Þjóðviljinn - 14.11.1962, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 14. nóvember 1962
27. árgangur
249. tölublað
Lækna-
deilan
leyst
Seint i gærkvöld barst
Þjóðviljanum svofelld
fréttatilkynning frá ríkis-
stjórninni um lausn lækna-
deiiunnar:
„Læknadeilan svokallaða
hefur nú verið til lykta
leidd á grundvelli tilboðs
ríkisstjórnarinnar frá 10.
nóvember með þeirri breyt-
ingu. að væntanlegar kjara-
breytingar skuli reiknast
frá 1. ágúst s.l., enda hef-
ur stjórn B.S.R.B. lýst yf-
ir, að það mun ekki gera
kröfur fyrir hönd annarra
starfsmanna þótt rikis-
stjómin samþykki að
greiða sjúkrahúslæknum
fyrr en öðrum laun sam-
kvæmt væntanlegum kjara-
samningi eða dómi. oa
samkomulag tekist um
nokkur framkvæmdaatriði
lausnarinnar."
Þjóðviljinn sneri sér til
Arinbjarnar Kolbeinssonar
formanns Læknafélags
Reykjavíkur og spurði
hann um álit hans á lausn
málsins. Sagði hann að
málið hefði fengið fljóta
lausn eftir að farið var
að snúa sér að því fyrir
alvöru að leysa það. Til-
laga ríkisstjórnarinnar
hefði verið skynsamleg að
mörgu leyti og læknamir
sýnt mikinn samkomulags-
vilja. Væru aliir ánægðir
yfir að deilan væri leyst,
þótt læknarnir hefðu að
visu kosið að fá meiru af
kröfum sínum framgengt.
Sagði hann ennfremur. að
samkomulag hefði náðst
um flestallar þser breyt-
ingar, er læknarnir óskuðu
eftir á málamiðlunartil-
lögu ríkisstjórnarinnar.
Læknarnir hefja störf að
nýju í dag.
30 vistmenn
á Elliheimili
Akureyrar
AKUREYRI — Elliheimilið á
Akureyri er nú tekið til starfa.
Fyrstu átta vistmennirnir fluttu
þangað inn á laugardaginn var,
en í þeim áfanga byggingar
heimilisins, sem nú er senn full-
gerður, verður alls rúm fyrir 30
vistmenn. Mjög miikil eftirsókn
er eftir rúmi á Elliheimilinu,
miklu fleiri en hægt er að taka
á móti að svo komnu, vilja kom-
ast þangað. Verður því væntan-
lega hraðað framkvæmdum við
næsta áfanga.
Ofsafengin skrif AlþýSublaðsins:
Hótar að
AJþýðusambandið
Kennir litu-
Jóhanncs Sigurðsson yfir-
matsmaður kennir upprenn-
andi fiskmatsmönnum fitu-
mælingar á síld. Myndin
var tekin í fyrrakvöld á
fiskiðnaðarnámskeiði sem
sagt er frá á öðrum stað
í blaðinu. (Ljm. Þjv. G. O.)
Sjá síðu O0
Þjóðviljinn sagði í gær að hinn naumi meirihluti í Félagsdómi
hefði kveðið upp pólitískan dóm „og tilgangurinn er sá að reyna
að vekja sem mestar deálur og sundurlyndi innan verklýðshreyf-
ingarinnar”. I gær staðfestir Alþýðublaðið þetta sjónarmið; það
fylgir niðurstöðu þremenninganna úr hlaði með forustugrein þar
sem haft er í ofsalegum hótunum um að kljúfa Alþýðusamband
Islands. Alþýðublaðið segir:
„Ef kommúnistar hyggjast nú að hafa dóm
Félagsdóms að engn og neita LÍV um upptöku
í ASÍ þrátt fyrir dóminn eru þeir vísvitandi að
kljúfa verklýðshreyfinguna. Lýðræðissinnar
munu aldrei sætta sig við slík bolabrögð komm-
únista. Nú reynir því á það, hvort unnt er að
starfa með kommúnistum í verklýðshreyfing-
unni áfram eða ekki.“
Hótanirnar um klofning koma þannig umsvifalaust, þegar á
fyrsta degi. Alþýðublaðið hefur auðsjáanlega aðeins beðið eftir
tilefninu og fagnar því að fá það.
Gegn lýðræðislegum
ákvörðunum
Niðurstaða hins nauma meirihluta í Félagsdómi verður auðvitað
lögð fyrir Alþýðusambandsþing, og þingfulltrúar munu taka á-
kvörðun um hvemig við skuli bmgðizt. Það mál verður afgreitt
á Iýðræðislegan hátt ctins og önnur, samkvæmt ákvörðunum meiri-
hlutans. En Alþýðublaðið hótar því að Alþýðusambandið skuli
klofið ef ákvarðanir meirihlutans verða ekki í samræmi við vilja
blaðsins, kjömir fulltrúar verklýðshreyfingarinnar á íslandi eiga
að gera svo vel að hlýða aðilum utan samtakanna!
