Þjóðviljinn - 14.11.1962, Síða 5
Miðvikudagur 14. nóvember 1962
ÞJÓÐYILJINN
SIÐA 5
Þingmenn Alþýðubandalagsins leggjatil
Bótagreiðslur trygginganna
færðar í réttiátara horf
Örorkubætur
samræmdar
í greinargerð fyrir frumvarp-
inu er gerð nánari grein fyrir
þessum beytingum. Er á það
bent, að í því felst mikið ó-
samræmi og óréttlæti, að ekki
gilda sömu reglur um greiðslu
lífeyris öryrkja og er farið
eftir því, hvort örorkan stafar
af slysförum eða veikindum.
Stafi örorkan af slysi á við-
komandi rétt á lífeyri, ef hún
er metin 50% eða meira, en
sé örorkan af völdum sjúk-
dóms á öryrki ekki lagaleg-
an rétt á lífeyri nema örork-
an sé 75°/f og þar yfir.
Alfreð Gíslason, læknir, og Björn Jónsson hafa lagt
fram frumvarp til laga um breytingar á almanna-
tryggingunum. Meginatriði frumvarpsins eru þessi:
1. — Sami örorkulifeyrir skal greiddur fyrir sömu ör-
orku, ef hún er 50% eða meiri, án tillits til þess.
hvort sjúkdómur eða slys hefur valdið henni.
2. — FjölskyldubcBtur skulu greiddar með öllum börn-
um innan 16 ára án undantekningar.
3. — Fjölskyldubætur geta farið saman með hvers kon-
ar öðrum tryggingabótum.
4. — Allar bótagreiðslufjárhœðir almanriatrygginga
skulu vísitölutryggðar.
5. — Landið skal vera eitt verðlagssvœði og bætur í
í samræmi við ákvæði um 1. verðlagssvœði.
ÞINGSIÁ ÞIÓÐVILJANS
Börn einstæðra mæðra
Þá er ákvæði um að bæta
úr því misrétti, að fjölskyldu-
bætur eru ekki greiddar með
öllum börnum, þannig að ein-
stæðar mæður fá t. d. engar
bætur með sínum börnum,
hvernig sem fjárhag þeirra er
farið. Flutningsmenn telja eðli-
legast, að bætur séu greiddar
með hverju barni og njóti
heimilið, sem annast barnið.
það.
Dómsmálaráðherra
vórn fyrir Kitler
Á fundi neðri deildar var
enn rætt uni almannavarnir og
töluðu i því máli Einar OI-
geirsson og Bjarni Benedikts-
son dómsmálaráðherra, en
síðan var umræðunni frcstað,
þar sem ráðherra hafði ekki
lokið máli sínu.
Einar Olgeirsson (Alþ.banda-
lag) vék fyrst að ræðu Gísla
Jónssonar. Varaði hann við
þeim hugsunarhætti, sem þar
hefði gætt, þ.e. hinni skefja-
lausu sefjun andkommúnism-
ans. Undir yfirskini baráttunn-
SægfljPar gegn
|/:if kommúnisma
ynni t.d. Suð-
ur-Afríku-
stjóm ofbeid-
isverk sín.
Bandalag öx-
ulveldanna
hefði á sínum
tíma verið
kallað banda-
iagið gegn kommúnismanum. á
sama hátt og Atlanzhafsbanda-
laginu væri nú ætlað það hlut-
verk.
í>á vék Einar að ræðu
dómsmálaráðherra. og þeirri
fullyrðingu hans að það væri
fyrst og fremst lega landsins
sem skapaði hina hernaðarlegu
þýðingu bess. En ekki væri til
sá staður á hnettinum, sem
Bandaríkjamenn reyndu ekki
að ko.ma fyrir herstöðvum sín-
um á Þær væru i nálægari
Austurlöndum, Vestur-Evrópu-
löndum. Græn’.andi og á Kar-
abiskahafinu Það væri því
sama hvar ísland væri stað-
sett hvað þetta snerti. En aðal-
atriðið er það sagði Einar, að
mannvirki. sem unnt er að nota
í hernaði. auka á hættuna og
því meir þvj betur sem þau
eru búin vopnum og herliði.
