Þjóðviljinn - 14.11.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 14.11.1962, Page 7
Miðvikudagur 14. rjvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 1 eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Gísli Halldórsson Jökull Jakobsson lætur skammt stórra högga í milli. 1 fyrra sýndi Leikfélag Reykja- víkur leikrit hans Pókók. Á sunnudagskvöld var nýtt verk eftir hann „Hart í bak“ frum- sýnt í Iðnó. Það er fyrsta verk- efni Leikfélagsins á þessum vetri og fyrsta leikritið sem sýnt er þar eftir þær vinsam- legu breytingar sem gerðar hafa verið ó húsinu. 1 leikskrá stendur að Pókók hafi verið „farsl eða skopleik- ur“. Hart í bak er allt ann- ars eðlis. 1 gömlu og hrörlegu húsi ein- hversstaðar þar sem Reykjavík varð til býr óvenjuleg fjöl- skylda, Jónatan, gamall maður og blindur: fyrir nckkrum ára- tugum var hann skipstjóri á fyrsta skipi þjóðarinnar. . kipi sem börn og gamalmenni og allir aðrir höfðu keypt fyrir spariskildinga sína svo að þessi litla þjóð í miðju Atlanzhafi gæti flutt varninginn heim þrótt fyrir erfiða tíma. En þessu skipi hafði hann siglt í strand. Síðan lifir hann í hugs- unum um glaesilega heimferð þessa skips og beizkleg enda- lok sjómennsku sinnar. Dóttir hans er Áróra sem spáir í lófa eða spil fyrir ferm- ingarstelpur, sefur hjá mörg- um karlmönnum og játar stór- kostlegar syndir sínar á sam- komu sértrúarflokks; umsvifa- mikil kona, skapheit og tak- mörkuð reykvísk sígauna- drottning. Sonur hennar er Láki; hann hefur frá barns-* aldri borið tvöfaldan kross ó- gæfu afa síns og lifnaðarhátta móður sinnar. Hann er óprútt- inn, kjaftfor. hyskinn, treystir sér ekki til neins framar á þessu bölvaða útskeri. Hans craumur er að komast út i heim þar sem Kalli frændi siglir víst á verulega stórum skipum — en Kalli þessi er réyndar tólvon og blekking, veruleg.i hættuleg þoka fyrir stjórnlaust lífsskip Láka. Áróra (Helga Valtýsdóttir). Inn í þennan litla heim beizkra skipsbrotsmanna gengur Árdís, stúlkan að aust- 'ari"sem átti svo ágæta móður,'" sem var svo glöð og kát við alla, og kom hingað suður til að leita að föður sínum sem hún hefur aldrei séð. Árdís sem bregður upp ljósi yfir þennan litla heim um þær mundir sem hann er að liðast í sundur. Við getum tekið það fram strax, að Hart í bak er mjög þokkalegt verk. Jökull Jakobs- son hefur fært sönnur á þekk- ingu sína og þjálfun sem leik- ritaiiöfundur. Hann hefur góða sjón og næmt eyra. Ekki verður sagt, að í þessu leikriti séu tekin til meðferð- ar einhver óvenjuleg eða flók- in vandamál. Höfundur virðist í fljótu bragði ekki ætlast ann- að fyrir en segja okkur sögu af mönnunum, mönnunum bak við þjóðfélagið. Sagan sjálf er vissulega allóvenjuleg, en samt hæfilega kunnug öllum. Áleitin hugsun um stórslys ævinnar, sem hefði kannski verið hægt að afstýra. Umbrot vonsvik- innar konu sem leitar upplyft- ingar í holdinu og Kristi. Ear- átta unglings við að eignast aftur þann vilja, þá fótfestu, sem umhverfið hefur tekið frá honum. Það er með öðrum orðum ekki hægt að segja, að Jökull Jakobsson troði ókunnar slóðir. En hvað um það, hann sýnir okkur hluti sem hann hefur góða þekkingu á. vinnur þá yfirleitt af smekkvísi, og það er ekki nema virðingarvert af ungum höfundi að ráðast ekki i annað en það er hann getur með góðu móti náð tök- um á. Persónur leiksins eru yfir- leitt vel byggðar, áhorfandinn trúir orðum þeirra og athöfn- um, höfundur sýnir bæði sam- vizkusemi og oft dágóða hug- kvæmni. Honum tekst betur en gengur og gerist í íslenzkum leikritum að sneiða hjá hætt- um bókmáls, tekst að láta fólk-^ ið tala frjálst og eðlilega. Gott dæmi um vel leyst verkefni er Finnbjörn, enn eitt afbrigði ís- lenzks gróðamanns með bel®- vettlinga, .etta er nýríkur kauði með smáar tilhneigingar, vesældarlegur og hæfilega skoplegur. Gamli skipstjórinn er einnig dæmi um það, að höfundi tekst að leggja persón- um sínum rétt orð í munn. Hann er sýnu erfiðara við- fangsefni en Finnbjörn, í ræðu hans blandast saman auðmjúk- ur hversdagsleiki