Ekki hvort heldur hvenær
Að sjálfsögðu verður Alþýðusambandsþing að fjalla um ýms
vandamál sem hljótast af dómi þremenninganna. Jafnvel þótt ein-
hvcrjir vildu beygja sig fyrir dómnum, enda þótt hann gangi í
berhögg við yfirlýstan vilja löggjafans, styðjist ekki við neinar
lagagreinar, og stríði gegn anda og tilgangi stjórnarskrárinnar —
em til að mynda engin tímatakmörk í dóminum. Alþýðusam-
bandsþing hefur aldrei neitað Verzlunarmannasambandinu endan-
lega um inngöngu, aðeins hafnað umsókn þess meðan skipulags-
málin eru i deiglunni. Eiga hinar ofsalegu hótanir Alþýðublaðs-
ins einnig við, ef Alþýðusambandsþing vill enn sem fyrr ákveða
HVENÆR umsókn Verzlunarmannasambandsins sé tímabær?
Síldveiðideilan
Skátar fengu
hús og lóð í
afmælisgjöf
AKUREYRI — Skátar á Akur-
eyri minntust 50 ára starfsaf-
mælis skátahreyfingarinnar hér
á landi með samsæti í Lónl
föstudaginn 2. nóvember. Við það
tækifæri afhenti bæjarstjóri Ak-
ureyrarskátum að gjöf frá Akur-
eyrarbæ gamla amtmanns- og
sýslumannshúsið við Hafnarstr.
49 (sjá mynd) ásamt hvamminum
upp af húsinu, sem löngum hef-
ur gengið undir nafninu Sýslu-
mannsgil. Á mynd á 12. síðu
sjást Magnús E. Guðjónsson bæj-
arstjóri og Tryggvi Þorsteinsson
skátaforingi, er veitti gjöfinnl
móttöku fyrir hönd skáta. Skátar
á Akureyri eru mjög ánægðir
með þá gjöf, sem þeim þama
hefur hlotnazt og telja þennan
stað cinhvern hinn ákjósanleg-
asta, sem nokkurs staðar værf
völ á fyrir skátastarf.
Þrír seldu er-
lendis í fyrradag
Þrír íslenzkir togarar seldu afla
sinn erlendis í fyrradag. Ingólf-
ur Amarson seldi í Grimsby
119,3 lestir fyrir 9833 sterlings-
pund. Sléttbakur seldi í Cuxhav-
en 94,7 lestir fyrir 90.697 mörk
og Egill Skallagrímsson seldi í
Bremerhaven um 75 lestir fyrir
72 þúsund mörk.
Akranesbátar
farnir á veiðar
Akranesi 13/11 — Klukkan sex £
kvöld voru allir stóru bátamir
farnir út á síldveiðar og margir
af hinum smærri að tínast út
líka. Veðurstofan spáir norðaust-
iri kalda og eru því miklar líkur
til að fyrsta síldin á þessu hausti
veiðist í nótt. — GMJ
in and-
víg Akranessamningum
Samninganefnd sjómannasamtakanna innan Alþýðusam-
bands íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem
heitið er á öll þau félög, sem síldveiðideilan tekur til að
standa fast saman þar til sameiginlegur samningur hefur
verið gerður fyrir félögin öll.
Fréttatilkynningin, sem samn-
inganefndin sendi frá sér þessa
efnis í gær, var svohljóðandi:
Samninganefnd sjómanna í
deilunni um síldveiðikjörin vill
ákveðið taka fram, að samningur
sá, er stjórn sjómannadeildar
V erkalýðsfélags Akraness hefur
gert við útvegsmenn þar, um
kaup og kjör á sildveiðum, er
gerður og undirritaður án vit-
undar og án samráðs við samn-
inganefndina og vill nefndin
taka það ákvcðið fram að hún
var ekki og er ekki reiðubúin
aó gera samninga á þeim grund-
velii er gcrt var á Akranesi.
Samningancfndin heitir ein-
dregið á öil félög, sem síldveiði-
deilan tekur til, að standa fast
saman þar til samciginlegur
samningur hefur vcriið gerður
fyrir félögin öll.
Spellvirki og
morð undirbúin
meðan verið
var að semja
Sjá síðu 0
Engin ákvörðun enn um Fœreyjaflug F.l.
Morgunblaðiið skýrði frá því
í gær undir aðalfyrirsögn á
forsíðu, að Flugfélag Islands
myndl hefja regiubundnar
áætlunarferðir til Færeyja í
aprílmánuði n.k. Ekki mun
þessi frétt Moggans fullkom-
Iega tímabær; að þessum mál-
um er cnn unnið að sögn
Flugfélagsmanna og engin
endanleg ákvörðun lsefur ver-
ið tekin. Verði ákveðið að
hefja áætlunarfiug til Fær-
eyja munu Dakotavélar vænt-
anlega verða notaðar til ferð-
anna fyrst um sinn a. m. k.
en á myndinnl sést einmitt
cin af vélunum af þessari gerð.
4
i
t