Aukning hernaðargildisins þýð-
ir um leið aukna hættu. og þar
með meiri hættu fyrir lif þjóð-
arinnar. t— Því væri það skoð-
un A’þýðubandalagsins, að
draga ætti úr hernaðargildi
landi;~'‘- -.-n-'h hmttfiutningi her-
liðsin=. Þá taldi Einar líkumar
ekki haía minnkað á kjarnorku-
stríði. eins og dómsmálaráð-
herra hefði viljað fullyrða og
minnti á \ þvi sambandi, að
kosningabaráttan í Bandaríkj-
unum nú fyrir skemmstu hefði
leitt heiminn fram á barm
kjarnorkustríðs. Ekki væru lík-
ur á, að við þyrftum að óttast
árás af hálfu hinna sósialísku
ríkja. eins o.g dómsmálaráð-
herra vildi vera láta. Feril'
hinna svokölluðu „lýðræðis-
ríkja”. nýlenduveldanna gömlu.
benti hins vegar í allt áðra
átt. Þau berðust með hnúum
og hnefum gegn því. að ný-
lenduþjóðimar heimtu efna-
hagsleg yfirráð yfir löndum
sínum. eftir að nýlendurnar
hafa öðlazt stiórnarfarslegt
sjálfstæði. Styrjaldarhættan i
heiminum ætti að verulegu
leyti rætur sínar að rekja til
þeirra átaka. sem þannig færu
fram milli nýfrjálsu landanna
og gömlu nýlenduveldanna.
Um þá fullyrðingú ráðherr-
ans. að hlutleysi væri einskis
virði og úrelt orðið, sagði Ein-
ar, að hann viðurkenndi fús-
lega. að unnt væri að gera
hlutleysi landa einskis virði
En það þýddi ekki um leið. að
hlutleysi væri úrelt. Á það
mætti benda að Austurríki
hefði nýlega fengið hlutleysi
sitt staðfest af stórveldunum.
Hann hefði bent á það 1938.
að hlutleysi íslands stafaði
hætta af nazismanum og lagt
til að ríkisstjórnin fengi stór-
veldin til þess að taka ábyrgð
á hlutleysi landsins. Þá sakaði
Siálfstæðisflokkurinn mig um
að ég vildi fá herstöðvar, sagði
Einar og auðvitað. að með
þessu gengi ég erinda Rússa.
Og það voru landráð þá. i aug-
um Sjálfstæðisflokksins að
vara við fyrirætlunum nazism-
ans. En ábyrgð á hlutleysi er
allt annað en krafa um her-
stöðvar. Það eru herstöðvarnar
sem draga að tortímingarhætt-
una. Þess vegna verðum við að
fá aðra vörn en vopnavernd
Niðurstaðan yrði því enn sem
fjmr: Almannavarnir og her-
varnir eru með öllu ósamrým-
anlegar, þar sem hervarnirnar
draga að sér eyðingarhættuna.
ií Benediktssoh, dóms-
málaráðherra sagði að megin-
skoðanamunur sinn o.g E. O
kæmi ef til vill bezt í ljós i
afstöðu þeirra til þess hverjir
hefðu komið af stað síðustu
heimsstyrjöld Einar Olgeirs-
son segði. að það hefðu verið
nazistar En þetta væri ekki
rétt. Að vísu vildi hann ekki
gera of lítið úr sök Hitlers.
en Sovétríkin bæru höfuðsök-
ina að sínum dómi, Og það
hefði verið bandalag nazista og
kommúnista, sem hratt styrjöld.
inni af stað!
Almennar bóta-
greiðslur
1 þriðja lagi leggja flutn-
ingsmenn til, að fjölskyldu-
bætur megi greiða með hvers-
konar bótum öðrum, en samkv.
gildandi lögum mega þær ekki
fara með öðrum bótum en dag-
peningum. „Yrði sú breyting
gerð“, segja flutningsmenn,
. mundu fjölskyldubætur falla
j hlut einstæðra mæðra, ekkna,
mæðra ófeðrara barna og
fæðra ófeðraðra barna og
barnalífeyri, auk elli- og ör-
orkulífeyrisþega, sem barnalíf-
eyri fá. Þessi breyting er sjálf-
sögð. ef fallizt er á réttmæti
þess, að f jölskyldubætur séu
^reiddar með hverju barni í
bióðfélaginu".
