puerta del Sol“ —
myndina sem aðeins Eva og
hann vissu hvar var. Vissan
um það að sú mynd gæti bjarg-
að honum, örvaði hann ögn.
Hann rétti úr sér og leit á
hana. „Það _var ekki_ meira.
Þakk-a þér fyrir. Blánca." Hug-
ur hans sem hafði drýgt hreina
synd eygði nú von um trreina
refsingu. en hann sendi þá von
niður í dulvitundina aftur. Hann
vildi ekki eiga þá von.
Hún reis á fætur. Um leið og
hún gekk útum dyrnar, sagði
hún: „Eva sagði hvar Goya væri
Jaime Þeir eru sjálfsagt búnir
að finna myndina. Hún verður
komin á sinn stað í Prado á
morgun.“
Hún gekk fram hálfdimman
ganginn og vinur hennar, varð-
maðurinn gamli, haltraði til
móts við hana. Þau töluðu sam-
an eins og gamlir vinir á leið-
inni út. Hann var gagntekinn
gleði og lotningu yfir nærveru
hennar; hann þekkti hana frá
fyrri timum. þegar hún sat í
fangaklefa tímunum saman,
vegna þess að henni var um
megn að vera frjáls án þess að
mega njóta atlota ástvinar síns.
Það var heitur, sólríkur dag-
ur. Svaladymar voru opnar í
ibúð Bouxnes á gistihúsinu. Hæg-
ur andvari leið umhverfis skem-
ilinn sem Eva sat á. Hún hrökk
við þegar síminn hringdi. Þegar
henni tókst að færa sig úr stað,
svaraði hún í simann. Hægra
hnéð á henni velti stól í leið-
inni. Hún missti næstum jafn-
vægið, en tókst að brjóta sér
leið gegnum sólskinið og anza
þegar síminn hringdi í sjötta
sinn.
„Halló?“ Röddin var há og
björt eins og í barnastjörnu.
„Eva? Þetta er Blanca.“ Rödd-
in var viljasterk og áköf.
„Góðan daginn, Blanca."
„Líður þér vel?“
„Já“.
„Hlustaðu vel á það sem ég
segi, Eva.“
„Já, Blanca.“
„Þeir gefa út handtökuskipun
á þig í dag. Ef þú kemur þér
ekki í burt þá verðurðu tekin“.
,Tekin.“ staðfesti Eva.
„Ef ég gæti komið og hjálpað
þér. þá hefði ég gert það. en ég
verð að borða hádegisverð með
saksóknara. Þú verður að fara
af gistihúsinu undir eins.“
„Ég er fuil."
„Það breytir engu. Skilurðu
hvað ég á við?“
,Já. Blanca.“
„Vertu ekki að pakka niður.
Taktu þá skartgripi og smámuni
sem þú vilt hafa með þér. og
gakktu hægt heim til mín. Ég er
buin að segja að von sé á þér.
Skilurðu það, Eva?“
„Já. Blanca Heyrðu Blanca?"
„Já“.
, „Ertu búin að tala við Jim?“
' „Já“.
1 „Ertu byrjuð að kaupa hon-
um frelsi fyrir Goya? Heldurðu
að það takiát?"
| „Við getum ekki talað saman
; núna. vina mín. Það er enginn
tími til þess. Þú getur ekki
hjálpað Jaime ef þið eruð í
fangelsi bæði tvö. Farðu nú,
Eva. Flýttu þér. Ég kem strax
Qg ég er búin að bera vitni í
réttinum og þá getum við taiað
betur saman. Þú ert örugg heima
hjá mér. Flýttu bér!“ Hún lagði
á.
Eva fór að hreyfa sig í marg-
ar áttir í senn, hún hrasaði um
bú^gpgQ. .JSinu sinni datt hún.
Hún brölti á fætur aftur og
fálmaði í skápnum þar til hún
fann litlu ferðatöskuna. Svo fór
hún fram í baðherbergið, fleygði
af sér flíkunum hverri eftir
aðra í hrúgu á gólfið. Hún gekk
varlega að steypibaðinu og hún
var búin að skrúfa frá kalda
vatninu. þegar hún mundi eft-
ir ferðatöskunni, sem hékk á
handlegg hennar. Hún reyndi að
leggja hana frá sér við hlið-
ina á baðkerinu. en varð í skyndi
að sleppa henni. því að hún
var , sj álf alveg að stingast á
höfuðið. Svo datt henni í hug
að draga hengið fyrir og hún
hélt dauðahaldi í handklæða-
grindina meðan hún gerði það.
Hreyfingamar voru auðveldari
eftir steypibaðið. Hún neri sig
duglega með baðhandklæðinu,
svo að stinnur kroppurinn glóði
og alkóhólið rann örar um
kroppinn. Hún batt hárið upp
með handklpeði, sem hafði hang-
ið bakvið hurðina. Svo klæddi
hún sig hægt beygði sig ekki
niður eftir flíkunum. heldur sett-
ist á hækjur.