og hátíðleiki úr gömlum fagnaðarræðum, í mynd hans er slegið á strengi viðkvæmni og það tekst að skila henni án tilfinningasemi Minnisvert er sérkennilegt samtal hans og Árdísar: tvær manneskjur tala um það sem þeim er kært, tala við sjálfar sig og tala þó saman með nokkrum hætti á einföldu, hversdagslegu en þó upphöfnu máli. Það er töluvert af góðum skáldskap í þessu atriði. Hinu er ekki að neita að per- sónurnar eru misjaínar. Unga fólkið, Láki og Árdís, eru tölu- vert dauflegri en þær sem nú voru nefndar, og það skortir þrótt og fyllingu í lýsinguna á ást þeirra, þessari ágætu og þýðingarmiklu ést sem léttir af Láka vanmetakenndum og bendir honum á einhverja leið út úr þokunni. Hver sæmileg- ur maður vill gjarna trúa Ár- öísi, en stundum reynist það nokkuð erfitt: athafnir hennar eru of áreynslulitlar. Pétur, furðulega góðviljaður kennari og mikil hjálparhella Láka, er leiðinleg persóna, höfundi gengur illa að koma honum fyrir, færa sönnur á hans mál. f þessu leikriti finnum við merkilega rómantíska virðingu fyrir hinu upprunalega, nátt- úrulega. Eins og áður var sagt er hús þessara skipbrotsmanna skki hamingjuhús — þvert á móti. Líf þeirra er íátækt og oft grimmt. En samt er það einhvernveginn meira virði en það lff sem skyldara er borg- aralegum hugsjónum. Þetta er undirstrikað á tvennan hátt. Jönatan (Brynjólfur Xóhannesson). Myndirnar tók Otldur Ölafss. Frá vinstri: Sirrý (Hrafnhildur Guðmundsdóttir), Gógó (Gerður Guðmundsdóttir) og Láki (Birgir Brynjólfsson). Þegar Áróra er komin í annað umhverfi, hefur flxitt í nýja og glæsilega íbúð spádómanna sem sæmilega lögleg hjákona. þá er allur glampi og þróttur úr augum hennar. Hún er illa gerður hlutur í loðfeldi. Og Árdis — ljósberi í leiknum — hún tekur þetta litla hús með tjöru þess og salti og fólki fram yfir stórhýsi og reynitré hins óþekkta. Einmitt í ljósi þessarar sérkennilegu róman- tísku afstöðu breytist vonin um Láka í spumingu sem enginn getur svarað. Og gamli maður- inn er tekinn úr umhverfi sínu og fluttur á elliheimilið þar sem allt er svo fínt útbúið — blöð og útvarp og prestur. 1 þessu leikriti er í raun og veru horft aftur, horft aftur með nokkurri angurværð og sökn- uði. Brynjólfur Jóhannesson leik- ur Jónatan skipstjóra af sannri einlægni, nákvæmni og smekk- vísi tryggja það að allt kemst til skila; Brynjólfi tekst ílest- um öðrum leikurum betur að skapa sterkt andrúmsloft. Helga Valtýsdóttir leikur . r- óru og gengur mjög rösklega til verk . leikur hennar er til- þrifamikill, þó eru einhverjar misfellur á góðri frammistöðu hennar, áhorfandinn verður var við óþægilega áreynslu. Guð- rún Ásmundsdóttir er mjög vel til þess fallin að leika hlut- verk Árdísar. Bæði hún o~? Birgir Brynjólfsson (Láki) gera ýmsa góða hluti. einkum fram- anaf. Þó tekst Birgi ekki nógu vel að sýna þær breytingar sem verða á Láka. Og í hinum alvarlegu augnablikum síðasta þáttar hefur höfundur lagt honum og Guðrúnu vanda á herðar sem þeim hefur ekki tekizt, að mæta með nægilegum þrótti og tilþrifum. Steindór Hjörleifsson sýnir okkur þá skopmynd af leiðtoga lítils sér- trúarflokks sem höfundur hafði haft í huga. Guðmundur Páls- son er ekki öfundsverður af hlutverki Pétrurs, það gefur ekki tilefni til annars en sléttr- ar og felldrar framsagnar. Gerður Guðmundsdp.ttir ,,pg Hrafnhildur Guðmundsdóttir eru illvígar tyggigúmmístelpur og Karl Sigurðsson gamalkunn- ur rukkari. Gísli Halldórsson hefur stjórnað þessum leik af öryggi og skynsemi. Sömu eiginleikar ráða leik hans í hlutverki Finnbjarnar. Bæði leikur og leikstjórn voru laus við allan óþarfa. Steinþór Sigurðsson gerði leiktjöld sem voru í á- gætu samræmi við anda leiks- ins. Dapurleg stef, leikin milli þátta, voru eftir Jón Þðrarins- son. . . Það hefur verið góð og dýr- mæt reynsla Jökli Jakobssyni að semja þetta leikrit. Það er sigur fyrir hann. Sýningin var vel gerð og skemmtileg. Hún er ánægjulegur viðburður, enda tóku frumsýningargestir ágæt- lega þessu fyrsta verkefni Leikfélagsins á þessum