Verðtrygging
bótagreiðslna
Þá gerir frumvarpið ráð fyr-
ir verðtryggingu allra bóta
almannatrygginga og skulu
bæturnar bi-eytast mánaðar-
lega í samræmi við vísitölu
framfærslukostnaðar. Bent
er á að lífeyrir almanna-
trygginga hefur aldrei náð því
að svara til þurftartekna og
með vaxandi dýrtíð fjarlægist
hann það enn meira. Loks er
lagt til að afnumin verði skipt-
ing landsins í verðlagssvæði
og bætur verði hvarvetna hin-
ar sömu.
■ ■ • * > ft*
Þróun trygginganna
nauðsynleg
Þingmenn Alþýðubandaíags-
ins hafa áður flutt svipaðar
breytingartillögur við lögin um
almannatryggingar og eru nið-
urlagsorð greinargerðarinnar
þessi:
„Það skal fram tekið að lok-
um, að flutningsmenn sjá þörf
fl. endurbóta á lögunum um al-
mannatryggingar en hér eru
raktar. Fáist þessar samþykkt-
ar, verður auðveldara um fram-
haldið, sem fela verður í sér
stöðuga framþróun á sviði al-
mannatrygginga sem og ann-
arra félagsmála“.
Þingfundir í gær
Fundir voru í gær í báðum
deildum Alþingis. 1 neðri deild
var enn á dagskrá frumvarp til
laga um almannavarnir og var
umræðunni enn frestað að ósk
Bjarna Benediktssonar, sem
var að tala, er fundartími
deildarinnar var lokið. önnur
mál voru tekin út af dagskrá.
1 efri deild voru þrjú mál á
dagskrá, gerðardómslögin (at-
kvæðagreiðsla), frumvarp til
laga um breyting á lögum um
almannatryggingar, og 3ja um-
ræða um öryggisráðstafanir
gegn geislavirkum efnum.
Atkvæðagreiðsla
um gerðardóminn
Atkvæðagreiðsla fór fram í
gær á fundi efri deildar um
gerðardómslögin frá því í
sumar. Var viðhaft nafnakall
og guldu allir þingmenn stjórn-
arflokkanna lögunum jáyrði
sitt, en þingmenn Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar
greiddu atkvæði gegn frum-
varpinu.
Ástæða er til þess að vekja
athygli á því, að Bjöm Jóns-
son hafði lýst því yfir í um-
ræðum um málið, að hann liti
svo á, að í atkvæðagreiðslunni
létu þingmenn jafnframt í ljósi
álit sitt á úrskurði gerðardóms-
ins, þar sem þessi tvö atriði
yrðu ekki með réttu skilin
hvort frá öðru, eins og málum
var háttað. Af þessum sökum
óskaði hann einnig eftir nafna-
kalli um málið.
Þingmenn stjórnarflokk-
anna létu þessu ómótmælt og
voru þeir því ekki einungis
að leggja blessun sína yfir
gerðardómslögin heldur elnn-
ig úrskurð gerðardómsins.
Meðal þingmanna stjórnar-
liðsins í efri deild, sem
greiddu þessu atkvæði sitt,
var Eggert Þorsteinsson,
helzti foringi Alþýðuflokks-
ins í verkalýðshreyfingunni.
Breyting á almanna-
tryggingnnum
Alfreð Gíslason (Alþýðu-
bandalag) mælti fyrir frum-
varpi, sem hann og Bjöm
Jónsson flytja. um breyting á
lögum um almannatryggingar.
Málinu var vísað til annarrar
umræðu og nefndar. — Nánar
er sagt frá frumvarpi þessu
á öðrum stað hér á síðunni.