Síðast tók hún tðskuna og fór
inn í baðherbergið til að fylla
hana verðmætum: Sex af vasa-
klútum Boumes, þrjá skyrtu-
hnappa, ferna nælonsokka,
tvennar nælonbuxur, brjósta-
haldara, bréf Bournes til hennar.
þvælt vegakort, tóma kremtúpu,
níu smámyndir, þrjá varaliti.
tvö pör af sokkum Bournes og
sígarettukveikjara. Hún dró þrjá
demantshringa á fingumar,
smeygði tveimur glitrandi arm-
böndum á hvorn handlegg. byrj-
aði að setja upp hálsfesti nr.
tvö en hætti við það og fleygði
henni í töskuna. Hún tók alla
peningana sem í íbúðinni voru:
Þrjú hundruð og tuttugu dollara
i ferðatékkum, sex þúsund
peseta. tuttugu og þrjú þúsund
franka. bankabók frá Sviss, aðra
frá Tanger og enn eina frá
New York. Ivklana að átta
bankaboxum o.g mexíkanska
lukkupeninginn hans Bournes.
sem hann gleymdi alltaf að bera
á sér. Ofaná þetta lagði hún öll
vegabréfin sín
Allt í einu sá hún allt í þoku
á ný. Hún reikaði að rúminu og
lagðist þar á magann og reyndi
að einbeita huganum að Boume
reyndi að minnast hans með
kroppnum. unz henni fannst hún
finna af honum lyktina
Síminn hringdi aftur. rétt við
hliðina á henni. Hún svaraði aft-
ur með sömu, björtu röddinni
ekki alveg eins áköf, vegna
þess að það var að renna af
henni. Það var Lundúnarödd.
Hún sagði „Halló Jack“. og
mundi of seint að hún hafði
brotið eina af meginreglum hans.
i En Tens var of upptekinn af
j Því hvernig hann ætti að secia
1 hvað til að taka eftir þessu siða-
| broti.
I „Litla?‘
„Litla?“
„Já. bað er Lit’la.“
„Ég verð að hitta þig. Undir
eins.“
.Allt í lagi.“
„Veiztu hvar Velazquez-gatan
er?“
,,Já.“
„Og gangstéttarkaffið i henni
miðri?"
„Já.“
„Þetta sem er næst skemmti-
garðinum? Þetta með bambus óg
suðurhafseyjasvip?"
„Já.“
„Eftir tíu minútur þá. Ég er
búinn að tala við félagann.“
„Hvern?"
„Félagann. Spænska viðskipta-
vininn, þú veizt.“
„Hvern?“
„Ertu full?“
„Já.“
, Eva. Farðu niður undir eins
o.g stattu fyrir framan gistihús-
ið. Ég er hinum megin við göt-
una, hjá pðsthúsinu. Kem með
leigubíl á stundinni. Er það í
lagi, Litla?“
„Það er í lagi. Þú, Jack?“
„Já?“
„Ertu búin að tala við senor
López, spænska vininn þinn?“
„Já, Litla. Farðu nú beint nið-
ur og stattu á gangstéttinni fyr-
ir framan hótelið og ég skal
segja þér allt af létta.“
„Já, Jack“.
Hún lagði á og komst óstudd
á fæturna og augun voru fljót-
andi. Hún hélt á töskunni í
vinstri hendi og gekk að litla
borðinu sem á var ginflaskan og
ísinn og vatnið. Hún hélt flösk-
Kúbu - grein
Framhald af 7. siðu.
hann þráði heitt, að Banda-
ríkin hertækju Kúbu) — ef
hvorugir voru sekir, hverjir
voru það þá?
Gat hugsazt. að Spánverjum
væri akkur í að takast slíkt
á hendur? Nei, því fór einmitt
fjarri. Spánverjar óskuðu bein-
línis eftir friðsamlegri sam-
búð við Bandaríkin.
En hvað um Kúbumenn?
Kúbumenn höfðu nógu að
sinna, því að þeir stóðu í frels-
isstríði gegn spönsku drottin-
valdi og gátu ekki haft minnsta
áhuga á því að egna Banda-
ríkjamenn upp á móti sér.