vetri. — A.B. -» — ★ — Leikdómari Þjóðviljans, Ás- geir Hjartarson er forfallaður sem stendur sökum veikinda. Pólifísk uppsögn skrifstofustjórans hja Hafnarfjarðarbœ er ósvífin ÁRÁS ó rétt- indi allra opinberra starfsmanna Morgunblaðið stingui skýrslu BSRB undir stól og skrökvar því vísvit- andi að staða skriístoíustjóra haii verið stoínuð 1854 Sjálfstæðisflokkurinn og mál- svari hans Morgunblaðið hafa l’m langt skeið lagt sérstakt kapp á að telja landsmönnum trú um að þeir væru málsvar- ar lýðræðis og mannréttinda. Sannarlega hefur þeim ekki verið vanþörf á að leggja sig fram um að fá fólk til að gleyma því, hve skammt er síðan málgögn Sjálfstæðis- fJokksins voru helztu og dygg- ustu málsvarar þýzku nazist- anna, en svo sem allir vita er gamla baráttumenn nazista á íslandi nú að finna innan Sjálfstæðisflokksins. Það kemur því Morgunblað- inu heldur illa þessa dagana, þegar hinir nýju valdhafar í Hafnarfirði undir forystu gam- als nazista í sæti forseta bæj- arstjórnar fyrir tilstilli Fram- sóknar kasta Iýðræðisgrímunni og opinbera nú hinn rétta hug sinn til almennra mannrétt- inda, er þeir hafa náð völd- um. Aðvörun til allra bæjarstarfs- manna um, að þeir skuli ekki dirfast að hafa yfirlýstar stjóm- málaskoðanir andstæðar sem- steypu íhalds og Framsóknar að viðlagðri atvinnusviptingu, er gefin út með þeim hætti að víkja skrifstofustjóra bæj- arins Geir Gunnarssyni úr starfi vegna stjórnmálaskoðana hans. Þessar nýstárlegu og ósvffnu aðfarir gagnvart Starfsmanna- télagi Hafnarfjarðar og opin- berum starfsmönnum almennt á Morgunblaðið erfitt með að samræma áróðri sínum um baráttu Sjálfstæðisflokksins fyr- ir mannréttindum, lýðræði og frjálsri skoðanamyndun. Frásagnir Morgunblaðsins af því máli eru einnig gott dæmi um gegndarlausar rangfærsl- ur og ósannindi, sem því þyk- ir hæfa málstað sínum og lýs- ir vel óskhyggju þess um hvernig skuli framkvæma hlut- lausa fréttaþjónustu og þjóna sannleikanum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (B.S.R.B.) sendir skýrslu um gang málsins og samþykktir sínar af þvi til- efni, þar sem því er lýst, að hér sé um að ræða atvinnu- sviptingu af stjórnmálaorsök- um, sem sérstök ástæða sé til að vara öll starfsmannafélög í landinu við og hvetja þau til að vera á verði og gegn, enda felst í aðförum bæjar- stjórnarmeirihlutans árás á 'grundvallarmannréttindi félags- manna. Þessari skýrslu stingur Mbi. undir stól, en birtir svo algerar staðleysur og uppspuna um málið, að þeim sem til þekkja blöskrar, en þetta tel- ur blaðið fært í trausti þess að mikill meirihluti lesenda þess þekkir ekki til málsat- vika og kemur ekki til með að sjá leiðréttingar á öðrum vettvangi. Morgunblaðið heldur þvi fram, að staða skrifstofustjóra Hafnarfjarðarbæjar hafi verið stofnuð, þegar samstarf sósíal- ista og Alþýðuflokksmanna í Hafnarfirði hófst árið 1954 Þá hafi verið „stofnað nýtt starf“! Hverjum skyldu vera ætlaðar þvílíkar upplýsingar? Allir Hafnfirðingar vita a.m.k. að þetta er algjör uppspuni. Skrifstofustjóri Hafnar- f jarðarbæjar var ráðinn þeg- ar árið 1930 og staðan var því engan veginn mynduð til þess að „ðreifa valdi milli tveggja samstarfs- flokka" eins og Morgunblað- inu telur bezt sæma sínum slæma málstað að segja. Þegar Geir var ráðinn til starfs, hafði fyrrv. skrifstofu- stjóri nýlcga tekið við for- stjórastarfi að Sólvangi. sem þá var nýlcga tekinn til starfa, svo að engum var vikið úr starfi eða ný staða stofnuð. Allan þann tíma, er Geir hef- ur gegnt starfi skrifstofustjóra, er ekki vitað að komið hafi fram gagnrýni á störf hans frá neinum af bæjarfulltrúum. yfirboðurum hans, þar með taldir s fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. Enda er framferði ihalds — og Framsóknar — i þessu máli fyrst og fremst áminning til starfsmanna bæj- arins um, að þeir skuH ekki láta sér tii hugar koma að halda fram stjórnmálaskoðun- um sínum eins og stjórnar- slrráin á að tryggja að hverj- um manni sé fært. Ef þær Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.