Öryggisráðstafanir
Frumvarp til laga um örygg-
isráðstafapir gegn geislavirkum
efnum var afgreitt með sara-
hljóða atkvæ&um til neðri
deildar.
Ctgefandi:
Ritstjórar:
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Olafsson.
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjamason.
Ritstjóm. afgreiðsla auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Simi 17-500 (5 linur) Askriftarverð kr 65.00 á mánuði.
Pólitískur
dcmur
J^ómur þremenninganna í Félagsdómi er mjög
alvarlegur atburður og hættulegur fyrir alla
þjóðfélagsþróun á íslandi. Með dómi þessum
er ráðizt gegn þegnréttindum sem tryggð eru í
sjálfri stjórnarskránni, og verði slík niðurstaða
talin endanleg kunna að vera opnaðar flóðgáttir
fyrir enn alvarlegri atburðum. Margt bendir einn-
ig til þess að af stjórnarvaldanna hálfu sé þessi
dómur hugsaður sem upphaf að þróun sem eigi
að takmarka rétt og sjálfstæði almennings, eink-
anlega í hagsmunabaráttunni; tónninn í stjórn-
arblöðunum hefur að undanförnu sýnt ljóslega
hvað valdamönnunum er efst í huga.
£Jómur þremenninganna er til orðinn undir
slíku pólitísku fargi; hann flokkast ekki und-
ir lögfræði heldur stjórnmál. Hverjum sæmilega
læsum manni verður þegar ljóst af forsendum
þremenninganna sjálfra, að þeir geta ekki vitnað
í eina einustu lagagrein til stuðnings niðurstöðu
sinni. Þess í stað beita þeir svokallaðri lögjöfn-
un og álykta sem svo, að þar sem lög mæli svo
fyrir að einstök verklýðsfélög skuli vera opin
öllu verkáíólki* skúli Alþýðusambandið einnig
vera sjálfkrafa opið öllum stéttarfélögum. En
þessi samanburður s’tenzt ekki. Ákvæðið um
verklýðsfélögin er sett til þess að tryggja hags-
muni einstakra verkamanna, en engin rök hafa
verið leidd að því að Landssambandi verzlunar-
manna sé það starfslegt hagsmunamál að kom-
ast í Alþýðusamband íslands. Þvert á móti hef-
ur Félagsdómur áður vísað málskoti LÍV frá —
með samþykkt þremenninganna — með svofelld-
um rökum: „Eigi er fram komið, að stefnandi
hafi þá starfslegu hagsmuni af inngöngu í Alþýðu-
sambandið, sem fyrirmæli 2. gr. laga nr. 80/1938
taka til og miðast við“. Þremenningarnir hafa
þannig skipt um skoðun á fáeinum mánuðum,
og skoðanaskipti þeirra eru ekki lögfræðilegs
eðlis. Hefði maður þó mátt vænta þess að þre-
menningarnir yrðu varkárari í skoðanaskiptum
sínum þegar tveir félagar þeirra í dómnum lýsa
yfir því berum orðum að niðurstaðan sé „ekki
lagarök“. Og maður hefði mátt vænta þeim mun
meiri varkárni sem dómurinn fjallar beinlínis
um stjórnarskráratriði, og vönduðum lögfræð-
ingum ber að sjálfsögðu hverju sinni að úrskurða
vafaatriði í samræmi við anda stjórnarskrárinn-
ar.
^Hir verklýðssinnar hljóta að líta þennan dóm
mjög alvarlegum augum, jafnvel þótt þá
kunni að greina á um mál Verzlunarmannasam-
bandsins. Nú er sjálft sjálfstæði alþýðusamtak-
anna í húfi. Þeim háska verða menn að mæta
á sama hátt og átökum í vinnudeilum. með því
að meta hagsmuni heildarinnar meira en hvers-
kyns minniháttar ágreiningsmál. Réttarstaða
alþýðusamtakanna er forsenda kjarabaráttunn-
ar, láti verklýðssamtökin traðka á augljósum
rétti sínum er kjörunum hættara en nokkru
sinni fyrr. — m.
4
i