Hinsvegar var þeim síðar-
nefndu mikill fengur i því að
geta bolað Spánverjum burt af
Karibahafi og tekið sjálfir yf-
irráðin á þvi svæði. Framkoma
bandarískra yfirvalda gefur
fullt tilefni til að ætla, að
sprengingin á Maine hafi ver-
ið sök Bandaríkjamanna
sjálfra. Auðjöfrarnir og út-
þenslupólitíkusar óttuðust að
nefnilega gagnstætt við Spán-
verja, að illindin milli Kúbu
og Spánar kynnu að enda með
sættum. Er það t.d. ekki kyn-
legt. að Roosevelt aðstoðar-
flotamálaráðherra skyldi skella
skuldinni á Spánverja næstum
á sömu stundu og slysið átti
sér stað. og krefjast þess, að
allur Bandáríkjaflotinn yrði
sendur til Havana?
Hvaða upplýsingar voru í
bréfi því. sem Sigsbee skip-
stjóri var að skrifa Theodore
Roosevelt einmitt á þeirri
stundu sem sprengingin varð?
Og yfir hvern var Sigsbee að
hilma. þegar hann sagði
skömmu fyrir dauða sinn að
hann hefði a'ldrei látið uppi —
og ætlaði sér ekki — hver það
væri sem stæði á bak við
eyðileggingu Maine?
Sönnunargcgnín
SÖBTWWm t
Engum þessara spurninga
hefur enn verið svarað, en eft-
irfarandi staðreyndir tala sínu
skýra máli:
Sigsbee skipstjóri sótti um
leyfi til að mega sprengja leif-
ar skipsins í loft upp með
dynamíti og með þvi móti
eyðileggja einustu sönnunar-
gögnin, sem síðar hefðu getað
orðið hjálpleg ef efasemdir
hefðu krafizt frekari rannsókn-
ar. '
Spánverjum var neitað um
leyfi til að rannsaka flakið
af Maine.
Þrettán árum síðar vair
Maine slætt upp af sjávar-
bo.tni og rannsakað af bahda-
rískum flotasérfræðingum. Þeiy
komust að þeirri niðurstöðu,
að rannsóknamefndin frá 1898
hefði ekki haft á réttu að
standa varðandi það, hvar
sprengingin hefði átt sér stað
í skipinu. Sumir þessara sér-
fræðinga héldu því auk þesp
fram, að orsakir þess að skip-
ið sökk, hafi verið að finna urii
borð i því sjálfu.
En til þess. að raunveruleg
orsök sprengingarinnar skyldi
ekki koma í Ijós við hugsanj.
lega rannsókn siðar var flakið
af Maine dregið út á rúmsjó
árið 1911. og sökkt á sextugt
djúp.
Yfirlýsing bandariska . sagn-
fræðingsins J. Adams gæti stað-
ið sem ásakandi eftirmáli við
þessa einstæðu sögu: „Vio
neituðum að láta nokkurn ut-
anaðkomandi aðila sjá sðnn-
unargögnin og þvi næst eyðí-
lögðum við þau.“
Hinsvegar notfærðu Bítrtda*
ríkin sér út í æsar stgurinn
yfir Spánverjum. Og Kúbubúar
hafa orðið að gjalda þá „hjálp“
dýru verði, sem þeir fengu í
frelsisbaráttu sinni.
i
Á Malecon-hafnarbakkanum;
í Havana létu Bandaríkin reisa
tvær súlur og arnarlíkan! ofart
á með útþanda vængi, — minn-
ismerki um „fómarlömbin a£
Maine“. ;
Þetta minnismerki stóð með
ummérkjum þar til 1. maí í
fyrra. Þá komu kúbanskii;
hafnarverkamenn með 'krana'
og jámkarla og felldu öminn!
ofan úr súluhreiðrinu. Siðar1
þann sama dag voru hiniri
brotnu vængir heimsveldis-arn-,
arins bornir í sigurgöngu. við;
mikilfengleg 1. maí-hátiðahöldi
í Havana.
Sendisveinar
óskast strax. — Vinnutími fyrir hádegi.
Þurfa að hafa hjól.
Þfóðviljinn
Ros gaf Þórði upp i hvaða átt flóttafólkið ætlaði að
halda og bað Þórð að halda skipinu þangað sem þau
lcæmu niður á ströndina og bíða þar eftir þeim. Þórður
skipaði þegar í stað að halda skipinu á staðinn. Fidelitas
gaf þeim merki um að koma aftur út á víkina en
Þórður gaf því engan gaum. Lofum þeim að kalla, sagði
hann, við höfum annað að gera en sinna þeim og þeir
geta ekki elt okkur sem betur fer.
Fjallfoss
Fer frá Reykjvík fimmtudaginn 8. þ.m. til Norðurlands.
VIÖKOMUSTAÐIR;
AKUREYRI,
HÚSAVlK,
SIGLUF J ÖRÐUR.
Vörumóttaka á miðvikudag.
H.F. EIMSKIPAFFLAG ÍSLANDS.
UNGLINGA
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfí:
Kleppsveg Meðalholt
Langholt Kársnes I
Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500.
Þjóðviljinn
/
4
4
4